Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 11
KENNARAVERKFALLIÐ
Barnagæsla
í verkfalli
ágætlega nýtt
BARNAGÆSLA sem fyrirtæki eða
foreldrasamtök innan fyrirtækja í
Reykjavík standa fyrir í verkfalli er
ágætlega nýtt samkvæmt upplýs-
ingum frá starfsmannastjórnum
nokkurra fyrirtækja sem Morgun-
blaðið hafði samband við.
Foreldrafélag Íslandsbanka og
Sjóvár-Almennra stendur að heilsu-
skóla í Þróttaraheimilinu. Upp-
haflega voru skráð 120 börn en
reyndin hefur verið að 80–90 börn
hafa sótt gæsluna á dag. Í gær voru
um 70 börn í gæslu í Þróttaraheim-
ilinu sem er fækkun frá síðustu viku.
Um 20–30 börn starfsmanna
Landsbankans verja deginum í KR-
heimilinu. Sá fjöldi er aðeins undir
því sem gert var ráð fyrir, en eftir
forkönnun var talið að 40 börn
myndu nýta sér gæsluna.
Starfsmenn KB banka geta sent
börn sín í daggæslu í Valsheimilinu
og hafa 85–90 börn verið þar á dag,
svipað og gert var ráð fyrir.
Um 20–30 börn starfsmanna Öss-
urar fá gæslu í húsakynnum fyr-
irtækisins í verkfallinu sem er svip-
að og gert var ráð fyrir í upphafi.
AÐ MINNSTA kosti fimm und-
anþágubeiðnir frá kennaraverkfalli
verða teknar fyrir á fundi und-
anþágunefndar vegna kjaradeilu
grunnskólakennara kl. 13 í dag.
Skólastjórar tveggja skóla, Öskju-
hlíðarskóla og Safamýrarskóla,
endurnýjuðu fyrri undanþágu-
beiðnir auk þess sem þrjár nýjar
beiðnir höfðu borist seinnipartinn í
gær, allar frá sérdeildum við
grunnskóla.
Fjallað um tug undan-
þágubeiðna í dag
Að sögn Sigurðar Óla Kolbeins-
sonar, lögfræðings Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, og annars
nefndarmanna, voru fimm af þeim
þrettán beiðnum sem bárust fyrir
helgi sendar til baka vegna þess að
þær voru taldar ófullnægjandi.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Sigurð Óla í gær sagði hann enga
af þeim fimm hafa verið endurnýj-
aða en að alltaf gætu bæst við
beiðnir. Ekki væri því ólíklegt að
tíu eða fleiri beiðnir yrðu teknar
fyrir á fundinum í dag. Allar und-
anþágubeiðnirnar eru vegna
kennslu barna sem eiga við ein-
hvers konar fötlun að stríða.
Á síðasta skólaári voru 320
grunnskólanemar við nám í sér-
deildum eða sérskólum. Í þessum
hópi barna og unglinga eru ein-
hverfir, fjölfatlaðir, þroskaheftir,
blindir og heyrnarlausir einstak-
lingar auk þeirra sem eiga við geð-
ræn vandamál eða hegðunarvanda-
mál að stríða.
Innan við 1% grunnskólanema
í sérskólum og sérdeildum
Alls voru grunnskólanemar á
landinu öllu 43.426 á síðasta skóla-
ári skv. upplýsingum frá Hagstof-
unni, en nákvæmar tölur um fjölda
grunnskólanema eru teknar saman
15. október ár hvert og því eru
þær ekki til fyrir yfirstandandi
skólaár. Miðað við þessar tölur eru
nemendur í sérskólum eða sér-
deildum, sem allir eru fatlaðir á
einhvern hátt eða eiga við alvarleg
atferlisvandamál að stríða, minna
en 1% (0,74%) grunnskólanema í
landinu. Ekki eru talin með fötluð
börn sem eru í almennum bekkj-
ardeildum í skólum. Engar und-
anþágur hafa verið veittar til að
hægt sé að kenna þessum nem-
endum í verkfalli. Forysta kennara
hefur átalið sveitarfélög fyrir að
hafa ekki sett neina kennara á
undanþágulista en slíkt er t.d. gert
í heilbrigðisstéttum þannig að
tryggt sé að hægt sé að halda úti
nauðsynlegri starfsemi komi til
verkfalla.
Bjartsýnn á að
fá undanþágu
Einar Hólm Ólafsson, skóla-
stjóri Öskjuhlíðarskóla, kvaðst í
samtali við Morgunblaðið í gær
vera bjartsýnn á að undanþága
fyrir kennslu við skólann yrði veitt
á fundi nefndarinnar í dag. Öskju-
hlíðarskóli er stærsti sérskólinn á
grunnskólastigi en 100 fjölfötluð
og þroskaheft börn og unglingar
stunda þar nám.
Undanþágubeiðni frá kennara-
verkfalli fyrir Safamýrarskóla hef-
ur einnig verið endurnýjuð en í
skólanum eru 19 nemendur, allt
fjölfatlaðir eða þroskaheftir ein-
staklingar. Brúarskóli er þriðji
sérskólinn í Reykjavík en hann
sækir 21 nemandi með geðræn
vandamál eða hegðunarvandamál.
Í þessum þremur skólum eru 140
nemendur. Á síðasta skólaári voru
18 sérdeildir starfræktar við
grunnskóla hér á landi.
Undanþágubeiðnir
teknar fyrir á ný í dag
Þrjár nýjar
beiðnir og tvær
endurnýjaðar
Á MEÐAN skólastofur standa auð-
ar vegna kennaraverkfalls fjölgar í
helstu verslunarmiðstöðvum höf-
uðborgarsvæðisins. Þangað fara for-
eldrar, barnapíur, afar og ömmur
með börnin og unglingar stytta sér
þar stundir.
„Þetta setur bara skemmtilegan
svip á Kringluna. Það er meira líf
hérna á virkum dögum,“ segir Örn
Kjartansson, framkvæmdastjóri
Kringlunnar. Eftir að verkfallið
skall á hafi fleiri börn komið í
Kringluna en áður. Hann segir
skólabörnin gera ýmislegt sér til
dægrarstyttingar, borða á mat-
sölustöðum, fara í bíó eða kíkja í
búðir. „Allt skilar þetta sér í auknum
viðskiptum,“ segir hann.
Pálmi Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Smáralindar, hefur
einnig tekið eftir auknum gesta-
straumi og segir að það sé ljóst að á
virkum dögum í síðustu viku hafi
fleiri kennarar og grunnskólanem-
endur komið í húsið en á sama tíma í
fyrra. Þetta komi skýrt fram í við-
tölum við verslunar- og kaffi-
húsaeigendur.
Páll Pálsson, framkvæmdastjóri
verslunarmiðstöðvarinnar Fjarð-
arins, segir að um tugur unglinga
sæki í að halda þar til eftir skóla. Í
verkfallinu hafi hópurinn e.t.v. tvö-
faldast.
Morgunblaðið/Kristinn
Philip Grétarsson, Arnór Bragi Elvarsson, Ólafur Ingi Kristjánsson, Jón Bjarni Einarsson, Berglind Rós Ágústs-
dóttir og Sólrún Sturludóttir spókuðu sig í Kringlunni og var ekki annað að sjá en að þau skemmtu sér.
„Allt skilar þetta sér í
auknum viðskiptum“
Morgunblaðið/Kristinn
Systurnar Ásta og Guðlaug Ólafsdætur og Eygló og Erla Káradætur litu
inn í Smáralindina í gær en Álftamýrarskóli er þeim lokaður í verkfallinu.
Áfram kennt
við Landakot
KENNSLA í Landakotsskóla í
Reykjavík er í fullum gangi en þeir
kennarar skólans, sem eru félagar í
Kennarasambandi Íslands, höfnuðu
því að fara í verkfall í atkvæða-
greiðslu sem fram fór í síðustu viku.
„Sextán kennarar voru á kjörskrá,“
útskýrir Margrét Á. Halldórsdóttir,
trúnaðarmaður kennara við skólann.
„Af þeim sögðu fimmtán nei við
samúðarverkfalli. Einn seðill var
auður.“ Alls starfar á þriðja tug
kennara við skólann. Landakotsskóli
er einkaskóli og eru kennarar skól-
ans með sérsamning við rekstr-
araðila skólans. „Einkaskólar hafa
átt í miklum fjárhagserfiðleikum. Ef
við hefðum kosið verkfall er allt eins
víst að skólinn hefði ekki getað stað-
ið undir sér því þá hefðu foreldrar
ekki greitt skólagjöldin,“ segir Mar-
grét innt eftir ástæðu þess að kenn-
ararnir höfnuðu verkfallinu. Hún
segir niðurstöðuna sýna stuðning
kennaranna við skóla sinn. Þrátt fyr-
ir það hafi þeir samúð með öðrum
grunnskólakennurum.
STJÓRN KÍ segir kjaradeiluna við
launanefnd sveitarfélaga vera í hörð-
um hnút en samningaviðræður hafa
staðið yfir með hléum í um hálft ár.
Stjórnin telur orsakir þessa meðal
annars vera gróft vanmat stjórn-
valda, bæði sveitarstjórnarstigsins
og ríkisvaldsins, á þörf fyrir umbæt-
ur á launum og öðrum starfskjörum
félagsmanna KÍ í grunnskólum.
„Stjórnin hvetur forsvarsmenn
sveitarfélaga og ríkisvaldsins til að
hætta að benda hverjir á aðra en
setjast heldur á rökstóla um hvernig
fjármagna megi nauðsynlegar kjara-
bætur til að binda enda á kjaradeil-
una sem lamar starfsemi grunnskóla
landsins,“ segir í ályktun stjórnar
KÍ.
Hafa teygt sig lengra
en í öðrum samningum
Vihjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, segir það ekki hafa tíðkast að
blanda saman málum á borð við
tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga
eða fjárhagslega stöðu einstakra
sveitarfélaga þegar verið sé að
semja við einstakar stéttir. Þótt ein-
staka sveitarstjórnarmenn og ein-
staka þingmenn hafi verið að
skiptast á skoðunum um þessi mál og
setja fram sín viðhorf í fjölmiðlum
hafi forsvarsmenn sveitarfélaga eða
ríkisins almennt ekki gert það.
Vilhjálmur segir að sveitarfélögin
hafi í sínu tilboði til kennara teygt
sig nokkru lengra en í samningum
sem þegar hafa verið gerðir. „Auð-
vitað hljóta sveitarfélögin eins og
aðrir semjendur, hvort sem það er
ríkið eða hinn frjálsi markaður, að
setja sér ákveðin viðmið í þeim efn-
um. Þannig að deilan er alvarleg að
því leyti til að það er mikið bil á milli
og hefur reyndar verið frá upphafi
viðræðna. En það er launanefnd
sveitarfélaga sem fer með fullt og
óskorað umboð allra sveitarfélaga í
landinu. Hún er kosin af landsþingi
Sambandsins. Það er ekki stjórn
þess sem fer með þetta umboð þann-
ig að málið er alfarið í höndum launa-
nefndar sem hefur á undanförnum
dögum verið að halda fundi vítt og
breitt um landið með sveitarstjórn-
um,“ segir Vilhjálmur.
Umboðið
hjá launa-
nefnd