Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 22

Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UNDANÞÁGUR Í VERKFALLI Þung orð hafa fallið eftir að und-anþágunefnd vegna verkfallskennara ýmist hafnaði eða sló á frest afgreiðslu beiðna um undan- þágur, sem í öllum tilvikum voru vegna fatlaðra, einhverfra og þroskaheftra nemenda, eða nem- enda, sem eiga við félagsleg eða geð- ræn vandamál að stríða. Fulltrúi launanefndar sveitarfélaganna í nefndinni taldi rétt að veita undan- þágu í þeim sjö erindum, sem voru afgreidd, en fulltrúi Kennarasam- bandsins hafnaði þeim öllum og var þeim því vísað frá. Bókaði fulltrúi KÍ að í ljósi þess að ekki væri talið að neyðarástand skapaðist varðandi kennslu nem- enda þegar starfsdagar kennara eru í grunnskólum, né heldur í jóla-, páska-, eða sumarleyfum hefði hann ákveðið að láta jafnt yfir alla grunn- skólakennara ganga og hafa sem meginreglu að hafna öllum undan- þágubeiðnum í þeirri von að verk- fallið leystist fyrir lok næstu viku. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og í Morgunblaðinu á laugardag sagði Hörður Jónasson, faðir 14 ára gamals fatlaðs drengs í Öskjuhlíðar- skóla: „Það er verið að nota fötluð börn sem skildi í verkfalli. Það er ekki hægt að sletta svona fullyrðing- um fram í okkur foreldrana.“ Í gær höfðu tvær beiðnir um und- anþágu verið endurnýjaðar. Þær eru vegna nemenda í Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Verkfall kennara hefur nú staðið í rúma viku og sér ekki fyrir endann á því. Á því leikur enginn vafi að rétta þarf hlut grunnskólakennara og eru til dæmis engin rök fyrir þeim launa- mun, sem er á grunnskólakennurum og framhaldsskólakennurum. Í við- tölum í Morgunblaðinu hefur komið fram að þess eru dæmi að nemendur eru með hærri laun, fyrir að afgreiða í sjoppu, en kennarar þeirra. Spyrja má hvernig í ósköpunum nemendur eigi að bera virðingu fyrir námi og menntun við slíkar aðstæður. Verkfallið hefur mikil áhrif í þjóð- félaginu meðan á því stendur. Í flest- um tilfellum verða þau áhrif ekki til langframa, þótt vissulega muni nem- endur þurfa að vinna upp í náminu. Öðru máli gegnir um fatlaða, ein- hverfa og þroskahefta nemendur, eða nemendur, sem eiga við fé- lagsleg eða geðræn vandamál að stríða. Röskun á þeirra daglega mynstri getur sett tilveruna úr skorðum. Það er mikið í húfi fyrir kennara, en í þessu máli er farið fram af kappi en ekki forsjá. Und- anþágur fyrir þessa nemendur eru mannúðarmál og á fundi undanþágu- nefndar í dag er tækifæri til að rétta stefnuna. SVEITARFÉLÖGIN OG KENNARAVERKFALLIÐ Talsmenn sveitarfélaganna hafa íumræðum að undanförnu um kennaraverkfallið lagt áherzlu á, að sveitarfélögin hefðu ekki yfir fjár- munum að ráða til þess að standa undir verulega auknum kostnaði við grunnskólana. Þeir hafa lýst þeirri skoðun, að sveitarfélögin ættu veru- lega fjármuni inni hjá ríkinu m.a. vegna þess, að sveitarfélögin hefðu misst tekjur vegna lagabreytinga, sem dregið hefðu úr útsvarstekjum þeirra og einnig af öðrum ástæðum. Af hálfu talsmanna ríkisins hefur verið tekið skýrt fram, að kennara- verkfallið sé vandamál sveitarfélag- anna og ríkið muni ekki greiða frek- ari peninga til sveitarfélaganna vegna skólanna. Ekki er ástæða til að draga í efa þá staðhæfingu talsmanna sveitarfé- laganna, að þá skorti fé til að standa undir auknum kostnaði við grunn- skólana. Morgunblaðið hefur hins vegar lýst þeirri skoðun, að til greina hljóti að koma að taka upp sérstakt skólaútsvar og að tekjur af því gangi einungis til þess að standa straum af kostnaði við grunnskólana í viðkom- andi sveitarfélagi. Blaðið hefur áður við svipaðar aðstæður viðrað þessar hugmyndir, sem ekki hafa fengið hljómgrunn. En hvers vegna ekki? Grunnskól- arnir hafa gífurlega þýðingu fyrir samfélag okkar. Fátt skiptir meira máli en að okkur takist að byggja upp gott skólakerfi, sem byggist að sjálfsögðu á góðri kennslu. Við fáum ekki góða kennara og góða kennslu nema kennarar fái viðunandi laun. Eftir að grunnskólarnir voru færðir til sveitarfélaganna er eðli- legt að eyrnamerkja þeim sérstakan tekjustofn. Vel má hugsa sér að kosningar fari fram í sveitarfélögun- um um hversu hátt skólaútsvarið skuli vera. Það er þá íbúanna sjálfra að ákveða hvað þeir eru tilbúnir að greiða mikla peninga til grunnskól- anna. Við fáum ekki eitthvað fyrir ekki neitt. Við fáum ekki góða skóla og góða kennslu fyrir börnin okkar og barnabörnin nema kennurum séu greidd mannsæmandi laun. Pening- arnir til þeirra launagreiðslna hljóta að koma úr vasa íbúa sveitarfélag- anna með einhverjum hætti. Hvers vegna ekki að leggja það í vald íbú- anna sjálfra hvað þeir eru tilbúnir að verja miklum fjármunum til skól- anna í sínu byggðarlagi? Það er búið að leiðrétta kjör fram- haldsskólakennara verulega. Hið sama hefur ekki verið gert varðandi grunnskólakennara. Og það er úrelt fyrirkomulag að þeir einir skuli greiða skólagjöld, sem ekki hafa náð sex ára aldri! Íbúar sveitarfélaganna og kjörnir fulltrúar þeirra í sveitarstjórnum verða að gera það upp við sig að vilji þeir góða skóla kosta þeir sömu skól- ar. Í dag er það lífsnauðsyn að fá- mennar þjóðir eigi neistann eigi síður en margmennar þjóðir. Í dag er það lífs- nauðsyn að þjóðir kunni að talast við, til að treysta skilning og umburðarlyndi. Listin er þar góð brú,“ sagði Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra m.a. í ávarpi við opn- un vísindasýningarinnar, Island terre vivante, hið lifandi Ísland, í gærkvöldi en hún var jafnframt vígsla allrar kynningarinnar þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan í rúmar tvær vikur á sviði myndlistar, tónlistar, bók- mennta, leiklistar, kvikmynda og fleira. Á annað hundrað íslenskir listamenn koma við sögu þessarar miklu kynningar sem er sú um- fangsmesta sem haldin hefur verið utan Íslands, að sögn Sveins Ein- arssonar verkefnisstjóra. „Íslensk menning er annars kon- ar en frönsk menning, saga okkar líka. Frakkar státa af glæstum mannvirkjum, sumum aldagömlum, og fáar þjóðir standast þann sam- anburð, þegar litið er til listsköp- unar og andans verka. Franska þjóðin nýtur viðurkenningar fyrir framlag sitt fyrr og síðar til heims- menningarinnar, sem er að sönnu einstakt,“ sagði Halldór Ásgrímsson ennfremur. Við setninguna í gærkvöldi, þar sem viðstaddir voru um eitt þúsund gestir, þar af fjölmargir Íslendingar, komu fram Erna Ómarsdóttir dans- ari sem flutti nýtt verk sem hún og Jóhann Jóhannsson tónskáld hafa samið. Steindór Andersen kvæða- maður, Sólveig Simha leikkona og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari komu einnig fram og frumflutt var nýtt myndband frá Björk Guð- mundsdóttur söngkonu. Þá var og sýnd fatahönnun eftir Steinunni Sig- urðardóttur. „Menningararfur okkar er ekki úr áþreifanlegum efnivið, heldur stafur á gömlu bókfelli, söngur sem erfist frá munni til munns, spor sem geymist frá fæti til fótar. Fornbók- menntir Íslendinga voru sá til- veruréttur sem íslensk þjóð trúði á, þegar hún barðist fyrir sjálfstæði sínu, frumlegasta framlag hennar til heimsmenningarinnar, sérstætt og þó ekki eins einangrað og maður skyldi halda í landi sem í 1000 ár hefur búið við friðsæld við ysta haf,“ sagði forsætisráðherra. Fáir voru á ferli klukkan fimm ár- degis í gær í París en nokkur hópur safnaðist saman við vísindasafnið við Franklin D. Roosevelt-stræti. Þarna var hann kominn, ísjakinn sem hífður var upp úr Jökulsárlóni fyrir skömmu. Þá vó hann 22 tonn, en jakinn var kominn niður í 17 tonn þegar búið var að tálga af honum og koma fyrir í frystigámi í Reykjavík. Eimskip flutti hann til Rotterdam og þaðan var ekið með jakann til Parísar. Í gærmorgun var hann vigtaður á ný og orðinn rúm 14 tonn. „Ég gef honum tíu daga,“ sagði Ari Trausti Guðmundsson við Morg- unblaðið, en hann er einn margra sem undirbúið hafa menning- arkynninguna og átti raunar hug- myndina að því að flytja jakann til Parísar. Fólk hafði á orði að eitthvað óvenjulegt þyrfti að taka til bragðs til að ná athygli á stað sem þessum og ljóst er að það tókst. Fulltrúar fjögurra sjónvarpsstöðva voru mættir á svæðið þegar jakinn var af- hjúpaður og komið fyrir á stéttinni. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra afhjúpaði jakann með að- stoð Sigríðar Snævarr sendiherra og Ara Trausta og afhenti síðan Jacques Cuchard, forstjóra vís- indasafnsins, jakann formlega með því að rétta honum lítinn bút úr hon- um. Frökkunum fannst merkilegt að fá ísjakann þarna heim á hlað, en ekki síður að hann væri 1000 ára gamall og þegar rifjað var upp hvað var á seyði í heiminum þegar sú úr- koma féll, sem þarna var komin í formi jakans. Landnámsmenn voru tiltölulega nýkomnir til Íslands, Vil- hjálmur sigursæli var við völd hér um slóðir, Eiríkur rauði á leið til Ameríku og orrustan við Hastings fór fram, svo eitthvað sé nefnt. Ísjakinn við safnið vakti mikla at- hygli og fjöldi fólks stoppaði á leið sinni framhjá í allan gærdag til þess að skoða hann, klappa – komast þannig í beina snertingu við náttúr- una norðan úr hafi. Metnaðarfyllsta kynningin „Skilningur milli þjóða gerist ekki öðruvísi en maður kynni hver fyrir öðrum það sem þjóð hefur upp á að bjóða. Auðvitað kostar það sitt en oft kemur það margfalt til baka og við vonum að það gerist einnig í þetta sinn,“ sagði Sveinn Einarsson, verkefnisstjóri kynningarin Íslands hönd, í samtali við M unblaðið. „Það byggist á þv menningin sé ekki eitthvert angrað fyrirbæri frá öðrum samfélaginu heldur gangi þ hönd í hönd. Ef við getum b þarna ísinn – ef ég má nota líkingu – erum við stolt af þ eins og við vitum að atvinnu ur iðulega tekið þátt í svona efnum og gerir einmitt í þes felli; fyrirtæki koma mynda þessu sem kostunaraðilar á isvaldinu. Þetta er viðames metnaðarfyllsta menningar sem Íslendingar hafa staðið Við höfum verið með kynnin ýmsum löndum, stundum m um Norðurlöndunum, en al Forsætisráðherra við opnun viðamikillar íslenskrar me Listin góð brú til að treysta skilning og umburðarlyndi Fjórtán tonna ísjaka úr Jökulsárlóni var komið fyrir á stéttinni við franska vísinda- safnið í París á meðan borgin svaf enn í gær- morgun. Skapti Hall- grímsson tók daginn snemma og fylgdist með, sem og þegar Ís- land – íss og elds, menningar- og vís- indakynningin, var sett í vísindasafninu Palais de le Découvert í Grand Palais-höllinni í gærkvöldi. Sturla Böðvarsson afhjúp forstjóra vísindasafnsins, stjóri menningarkynninga Margir skoðuðu jakann í krók og kring.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.