Morgunblaðið - 28.09.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.09.2004, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í upphafi ársins kvartaði ég til Persónuverndar yfir því að skattstjórinn í Reykjavík veitti almenn- ingi aðgang að upplýs- ingum um skattgreiðslur mínar með birtingu svokallaðra álagn- ingar- og skattskráa. Liggja álagningarskrár frammi öllum til sýnis hjá skattstjórum landsins fyrstu vikuna í ágúst ár hvert. Tel ég birtingu þessara persónu- upplýsinga, sem geta gefið glögga mynd af tekjum gjaldenda, stang- ast á við rétt einstaklinga til frið- helgis einkalífs. Fjárhagsmálefni okkar geta verið mjög viðkvæm og eðlilegt og sanngjarnt að stjórnvöld geri þau ekki opinber. Á fundi stjórnar Persónu- verndar 30. apríl sl. var kvörtun mín afgreidd og „var þar ákveðið að láta framhald málsins ráðast af afdrifum frumvarps þess er varð- ar meðferð ofangreindra skráa og lagt var fram nú á vorþingi“. Ég verð að viðurkenna að álit mitt á stjórn Persónuverndar jókst ekki við þessa afgreiðslu málsins. Ég kvarta til stjórn- arinnar því ég tel brotið á rétti mínum sem m.a. er varinn af stjórnarskránni, mannréttinda- sáttmála Evrópu og lögum um persónuvernd. Í stað þess að úr- skurða í málinu er framhald þess látið ráðast af þingmanna- frumvarpi sem lagt var fram á vorþingi og lagði til að þessari birtingu yrði hætt. Ekki var um- rætt frumvarp tekið fyrir og því þarf að leggja það fram aftur á haustþingi til að það fái þinglega meðferð. Ekki veit ég hvort það verður gert né hvort það yrði þá samþykkt. Á það skal bent að 122 frum- vörp urðu að lögum á Alþingi þangað til þingfundi var frestað 22. júlí í sumar. Þar af voru 13 þingmannafrumvörp. Eiga þeir sem telja sig órétti beittir með birtingu þessara persónuupplýs- inga að bíða í von og óvon um að eitthvert frumvarp verði sam- þykkt á næsta þingi? Það er óvið- unandi með tilliti til þess að marg- ir telja brotið á rétti sínum með þessari framkvæmd skatt- yfirvalda. Í svarbréfi Persónuverndar var að finna rökstuðning Skúla Egg- erts Þórðarsonar skattrannsókn- arstjóra og Indriða H. Þorláks- sonar ríkisskattstjóra fyrir birtingu þessara upplýsinga. Hvorugur er því fylgjandi að þessari framkvæmd verði breytt og varar Skúli „mjög alvarlega við öllum hugmyndum um að hætta opinberri birtingu álagning- arskrár og skattskrár“. Skattrannsóknarstjóri bendir á að hann hafi „tekið til rannsóknar aðila vegna ábendinga sem risið hafa í kjölfar opinberrar birtingar álagningarskráa og lokið rann- sókn með þeirri niðurstöðu að umtalsverðum fjárhæðum hafi verið skotið undan skatti“. Hann segir að „upp um þau mál hefði að öllum líkindum ekki komist nema vegna þess að almenningur þessa lands lét opinberlega í ljós álit sitt á því að álagning á viðkomandi gæti ekki verið rétt“. Svo kemur rökstuðningur þessa manns: „Út frá sjónarhóli heiðarlegs skattgreiðanda er birt- ing slíkra upplýsinga að engu leyti athugunarverð. Þvert á móti er honum gefinn kostur á því að fylgjast með hvað samborgarar hans þurfa að greiða til sam- félagsins. Hinn heiðarlegi skatt- greiðandi á ekki að þurfa að sæta því að gjöld hans verði hærri en þau þurfa að vera vegna skatt- svika sem fengju þrifist í skjóli leyndar sem gerði skattsvikurum kleift að dylja fyrir samborgurum sínum hve óheiðarlegir þeir séu.“ Með sömu rökum hlýtur Skúli að vera fylgjandi því að birta lista yfir alla einstaklinga sem þiggja bætur frá ríkinu. Jafnframt ætti hann að vera fylgjandi því að birta lista yfir hæstu bótaþegana í fjöl- miðlum. Þannig gæti „hinn heið- arlegi skattgreiðandi“ fylgst með að hann væri ekki að greiða of mikið til samfélagsins vegna þess að einhverjir bótaþegar væru að svíkja út greiðslur. Hér skipta hagsmunir einstaklingsins ekki máli heldur heildarinnar. Ekki vissi ég að forsenda fyrir skilvirku skattaeftirliti væri eftir- lit almennings með samborgurum sínum. Hversu ógeðfelld er sú hugsun Skúla Eggerts Þórðar- sonar að gera alla Íslendinga að litlum njósnurum skattyfirvalda svo þeir geti tilkynnt um hugs- anleg skattsvik samborgara sinna? Skúli Eggert Þórðarson berst fyrir hagsmunum kerfisins þótt það brjóti á réttindum ein- staklinga. Hann réttlætir brotið með tilvísun til hagsmuna heildar- innar eða ríkisins. Kommúnistar og nasistar réttlættu sín brot með svipuðum hætti á síðustu öld. Ekki er ég að ýja að því að skatt- rannsóknarstjóri aðhyllist þá við- bjóðslegu hugmyndafræði heldur hve hættulegt það er þegar rík- ishagsmunir eru settir ofar hags- munum einstaklinganna. Ég hef samt meiri trú en hann á starfsmönnum skattyfirvalda enda sérþjálfað fagfólk sem sinnir starfi sínu vel. Það hefur aðgang að öllum upplýsingum og þekk- ingu til að greina hvenær gjald- endur svíkja undan skatti. Aðrir hafa ekki þær upplýsingar né geta krafist þeirra eins og eftir- litsstofnanir ríkisins. Með þekk- ingu, reynslu og rannsóknarheim- ildir að vopni eiga embætti skattyfirvalda að tryggja eðlileg- ar skattgreiðslur einstaklinga. Það eftirlit á ekki að vera í hönd- um borgaranna sjálfra. Það hefur heldur ekki verið sýnt fram á að skattsvik séu greinilega minni í þeim löndum sem birta þessar upplýsingar en í löndum sem gera það ekki. Í dönskum lögum til dæmis er kveðið á um algera leynd um skattgreiðslur ein- staklinga. Það er ekki hægt að rökstyðja brot á friðhelgi einkalífs allra Íslendinga vegna skattsvika fárra. Heiðarleg- ur skatt- greiðandi Skattrannsóknarstjóri vill gera alla Ís- lendinga að litlum njósnurum skatt- yfirvalda. Það er ógeðfelld hugsun. VIÐHORF Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FÁIR fylgifiskar nútíma borg- arlífs eru jafn hvimleiðir og seina- gangur og tafir í umferðinni. Lengi vel var þetta þó vandamál sem Reykvíkingar þekktu fyrst og fremst af afspurn. Undantekn- ing var einstaka merkisdaga þeg- ar allir bíleigendur bæjarins vildu aka Laugaveginn samtímis. En hinn reykvíski Adam dvelur ekki lengur í sinni umferð- arparadís. Stækkun byggðarinnar og auk- inni velmegun þegn- anna hefur fylgt auk- in flutningsþörf. Þessi flutningsþörf hefur fyrst og fremst verið leyst með aukinni notkun einkabíla. Og eðlilega hefur það haft í för með sér aukið álag á umferð- armannvirki borg- arinnar. Álaginu er þó mjög mis- dreift yfir sólarhringinn. Mest á morgnana og síðdegis á tíma- bilinu frá september og fram í apríl/maí þegar stór hluti borg- arbúa er á leið úr eða í skóla eða vinnu. Þá gengur umferð eftir helstu stofnbrautum afar hægt. Aðra hluta árs og sólarhrings er of hraður akstur einstakra öku- tækja meira vandamál á þessum stofnbrautum en hæggengi um- ferðarinnar. Skipulagsyfirvöld og borgarstjórn hafa brugðist við umferðartöfum á umræddum tímapunktum með því að auka af- kastagetu umferðarmannvirkja. Sá slagur minnir þó um margt á baráttu garpa fortíðarinnar við þursinn marghöfða: ekki er fyrr búið að leysa vandann með fjölg- un akreina, mislægum gatnamót- um eða umfangsmiklum umferð- arljósakerfum á einum stað en vandinn eykst annars staðar. Það virðist nokkuð einsýnt að með sömu aðferðafræði fæst ekki loka- lausn á umferðarvandanum fyrr en íbúar austurborgarinnar geta ekið samtímis og nánast samhliða til vesturs á morgnana og til aust- urs síðdegis. Ætla má að þá verði ekki mikið pláss eftir fyrir önnur umsvif er tilheyra borgarlífi þeg- ar umferðarvandinn er endanlega leystur að óbreyttri aðferðafræði. Kjarni umferðarvandans í Reykjavík er ekki ónógt umfang um- ferðarmannvirkja þó svo flöskuhálsar kunni að leynast á stöku stað. Kjarni umferðarvandans í Reykjavík er ójöfn nýting umferð- armannvirkjanna. Það að stækka um- ferðarmannvirkin er bæði dýr og jafn- framt ómarkviss að- ferð til að leysa þann vanda. Í mörgum öðrum borgum hefur samsvarandi vandi verið leystur að einhverju eða jafnvel öllu leyti með því að taka gjald fyrir notk- un ákveðinna umferðarmann- virkja á ákveðnum tímum. Síðan 17. febrúar 2003 þurfa bílstjórar í London að greiða 5 pund fyrir að fara inn í miðborgina á tímabilinu frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 18:30 á virkum dögum. Síðan þessi gjaldtaka hófst hefur bílaumferð í miðborginni á inn- heimtutímanum minnkað um 20% og umferðarhraði aukist um tæp 40%. Þeir bílstjórar sem áður óku inn til miðborgarinnar á álags- tímum og þurfa nauðsynlega að komast þangað á þeim tíma not- ast nú við almenningsvagna eða leigubíla. Leigubílar eru nú bæði fljótari í förum og ódýrari en áð- ur jafnframt því sem hver bíll af- kastar fleiri farþegakílómetrum en áður en til gjaldtökunnar kom. Bílstjórar sem ekki eiga sérlega brýnt erindi eða eiga erindi sem má reka utan þess tíma sem gjald er innheimt fella niður ferð sína eða breyta ferðatímanum. Bíl- stjórar sem fóru um miðborg London á leið milli staða utan hennar leita nú annarra leiða en áður til að komast hjá að greiða hið uppsetta gjald. Svipuð kerfi og það sem nú er í notkun í London hafa verið í notk- un í Osló, Bergen og Þrándheimi um árabil. Áætlanir eru langt komnar með að setja upp svipuð kerfi í Edinborg og Cardiff. Þá eru Stokkhólmur, San Fransiskó, Barselóna og Mílanó með til- raunaverkefni í gangi eða á prjón- unum. Útfærsla veggjaldakerf- anna í London og Osló er ekki gallalaus. Gjaldtakan er yfirleitt óháð því hversu mikill þéttleiki umferðarinnar er þegar gjaldið er innheimt þótt hagkvæmnisjón- armið mæli með því að gjaldið sé hærra þegar umferð er þétt. Jafn- framt hefur vegalengdin sem ekin er ekki áhrif á gjaldið. Hvort tveggja er þó atriði sem tiltölulega auðvelt er að takast á við með fyr- irliggjandi tækni. Þeir sem hafa komið til Suð- austur-Asíu þekkja hvílík martröð umferð í stórborgum á því svæði er. Á þessu er þó undantekning. Í Singapúr er gjaldtaka rafræn og gjaldið er mishátt eftir því hversu þétt umferðin er. Umferðartafir eru nánast óþekktar þrátt fyrir góðan efnahag íbúanna og þétta búsetu. Þegar gjaldtakan hófst snemma á níunda áratugnum voru uppi hugmyndir um að nýta tekj- urnar af kerfinu til að koma um- ferðinni undir jörðina í neðanjarð- argöng og stokka. Til þeirrar fjárfestingar hefur ekki komið. Skipulagsyfirvöld í Singapúr standa hins vegar frammi fyrir þeim vanda að þurfa að mæta sí- aukinni eftirspurn eftir almenn- ingssamgöngum. Það er því full ástæða fyrir skipulagsyfirvöld og yfirvöld um- ferðarmála í Reykjavík að huga að því að taka gjald fyrir akstur um helstu umferðaræðar á álags- tímum. Fjárfesting í greiðslukerfi kann að reynast mun betri fjár- festing en frekari breikkun og stækkun umferðarmannvirkja. Umferðarvandinn í Reykjavík Þórólfur Matthíasson skrifar um umferðarmál ’Kjarni umferðarvand-ans í Reykjavík er ójöfn nýting umferðarmann- virkjanna.‘ Þórólfur Matthíasson Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. ÞAÐ ER mikið um að vera í borg og bæjum á Íslandi, alls staðar er verið að byggja og betrumbæta. Nú eru uppgangstímar á Íslandi og fólkið púlar og púlar, bæði háir og lágir. Nóg er að gera fyrir alla sem eitthvað geta. Ríkisstjórnin er já- kvæð og stjórnar vel. Almenningur er farinn að átta sig á því hverjir stjórna best. Allir verða vitrari og vitrari og kunna betur að velja og hafna með tíð og tíma. Nú eru kennarar komnir í verk- fall og svo koma hinir á eftir og það verður verðbólga því aðrir þurfa líka sitt. En allir munu tapa og rík- isstjórninni verður erfiðara að stjórna þegar allt verður komið í bál og brand. Allt fer úr böndunum og algjör ringulreið verður. Þá verður erfiðara að standa við það sem lofað var. Þetta er því hrein endileysa og hver höndin upp á móti annarri. Hvergi er meira frelsi en á Ís- landi, en við verðum að nota það innan ramma laganna. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er heiðarleg og góð og það væri synd að splundra henni. Hún gerir sitt besta. Við skulum ekki halda að önnur hugs- anleg ríkisstjórn geti gert betur. Það ríkir frelsi og réttlæti á Íslandi í dag og við skulum vona það besta. SIGURÐUR ELÍAS ÞORSTEINSSON, Ási, Hveragerði. Það ríkir frelsi og réttlæti Frá Sigurði Elíasi Þorsteinssyni: ÖFLUGIR skipstjórnar- menn hafa löngum verið taldir dómbærastir og fengið mestu um það ráðið hvernig áhöfn á fleyi þeirra skuli skipuð þann- ig að vel farnist. Á sama hátt ættu þeir, sem skipa æðsta dómstól þjóðar- innar er svo oft þarf að greiða úr hinum flóknustu málum, að vera dómbærastir á hvaða ný- liði styrkir dóminn mest þegar mannaskipti verða í áhöfn réttarins. Ákvörðun veitingavalds, andstæð mati dómara Hæsta- réttar á því hvaða nýliði nýtist réttinum best, gæti raskað störfum hans og rofið skarð í aðskilnað framkvæmdavalds og dómsvalds sem er einn hornsteina í stjórnskipun Ís- lands. Sveinbjörn Dagfinnsson Dómaraval Höfundur er lögfræðingur. UNDANFARIÐ hafa hópar ómenna, frammi fyrir myndavél, murkað lífið úr fólki sem ekki einu sinni var hermenn og síðan sýnt þessi verk sín á Netinu. Þessar bleyður hafa ekki einu sinni haft manndóm til þess að sýna andlit sín heldur falið sig bak við grímur. Við samningu frétta af þessum viðbjóði hafa sumir fjölmiðlar, þar á meðal Morgunblaðið, notað hugtök á borð við „aftaka“ og „taka af lífi“. Þessi hugtakanotkun vekur ólyst og óhug hjá mér. Þótt hér sé stundum verið að vitna beint eða óbeint í yfirlýsingar ódæðismann- anna, þá er með því gefinn í skyn sá möguleiki að einhver réttlæting geti þrátt fyrir allt fundist fyrir þessum illverkum. Mig langar því til þess að skora á ykkur Morgunblaðs-höfunda að draga í framtíðinni hvergi úr þeirri staðreynd að hér er um að ræða MORÐ og ekkert annað og það eins viðbjóðsleg morð og hægt er að ímynda sér. Þeir sem ódæðin fremja eru hvorki vígamenn né stríðsmenn heldur bleyður, ragmenni og morð- ingjar – ekkert annað. BJÖRN GEIR LEIFSSON, Dalhúsum 48, 112 Reykjavík. Morð en ekki aftökur Frá Birni Geir Leifssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.