Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 55
Morgunblaðið/Sverrir
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts á góðum degi.
TÓNLISTARUPPELDI í grunn-
skólum borgarinnar er enn í sviðs-
ljósinu; Fræðsluráð Reykjavíkur hef-
ur tilkynnt að stefnt sé að því að boðið
verði upp á tónlistarnám í grunn-
skólum borgarinnar á næstu miss-
erum í for- og grunnnámi tónlistar.
Tilraunir hafa þegar verið gerðar
með tónlistarnám í grunnskólum. Í
Landakotsskóla hefur nemendum
verið boðið að stunda hljóðfæranám
innan veggja skólans, og naut skólinn
styrkja frá borginni til tilraunar-
innar. Þá hefur Tónskóli Hörpunnar
gert samkomulag við Engjaskóla,
Víkurskóla og Borgaskóla um hljóð-
færanám innan veggja skólanna, en
markmið með því því er að koma til
móts við börn sem eiga um langan
veg að fara að sækja tónlistartíma,
svo og þau börn sem annars færu á
mis við þann möguleika að mega
stunda hljóðfæranám á grunn-
skólaárum sínum.
Í ofangreindum tilraunum hefur
fyrst og fremst reynt á samþættingu
hljóðfæranáms og almenns grunn-
skólanáms, en tónlistarskólar bjóða
einnig upp á það forskólanám, sem
felst í hópkennslu yngstu barnanna,
er fræðsluráð hyggst bjóða upp á inn-
an veggja grunnskólanna.
Mun lengri reynsla er komin á
starfsemi Skólahljómsveitanna fjög-
urra sem borgin starfrækir innan
grunnskóla borgarinnar. Skóla-
hljómsveitirnar eru lúðrasveitir, en
samhliða veru í þeim gefst nem-
endum þeirra kostur á námi á einhver
hljóðfæranna sem þar er leikið á.
Reyndin hefur verið sú, að tónlist-
arnám innan skólahljómsveitanna
hefur verið talsvert ódýrara fyrir
nemendur en nám í hefðbundnum
tónlistarskólum. Skólahljómsveit-
irnar eru að jafnaði starfræktar utan
hefðbundins skólatíma, en skólarnir
hafa þó leitast við að hafa hljóðfæra-
tímana sem næst lokum skóladags.
Tónmennt er skyldunámsgrein í
1.– 8. bekk samkvæmt aðalnámsskrá
grunnskóla. Mikill misbrestur virðist
þó á að skólinn sinni þeirri fræðslu-
skyldu. Í fyrravetur skipaði fræðslu-
ráð starfshóp er gera skyldi tillögur
um fyrirkomulag tónlistaruppeldis í
grunnskólum Reykjavíkur og móta
tillögur sem stuðluðu að því að allir
nemendur í 1.–8. bekk fengju lög-
boðna kennslu í tónmennt. Í öðru lagi
var starfshópnum falið að móta til-
lögur um samvinnu og samþættingu
tónmenntanáms í grunnskólum og
forskólakennslu tónlistarskóla með
samhæft tónlistaruppeldi í yngstu
bekkjum grunnskólans að markmiði.
Nám í forskóla tónlistarskólanna
skarast á margan hátt við almennt
nám í tónmennt innan veggja grunn-
skólanna. Mismunurinn er þó sá, að í
forskólakennslu tónlistarskólanna er
markvisst miðað að því að nemendur
hefji fyrr eða síðar nám í hljóðfæra-
leik, læri undirstöðuatriði í nótna-
lestri og tónfræði, meðan tón-
menntakennslan er ekki svo sérhæfð.
Nám í tónlistarskóla og í tónmennt í
grunnskóla skarast í söng, samspili,
sköpun, hreyfingu, hlustun og fleiru.
Formaður starfshópsins, Steinunn
Birna Ragnarsdóttir, lét í viðtali við
Morgunblaðið í fyrri viku, í ljósi efa-
semdir um að borgin geti tekið við
meiri kennslu í tónlist á meðan lág-
markskröfum um fræðsluskyldu í
tónmennt sé ekki sinnt. Í skýrslu
starfshópsins kemur fram að 21%
grunnskóla í höfuðborginni, eða 7 af
34, sinna engri tónmenntakennslu,
þrátt fyrir að bera skylda til þess. Í
sömu viðtalsgrein segist Stefán Jón
Hafstein, formaður fræðsluráðs
Reykjavíkur, sjá fyrir sér að „fornám,
forskóli og hluti af grunnnámi tónlist-
arskólanna geti verið í skólunum, en
með þjónustu tónlistarskólanna“.
Hann segir að stefna beri að þessu
meðal annars í þeim skólum sem illa
hefur gengið að koma á kennslu í tón-
mennt. Svo virðist því að með hug-
myndum fræðsluráðs sé stefnt að því
að tónlistarskólarnir taki að ein-
hverju leyti að sér tónmenntakennslu
í þeim skólum þar sem slík kennsla er
ekki til staðar. Það hlýtur að vera
nokkur nýlunda þar sem tónlistar-
skólarnir eru reknir af einkaaðilum,
með styrk sveitarfélagsins, en grunn-
skólinn af sveitarfélaginu.
Í skýrslu starfshópsins kemur
fram að tónmenntakennsla er mest í
yngri bekkjardeildum grunnskólans,
en úr henni dregur þar til unglings-
aldri er náð. Það sama er uppi á ten-
ingnum innan tónlistarskólanna.
Bekkjarkennsla innan þeirra er fyrst
og fremst í forskóla- og á grunn-
stigum námsins – örfáir tónlistar-
skólar bjóða upp á hóptíma upp að
framhaldsstigi, aðra en sérhæfða
tíma í tónheyrn, tónfræði og tónlist-
arsögu fyrir nemendur í hljóð-
færanámi. Eftir sem áður yrði því sú
hætta fyrir hendi að eldri nemar
grunnskólans njóti síður tónlistar-
náms en þeir yngri.
Mörgum spurningum er ósvarað
um kostnaðarþátt fyrirhugaðra
breytinga. Gera má ráð fyrir því að
tónlistarskólarnir sjái eftir þeim
tekjum sem þeir hafa af skólagjöldum
þeirra barna sem stunda forskólanám
innan þeirra vébanda. Tæplega er
gert ráð fyrir því að foreldrar kosti
nám barna sinna í fagi sem að ein-
hverju leyti kemur í stað þess tón-
menntanáms sem borginni ber að
sinna. Þá hljóta tónlistarskólarnir
ennfremur að bíða skýringa á því
hvernig tónlistarnám innan grunskól-
anna verði fjármagnað, og hvort sá
kostnaður muni þýða skerðingu á
fjárveitingum til þeirra.
Hvað faglegar áherslur varðar,
hlýtur að vera brýnt að skerpa skil
milli námsskrár í tónmenntakennslu
grunnskólanna og námsskrár tónlist-
arskólanna. Eftir sem áður hlýtur al-
mennt tónmenntanám, sem miðað er
að öllum börnum grunnskólans, að
þurfa að lúta öðrum lögmálum en sér-
hæfðara tónlistarnám sem tónlistar-
skólarnir bjóða upp á. Ekki er ljóst
hvort þörfin fyrir forskólakennslu
innan tónlistarskólanna leggist af,
verði nýju hugmyndunum hrint í
framkvæmd. Hvernig sem fer, munu
foreldrar varla sætta sig við að þurfa
að greiða tónlistarskólum fyrir nám
sem börnum þeirra gæti hugsanlega
boðist frítt innan grunnskólans.
Fari svo að hljóðfæranám færist í
auknum mæli inn í grunnskólann er
jafnframt spurningum ósvarað um
þær aðstæður sem þar eru til slíks
náms, og hvort gert verði ráð fyrir
aðstöðu til tónlistarnáms í þeim skól-
um borgarinnar sem byggðir verða á
næstu árum. Jafnframt vakna þá
spurningar um hvað eigi þá að gera
við þá aðstöðu sem tónlistarskólarnir
hafa verið að byggja upp á sínum veg-
um. Verður gert ráð fyrir að hljóð-
færanám fari fram í hóptímum í
grunnskólanum, – eða verður því
sinnt í einkakennslu eins og víðast
hvar innan tónlistarskólanna? Ekki
er fullljóst hvort hugmyndir fræðslu-
ráðs miða að því að nýtt fyrirkomulag
í tónlistarnámi innan veggja skólans
eigi að ná til allra barna sem þess
óska, eða hvort gert verður ráð fyrir
því að skólarnir starfræki einhvers
konar tónlistarskólaútibú innan sinna
veggja, á sama grundvelli og tónlist-
arskólarnir eru reknir í dag.
Augljós kostur við hugmyndir
fræðsluráðs felst í því að með slíku
fyrirkomulagi þurfa börn ekki lengur
að sækja tónlistarnám í aðra skóla.
Það sparar þeim og foreldrum þeirra
tónlistarskólaferðir eftir skóladag, og
skapar heilsteyptari vinnudag fyrir
börnin. Fyrir tónlistarkennara þýddi
slíkt fyrirkomulag jafnframt mikla
bót á afleitum vinnutíma innan tón-
listarskólanna með núverandi fyr-
irkomulagi. Eftir einsetningu grunn-
skólans hefur kennsla í
tónlistarskólunum þurft að færast
aftur fyrir starfsdag grunnskólanna,
og tónlistarskólakennarar geta nú
fæstir hafið dagleg störf fyrr en eftir
hádegi, og eru þá víða að fram á
kvöld. Enn einn kostur við nýtt fyr-
irkomulag felst í auknu tónlistarlífi
innan grunnskólans, og má sjá marga
möguleika í því sambandi á skapandi
starfi sem mun vafalítið ná til fleiri
barna en við núverandi aðstæður. Að
sama skapi er hætta á því að tónlist-
arskólarnir í sinni núverandi mynd
muni þurfa að horfast í augu við mikl-
ar breytingar á sínum högum.
Í niðurstöðum starfshóps um fyr-
irkomulag tónlistarkennslu í grunn-
skólum eru lagðar til ýmsar breyt-
ingar sem fela í sér að
tónmenntakennsla í skólum borg-
arinnar verði efld til muna frá því
sem nú er, og bent á markvissar leiðir
til að árangur megi nást í þeirri við-
leitni. Að mati starfshópsins er sam-
starf við tónlistarskólana aðeins einn
þáttur af mörgum sem taka þarf á svo
hægt verði að uppfylla skyldur borg-
arinnar um tónmenntakennslu skóla-
barna. Í hugmyndum fræðsluráðs um
áherslubreytingar í tónlistarnámi í
grunn- og tónlistarskólum, hefði ver-
ið þarft að horfa til allra þeirra þátta
sem máli skipta, til að gefa mynd af
þeirri heildarsýn sem borgaryfirvöld
hafa í tónlistaruppeldismálum.
Nýjar hugmyndir
kalla á heildarsýn
begga@mbl.is
Tónlist | Tónlistarnám í grunnskólum borgarinnar
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 55
Leiðbeinendanámskeið ÍSÍ og SKÍ
Le
ið
be
in
en
da
n
ám
sk
ei
ð
ÍS
Í
Stafganga
Reykjavík
Laugardaginn 25. september kl. 9-17
í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (3. hæð).
Akureyri
Laugardaginn 25. september kl. 9-17
á líkamsræktarstöðinni Bjargi.
Námskeiðið er m.a. ætlað íþróttakennurum,
íþróttafræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum,
hjúkrunarfræðingum og læknum.
Skráning er hjá ÍSÍ í síma 514 4000
eða á netfangið gigja@isisport.is
Þátttökugjald er kr. 7.500
Skráningarfrestur er til
23. september n.k.
Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is