Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 32

Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 32
32 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ 20. september 1994: „Alþýðu- flokkurinn er í alvarlegri kreppu. Ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur nú fyrir helgi um að segja sig úr flokknum kemur að vísu ekki á óvart en er engu að síður áfall fyrir Al- þýðuflokkinn. Jóhanna Sig- urðardóttir hefur um langt árabil verið í forystusveit Al- þýðuflokksins og á þar djúp- ar rætur. Þegar hún bauð sig fram til formennsku í flokkn- um á flokksþingi hans í júní- mánuði sl. átti hún í erf- iðleikum með að skýra málefnalega sérstöðu sína. Nú segir hún, að erfitt sé að greina á milli afstöðu Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks til málefna. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, hefur í þessu sambandi bent á skoðanamun flokkanna tveggja í landbún- aðarmálum, sjávarútvegs- málum og til aðildar að ESB og jafnframt sagt, að Alþýðu- flokkurinn hafi ekki barizt fyrir einkavæðingu af neinu offorsi. Þegar Héðinn Valdimars- son klauf Alþýðuflokkinn 1938 fylgdi honum töluverður hópur áhrifamanna. Það dugði ekki til og Héðinn hrökklaðist úr Sósíal- istaflokknum fljótlega eftir stofnun hans. Þegar Hanni- bal Valdemarsson klauf Al- þýðuflokkinn 1956 fylgdi hon- um einnig nokkur hópur áhrifamanna. Hannibal sneri til baka til Alþýðuflokksins 18 árum síðar. Þegar Vilmundur Gylfason klauf Alþýðuflokk- inn á sínum tíma fylgdi hon- um einnig nokkur hópur fólks en Bandalag jafnaðarmanna reyndist ekki lífvænleg stjórnmálasamtök. Jóhönnu Sigurðardóttur fylgir ekki umtalsverður hóp- ur áhrifamanna úr Alþýðu- flokknum. Hins vegar benda skoðanakannanir til þess, að hún geti orðið flokknum erf- iður andstæðingur meðal al- mennra kjósenda. En það á raunar við um fleiri flokka en Alþýðuflokkinn. Kannanir benda einnig til þess, að Jó- hanna taki umtalsvert fylgi frá Alþýðubandalagi. Nið- urstaðan af framboði á henn- ar vegum getur því orðið enn meiri ringulreið á vinstri væng íslenzkra stjórnmála en menn hafa kynnzt fram að þessu. Slíkt styrkir að sjálf- sögðu stöðu Sjálfstæð- isflokksins stórlega.“ . . . . . . . . . . 19. september 1974: „Með myndun ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins var mörkuð ákveðin stefna í utanríkis- og varnarmálum landsins. Þar með var lokið þriggja ára óvissuástandi og þrotlausum deilum um þetta efni. Eftir alþingiskosningarnar í lok júní sl. varð endanlega ljóst, að ekki var meirihluti á Al- þingi fyrir uppsögn varn- arsamningsins og þeirri stefnu, sem vinstri stjórnin markaði með svokölluðum viðræðugrundvelli, er lagður var fyrir Bandaríkjamenn í aprílmánuði sl. Í stefnu- yfirlýsingu núverandi rík- isstjórnar segir, að öryggi landsins verði tryggt með að- ild að Atlantshafsbandalag- inu og sérstakt samstarf verði haft við Bandaríkin, meðan starfrækt er hér varn- ar- og eftirlitsstöð á vegum Atlantshafsbandalagsins. Með þessari yfirlýsingu var afdráttarlaust tekið af skarið í þessum efnum. Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn hafa lengst af haft áþekka afstöðu til að- ildar Íslands að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsam- starfsins við Bandaríkin.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ VIÐSKIPTALÍFSINS Það er umhugsunarefni ogáhyggjuefni hversu takmarkað-an áhuga forystumenn í við- skipta- og atvinnulífi Íslendinga virðast hafa á því að axla þá samfélagslegu ábyrgð, sem fylgir auknu vægi fyrir- tækjanna í íslenzku samfélagi. Þeir gera það að vísu myndarlega á vett- vangi menningar og íþrótta en á öðrum sviðum að mjög takmörkuðu leyti. Fyrir skömmu vakti Morgunblaðið athygli á ummælum Michaels Tresch- ow, formanns Samtaka atvinnulífsins í Svíþjóð, um hringamyndun í sænsku atvinnulífi. Þar kom fram að forystu- menn í sænsku viðskiptalífi væru sam- mála stjórnvöldum í Svíþjóð um að efla ætti Samkeppnisstofnun þar í landi til að auðvelda henni baráttu gegn hringa- myndun. Sambærilegan stuðning er ekki að finna í málflutningi forystumanna Sam- taka atvinnulífsins hér á landi og er það skaði. Hins vegar má vel vera, að ein- hver viðhorfsbreyting sé að verða í við- skiptalífinu í þessum efnum. Í grein í Morgunblaðinu í gær segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri FÍS, m.a.og vísar til tillagna nefndar viðskiptaráðherra, sem Morgunblaðið telur að vísu, að gangi ekki nógu langt: „Það skiptir miklu máli, að í atvinnu- lífinu takist sátt um þær tillögur, sem nefnd viðskiptaráðherra um íslenzkt viðskiptaumhverfi gerir. Tillögurnar eru í öllum meginatriðum þess eðlis, að auðvelt ætti að vera að ná sátt um þær. Verði tillögur nefndarinnar festar í lög eru allar líkur á því, að auðveldara verði að berjast gegn þeirri neikvæðu þróun, sem átt hefur sér stað hér á landi í átt til fákeppni og jafnvel einok- unar. Sömu rök hljóta að gilda hér á landi og í Svíþjóð, að hringamyndun sé af hinu illa og samkeppni á jöfnum for- sendum sé það, sem ábyrgt atvinnulíf vill.“ Að óbreyttu verður ekki sátt um stöðu viðskiptalífsins meðal lands- manna. Forystumenn stóru viðskipta- samsteypnanna hljóta að gera sér grein fyrir því. Jafnframt liggur í augum uppi, að það er þeim sjálfum og fyr- irtækjum þeirra sízt af öllu til fram- dráttar að deilur standi lengi um það hvernig haga eigi þeim starfsramma viðskiptalífsins, sem stefnt er að. Þess vegna er mikilvægt að einhver úr þeirra röðum stígi fram á sjónarsvið- ið og lýsi yfir vilja til að taka þátt í að skapa viðskiptalífinu starfsumhverfi, sem sæmileg sátt getur tekizt um milli þess og landsmanna allra. Um allan hinn vestræna heim a.m.k. hefur í vaxandi mæli verið rætt um þá samfélagslegu ábyrgð, sem hvílir á við- skiptalífinu og forystumönnum ein- stakra fyrirtækja. Framsýnir forsvars- menn fyrirtækja gera sér grein fyrir þessu. Hér á Íslandi má sjá vísbend- ingar um hið sama. Auk öflugs stuðn- ings við íþróttir og menningu má sjá merki þess, að fyrirtæki vilji taka auk- inn þátt í að leysa vandamál, sem upp koma í daglegu lífi starfsmanna þeirra og líti svo á, að það sé þeim sjálfum til hagsbóta. Enn skortir hins vegar á, að for- svarsmenn viðskiptalífsins séu tilbúnir til að taka á sig þær viðskiptapólitísku skyldur, sem óhjákvæmilega fylgja stöðu þeirra. Það er tímabært að þetta hlutverk verði rætt á vettvangi við- skiptalífsins. Í raun og veru felst ekki í þessu ann- að en að forystumenn í atvinnulífi Ís- lendinga í upphafi 21. aldarinnar geri það sama og forverar þeirra gerðu hver í sínu byggðarlagi í byrjun 20. aldarinn- ar. Er það til of mikils mælzt? Ö flugustu menningarstofn- anir landsins eru þær sem reknar eru fyrir opinbert fé. Oft á tíðum eru þær einnig umdeildastar; enda lætur almenningur sig eðlilega miklu varða hvernig þessar stofnanir ráðstafa þeim fjármunum sem þær fá til rekstr- arins, öfugt við þær einkareknu. Allir eru sam- mála um að þessar menningarstofnanir gegna lykilhlutverki í menningarlífinu, eru m.ö.o. kjöl- festa þess, enda markmið þeirra og hlutverk bundið í lög, samfélaginu í heild til framfara og heilla. Sinfóníuhljómsveit Íslands er ein þessara stofnana og hún á sér langa og merkilega sögu sem framvörður í tónlistarlífi landsmanna. Þar hafa margir helstu tónlistamenn landsins starf- að á undanförnum áratugum, og fullyrða má að allir þeir helstu hafi einhvern tíma komið við sögu í starfi hennar. Sinfóníuhljómsveitin hefur aukinheldur verið einn helsti hvati þess að koma tónlistarlífi í landinu á það stig að fagleg sjónarmið og atvinnumennska ráða þar ríkjum, þrátt fyrir að tiltölulega stutt er síðan tónlistar- lífið reis úr öskustónni hér og fór að taka mið af því sem best gerist í nágrannalöndum okkar, tónlistarmönnum og ekki síður tónskáldum til framdráttar. Af þessu góða starfi hefur almenn- ingur notið góðs; það uppeldisstarf sem opinber hljómsveit á borð við Sinfóníuna sinnir, kristall- ast ef til vill helst í þeirri fádæma góðu aðsókn sem fjölmargir viðburðir á sviði tónlistar fá hér allt árið um kring, og þá ekki síður í starfsemi tónlistarskólanna í landinu, þar sem þúsundir barna fá undirstöðumenntun í klassískri tónlist, sem – jafnvel þótt þau verði ekki öll tónlist- armenn – gerir þau að sjálfsögðu að betri og virkari tónlistarneytendum á fullorðinsárum. Hlutverk hljóm- sveitarinnar Nokkur styr hefur þó staðið um Sinfóníu- hljómsveit Íslands að undanförnu, þar sem sitt sýnist hverjum um verkefnaval vetrarins. Í lögum um hljómsveitina segir eftirfarandi: „Starf Sinfóníuhljómsveitarinnar miði að því að auðga tónmenningu Íslendinga, efla áhuga og þekkingu á æðri tónlist og gefa landsmönnum kost á að njóta hennar, m.a. með tónleikahaldi sem víðast um landið og með tónlistarflutningi í útvarp. Sérstaka áherslu ber að leggja á flutn- ing og kynningu íslenskrar tónlistar, utan lands sem innan, ef tilefni gefast. Í öllu starfi hljóm- sveitarinnar skal kappkosta að hafa sem best samstarf við þá aðila aðra sem að skyldum markmiðum vinna, einkum aðra íslenska flytj- endur tónlistar, einstaklinga, hópa og stofnan- ir.“ En það er einmitt um þessa sérstöku rækt sem Sinfóníuhljómsveitinni ber að leggja á „flutning og kynningu íslenskrar tónlistar“, sem umræða síðustu daga hefur helst snúist. Í pistli sem Bergóra Jónsdóttir blaðamaður skrifaði nýverið í Morgunblaðið um verkefnaval Sinfóníuhljómsveitarinnar, dregur hún fram margt forvitnilegt í dagskrá vetrarins. En síðan segir hún: „Það er hins vegar ótrúlegt sem við blasir, að Sinfóníuhljómsveit Íslands skuli ekki ætla af eigin hvötum að frumflytja eitt einasta íslenskt tónverk í vetur ef frá eru taldar þjóð- lagaútsetningar Jóns Þórarinssonar sem Mar- íus Sverrisson söng með hljómsveitinni í vik- unni. Hverju sætir það? Að vísu verða tvö til þrjú íslensk verk frumflutt á tónleikum á Myrk- um músíkdögum, en þess ber að geta að þótt hljómsveitin standi að tónleikunum í samvinnu við Tónskáldafélag Íslands er frumkvæðið að verkefnavali þeirra tónleika ekki í höndum hljómsveitarinnar.“ Þessi athugasemd Bergþóru vekur vissulega athygli, enda hlýtur það að vera frumkrafa ís- lenskra skattgreiðenda að hljómsveitin sinni skyldum sínum með þeim hætti sem kveðið er á um í lögum, eða rækti þá „áherslu [sem henni] ber að leggja á flutning og kynningu íslenskrar tónlistar“. Samanburður sá sem Bergþóra not- ar úr bókmenntaheiminum er eftirtektarverð- ur, enda óhætt að fullyrða að bókmenntir eru sú listgrein sem á sér traustastar rætur hér á landi: „Það myndi sjálfsagt hvína í bókaormum hér á landi ef útgáfu íslenskra skáldverka yrði hætt og einungis erlend verk gefin út í staðinn“, segir hún. „Er þetta sambærilegt? Já, og rúm- lega það, því meðan bókaútgefendur bera engar lagalegar skyldur gagnvart lesendum sínum gerir Sinfóníuhljómsveit Íslands það svo sann- arlega gagnvart hlustendum sínum. Henni ber samkvæmt landslögum að leggja áherslu á flutning íslenskrar tónlistar og auðga tónmenn- ingu þjóðarinnar. Varla er hægt að segja að hljómsveitin standi undir þeirri skyldu í vetur; jafnvel þótt eldri íslensk verk hljómi á sjö tón- leikum, og hljómsveitin leiki undir með Nýrri danskri á einum tónleikum, þegar tónleikar verða alls um þrjátíu. Íslensk tónskáld hljóta að hafa meir en lítið langlundargeð, því hvaða hljómsveit önnur ætti að spila verk þeirra?“ spyr hún síðan réttilega. Mörk hámenn- ingar og lág- menningar Jónas Sen slær á áþekka strengi í grein sem birtist í Lesbók fyrir rúmri viku. Hann fjallar þar af glöggskyggni um samruna þess sem skilgreint hefur verið sem há- og lágmenning, og þá ekki síður um kosti og galla þess samruna. Jónas telur þá þróun sem merkja má í verkefnavali Sinfóníuhljómsveitar Íslands vera til vitnis um að samruni há- og lág- menningar í listrænni stefnumótun hljómsveit- arstarfsins, afhjúpi veikleika slíks samruna fremur en kosti. Í upphafi greinar sinnar spyr hann: „Hvernig lýsa dvínandi mörk milli há- og lágmenningar sér? Hverjir eru gallar og kostir þess að mörkin þarna á milli eru að mást burt? Hér er sett fram sú hugmynd að minnkandi mörk há- og lágmenningar séu af hinu góða ef um er að ræða raunverulegan samruna þessara tveggja heima. Neikvæða hliðin birtist aðallega ef samruninn hefur ekki almennilega átt sér stað; ef hámenningunni hefur bara verið ýtt til hliðar og markaðshyggja heilalausrar afþrey- ingar tekið völdin.“ Með þessum orðum vísar hann rétt eins og Bergþóra til vægis íslenskrar nútímatónlistar í vetrardagskránni og segir: „Minnkandi hlutur íslenskrar nútímatónlistar á komandi vetrar- dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands vekur t.d. upp spurningar og þar sem hljómsveitin er ein af máttarstólpum íslensks tónlistarlífs er nauð- synlegt að fjalla um hana hér.“ Jónas útskýrir síðan hvað hann á við með því að taka dæmi af verkefni sem hann álítur bera vott um vel heppnaðan samruna há- og lágmenningar (eða samvinnu innan klassískrar tónlistar og dæg- urtónlistar). „Þegar rokkið kom fram á sjón- arsviðið voru innan tónlistargeirans tvær and- stæðar fylkingar sem fyrirlitu hvor aðra. Núna eru mörkin ekki eins skýr, samvinna fulltrúa há- og lágmenningar er sífellt að verða algeng- ari. Eitt besta dæmið um þetta er geisladiskur Ásgerðar Júníusdóttur söngkonu, Minn heimur og þinn, sem var tilnefndur til menningarverð- launa DV árið 2002. Þar eru lög eftir konur úr hámenningargeira íslenskrar nútímatónlistar, og líka eftir Björk og nokkrar aðrar konur úr dægurlagaheiminum. Öll lögin eru útsett og sungin eins og um ljóðasöng sé að ræða; tónlist úr lágmenningargeiranum er sett í búning há- menningarinnar og er útkoman sú að mörkin á milli heimanna tveggja fyrirfinnast varla“, segir hann, en heldur síðan áfram: „Miðað við þessa þróun skýtur listræn stefna Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands undanfarin ár skökku við. Þetta höf- uðtónlistarvígi hámenningar á Íslandi leggur æ meira upp úr því að hafa sígild, vinsæl verk sem flestir þekkja á efnisskránni en að sama skapi verða íslenskar tónsmíðar, sérstaklega þær nýj- ustu, stöðugt fyrirferðarminni. Af þeim 28 tón- leikum sem fyrirhugaðir eru í vetur (sumir þeirra verða endurteknir svo heildartalan er í raun hærri) innihalda aðeins átta þeirra íslensk tónverk. Þau eru ekki öll ný af nálinni því meðal annars verða flutt verk eftir Jón Leifs og Árna Björnsson. Auk þess er Bláa tónleikaröðin horf- in, en hún hefur nánast alltaf verið helguð sam- tímatónlist, bæði íslenskri og erlendri. Í staðinn er komin tónleikaröð sem nefnist Tónsprotinn og virðist hún innihalda ennþá meira léttmeti en Græn röð Vínartónleika, rokktónleika og annað í svipuðum dúr. Hér virðast mörkin á milli lágmenningar og hámenningar ekki vera að eyðast; hámenningin er einfaldlega að hverfa í skuggann á lágmenningunni.“ Ábyrg listræn stefnumótun Þarna virðist Jónas hitta naglann á höf- uðið, ekki síst ef mál- ið er skoðað með til- liti til lögbundins hlutverks hljómsveitarinnar eins og því var lýst hér að ofan, og skyldum hennar við flutning og kynningu á íslenskri tón- list. Morgunblaðið leitaði viðbragða við þessari gagnrýni á verkefnaval hljómsveitarinnar í kjölfar greinanna hjá ýmsum þeim sem málið er skylt. Af viðbrögðunum að dæma virðist aug- ljóst að menn eru ekki sáttir við stefnumótun hljómsveitarinnar og margir hafa alvarlegar efasemdir um réttmæti þess vals á verkum til flutnings sem fyrir liggur. Þannig segir t.d.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.