Morgunblaðið - 28.09.2004, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
AUSTURLAND
Skagafjörður | „Það má alltaf búast við ein-
hverju þegar svona margt fólk kemur saman
en þetta leysist bara upp í söng og gleði eins
og venjulega,“ sagði Steinþór Tryggvason,
bóndi í Kýrholti í Viðvíkursveit, réttastjóri í
Laufskálarétt í Hjaltadal. Smölun á stóðinu
og réttastörf gengu sömuleiðis afar vel, að
hans sögn.
Til Laufskálaréttar er rekið stóð bænda úr
Viðvíkursveit og Hjaltadal sem gengið hefur
sumarlangt á Kolbeinsdalsafrétti. Bændur
smala afréttinn á föstudeginum í svokallað
Skriðulandshólf þar sem stóðið er yfir nótt-
ina. Á laugardeginum fór síðan mikið lið ríð-
andi til að reka stóðið til réttar. Steinþór
áætlar að um 300 manns hafi tekið þátt í
rekstrinum en hrossin eru um 750 og eru fol-
öldin þá talin með. Hafa því verið yfir þúsund
hross í rekstrinum mikla úr Kolbeinsdal yfir í
Hjaltadal.
Laufskálarétt er mikil hátíð hestamanna
og hrossaræktenda í Skagafirði enda kemur
ávallt mikill fjöldi gesta í stóðréttina. Fyrir
tveimur árum voru gestirnir taldir og þá
komu tæplega 3.000 manns þar saman. Stein-
þór taldi að svipaður fjöldi hefði nú verið
samankominn í Laufskálarétt en sumir fasta-
gestanna töldu að gestirnir hefðu aldrei verið
fleiri. Í hópnum eru margir sem koma í Lauf-
skálarétt á hverju hausti til að gleðjast og
skemmta sér með Skagfirðingum og svo bæt-
ast ný andlit við. Þá fjölgar alltaf erlendum
ferðamönnum sem koma gagngert til lands-
ins til að taka þátt í ævintýrinu. Sumir ríða af
bæjunum um morguninn, taka þátt í rekstr-
inum af Kolbeinsdal og réttastörfunum og
reka síðan stóðið heim með heimilisfólkinu
síðdegis.
Laufskálarétt er nokkurs konar útstilling-
argluggi skagfirskra hrossaræktenda. Menn
heimsækja þá í dilkana og skoða og margir
bændur, sem ekki eiga hross á afréttinum,
eru einnig með sýningar heima á bæjunum.
Steinþór telur að alltaf seljist töluvert af
hrossunum um þessa helgi og þar myndist
einnig tengsl sem leiði til viðskipta síðar í
haust, þegar menn hafi hugsað sig um.
Mikið er sungið í Laufskálarétt. Það byrjar
um leið og réttastörfin hefjast og menn koma
saman í litlum hópum til að taka lagið. Söng-
hóparnir stækka síðan þegar líður á daginn
og menn eru búnir að smyrja raddböndin að-
eins meira.
Í haust eru fimmtíu ár liðin frá vígslu Lauf-
skálaréttar. Af því tilefni var haldin skemmt-
un í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki
á föstudagskvöldið og þar var einnig haldinn
dansleikur á laugardagskvöldið. Góð mæting
var á þessar skemmtanir, eins og í réttina.
Leysist upp í söng og gleði
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Aldrei fjölmennari Sumir fastagestanna í Laufskálarétt töldu að aldrei hefðu fleiri verið þar
saman komnir. Samkoman leystist að lokum upp í söng og gleði að hætti Skagfirðinga.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Markið mitt Steinunn Anna Halldórsdóttir staðfestir að markið sé sitt og piltarnir fara með
trippið í Brimnesdilkinn. Hrausta menn þarf til að ná tökum á villtum trippum í réttinni.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fastagestur Stefán Steingrímsson frá Stór-
holti í Fljótum er að vanda mættur með prik-
ið í stóðréttina á Laufskálaholti.
Að sunnan Gísli Sveinsson úr Hveragerði,
Theódór Vilmundarson í Efsta-Dal og Herdís
Hjaltadóttir úr Mosfellsbæ spjalla saman.
Tríó Bræðurnir frá Varmalæk, Björn og Gísli
Sveinssynir, heilsuðu Herði Stefánssyni frá
Gilhaga. Þá var sungið hátt og snjallt.
Egilsstaðir | Auður Vala Gunnars-
dóttir og Þórveig Hákonardóttir opn-
uðu á dögunum fyrirtækið Heilsu-
ræktina á Egilsstöðum, sem eins og
nafnið gefur til kynna býður upp á
heilsurækt fyrir fólk á öllum aldri.
Heilsuræktin er í nýendurbættum
íþróttasal í kjallara Íþróttamiðstöðv-
arinnar á Egilsstöðum og leigja þær
Auður Vala og Þórveig salinn undir
starfsemina.
„Við bjóðum upp á margskonar
leikfimi í hóptímum, hjólatíma, jóga
og pílates, rólega leikfimi sem byggist
á teygjum og æfingum, palla, spinn-
ing og þrekhringi,“ sagði Auður Vala í
samtali við Morgunblaðið. Hún er
jafnframt yfirþjálfari Fimleikafélags
Hattar. „Með tilkomu salarins eru
tímamót í hóptímaheilsurækt hér.
Íþróttahúsið er svo yfirbókað að á síð-
asta ári gátum við aðeins fengið
morguntíma í salnum, kl. hálfsjö á
morgnana, sem hentar alls ekki öll-
um. Nú gjörbreytist þetta og við get-
um boðið upp á dag- og kvöldtíma að
auki.“
Þórveig er með svokölluð Les
Mills-réttindi og er nú í einkaþjálf-
aranámi sem hún hyggst nýta í
Heilsuræktinni strax í desember.
Auður Vala er íþróttakennari og hef-
ur sérhæft sig innan heilsuræktar-
geirans, auk þess að vinna mikið með
sjúkraþjálfurum.
„Við höfum ýmsar hugmyndir og
skellum ekki öllu fram í einu.“ Við er-
um til dæmis að fara að bjóða upp á
nýtt námskeið tengt hreyfigreiningu.
Ég hef mikinn áhuga á að vera með
rannsóknir tengdar því og heilsu-
ræktinni í framtíðinni.“
Um helgina var nýr þrekþjálfunar-
salur vígður í Íþróttamiðstöðinni á
Egilsstöðum. Byggt var yfir áhorf-
endastúku við sundlaug og breytt í
íþróttasal. Við það batnar aðstaða í
íþróttahúsinu til muna og gerir þeim
Heilsubótarkonum kleift að taka sal-
inn í kjallaranum, sem áður hýsti
þrekþjálfun, á leigu fyrir sína starf-
semi.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Nú skal tekið á því Auður Vala
Gunnarsdóttir og Þórveig Há-
konardóttir hafa opnað heilsurækt-
arstöð á Egilsstöðum.
Liðsauki
í heilsu-
ræktinaJökulsárhlíð | Guðmundur Björg-vinsson frá Ketilstöðum í Hlíð komfærandi hendi í Grunnskólann í
Brúarási, þegar hann færði skól-
anum 130 kílóa aflraunastein. Á
honum reyndi Guðmundur afl sitt,
sem var þó nokkurt þegar hann var
ungur maður úti í Hlíð.
Guðmundur segir að árið 1943
hafi komið hlaup í Fögruhlíðará,
sem var svo sem ekkert óvenjulegt,
en þegar hlaupið sjatnaði hafi þessi
steinn komið í ljós í árbakkanum.
Guðmundur, sem var í Sleð-
brjótsseli á þessum árum, segist
hafa veitt steininum athygli í
nokkra daga, velt honum við og
skoðað hann. „Þar kom að ég fór
með hestakerru út eftir og hnoðaði
steininum upp í kerruna og fór með
hann heim í Sleðbrjótssel,“ segir
Guðmundur. „Hugmynd mín var að
festa járnhring í hann og gera að
hestasteini. Það varð nú aldrei, en
steinninn var þarna á hlaðinu og
menn fóru að taka á honum.“ Sjálf-
ur segist Guðmundur hafa tekið
steininn upp nokkrum sinnum.
Nemendur reyni afl sitt
Guðmundur segir að lengst af
hafi steinninn verið á heima-
hlaðinu, en síðan verið færður nið-
ur á hólinn fram og niður af bæn-
um.
„Mér fannst vel til fundið þegar
því var hreyft fyrir tveimur árum,
að gefa Brúarásskóla steininn til að
leyfa skólapiltum og -stúlkum og
öðrum að reyna sig á honum.“
Steinninn var áletraður hjá Álfa-
steini á Borgarfirði en á honum
stendur „Aflraunasteinn, 130 kg,
Guðm. Björgvinsson kom með
þennan stein í Sleðbrjótssel 1943,
gaf Brúarásskóla 2004“.
Guðmundur afhenti þeim Jónasi
Þór Jóhannssyni, sveitarstjóra
Norður-Héraðs, og Magnúsi Sæ-
mundssyni, skólastjóra Brúarás-
skóla, steininn til varðveislu og
notkunar.
Bóndi í Hlíðinni færir Brúarásskóla aflraunastein
Gjöfin vó þungt
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Sestur í helgan stein Guðmundur Björgvinsson er nokkuð við aldur og
hefur látið af aflraunum. Hann gaf Brúarásskóla því aflraunasteininn sinn.