Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 13

Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 13 ÚR VERINU SÍLDARSKIPIN hafa síðustu vik- ur stundað veiðar á Halamiðum, djúpt norðvestur af Straumnesi, og fengið þokkalegan afla. Áta í síld- inni hefur þó gert vinnslunni erfitt fyrir, einkum þeim skipum sem eiga langt að sækja. Lítið hefur sést til kolmunnans að undanförnu, þrátt fyrir umtalsverða leit. Jóna Eðvalds SF var í gær að leita að síld í Héraðsflóa en ekki fundið í veiðanlegu magni, að sögn Ægis Birgissonar skipstjóra. Hann sagði að bræla hefði þó torveldað leitina um helgina. Jóna Eðvalds hefur að undanförnu verið að síld- veiðum á Halamiðum og gengið þokkalega, að sögn skipstjórans. „En það er langt að fara, því við viljum landa aflanum í heimahöfn á Hornafirði. Við höfum fengið stóra og góða síld þarna fyrir vestan, en það er talsverð áta í henni og þess vegna má ekkert út af bregða í langri siglingu ef það á að vinna síldina til manneldis. Þess vegna viljum við leita af okkur allan grun á nærliggjandi miðum. Það er ekki öll nótt úti enn, í fyrra veiddist nánast engin síld hér fyrir austan fyrr en í október. Hún hefur haust- að seint og vonandi fer síldin að skila sér bráðlega,“ sagði Ægir. Bjarni Ólafsson AK var eina síldarskipið sem var að veiðum á Halamiðum um helgina og fékk um 100 tonn. Einnig hefur orðið vart við síld í Jökuldjúpi, suður úr Snæ- fellsnesi, en Víkingur AK fékk þar slatta fyrir helgi. Lítið sést til kolmunnans Hoffell SU kom til Fáskrúðs- fjarðar á föstudag eftir um tveggja vikna leit að kolmunna. Skipið fór fyrst með eftirlitsmann Hafrann- sóknastofnunar og leitaði þá með öllum landgrunnskantinum út af Suðurlandi og vestur fyrir Vest- mannaeyjar. Þá hélt skipið í fær- eysku lögsöguna norður fyrir Fær- eyjar og til suðurs austur af Færeyjum. Fleiri íslensk skip hafa leitað undanfarið á þessum slóðum og einnig hafa þau leitað suður og suðvestur af Færeyjum, en ekki orðið vör við kolmunna í veiðanlegu magni. Á heimleiðinni var farið yfir veiðisvæðið suðaustur af Austfjörð- um og var ástandið þar óbreytt. Hoffell SU verður nú gert klárt til síldveiða, að því greint er frá á heimasíðu Loðnuvinnslunnar. Síldarleit fyrir austan Morgunblaðið/Sigurgeir SAMKVÆMT nýjum rannsóknum í vesturhluta Noregs hefur lítið magn af áldufti drepið sníkjudýr sem lagt hafa margar laxveiðiár í Noregi og Rússlandi í eyði á síðustu árum. Hef- ur álið ekki skaðað laxinn og annað dýralíf í ánum en í stærri skömmtum getur duftið, eða sallinn, skaðað tálkn fiskanna, að því er segir í frétt Reuters um rannsóknina. Í fréttinni segir að álduftið hafi á þremur stöðum verið sett í laxveiðiá í Batnsfjord í V-Noregi. Var skammt- urinn mjög lítill, eða 200 míkró- grömm á lítra. Ekki kemur fram hversu lengi álið var látið vera í ánni en haft er eftir norskum vísinda- manni að af síðustu 90 löxum sem voru skoðaðir hafði enginn þeirra haft sníkjudýr. Fyrir ári hafi allir laxar í ánni verið sýktir. Segir hann ál aldrei hafa verið prófað með þess- um hætti í heiminum, sér vitanlega, en önnur efni gegn vágestinum hafa drepið allt lífríki í ánum. Étur sig í gegnum roðið Sníkjudýrið, sem lifir aðeins í ferskvatni, festir sig við laxinn með litlum klóm og étur sig í gegnum roð- ið með þeim algengu afleiðingum að laxinn drepst. Hefur laxinn nær horfið í þeim 40 ám í Noregi sem sníkjudýrið hefur látið á sér kræla. Óvænt niðurstaða rannsóknar í Noregi Álduft bjargar sýktum löxum í Noregi GERA má ráð fyrir verulegum breytingum á útbreiðslu fisktegunda og göngum þeirra á komandi árum samfara mikilli hlýnun sjávarins. Þorskurinn gæti gengið enn norðar og makríll gæti slegizt í för með síld og loðnu allt norður í Barentshaf. Norska blaðið Fiskeribladet fjallar um þessar breytingar. Þar segir að þegar hlýni í Barentshafinu færi þær fisktegundir sem þar eru nú sig austar og norðar, hitakærari tegundir eins og makríll komi í stað- inn, enda aukist áta og ætisframboð við hlýnunina. Þetta geti meðal ann- ars leitt til aukinnar þorskgengdar í Smugunni með tilheyrandi veiðum skipa undir hentifána. Þetta geti einnig leitt til breytts göngumynst- urs norsk-íslenzku síldarinnar og ætisgöngur hennar inn í íslenzka lögsögu aukist og jafnvel að hún fari að hafa vetursetu við Ísland á ný. Hlýindin muni einnig hafa áhrif á sjávarspendýr, einkum seli, sem kæpa á ísnum. En verði mun minna um hafís opni það hvölunum leið lengra norður eftir og hlýindin auka einnig fæðuframboð fyrir þá. Hlýnunin greiðir líka leið kaup- skipa hina svokölluðu norðurleið til Austurlanda fjær og auknum sigl- ingum skipa um Barentshafið getur fylgt nokkur mengunarhætta. Það er þó talið að þessar breytingar gangi yfir á anzi mörgum árum, svo mikilla breytinga sé vart að vænta fyrir 2020. Breytir hlýnunin fiskgöngum? ORRI Vigfússon, formaður Vernd- arsjóðs villtra laxastofna (NASF), segist hafa heyrt af þessum rann- sóknum í Noregi en ekki kynnt sér þær náið. Vissulega sé um óvenjulega aðferð að ræða og ótrú- legt ef satt reynist að álið skaði ekki laxinn. Orri segir sníkjudýr sem þetta, af gerðinni gyrodactylus salaris, ekki hafa borist í laxveiðiár á Ís- landi. Atlantshafslaxinn þoli hins vegar ekki þetta sníkjudýr og NASF hafi haft þungar áhyggjur af því að dýrið berist til Íslands og lengra vestur yfir Atlantshaf. Mikl- ar varúðarráðstafanir hafi verið gerðar hér á landi, m.a. við sótt- hreinsun á innfluttum veiðibúnaði, og segist Orri ennfremur hafa var- að Siglingastofnun og fleiri aðila við að sníkjudýr eða önnur mein- dýr geti leynst í kjölfestuvatni skipa sem hingað komi frá Norð- urlöndum. Ótrúlegt ef satt reynist Orri Vigfússon Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR Fjárfestingafélagið Vörður Boðað er til kjörfundar í Fjárfestingarfélaginu Verði, fimmtudaginn 30. september nk. á Hótel KEA á Akureyri, kl. 18.00. Dagskrá kjörfundar er kosning til fulltrúaráðs og önnur mál. Allir sameigendur hvattir til að mæta. Stjórnin. - fyrir íslenska verslun Haustfundur Útflutningsráðs FÍS Horfur með gengi krónunnar Útflutningsráð FÍS boðar til hádegisverðarfundar fimmtudaginn 30. september kl. 12.00 í Skálanum, Hótel Sögu. Framsögumaður á fundinum verður Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Að loknu framsöguerindi verða fyrirspurnir og umræður. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Fundurinn er öllum opinn. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfang: lindabara@fis.is eða í síma 588 8910.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.