Morgunblaðið - 19.09.2004, Side 34
UMRÆÐAN
34 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐ kemur okkur við og hvað
ekki? Í síðasta þætti
Hildar Helgu Sigurð-
ardóttur „Í vikulokin“
hlustaði ég á konu hella
úr skálum reiði sinnar
vegna skrifa Morg-
unblaðsins um kostnað
við bólusetningar gegn
heilahimnubólgu. Kon-
an taldi það sárustu
móðgun að blaðið
skyldi leyfa sér að
halda því að lesendum
að kostnaður við þessa
„sjálfsögðu“ þjónustu
væri 200 milljónir. Get-
ur verið að konan sé svo vanþroskuð
að hún viti ekki að öll þjónusta kostar
peninga, jafnvel þjónusta við börnin
okkar. Peninga sem einhver þarf að
reiða fram og sem ekki verða þá sett-
ir í annað. Ég er þakklát Morg-
unblaðinu fyrir að láta mig vita í hvað
peningarnir fara. Ég er nefnilega
einn af skattborgurum þessa lands og
hef ásamt samsveit-
ungum, mátt sjá á eftir
milljörðum í LínuNet
lönguvitleysuna án þess
að fá nokkuð í staðinn.
Það hefði mátt bólu-
setja nokkur börn fyrir
þá peninga og þótt ég
geti glaðst yfir því með
konunni að börn á Ís-
landi fái notið þessarar
meðferðar, geri ég mér
líka grein fyrir því að
það eru forréttindi að
búa í landi þar sem slík
þjónusta er veitt. Það er
nefnilega misskilningur hjá vesalings
konunni að það sé eitthvað „sjálfsagt“
í lífinu.
Heimtufrekja konunnar er fyrir
ýmsar sakir athygli verð. Hvers
vegna þessi heift út af jafnlitlu máli?
Ég hefði skilið það ef fréttin hefði
fjallað um að heilbrigðisráðherra
hefði neitað að veita þjónustuna og
faraldur væri í uppsiglingu. Getur
verið að öll þessi hysteríska frekja
með kröfur á hið opinbera sé birting-
armynd bældrar samvisku vegna
vanefnda foreldra við börn sín. Mín
kenning er sú að þann dag sem al-
menn sátt varð um að öll börn ættu
„rétt“ á dagheimilisplássi, hafi þeim
endanlega verið úthýst. Það voru ekki
börn sem kröfðust þessa réttar, en
það þarf ekki að skoða fréttablöðin
lengi til að sjá að það eru börnin sem
eru hin raunverulegu fórnarlömb
þessarar þjóðar. Sama dag og þessi
þáttur fór út á öldur ljósvakans
fjallaði Morgunblaðið um tvær fréttir
tengdar börnum. Önnur var vegna
könnunar sem sýndi að foreldrar eru
ákaflega ánægðir með leikskólavist
barna sinna. Skal nokkurn undra.
Hin var á baksíðu og greindi frá auk-
inni tíðni sjálfsvíga hjá börnum undir
15 ára aldri. Þetta er skelfileg frétt,
en aðeins ein af mörgum sem birst
hefur að undanförnu og sýna vanlíðan
og einstæðingsskap barna. Kennarar
kvarta undan óróleika og kvíða skóla-
barna. Umboðsmaður barna hvetur
hið opinbera til rannsókna á streitu
barna. Börnum með atferlisröskun
fjölgar. Árásarhneigð þeirra eykst og
offita barna er að verða að heilbrigð-
isvandamáli. Þetta er fyrir utan allar
fréttirnar af fíkniefnaneyslu barna og
þeim glæpum sem henni tengjast.
Það er ekki vegna skorts á ytri að-
búnaði sem börnunum okkar líður ill,
af honum hafa þau meira en nóg. En
hamingja barnanna verður ekki
keypt fyrir fé. Fjölmargar rann-
sóknir sýna að jafnvel við bestu að-
stæður kemur ekkert í staðin fyrir
umhyggju sem börn verða aðnjótandi
af sínum nánustu. Börn að þriggja
ára aldri þurfa athygli sem er ein-
staklingsbundin og beinist aðeins að
þeim. Umönnun ókunnugra, þótt
fyrsta flokks sé, getur ekki komið í
stað ástar. Þetta er grunnur sem
framtíð barna byggist á. Haft hefur
verið eftir fyrrverandi yfirlækni á
barnageðdeild að vandamál barna
megi rekja til skorts á sam-
verustundum fjölskyldunnar. Þessi
ummæli eru ekki úr lausu lofti gripin
og efist einhver um að börn séu af-
skipt, þá má minna á ráðstefnu sem
haldin var síðastliðinn vetur undir yf-
irskriftinni Dagblöð í skólum. Enn og
aftur er ábyrgðinni skotið út í geim-
inn. Kvöð er sett á kennara, hið op-
inbera og dagblöð að upplýsa börn og
veita þeim aðstoð vegna áfalla sem
þau verða fyrir vegna fréttaflutnings.
Einn fyrirlesaranna taldi „nauðsyn-
legt að meira sé gert af fjölmiðlaum-
fjöllun í skólum og að dagblöðin sinni
börnum frekar, til dæmis með dag-
legri fréttasíðu fyrir börn“ (Mbl. des.
2003). Þessi frétt sýnir ófyrirleitna
uppgjöf gagnvart viðfangsefninu. Það
virðist ekki hvarfla að neinum að gera
kröfur til að foreldrar sinni hlutverki
sínu og tali við börnin. Sálarlíf for-
eldranna þarf að verja hvað sem á
dynur, þó svo að sálarháski barnanna
þeirra sé næstum daglegt umfjöll-
unarefni í öllum fréttamiðlum.
Nú þegar afleiðingar dagvist-
artrúarsetningarinnar eru að verða
hverjum manni ljósar væri ekki úr
vegi að reiða konan í útvarpsþætt-
inum og allir sem bera sömu tilfinn-
ingar í brjósti taki til skoðunar hvers
vegna reiði þeirra beinist öll út á við.
Liggur engin sök hjá ykkur? Þessu
þarf að svara, því það eru ekki líkur á
að vísindin finni í bráð bóluefni sem
ver börn gegn foreldrum sínum.
Réttur barna til heilbrigðis;
hver ber ábyrgð?
Ragnhildur Kolka skrifar
um heimtufrekju ’Heimtufrekja kon-unnar er fyrir ýmsar
sakir athygli verð.
Hvers vegna þessi heift
út af jafnlitlu máli? ‘
Ragnhildur Kolka
Höfundur er meinatæknir.
OPIÐ HÚS KL. 15-17 (Í DAG 19. SEPT.)
EIÐISTORG 15 - 170 SELTJARNARNES
Íbúð merkt 405 á bjöllu (Ólafur og Auður) - Gengið inn á Vesturhlið hússins
Góð þakíbúð (penthouse) á tveimur hæðum í lyftuhúsi samtals 151,6 fm. Þetta er
björt og rúmgóð íbúð á 4. og 5. hæð með fjórum svefnherbergjum. Komið er inn í for-
stofu með flísum á gólfi og fataskáp. Gestasnyrting er með flísum á gólfi og uppá
veggi. Eldhúsið er með flísum á gólfi og góðri innréttingu. Stofan og borðstofan eru
með flísum á gólfi. Út frá stofu er sólstofa með upphituðum flísum á gólfi. Úr sólstofu
er gengið út á suðursvalir, sem einnig eru flísalagðar. Stiginn upp á efri hæðina er
með teppi og hol uppi er með teppi á gólfi. Skrifstofuherbergi með dúkflísum á gólfi.
Hjónaherbergi er með dúkflísum á gólfi og fataskáp á heilum vegg, útgengt á norður-
svalir úr hjónaherbergi. Frábært útsýni til norðurs. Baðherbergi er með flísum á gólfi
og veggjum og stórum speglum. Baðkar, sturtuklefi og þakgluggi. Stórt svefnherbergi
með dúk á gólfi og fataskáp. Mjög stórt svefnherbergi (stærra en hjónaherbergið)
með teppi á gólfi og aukafermetrum sem ekki eru inní hjá F.M.R. sama er að segja
um geymsluloft út frá holi uppi sem er ekki inní uppgefnum fermetrum. Góð geymsla
er í kjallara og snyrtilegt þvottahús með góðum tækjum á hæðinni. Lyftan er rúmgóð,
með fölsku baki sem hægt er að opna og setja í flutningaham. Innangengt er í versl-
unarmiðstöðina á Eiðistorgi úr stigaganginum.
Sölumenn Kletts fasteignasölu verða á staðnum og taka á móti gestum
OPIÐ HÚS FRÁ KL. 15-17 Í DAG, 19. SEPT.
HVERFISGATA 37 - 220 HAFNARFIRÐI
Efri sérhæð. Björt og rúmgóð 86 fm íbúð í rótgrónu og
skemmtilegu hverfi í Hafnarfirði. Íbúðin hefur verið
endurnýjuð að hluta að utan á síðustu árum ásamt því að
að innan var íbúðin endurnýjuð fyrir 7-8 árum. Skipt var
um rafmagn, hitalagnir, skólplagnir, glugga, gler,
innréttingar og gólfefni. Íbúðin er sögð 86 fm, þar af er
risloftsherbergi sagt 8,2 fm en í raun nýtist risið mun
betur, m.a. sem 20 fm geymslupláss. Lýsing íbúðar:
Komið er inn í flísalagða forstofu og gengið upp stiga
sem liggur upp til íbúðar. Þar er komið inn í hol og í
þessu rými er að finna flísalagt baðherbergi með sturtu
og eitt herbergi með parketi. Eldhúsið er opið og
rúmgott með góðri hvítri innréttingu ásamt tengi fyrir
uppþvottavél, úr eldhúsi er útgengi út á svalir, gólfefni á
eldhúsi er lökkuð steypa. Úr eldhúsi er gengið inn í
bjarta og góða borðstofu með suðurgluggum og þaðan
er gengið inn í stofuna. Góð lofthæð er í íbúðinni og
fallega gengið frá loftlistum meðfram henni. Úr stofu er aðgengi að hjónaherbergi sem er
með rúmgóðum skáp. Á stofu, borðstofu og hjónaherbergi er parket á gólfi. Íbúðin er öll
mjög björt og opin, góðir gluggar eru á herbergjum og gott skipulag innan íbúðar.
Hannes og Edda taka vel á móti gestum.
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali
Íbúðin er 80 fm á efstu hæð í þessu vel
staðsetta fjölbýlishúsi og snýr hún að höfn-
inni og er með einstöku útsýni yfir höfnina
og út á Flóann. Íbúðin er sem ný - mjög vel
skipulögð og rúmgóð. Tvö svefnherbergi,
góð stofa, eldhús með borðkrók, þvotta-
hús í íbúðinni og glæsilegt baðherbergi o.fl.
Verð kr. 14,5 millj.
SUÐURBRAUT 2 - HAFNARFIRÐI
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14 TIL 16
GLÆSIÍBÚÐ MEÐ ÚTSÝNI YFIR HÖFNINA
Til sölu
hjá Eignamiðluninni og Fasteignamarkaðnum eitt allra glæsilegasta einbýlishúsið í
Reykjavík. Um er að ræða yfir 400 fm hús á 2 hæðum auk rishæðar, kjallara og bíl-
skúrs. Húsið er staðsett á einni af stærstu einbýlishúsalóðum borgarinnar við Fjöln-
isveg í Þingholtunum. Í húsinu eru 3 stofur, stórt eldhús, stór borðstofa, mjög stórt
fjölskyldurými, fullkomin Spa-aðstaða og allt að 5 svefnherbergi. Í húsinu er full-
komið öryggis- og brunavarnarkerfi og allur frágangur og efnisval í besta gæða-
flokki. Glæsilegt útsýni og stór skjólgóður garður. Búið er að endurnýja húsið frá
grunni á einstaklega vandaðan og glæsilegan máta.
Hér er um að ræða fágæta eign, enda eru einbýlishús af þessari stærð og með
slíka staðsetningu afar fá í Reykjavík. Húsið er í senn staðsett í fáfarinni og frið-
sælli götu en jafnframt aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá iðandi mannlífi
miðborgarinnar.
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson á skrifstofu
Eignamiðlunarinnar í síma 588 9090 og Jón Guðmundsson á skrifstofu
Fasteignamarkaðarins í síma 570 4500.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
fastmark@fastmark.is www.fastmark.is
Til sölu mjög fallegt, vandað og vel staðsett
50,6 fm heilsárshús ásamt 15 fm svefnlofti.
80 fm verönd er í kringum húsið, hitaveita,
rafmagn, kamína, sturta, o.fl. Bústaðurinn
stendur á u.þ.b. 1 hektara kjarrivöxnu eignar-
landi. Mjög fallegt allt í kring og gott útsýni.
Altt fyrsta flokks. Leyfi til að byggja allt að 20
fm gestahús á lóðinni. Húsið er í Svarfhóls-
skógi (Vatnaskógi) skammt frá Eyrarvatni og í
aðeins 58 km fjarlægð (45 mín.) frá Reykjavík.
Húsið er laust strax.
SUMARHÚS (HEILSÁRSHÚS) - VATNASKÓGI
Nánari upplýsingar gefur Karl í síma 896 2822.
karl@fasteignathing.is
Hverfisgata - Glæsilegt
Álftamýri - Endaraðhús
Fallegt 280 fm endaraðhús á pöllum
við Álftamýri í Reykjavík. Eignin skipt-
ist m.a. í rúmgott eldh., sjónvarpshol,
stofu, borðstofu, fjölskyldurými, bað-
herbergi og fjögur herbergi. Arinn.
Gott skipulag. Garðurinn er í mikilli
rækt og er hann mjög fallegur. Gryfja
undir bílskúr. Frábær staðsetning.
V. 33 m. 4472
Um 150 fm hæð sem skiptist m.a. í
stórar stofur, 2 herbergi, stórt eldhús,
baðherb o.fl. Bílskúr fylgir en hann er
43,8 fm. Eignin var öll endurnýjuð fyr-
ir nokkrum árum. Suðursvalir. Ákv.
sala. V. 23 m. 4457