Morgunblaðið - 28.09.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 264. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Edda og
álfanafnið
Elsti þátttakandinn á vestnorrænu
handverkssýningunni Daglegt líf
Elíza og
Skandinavia
Leika á minningartónleikum
um Fróða Finnsson Menning
Íþróttir í dag
Magnús Gylfason hættur með ÍBV og á
leið til KR Patrekur að hætta vegna
meiðsla? Rooney mætir til leiks
Bjóða farþega-
flug út í geiminn
London. AP.
BRESKA stórfyrirtækið Virgin
hefur samið við bandarískt fyrir-
tæki um að skipuleggja nokkurra
klukkustunda áætlunarferðir út í
geim. Gert er ráð fyrir að farmið-
inn muni kosta frá um 115 þúsund
pundum, jafnvirði um 15 milljóna
króna, og muni farþegar verða í
þyngdarleysi í um þrjár mínútur.
Pláss verður fyrir fimm manns í
flauginni, stórir gluggar verða á
henni til að tryggja gott útsýni en
farið verður í um 100 km hæð eða
rétt út fyrir gufuhvolfið.
Aðaleigandi Virgin, Sir Richard
Branson, kynnti hugmyndirnar á
fundi sem hann hélt í Konunglega
flugmálafélaginu í London í gær.
Gert er ráð fyrir að ferðirnar hefj-
ist 2007 og sagði Branson að allt að
3.000 manns gætu farið út í geim á
fimm ára tímabili á vegum Virgin.
Farþegar verða að fara í viku þjálf-
un fyrir flugið, að sögn fréttavefjar
BBC.
Samningurinn er á milli Virgin
Airlines og bandaríska fyrirtækis-
ins Mojave Aerospace Ventures en
það fyrirtæki stóð að geimfarinu
SpaceShipOne, sem í júní varð
fyrsta geimfarið á vegum einka-
aðila til að fara út í geiminn.
Reuters
Sir Richard Branson kynnir áætl-
unina á blaðamannafundi í gær.
GRUNNSKÓLAKENNARAR
hafa óskað eftir fundi með sveitar-
stjórum nokkurra stærstu sveitar-
félaga landsins á morgun til að
ræða stöðuna og skýra sjónarmið
aðila en svo virðist sem sveitar-
félögin muni ekki þekkjast boð
kennara. Ásdís Halla Bragadóttir,
bæjarstjóri Garðabæjar, segist
hafa séð það á samskiptum sveit-
arstjóra við fundarboðendur að
skilaboð flestra hafi verið á þá lund
að umboðið sé hjá launanefnd sveit-
arfélaganna og meðan hún eigi í
þessum viðræðum ætli menn sér
ekki að trufla það samningaferli.
Meginatriði í kjaradeilunni er að
kennarar og sveitarfélögin eru ekki
sammála um hvað nýr kjarasamn-
ingur má kosta. Kennarar hafa sett
fram kröfu um 35% hækkun fram
til ársloka 2007 en launanefnd
sveitarfélaga hefur boðið 16,3%
hækkun. Kennarar telja það ekki
nóg. Þá hefur launanefndin boðið
samning til ársloka 2008 sem fæli í
sér 18,6% hækkun. Ljóst er því að
þarna er verið að takast á um
nokkra milljarða króna.
Fimm undanþágubeiðnir hið
minnsta verða teknar fyrir á fundi
undanþágunefndar í dag. Skóla-
stjórar tveggja skóla, Öskjuhlíðar-
skóla og Safamýrarskóla, endur-
nýjuðu fyrri undanþágubeiðnir auk
þess sem þrjár nýjar beiðnir höfðu
borist síðla dags í gær. Skólastjóri
Öskjuhlíðarskóla kveðst vera bjart-
sýnn á að undanþága fyrir skólann
verði veitt en 100 fjölfötluð og
þroskaheft börn og unglingar
stunda þar nám.
Morgunblaðið/Kristinn
Verslunarmiðstöðvar eru vinsæll áfangastaður grunnskólanemenda. Jón Arnar Jónsson og Andri og Brynjar Jónassynir gæddu sér á snúðum.
Ósammála um hvað nýr
kjarasamningur má kosta
Mikið ber/10
RICHARD Armitage,
aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna,
segir að halda eigi kosn-
ingar í öllum héruðum
Íraks í janúar og gefa öll-
um, sem vilja kjósa, tæki-
færi til þess. Þetta kom
fram í máli Armitage á
fundi með evrópskum
blaðamönnum í Wash-
ington í gær. Undanfarna daga hefur borið á
vangaveltum í Bandaríkjunum um að ekki
verði kosið í sumum héruðum, þar sem ófrið-
ur er mestur, og hefur lögmæti slíkra kosn-
inga verið dregið í efa.
„Ég er þeirrar skoðunar að kosningarnar
eigi að fara fram í öllu Írak. Við myndum
ekki láta okkur detta í hug að halda kosn-
ingar [í Bandaríkjunum] án Kaliforníu,“
sagði Armitage í svari við spurningu Morg-
unblaðsins. „Það á að gefa sérhverjum írösk-
um borgara, sem vill kjósa, tækifæri til að
gera það. Allawi forsætisráðherra [Íraks] og
sannarlega Bandaríkin líka stefna mjög ein-
arðlega að því.“
Munu reyna að hafa áhrif
á forsetakosningarnar
Armitage sagði hins vegar að menn þyrftu
ekki að fara í grafgötur um að ofbeldi myndi
færast í aukana í Írak, bæði í tengslum við
kosningarnar þar og forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum í byrjun nóvember. „Við er-
um vissir um að uppreisnarmennirnir vilja
reyna að hafa áhrif á okkar kosningar, eins
og þeir töldu sig hafa gert í spænsku kosn-
ingunum, og þeir vilja alveg áreiðanlega ekki
að neinar kosningar verði haldnar í Írak.“
Armitage sagði að Atlantshafsbandalagið
(NATO) hefði tekið að sér mikilvægt hlut-
verk í Írak með því að samþykkja að skipu-
leggja þjálfun fyrir foringja í íraska hernum.
Það hefði jafnframt verið mjög jákvætt að
samkomulag náðist innan NATO um að Dav-
id Petraeus, yfirmaður bandaríska herliðs-
ins í landinu, yrði jafnframt yfirmaður
NATO-liðsins. „Ég yrði mjög ánægður ef
NATO vildi taka að sér fleiri verkefni í Írak,
en við höfum þó ekkert til að leggja fyrir vini
okkar í Brussel í þeim efnum sem stendur,“
sagði Armitage.
Washington. Morgunblaðið.
Richard Armitage
Kosið
verður í
Írak öllu
FRÁ því er sagt í sögubókum að
flugkappinn Charles Lindbergh
hafi komið til Íslands í ágúst
1933 til að kanna veðurfar og
hugsanlega lendingarstaði á
flugleiðinni yfir Atlantshafið
fyrir flugfélagið Pan American.
Í nýrri skáldsögu leyfir rithöf-
undurinn Philip Roth sér hins
vegar að ímynda sér að Lind-
bergh hafi komið aftur hingað
til lands 1941, þá sem nýkjörinn
forseti Bandaríkjanna, í því
skyni að undirrita griðasátt-
mála við sjálfan Adolf Hitler.
Ný saga Roths heitir The Plot
Against America og kemur út í
október. Þar veltir Roth fyrir
sér: hvað ef Charles Lindbergh,
sem flaug fyrstur manna einn
yfir Atlantshafið, hefði boðið sig
fram gegn Franklin D. Roose-
velt í forsetakosningunum 1940
og haft sigur?
Roth segir í New York Times
ekki fjarstæðukennt að ímynda
sér að flugkappinn vinsæli hefði
getað sigrað Roosevelt en rifjar
jafnframt upp að Lindbergh
hafi verið gyðingahatari og
talsmaður þess að Bandaríkin
yrðu hlutlaus í styrjöldinni sem
þá var hafin í Evrópu. Gefur
Roth sér í bókinni að það hafi
orðið eitt fyrsta embættisverk
Lindberghs að halda til Íslands
og undirrita í Reykjavík griða-
sáttmála við Hitler.
Roth, sem er 71 árs gamall, er
álitinn einn merkasti rithöfund-
ur samtímans, nýrrar bókar frá
honum jafnan beðið með eftir-
væntingu og hafa efnistök hans
í The Plot Against America
þegar vakið mikið umtal vestra.
Gerir Ísland/35
Adolf Hitler á
Íslandi 1941?
Philip Roth Adolf Hitler
Úthverfin hættuleg
Los Angeles. AP.
HEILSA þeirra sem búa í víðáttumiklum
einbýlishúsahverfum stórra milljónaborga
er verri en hjá þeim sem búa í minni borg-
um með hlutfallslega marga íbúa á hvern
ferkílómetra. Þetta eru niðurstöður könn-
unar sem Rand-stofnunin bandaríska lét
gera í 38 borgum vestanhafs.
Tíðni ýmissa krónískra sjúkdóma á borð
við háþrýsting og gigt reyndist hærri þar
sem einbýlishúsahverfin eru ráðandi. Einn-
ig er meðalþyngd meiri. Talið er að helsta
ástæðan fyrir þessum mun sé ef til vill að
fólk í einbýlishúsahverfunum gangi minna,
það noti bíla mun meira en hinir enda oft
langt í verslanir og aðra þjónustu. Hreyf-
ingarleysi geti verið orsök þess að fullorð-
inn íbúi í Atlanta er að jafnaði við svipaða
heilsu og Seattle-búi sem er fjórum árum
eldri en byggðin er mun þéttari í Seattle en
Atlanta.
♦♦♦