Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 33

Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 33 Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafélags Íslands; að félagið hafi oft bent forsvarsmönn- um hljómsveitarinnar á að það væri „æskilegt fyrir tónlistarlífið hérlendis að [hljómsveitin] legði meiri áherslu á íslensk sinfónísk verk. Hún er í raun eini vettvangurinn til að flytja slík tónlistarform.“ Í samtali Morgunblaðsins við hann kemur einnig fram að hann telji það óhjákvæmilega fylgifisk þess þegar íslensk verk séu sjaldan flutt, að færri séu skrifuð. „Færri og færri íslensk hljómsveitarverk eru að verða til,“ segir hann „og þátttaka Sinfóníu- hljómsveitar Íslands hefur mjög afgerandi áhrif á tilurð slíkra verka. Við höfum séð að frum- flutningur á íslenskri tónlist hefur minnkað, gróft á litið, og segja þessi skrif í blaðinu sitt um það mál.“ Sigfríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Ís- lenskrar tónverkmiðstöðvar, er sama sinnis og Kjartan og segir það „mikil vonbrigði að sjá hversu lítil djörfung er í efnisvali Sinfóníunnar núna. Mér finnst ekki skipta neinu máli úr hvaða geira góðir hlutir koma, en því meiri vinna, þekking og reynsla sem er að baki tón- verki því meiri líkur eru á að það hafi að geyma þennan gimstein sem Sinfóníuhljómsveitin á að mínu mati stöðugt að leita að“. Hún leggur hljómsveitinni mikla ábyrgð á herðar og segir að „aðeins með hennar tilstilli verða afhjúpuð og uppgötvuð íslensk listaverk á sviði stórverka sem krefjast hljómsveitarflutnings sem þá geta gegnt hlutverki sínu sem burðarstoðir menn- ingar okkar inn í óljósa framtíð.“ Fagleg sjónar- mið eða mark- aðssjónarmið? Steinunn Birna Ragnarsdóttir, sem situr í verkefnavals- nefnd Sinfóníuhljóm- sveitarinnar fyrir hönd Reykjavíkur- borgar, álítur hljómsveitina vera á villigötum hvað fagleg sjónarmið varðar. Hún segir: „Ég verð að taka undir sjónarmið þeirra Bergþóru og Jónasar og hafa áhyggjur af því að Sinfón- íuhljómsveit Íslands sé ef til vill að teygja sig of langt, ekki bara frá lögboðnum markmiðum heldur einnig frá því sem ég tel að sé faglega eftirsóknarvert. Þó að samfélagið geri sífellt auknar kröfur um að afþreying taki stærri hluta af því sem fólk sækir í utan vinnutíma, finnst mér að menningarstofnun eins og Sinfón- íuhljómsveit Íslands, sem er í raun þjóðar- hljómsveitin okkar, verði að halda faglegri reisn og finna skynsamlegan milliveg. Því auðvitað er ekki hægt að þrjóskast við og spila bara tónlist sem ekki nýtur almennra vinsælda, en Sinfóní- an hefur hlutverk sem eins konar kyndilberi í íslensku tónlistarlífi og má því ekki fara of geyst í þá átt að mæta markaðssjónarmiðum. Mér þykir leitt ef sú leið verður ofaná.“ Þó forræðishyggja sé vitaskuld af hinu vonda og ekki kunni góðri lukku að stýra að þröngva einhverju sem síst nýtur almennra vinsælda upp á fólk, er samt sem áður mikilvægt eins og Steinunn Birna bendir á að halda „faglegri reisn“. Hljómsveit á borð við Sinfóníuna, má ekki gengisfella sig með því að fikra sig of langt inn á brautir dægurmenningar og auðmelts efn- is – hvort sem það tilheyrir há- eða lágmenn- ingu; fyrri tímum eða samtímanum. Því hlut- verki ættu aðrir að geta sinnt betur en stofnanir sem reknar eru fyrir opinbert fé. Hér verða ekki dregin í efa þau miklu áhrif sem hljótast af því að heyra stórt, vinsælt hljómsveitarverk flutt af góðri hljómsveit, og auðvitað á hljómsveit á borð við Sinfóníuhljóm- sveit Íslands að standa að slíkum flutningi. En þó hann sé allra góðra gjalda verður og mik- ilvægur í bland við annað, má ekki gleyma því að aðgengi almennings að tónlist í frábærum flutningi er betri en nokkru sinni fyrr í sögunni, svo sem á geisladiskum. Þeim mun meiri ástæða virðist vera til þess að hljómsveitir hafi til að bera nægilega döngun til að horfa einnig fram á veginn og víkka út sjóndeildarhring hins almenna tónlistarunnanda, með flutningi nýrra verka og þá ekki síður eldri verka sem ekki hafa enn verið gefin út – eins og raunin er með mörg íslenskt tónverk. Með þeim hætti væri hljóm- sveitin að sinna hlutverki sínu sem sá „kynd- ilberi“ – eins og Steinunn Birna orðar það – sem henni er ætlað að vera samkvæmt lögum. Í þessu sambandi má ekki gleyma því að í lögum um Sinfóníuhljómsveitina segir einnig að heimilt sé „að ráða tónskáld til starfa í þágu hljómsveitarinnar í takmarkaðan tíma eða fá verk til flutnings hjá tónskáldum“. Þetta ákvæði mætti nýta mun betur en hingað til hef- ur verið gert, íslenskum tónskáldum og tónlist- ararfinum til framdráttar. Hljómsveit allra Íslendinga Nú til dags, þegar menningarstofnanir landsmanna eru al- mennt séð búnar að slíta barnsskónum og orðnar rótgróinn mótandi þáttur í samfélagsmyndinni, er nauðsynlegt að gera þá kröfu til þeirra að þær sinni hlutverki sínu af listrænum metnaði og framsýni. Og það á auðvitað einnig við um Sinfóníuhljómsveitina. Engin stofnun önnur hefur tök á að efla íslenskt tónlistarlíf innan frá með sama hætti og hún, engri íslenskri stofnun ber jafn rík skylda til að flytja íslenska tónlist og henni. Getur þjóðin sætt sig við það að listræn stefnumótun Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, „þjóðarhljómsveitarinn- ar“, leiði til þess að „færri og færri íslensk hljómsveitarverk verði til“, eins og Kjartan Ólafsson orðar það; eða að engin þau „íslensk listaverk á sviði stórverka sem krefjast hljóm- sveitarflutnings“ verði afhjúpuð svo þau „geti gegnt hlutverki sínu sem burðarstoðir menn- ingar okkar, þegar til framtíðar er litið“ – eins og Sigríður óttast? Tæpast. Íslensk tónskáld hafa fyrir löngu sýnt það og sannað að ekkert réttlætir það að þau vinni skapandi störf sín í andrými tómlætis. Þjóðin hefur þegar skapað þeim þær aðstæður með lagasetningu, að þau geta gert tilkall til þess að verk þeirra heyrist á tónleikum. Þá framsýni sem sýnd var með þeirri lagasetningu ber umfram allt að virða. Ekki virðist viljann til þess skorta hjá Rumon Gamba, aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar og listræns stjórnanda hennar, því þó ekki hefði náðst í hann til að leita viðbragða við gagnrýn- inni nú, var haft eftir honum í Morgunblaðinu fyrir réttum tveimur árum að hann liti „ekki endilega á það sem skyldu eða kvöð að flytja ís- lensk verk, mér finnst það bara mikilvægt vegna þess að Sinfóníuhljómsveit Íslands er ekki borgarhljómsveit eins og margar hljóm- sveitir erlendis, – heldur hljómsveit allra Ís- lendinga. Það er mikilvægt að íslensk tónlist heyrist hvort sem hún er góð eða slæm; – við komumst ekki að því hvernig hún er nema heyra hana. Það er líka sérstaklega mikilvægt að ung tónskáld fái tækifæri með hljómsveitinni og njóti þess að heyra hljómsveitarverk sín lifna við. Hvaða hljómsveit ætti að spila þau ef ekki Sinfóníuhljómsveit Íslands?“ Svarið við þessari spurningu Gamba liggur auðvitað í augum uppi. Það er því óskandi að forsvarsmenn hljómsveitarinnar taki markmið sín með verkefnavalinu til endurskoðunar og standi undir þeim væntingum sem fagaðilarnir sem vísað hefur verið til hér að ofan bera til hennar í nánustu framtíð. Ekki síst þar sem listrænn stjórnandi sveitarinnar virðist vera á sama máli og þeir sem harðast gagnrýna hana. Morgunblaðið/Golli Hauststemning við Ægissíðu. Íslensk tónskáld hafa fyrir löngu sýnt það og sannað að ekkert réttlætir það að þau vinni skapandi störf sín í andrými tómlætis. Þjóðin hefur þegar skapað þeim þær aðstæður með laga- setningu, að þau geta gert tilkall til þess að verk þeirra heyrist á tónleikum. Þá framsýni sem sýnd var með þeirri lagasetningu ber umfram allt að virða. Laugardagur 18. september

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.