Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 38
UMRÆÐAN
38 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EINS og kunnugt er lét Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra hörð
orð falla um sameiginlega sjáv-
arútvegsstefnu Evr-
ópusambandsins á ráð-
stefnu Íslandsbanka
um fjárfestingar í sjáv-
arútvegi sem fram fór
á Akureyri á dögunum.
Líkti hann sjáv-
arútvegsstefnu sam-
bandsins við ný-
lendustefnu og sagði
hana eiga við kreppu
að stríða og byggjast á
úreltum sjónarmiðum.
Við slíkar aðstæður
kæmi aðild Íslands að
Evrópusambandinu
einfaldlega ekki til
greina að hans mati. Ítrekaði hann
ennfremur fyrri yfirlýsingar sínar
um að aðild væri útilokuð nema Ís-
lendingar héldu fullum yfirráðum yf-
ir Íslandsmiðum.
Skiptar skoðanir hafa verið um
það hvort túlka eigi orð Halldórs
sem stefnubreytingu eða eitthvað
annað. En hvernig sem á málið er
litið er hins vegar ljóst að þær for-
sendur, sem Halldór hefur ítrekað
sagt að uppfylla þurfi svo aðild komi
til greina að hans mati, eru svo
ólíklegar til að ganga eftir að í raun
er Halldór allt að því að útiloka
aðild.
Óraunhæf hugmynd
Sjálfur sagði Halldór í viðtölum við
fréttamenn að hann hefði ekki orðið
var við neina viðleitni
hjá Evrópusamband-
inu til að koma til móts
við hagsmuni Íslend-
inga í sjávarútvegs-
málum síðan hann reif-
aði þær hugmyndir
sínar í Berlín fyrir
tveimur árum að hugs-
anlega væri hægt að fá
miðin við Ísland skil-
greind sem sérstakt
stjórnsýslusvæði, ef til
aðildar að sambandinu
kæmi, þar sem yfirráð-
in væru að fullu í hönd-
um Íslendinga. Þvert á
móti hafa ýmsir ráðamenn innan
Evrópusambandsins lýst því yfir að
útilokað sé að slíkt næðist í gegn, þ.á
m. Franz Fischler, sjávarútvegs-
stjóri sambandsins, og Ben Brads-
haw, sjávarútvegsráðherra Breta.
En þessi tveggja ára gamla hug-
mynd Halldórs er ennþá það
hálmstrá sem íslenzkir Evrópusam-
bandssinnar hanga á og reyna að
telja almenningi á Íslandi trú um að
geti orðið að veruleika þrátt fyrir að
ekkert bendi til þess. Þegar rökin
þrjóta grípa þeir einatt til þess ráðs
að segja að það sé ekkert hægt að
fullyrða neitt um þessi mál nema
farið verði í aðildarviðræður við
Evrópusambandið og kannað hvað
sé i boði og hvað ekki. Gallinn er
bara að slíkar tilraunaaðild-
arviðræður eru ekki í boði af hálfu
sambandsins. Það kom skýrt fram í
máli Denis MacShane, Evrópu-
málaráðherra Breta, í heimsókn
hans til landsins í sumar. Sagði
MacShane ennfremur að ef Íslend-
ingar ákvæðu að sækja um aðild að
Evrópusambandinu yrðu þeir að
vera búnir að gera sér grein fyrir því
hvað þeim stæði til boða og hvað
ekki áður en til eiginlegra viðræðna
kæmi.
Höfðinu barið við steininn
En íslenzkir Evrópusambands-
sinnar láta ekki segjast. Þeir segja
að þegar séu til staðar ákveðin sér-
stök fiskveiðisvæði innan lögsögu
Evrópusambandsins og því séu slík-
ar hugmyndir ekkert nýtt. Slík
svæði munu vissulega vera til en
engin slík svæði lúta eingöngu yf-
irráðum einhvers af aðildarríkjum
sambandsins. Þau eru öll undir yf-
irráðum Evrópusambandsins eins
og lögsaga þess í heild. Það er það
nýja í þessu og það er líka einmitt
það sem er alls ekki í boði af hálfu
sambandsins.
Evrópusambandssinnarnir eru
annars loksins farnir að viðurkenna
að engar varanlegar undanþágur fá-
ist frá sameiginlegri sjávarútvegs-
stefnu Evrópusambandsins, og
raunar líka að hún sé meingölluð. En
þeir vilja þó ekki meina að hug-
myndir Halldórs flokkist sem var-
anleg undanþága þó ljóst sé að um
yrði að ræða frávik í grundvall-
aratriðum frá sjávarútvegsstefnu
sambandsins (sem hugmyndin væri
síðan væntanlega að yrði varanlegt
fyrirkomulag). Þetta var m.a. stað-
fest af Ben Bradshaw í sumar. „Ef
sérstök undanþága yrði gerð fyrir
Íslendinga, sem gæfi ykkur fullt
vald yfir fiskimiðunum, væri mjög
erfitt að neita öðrum aðildarríkjum
Evrópusambandsins um hið sama,“
sagði Bradshaw. Fyrir vikið væri
slíkt fyrirkomulag útilokað. Lét
Bradshaw þess ennfremur getið að
hann teldi að hagsmunum Íslend-
inga væri ekki borgið innan Evrópu-
sambandsins undir núverandi sjáv-
arútvegsstefnu þess.
Aðild er ekki á dagskrá
Niðurstaðan er því einfaldlega sú,
eins og Halldór og margir fleiri hafa
komizt að raun um, að Evrópusam-
bandið hefur engan áhuga á að koma
til móts við hagsmuni Íslendinga í
sjávarútvegsmálum í neinu sem máli
skiptir. Evrópusambandssinnar
geta haldið áfram að reyna að slá
ryki í augu almennings og telja hon-
um trú um að hægt sé að semja um
alla skapaða hluti en það breytir
ekki þeirri staðreynd að svo er alls
ekki. Það hefur komið alveg skýrt
fram í ummælum þeirra ráðamanna
innan Evrópusambandsins sem
heimsótt hafa Íslandi síðastliðið ár
eða svo. Íslenzkir Evrópusambands-
sinnar hafa þó átt í stökustu vand-
ræðum með að bregðast við ummæl-
um þessara manna enda um að ræða
menn sem eru sjálfir harðir Evrópu-
sambandssinnar og hafa því aug-
ljóslega enga hagsmuni af því að
segja að Íslendingar gætu ekki hald-
ið yfirráðum sínum yfir Íslands-
miðum, kæmi til aðildar, eða að aðild
myndi ekki þjóna hagsmunum okkar
í sjávarútvegsmálum ef það væri
ekki satt og rétt.
Aðild allt að því útilokuð
Hjörtur J. Guðmundsson
skrifar um Evrópumál ’…Evrópusambandiðhefur engan áhuga á að
koma til móts við hags-
muni Íslendinga í sjáv-
arútvegsmálum í neinu
sem máli skiptir. ‘
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er stjórnarmaður
í Heimssýn, hreyfingu
sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
BRÚARFLÖT
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Mjög gott 207 fm einbýlishús á einni hæð. Nýlega er búið að endurnýja
húsið að innan sem utan. Húsið skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, hol,
stofu með útgangi út á suðurverönd, borðstofu, sjónvarpshol, eldhús,
þvottahús, búr, baðherbergi, fjögur svefnherbergi og tvöfaldan bílskúr. Lítil
stúdíóíbúð er í bílskúr. Síðasta sumar var húsið steypuviðgert og málað,
skipt var um þakrennur, niðurföll og þakjárn. Garðurinn er sérstaklega
glæsilegur, með miklum skjólveggjum og fallegum gróðri. Stanislaw hann-
aði garðinn. Húsið stendur á rúmlega 1.000 fm lóð. Sjón er sögu ríkari.
Verð 34,9 millj.
Glæsileg 3ja herb. íbúð á 3ju hæð,
81,9 fm. Parket á gólfum. Innrétt-
ingar úr kirsuberjaviði. Glæsilegt
eldhús. Suð-vestursvalir. Falleg og
góð íbúð. Sjón er sögu ríkari. Laus
strax. Verð 14,9 millj.
Opið hús í dag kl. 16.10-18.00
Stúfholt 3 - 105 Reykjavík
Sími 595 9000
Myndir á www.holl.is.
Jón Víkingur frá Hóli tekur
á móti þér í dag, sími 892 1316.
Verið velkomin!
Til sölu svo til fullbúið 209 fm einbýli í jaðri byggðar í Grafarvogi, rétt ofan
við golfvöllinn. Mjög stór sólpallur með heitum potti. Fjögur góð svefnher-
bergi. Innbyggður bílskúr. Arinn í stofu. Eign sem vert er að skoða. Nánari
uppl. á skrifstofu FM í síma 550 3000 og í þjónustusíma sölumanna 893
4191 eftir lokun skrifstofu. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is. 7910
BARÐASTAÐIR - GRAFARVOGI
Áhugavert parhús á ágætum stað í vesturbæ Reykjavíkur. Húsið er um 210
fm að stærð, kjallari, tvær hæðir og ris. Í kjallara hefur verið komið fyrir sér-
íbúð. Húsinu fylgir einnig 26 fm bílskúr. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM,
sími 550 3000 og í þjónustusíma sölumanna 893 4191 eftir lokun skrif-
stofu. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is. 6603
VESTURBÆR - PARHÚS
Vegna mikillar sölu að undanförnu
bráðvantar allar tegundir eigna á söluskrá.
VANTAR VANTAR
FRAKKASTÍGUR - 101 REYKJAVÍK
Erum með ágæta 73,2
fm 3ja-4ra herbergja íbúð
á góðum stað nálægt
Iðnskólanum. Sérinn-
gangur. Miklir möguleikar
á að gera mjög skemmti-
lega og huggulega íbúð
á besta stað í miðbæn-
um. 2 stofur og 2 svefn-
herb., annað lítið. Nýleg eldhúsinnrétting. Þvottahús í
kjallara. Sameiginlegur garður og bílastæði. Stutt í alla
þjónustu.
Lyklar á skrifstofu. VERÐ 10,9 millj.
Sími 594 5000 - Fax 594 5001
Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir
Miklabraut 60 - 2. hæð
Opið hús sunnudag
Valhöll,
sími 588 4477
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Vorum að fá í sölu fallega tals-
vert endurn. 4ra herb. 113 fm íb.
á 2. h. ásamt aukaherbergi í
kjallara. Húsið verður viðgert að
utan Á KOSTNAÐ SELJANDA.
Nýl. raflagnir, nýl. endurn. þak,
nýl. gólfefni, nýl. endurn. skolp. Mjög góð endurn. sameign. Mjög
rúmgóð íbúð m. stórum herb. og í alla staði mjög vel skipulögð.
Verið er að setja 3falt gler í glugga sem snúa að Miklubraut.
Mjög gott verð 14,5 m. Opið hús í dag, sunnudag, milli
kl. 14 og 16. Sólveig tekur á móti áhugasömum.
www.hofdi.is
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali.
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
Til sölu verslunar og
skrifstofuhúsnæði
Ofanleiti 14
Til sölu 79 fm. verslunar og skrifstofuhús-
næði ( Bitinn). Staðsetningin er í vinsælu og
eftirsóttu fjölbýlishúsahverfi og stendur við
lóð á móti Verslunarskólanum og skammt
frá Kringlunni. Húsnæðið er gott einlyft hús
á einni hæð og í mjög góðu ástandi, að-
koma mjög góð með malbikuðum bílastæð-
um. Flísalögð gólf. Snyrting. Milliloft sem
gengið er upp á bakatil er áætlað c.a. 15-20 fm. er ekki skráð inn í fm.-tölu, er notað
sem geymslurými. Við bílastæði er stórt auglýsingaskilti og geymslurými í stöplinum.
Margvíslegir notkunnarmöguleikar. Lækkað verð, 12 mill. (3151)
Opið hús í dag á milli kl 14 og 17
Klapparhlíð 22 í Mos.
Í dag býðst þér og þínum að skoða glæsi-
lega, fullbúna og vandaða, 2ja herb. íbúð á
annarri hæð með sérinngangi. Nýlegt og
eftirsótt fjölbýli. Húsið er lítið fjölbýli á
tveimur hæðum, steinhús klætt með málmi
og fallegu timburverki, sérinngangur í hverja
íbúð. Byggingarár 2001.
Í íbúð eru allar innréttingar, fataskápar og
hurðar úr mahoný og gólfefni eru eikarpark-
et og flísar. Þvottaherbergi /geymsla í íbúð. Ofnakerfi er rör í rör kerfi. Staðsetning er
góð. Göngufæri í golf og stutt í verslun og þjónustu. Verð 11,3 mill. (4054)
Lyklar á skrifstofu Höfða, Suðurlandsbraut 20. Sími 533 600
Jökull og Vala taka vel á móti ykkur.