Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 64

Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. Beach Boys til Íslands The Beach Boys árið 2002. ÍSLENDINGAR og íslensk list verða áber- andi í dönskum leikhúsum í vetur. Tvö ís- lensk leikverk, Sellófón eftir Björk Jakobsdóttur og Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson, eru frumsýnd í Kaupmanna- höfn um þessar mundir. Þá hefur Egill Heiðar Anton Pálsson leikstjóri verið fenginn til að vinna nýja sýningu ásamt tveimur samstarfsmönnum sínum inn í Túrbínusalinn, nýtt svið Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn, en Egill Heiðar Anton leikstýrir jafnframt verkinu, sem verður frumsýnt í nóvember. Egill Heiðar Anton hefur verið valinn einn fjögurra norænna leikstjóra til að leikstýra verki að eigin vali eftir evr- ópskan samtímahöfund á leiklistarhátíð- inni Norden nu möter Europa í Helsinki í Finnlandi. Nýtt og glæsilegt óperuhús sem óðum er að taka á sig fullbúna mynd við höfn Kaupmannahafnar er prýtt ljósaskúlptúr- um eftir Ólaf Elíasson myndlistarmann, en í fyrstu uppfærslu í húsinu, eftir áramót, mun Kolbeinn Ketilsson óperusöngvari deila hlutverki Radamesar í Aidu, með stórtenórnum Roberto Alagna/53. Íslendingar áberandi í dönskum leikhúsum GRÍÐARLEGT tjón varð þegar fiskvinnsluhús Klumbu ehf. brann til kaldra kola í Ólafsvík í fyrrinótt. Mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið bar að garði og fram eftir nóttu kváðu við sprengingar og drunur úr húsinu. „Það varð ekki við neitt ráðið,“ sagði slökkviliðs- stjóri Snæfellsbæjar. Húsið er gjörónýtt, þakið er hrunið að mestu og í gríðarlegum hitanum bráðnaði allt sem bráðnað gat innandyra. Vegfarandi, sem átti leið fram hjá iðnaðarhverfinu þar sem húsið stóð, tilkynnti um eldinn til Neyð- arlínu um klukkan 1:30. Tveir slökkvibílar frá Ólafsvík og einn frá Grundarfirði voru send- ir á staðinn en Jón Þór Lúðvíksson slökkviliðsstjóri sagði að það hefði þurft margfalt meira lið og miklu meira vatn til að eiga einhverja möguleika á að bjarga húsinu. „Þetta leit strax illa út,“ sagði hann. Mikill eldur hefði verið í hús- inu þegar að var komið, eldtungur stóðu út um glugga á austurhlið og reykur liðaðist víða út úr bygging- unni. Vatnshani er nálægt húsinu en hann dugði slökkviliði illa. Sökum þess að vont var í sjóinn og þar að auki fjara var ekki heldur hægt að dæla upp sjó til að sprauta á eldinn. Tankbíll var fenginn á staðinn en dælur slökkviliðsins voru fljótar að klára vatnið úr honum. „En það hefði svo sem ekki breytt neinu. Þetta gerðist hratt,“ bætti Jón Þór við. Hann sagði húsið hafa verið gamalt og illa hólfað niður. Innan- dyra var mikill eldsmatur, milligólf úr timbri, fiskikör, umbúðir, beit- ingalínur, gaskútar og fleira. Norð- anstrekkingur gerði illt verra. Jón Þór sagði að of hættulegt hefði verið að senda menn inn í húsið og því miðaði slökkvistarf að því að bjarga verðmætum sem stóðu nálægt Klumbu, m.a. var stór olíutankur dreginn frá húsinu og hann kældur. Einnig var vatni sprautað á nálæga skemmu til að koma í veg fyrir að eldurinn bærist í hana. Um klukkan sex hafði mest- ur eldurinn slokknað enda hafði þá allt brunnið sem brunnið gat. Um klukkan átta var að mestu lokið við að drepa í glæðum en slökkviliðið vaktaði húsið áfram. Lögreglan í Ólafsvík hugðist hefja rannsókn á eldsupptökum síðar um daginn. Erfiðar aðstæður fyrir slökkvilið þegar fiskvinnsluhús brann í Ólafsvík „Varð ekki við neitt ráðið“ HJÁ Klumbu unnu 27 manns og uppgangur var hjá fyrirtækinu að sögn Ævars Þórs Sveinssonar verkstjóra. Hann telur að í brun- anum í fyrrinótt hafi orðið tjón upp á hundruð milljóna. Húsið, sem var um 1.200 m² að stærð, var nokkuð komið til ára sinna og nokkrum sinnum hafði verið byggt við það og það end- urbætt. Í húsinu var m.a. hausa- þurrkun og lítið frystihús. Í sum- ar var húsið enn endurbætt og m.a. settur í það nýr stór laus- frystir. „Þetta er kjaftshögg,“ sagði Ævar Þór. „Við vorum á uppleið, ekki á niðurleið.“ Eldurinn var mestur í austur- hluta hússins þegar að var komið. Ævar Þór sagði að þar hefði verið um 1 MW rafmagnsketill sem hit- aði vatn fyrir hausaþurrkunina. Giskaði hann á að eldurinn hefði kviknað út frá katlinum. Tjón upp á hundruð milljóna Eldtungurnar stóðu hátt í loft upp og hitinn frá húsinu var gríðarlegur enda mikill eldsmatur innandyra. Í UNDIRBÚNINGI er gerð minnisvarða um breska sjómenn sem fyrirhugað er að reisa í Vík í Mýrdal og Hull í Bret- landi. Frumkvæði að gerð minnisvarð- ans er komið frá Menningarfélagi um Brydebúð í Vík og fyrrverandi og nú- verandi sendiherrum Bretlands á Ís- landi, John Culver og Alp Mehmet. Menningarfélagið hefur m.a. sett upp sýningu í Brydebúð um sögu skips- stranda við suðurströnd Íslands á síð- ustu öld, en fyrirhugaður minnisvarði tengist þeirri sögulegu staðreynd að brátt verða 30 ár liðin frá lokum þorskastríðanna./Tímarit Skúlptúrar í Vík og Hull UM 6.000 handslökkvitæki með haloni eru enn í umferð hér á landi, en bannað er að nota þau við slökkvistörf og þau flokkuð sem hættulegur úr- gangur sem mönnum ber að skila. „Þetta er mikið magn,“ segir Heiðrún Guð- mundsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofn- un. Halon er öflugasta ósoneyðandi efnið sem þekkist, en Heiðrún telur að fólk geri sér ekki grein fyrir hvað það er með í höndunum þar sem handslökkvitækin eru. Hún sagði tækin hafa verið keypt í miklum mæli fyrir röskum áratug og dreifst um land allt, en árið 1993 gekk í gildi bann við innflutningi umræddra tækja. Þau hafa hins vegar aldrei verið innkölluð og ekkert fé eyrnamerkt sértaklega til að mæta kostnaði við eyðingu þeirra. Heiðrún sagði mikilvægt að tækjunum yrði skilað inn til efnamóttöku Sorpu eða spilliefna- móttöku sveitarfélaganna. Einstaklingar geta skilað tækjunum inn sér að kostnaðarlausu, en fyrirtæki þurfa að greiða um 700 krónur fyrir hvert kíló, þ.e. slökkvitækið í heild er vigtað, þannig að kostnaður fyrirtækja getur numið nokkur þúsund krónum fyrir hvert tæki. Notkun ósoneyðandi efna hefur dregist sam- an á Íslandi undanfarin ár, en þó er enn flutt inn umtalsvert magn slíkra efna til notkunar á kæli- og frystikerfi fiskiskipa og hefur innflutning- urinn aukist síðastliðin fjögur ár. Í fyrra voru t.d. flutt inn um 90 tonn af ósoneyðandi kæli- miðlum, þar af voru tæp 50 tonn endurunnið efni og rúm 40 tonn af nýframleiddu efni. Heið- rún segir neikvætt að sjá í opinberum skýrslum að við höfum aukið innflutning þessara efna. Um 6.000 handslökkvi- tæki með haloni í umferð  Notkun/8 HIN goðsagnakennda hljómsveit The Beach Boys mun koma til Íslands og halda tónleika í Laugardalshöllinni 21. nóv- ember. Sveitin hefur starfað í ýmsum myndum síðustu árin og er nú leidd af söngv- aranum og upprunalega liðsmanninum Mike Love. Að sögn Guðbjarts Finnbjörnssonar ósk- aði Love sérstaklega eftir því að sveitin kæmi til Íslands. Guðbjartur segir að á tónleikunum sé stefnan að skapa ekta sól- arstrandarstemningu þar sem sveitin muni leika öll sín þekktustu lög eins og t.d. „Good Vibrations“, „Kokomo“, „Fun Fun Fun“, „Surfin’ USA“ og „I Get Aro- und“./60

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.