Morgunblaðið - 19.09.2004, Side 58

Morgunblaðið - 19.09.2004, Side 58
58 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Íþví flóði erlendra tónlistarmannasem heimsótt hafa og hyggjastheimsækja landið á árinu eru fá-ir eins forvitnilegir og Marianne Faithfull. Flestir þekkja hana sjálf- sagt helst fyrir það að hafa verið í vin- fengi við Rolling Stones og að hafa verið lagskona Mick Jagger, en hún hefur sýnt það og sannað á und- anförnum árum að hún er merkilegur tónlistarmaður, djörf og ófeimin við að spreyta sig á hlutum sem aðrir hefðu heykst á – ólíkt Rollingunum, sínum gömlu félögum, hefur hún sífellt verið að skapa eitthvað nýtt. Marianne Faithfull, sem er af aðals- ættum, móðir hennar austurrísk bar- ónessa en faðir hennar breskur diplómat segja sumir, aðrir að hann hafi verið flugumaður breskra stjórn- valda í Vínarborg. Umboðsmaður Rolling Stones, Andrew Loog Oldham, hitti Faithfull í samkvæmi 1963, þegar hún var sautján ára, og taldi hana á að syngja inn á band lag eftir þá Jagger og Rich- ards, As Tears Go By. Það gekk bæri- lega en næsta lag, Blowin’ in the Wind eftir Bob Dylan, vakti litla hrifningu. Þriðja smáskífan, Come Stay With Me, varð aftur á móti gríðarlega vin- sæl. 1966 varð hún ástkona Jaggers og í febrúar 1967 komst hún á allra varir er lögreglan gerði húsleit á heimili Keith Richards, ruddist inn í sam- kvæmi þar sem Faithfull var sveipuð loðfeldi. Er lögreglumenn ruddust inn stóð hún upp, lét loðfeldinn falla og sást þá að hún var nakin. Þetta varð til þess að gera hana alræmda og ekki bætti úr skák lífseig kjaftasaga sem verður ekki rakin hér. Þó Faithfull hafi haldið áfram að syngja naut hún engra teljandi vin- sælda, en hún kærði sig kollótta, var mjög hamingjusöm í sambúðinni með Jagger og einnig var hún farin að fást við leiklist að nýju, en leiklist var ein- mitt helsta áhugamál hennar sem unglings. Hún lék í nokkrum kvikmyndum á þessum tíma, en fíkniefnaneyslan var henni nokkur fjötur um fót, ekki síst þegar hún var orðin háð heróíni. Þau Jagger og Faithfull slitu samvistum 1970 og eftir það var hún í ræsinu meira og minna. Það bráði nóg af henni 1971 til að hún gæti tekið upp breiðskífu, Rich Kid’s Blues, og það fé sem hún fékk fyrir gerði henni kleift að fara í rækilega meðferð. Nútímaleg og tilraunakennd í senn Eftir meðferðina tók það Faithfull dágóðan tíma að koma sér aftur á sporið í tónlistinni, því næsta skífa, Broken English, kom ekki út fyrr en 1979. Sú vakti gríðarlega athygli, ekki síst fyrir það að barnslega falleg rödd hennar var nú orðin gróf og hás, bar í sér alla erfiðleikana sem hún hafði Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Djarfur listamaður Marianne Faithfull er þekktust fyrir það sem hún gerði fyrir löngu. Hún er þó leitandi og frumlegur listamaður eins og kemur væntanlega í ljós á tónleikum hennar hér í nóvemberbyrjun. Miðasala opnar kl. 15.30 Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 2 og 4. Enskt tal. Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Yfir 28.000 gestir! Sýnd kl. 8 og 10.40. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ein besta ástarsaga allra tíma. EFTIR METSÖLUBÓK NICHOLAS SPARKS t t ll tí . I I HJ MBL Yfir 28.000 gestir! HJ MBL Sýnd kl. 2 og 3.40. Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 2 og 3.50. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa NOTEBOOK NOTEBOOK kl. 2, 5, 8, og 11. B.i. 16 ára Hann gerði allt til að verja hana Nú gerir hann allt til að bjarga henni Mögnuð spennumynd með Denzel Washington í fantaformi i ll il j i ll il j i l i í f f i  Ó.Ö.H. DV Ný íslensk mynd gerð eftirsamnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur,með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa Sýnd kl. 3.50, 5.45, 8 og 10.20. Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina j i í ll i í i  Ó.Ö.H. DV Frumsýnd 24. sept. Mjáumst í bíó! NOTEBOOK Frá leikstjóra Crimsome Tide, Enemy of the State og Spy Games Fór beint á toppinn í USA l i j i i , f i i í Hann gerði allt til að verja hana Nú gerir hann allt til að bjarga henni Mögnuð spennumynd með Denzel Washington í fantaformi i ll il j i ll il j i l i í f f i Frá leikstjóra Crimsome Tide, Enemy of the State og Spy Games Fór beint á toppinn í USA l i j i i , f i i í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.