Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 20
Ritstjórn Morgunblaðsins
svarar fyrir sig á sinn hátt
Í STAKSTEINUM Morgun-
blaðsins í gær, sunnudag, birtir rit-
stjórn andsvör við gagnrýni sem ég
setti fram í stuttri
grein í blaðinu sl.
laugardag. Tilefnið
var að í leiðara blaðs-
ins sl. föstudag, sem
bar fyrirsögnina ,,Að
vera samkvæmur
sjálfum sér“, er
Hæstiréttur gagn-
rýndur fyrir að hafa
aðra afstöðu til ald-
urs umsækjenda um
stöðu dómara nú en
árið 1990. Í leið-
aranum segir að eng-
in grein sé gerð fyrir
þeirri stefnubreytingu varðandi
aldur umsækjenda. Síðan segir að
erfitt sé að sjá hvaða breyting hafi
orðið á viðhorfi til aldurs á þeim
fjórtán árum sem liðin eru. Í loka-
orðum leiðarans segir að það sé
ekki gott fyrir dómara í Hæstarétti
að meirihluti þeirra skuli staðinn
að því að vera ekki samkvæmur
sjálfum sér eins og dæmin í leið-
aranum sýni.
Ekki fer á milli mála að í kröfu
Morgunblaðsins um að dómararnir
skuli vera samkvæmir
sjálfum sér að því er
aldur umsækjenda
varðar felst sú afstaða
að dómararnir hefðu
átt að halda sér við for-
dæmið frá 1990 og
hafna nú umsækjanda
sem er árinu eldri en sá
sem hafnað var 1990.
Aðeins með því gæti
Hæstiréttur talist sam-
kvæmur sjálfum sér.
Ég útskýrði í stuttri
blaðagrein hverjar
breytingar hefðu orðið
á lögum og mannréttinda-
viðhorfum hér frá 1990 til 2004. Í
Staksteinum í gær segir ritstjórn
Morgunblaðsins, að fjarri sé að
blaðið telji að reglan frá 1990 eigi
að standa. Hið gagnstæða komi
fram í leiðaranum. Þessi eftirá
túlkun blaðsins á eigin orðum fær
ekki staðist, enda væri krafa um
breytt viðhorf ekki krafa um sam-
kvæmni, heldur ósamkvæmni í
skilningi blaðsins. Það er ánægju-
legt að blaðið skuli nú draga orð
sín til baka og segjast hafa meint
annað en sagt var. Þeir sem efast
ættu að lesa leiðarann sl. föstudag
til að sannfærast um sannindi orða
minna.
Ummæli Morgunblaðsins verður
þó að meta í því ljósi, að sem
flokksmálgagn er blaðinu ekki
kleift að haga sér eins og sjálf-
stæður fjölmiðill, heldur verður
það að gæta hagsmuna flokksfor-
ystunnar, enda augljóst að hverju
er stefnt með neikvæðum ummæl-
um um Hæstarétt.
Ég geri mér grein fyrir því að
ritstjórn blaðsins á alltaf síðasta
orðið þegar ágreiningur verður við
lesendur og þess vegna hefur það
ekki mikið uppá sig að andmæla
ósæmilegum ósannindum þess,
enda hef ég ekki tíðkað það. Und-
antekning á þeirri reglu geri ég þó
nú vegna þess hvað blaðið hefur
verið óvenju heiftúðugt í garð
þeirra sem andmæla því, sbr. t.d.
ummæli um Jakob Möller, lög-
mann, í Staksteinum sl. laugardag.
Ragnar Aðalsteinsson fjallar
um skrif Morgunblaðsins
Ragnar Aðalsteinsson
’… í því ljósi, að semflokksmálgagn er
blaðinu ekki kleift að
haga sér eins og sjálf-
stæður fjölmiðill.‘
Höfundur er lögmaður.
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
fg wilson
Sími 594 6000
Rafstöðvar
Veitum ráðgjöf og þjónustu
fyrir allar stærðir og gerðir
rafstöðva
FGWILSONmase
LÖGMENN eru nú hvattir til
þess að undirrita
stuðningsyfirlýsingu
við einn umsækjanda
um embætti dómara
við Hæstarétt Íslands,
Jón Steinar Gunn-
laugsson.
Í yfirlýsingunni er
bent á, að það er
löngu tímabært að
lögmaður verði skip-
aður dómari við
Hæstarétt.
Þar er einnig með
réttu nefnd sú stað-
reynd að Jón Steinar
Gunnlaugsson er í
fremstu röð íslenskra
lögfræðinga, frábær
málflutningsmaður og
á að baki langan og
merkan lögmannsferil.
Allt er þetta satt og
rétt en breytir ekki
þeirri skoðun undirrit-
aðs, að lögmenn eiga
ekki að hafa afskipti
af skipan dómara með
þessum hætti.
Það hafa lögmenn
heldur ekki gert fyrr
en nú, þó oft hafi
vantað lögmenn í
Hæstarétt og um dómaraembætti
þar hafi sótt reyndir og hæfir lög-
menn.
Nöfn þeirra Sveins Snorrasonar,
Guðmundar Ingva Sigurðssonar,
Jóhanns H. Níelssonar, Atla Gísla-
sonar, Jakobs R. Möller og Ragn-
ars H. Hall má nefna sem dæmi.
Það er auðvelt að sjá hvers
vegna þessi aðferð til
að hafa áhrif á veit-
ingu dómaraembættis
hefur ekki verið notuð
fyrr.
Opinber stuðnings-
yfirlýsing lögmanna af
þessu tagi við dómara
skapar nefnilega
óvissu og vekur áleitn-
ar spurningar um hæfi
dómarans.
Er dómarinn van-
hæfur til að dæma í
málum sem einhver
stuðningsmanna hans
flytur?
Er hann jafnvel van-
hæfur til að dæma í
málum þeirra lög-
manna sem ekki lýstu
yfir stuðningi við um-
sókn hans?
Þessum áleitnu
spurningum er ekki
auðvelt að svara og
þeim á ekki að þurfa
að svara. Undir-
skriftasöfnun af þessu
tagi á almennt ekki að
eiga sér stað, hver sem
í hlut á. Hér með er
þess farið á leit við þá
sem að söfnuninni standa, að henni
verði hætt.
Dómaradans
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
fjallar um veitingu hæstarétt-
ardómaraembættisins
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
’Opinberstuðningsyfir-
lýsing lögmanna
af þessu tagi við
dómara skapar
nefnilega óvissu
og vekur áleitn-
ar spurningar
um hæfi dóm-
arans.‘
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
NÚ HAFA komið fram sjón-
armið um að óeðlilegt sé, sem
margir hafa gert, að grípa til
varna fyrir Jón Steinar Gunn-
laugsson, þegar á hann er ráðist.
T.d. komu þau fram hjá Ágústi
Ólafi Ágústssyni, þingmanni
Samfylkingarinnar, í Silfri Egils.
Sagði hann að greinaskrifin væru
eins og Jón Steinar væri í fram-
boði og menn væru að rita
prófkjörsgreinar!
Ráðist hefur verið á Jón Stein-
ar opinberlega. Svo hefur Hæsti-
réttur skrifað um hann hlut-
dræga umsögn. Og þá má ekki
verjast að mati þingmannsins! Þá
þykir honum óeðlilegt að fólki
misbjóði og grípi til varna! Ég
ætla að vona að Ágúst þurfi aldr-
ei á vörnum að halda á opinber-
um vettvangi. Það gæti litið út
eins og hann væri í framboði.
Saga málsins er einföld. Ráðist
var á Jón Steinar, hann varinn
og árásarmennirnir tapa rökræð-
unum. Þá reyna andstæðingar
hans að halda því fram að varn-
irnar séu á einhvern hátt óeðli-
legar.
Hjalti Baldursson
Óeðlilegt að verja
Jón Steinar?
Höfundur er framkvæmdastjóri.
LAUGARDAGINN 18. sept-
ember birtist grein í Morgun-
blaðinu eftir Njörð P. Njarðvík,
sem hann nefnir Umboð að ofan?
Þar leggur hann út af orðum sem
voru eftir mér höfð í
Fréttablaðinu frá 9.
þm er ég var inntur
eftir skoðun minni á
áskorun til Þjóð-
kirkjunnar frá nefnd
forsætisráðherra um
málefni samkyn-
hneigðra, að unnið
yrði að kirkjulegri
vígslu þeirra. Þar
kom fram að ég teldi
kirkjuna ekki geta
orðið við því, þar
sem hana skorti um-
boð að ofan. Átti ég
þar við Guðs orð,
ekki veraldlega vald-
hafa.
Njörður segir að
væntanlega sé ég að
vísa til orða 3. Móse-
bókar þar sem rætt
er um kynmök karl-
manna.
Hvorki þessir
textar né aðrir
textar Biblíunnar sem fjalla um
kynmök voru í huga mér þegar ég
svaraði Fréttablaðinu, enda fjallaði
fréttin ekki um kynmök heldur
kirkjulega vígslu.
Njörður finnur honum sem hann
kallar „grimman guð Gamla testa-
mentisins“ flest til foráttu og segir
að það sé eins og að „koma út úr
myrkri fordóma og mannhaturs að
lesa Gamla testamentið og að hefja
síðan lestur á boðskap Krists.“
Vissulega kveður þar við nýjan
tón en gleymum ekki orðum
Krists:
Ætlið ekki, að ég sé kominn til
að afnema lögmálið eða spámenn-
ina. Ég kom ekki til að afnema,
heldur uppfylla. Sannlega segi ég
yður: Þar til himinn og jörð líða
undir lok, mun ekki einn smástafur
eða stafkrókur falla úr lögmálinu,
uns allt er komið fram. Matt. 5.
Með lögmálinu á Kristur við
Gamla testamentið! Guð Gamla
testamentisins er ekki „grimmur
guð“ í augum Jesú, heldur skapari
okkar og lífgjafi. Þennan Guð
kenndi Kristur okkur að ávarpa
sem föður.
Ég minni á að kirkjan játar trú
á þríeinan Guð, föður, son og heil-
agan anda.
Það er rétt hjá Nirði þar sem
hann segir að Biblían sé mörg rit
skrifuð á löngum tíma, kámug af
fingraförum kynslóðanna. Engu að
síður er það svo að þessi rit hefur
trúarsamfélagið, fyrst gyð-
ingdómur Gt. og síðar kirkja
Krists haft sem leiðbeiningu og úr-
skurðarvald um kenningu sína og
rétta breytni og viðurkennt guð-
legan innblástur þeirra. Kirkjan
verður að sjálfsögðu að skoða
sjálfa sig í ljósi samtíðar sinnar
hverju sinni og afstöðu sína gagn-
vart öllum málum sem upp koma,
en er engu að síður bundin Guðs
orði, annars væri hún ekki kirkja.
Guð er uppspretta blessunar-
innar. Blessun hans birtist best í
því að Guð gerðist maður í Jesú
Kristi. Þannig sættir hann mann-
kynið við sig, aðhefst sjálfur til að
sigra óréttlætið færir
okkur sitt réttlæti og
blessun. Þegar við
dauðlegir, syndugir
menn miðlum blessun
Guðs þá verður sú
blessun að vera í takt
við fyrirheit Guðs og
sáttmála hans sem birt-
ist í Kristi.
Víkur þá sögunni að
kröfunni um að kirkjan
og hennar yfirvöld
leggi að jöfnu staðfesta
samvist og hjónaband
karls og konu.
Eina form hjúskapar
sem Biblían ræðir um
og telur lúta lögmálum
skaparans er kona og
karl.
Við rekum okkur á
þetta þegar í sköp-
unarfrásögunni.
Og Guð […] skapaði
þau karl og konu […]
og blessaði þau.
1. Mósebók 1.27-28
Í 2. kafla sömu bókar segir:
Þess vegna yfirgefur maður föð-
ur sinn og móður sína og býr við
eiginkonu sína, svo að þau verði
eitt hold.
1. Mósebók 2:24 Til þessara orða
vitnaði Jesús sjálfur (Matt 19) Þau
orð eru grundvallandi fyrir sýn
Biblíunnar á hjúskaparform að
skikkan skaparans. Það er þetta
félag manns og konu sem er bless-
að. Sjötta boðorðið, Þú skalt ekki
drýgja hór (2. Mós. 20.14) undir-
strikar að mikilvægt er að hjú-
skapurinn sé undir reglu.
Þar sem rætt er um samkyn-
hneigð í Biblíunni þá er það aldrei
tengt við hjúskap.
Margir hafa orðið til að benda á
að umræða Biblíunnar um sam-
kynhneigð eigi ekkert skylt við al-
vöru kærleikssamband samkyn-
hneigðra para eins og við þekkjum
í nútímanum. Það er rétt, en kær-
leikurinn þeirra á milli, eins sann-
ar tilfinningar og bærast í brjóst-
um einstaklinganna í garð hvor
annars, breytir engu um það hvort
kirkjan geti vígt samkynhneigð
pör sem hjón.
Það er mín skoðun að þótt al-
menningur heimtaði það og þó
stjórnvöld tækju það sér fyrir
hendur að skipa Þjóðkirkjunni og
öðrum kristnum kirkjudeildum að
vígja samkynhneigð pör þá gætu
þær ekki orðið við því.
Sem biblíulegan rökstuðning við
hjónavígslu samkynhneigðra hef
ég hingað til aðeins heyrt tíndar til
almennar meginreglur Krists,
svipað og Njörður gerir t.d. um að
dæma ekki og að elska náungann
eins og okkur sjálf. Á engum þess-
ara meginreglna sé ég brotið þó
kirkjan neiti að líta staðfesta sam-
vist og hjónaband karls og konu
sömu augum gagnvart vígslu.
Njörður hefur rétt fyrir sér þeg-
ar hann segir að kirkjunnar menn
hafi ekki umboð að ofan til að úti-
loka samkynhneigða frá fullri þátt-
töku og reisn í kristnum söfnuðum.
Því hef ég heldur aldrei haldið
fram og þekki engan sem það ger-
ir.
Að lokum vil ég gefa Nirði ritn-
ingarstað, sem hann ætti að
þekkja, úr Prédikaranum:
Vertu ekki of munnhvatur, og
hjarta þitt hraði sér ekki að mæla
orð frammi fyrir Guði, því að Guð
er á himnum, en þú á jörðu, ver
því eigi margorður.
Préd. 5:2
Já, kirkjuna skort-
ir umboð að ofan
Sr. Guðmundur Karl Brynjars-
son svarar Nirði P. Njarðvík
’Þar sem rætter um samkyn-
hneigð í Bibl-
íunni þá er það
aldrei tengt við
hjúskap.‘
Guðmundur Karl
Brynjarsson
Höfundur er sóknarprestur í Linda-
sókn í Kópavogi.
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er engin
tilviljun að hlutabréfamarkaður-
inn í Bandaríkjunum er öflugri
en hlutabréfamarkaðir annarra
landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af
markmiðum með stofnun þjón-
ustumiðstöðva er bætt aðgengi í
þjónustu borgaranna.“
Jónas Gunnar Einarsson:
„Áhrifalaus og mikill meirihluti
jarðarbúa, svokallaður almenn-
ingur þjóðanna, unir jafnan mis-
jafnlega þolinmóður við sitt.“
Jakob Björnsson: „Mörg rök
hníga að því að raforka úr vatns-
orku til álframleiðslu verði í
framtíðinni fyrst og fremst unn-
in í tiltölulega fámennum, en
vatnsorkuauðugum, löndum...“
Tryggvi Felixson: „Mikil
ábyrgð hvílir því á þeim sem
taka ákvörðun um að spilla þess-
um mikilvægu verðmætum fyrir
meinta hagsæld vegna frekari
álbræðslu.“
Stefán Örn Stefánsson: „Ég
hvet alla Seltirninga til kynna
sér ítarlega fyrirliggjandi skipu-
lagstillögu bæjaryfirvalda ...“
Gunnar Finnsson: „Hins vegar
er ljóst að núverandi kerfi hefur
runnið sitt skeið og grundvall-
arbreytinga er þörf...“
Eyjólfur Sæmundsson og
Hanna Kristín Stefánsdóttir:
„Öryggismál í landbúnaði falla
undir vinnuverndarlög og þar
með verksvið Vinnueftirlitsins.“
Jakob Björnsson: „Með þvílík-
um vinnubrögðum er auðvitað
lítil von um sættir.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inntaki
engu fremur háskólagráður en
þær sem TR útskrifaði nemend-
ur með, nema síður sé.“
María Th. Jónsdóttir: „Á land-
inu okkar eru starfandi mjög
góðar hjúkrunardeildir fyrir
heilabilaða en þær eru bara allt
of fáar og fjölgar hægt.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar