Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 25

Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 25 MINNINGAR ✝ Halldór JónÓlafsson fæddist í Hlíðardal (Skipholti 66, Reykjavík) 1. mars 1936. Hann lést á heimili sínu Hátúni 6B í Reykjavík að- faranótt 15. septem- ber síðastliðins. Hall- dór var eina barn hjónanna Ólafs Hall- dórssonar og Jónínu Ásmundsdóttur sem bæði eru látin. Hall- dór kvæntist 6. nóv- ember 1958 Jónínu Sigurðardóttur. Þau eiga fjögur börn börn, sem eru: Ólafur, kvæntur Rósu Friðriks- dóttur, Sólveig, gift Jóhanni Birni Arngrímssyni, Erla B., sambýlis- maður Tryggvi Sigurðsson og Jón M., kvæntur Ingibjörgu Svavars- dóttur. Barnabörnin eru tólf og barnabarnabörnin eru fimm. Halldór ólst upp í Hlíðardal hjá for- eldrum sínum og í faðmi stórfjölskyld- unnar í góðu yfirlæti og átti þaðan góðar æskuminningar. Ungur lærði hann bólstrun hjá í Guð- mundi í Trésmiðj- unni Víði. Strax eftir nám stofnaði hann fyrirtækið Sedrus húsgagnafram- leiðslu með Marteini Guðlaugssyni húsgagnasmið og ráku þeir fyrirtækið saman í mörg ár í Súðarvogi 32 í Reykja- vík. Útför Halldórs fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku afi og langafi, nú ertu farinn í hinsta sinn, það er erfitt að sjá þig fara og fá aldrei að hitta þig aftur. Alltaf gafstu þér tíma fyrir okkur sama hvað gekk á. Minningar okkar frá árinu sem þú varst á Hólmavík og við systkinin höfðum þig útaf fyrir okkur, það voru góðir tímar, þó þeir hafi allir verið góðir, við munum minnast þeirra með bros á vör. Minningar á borð við jólaölið í kjall- aranum og þegar þú varst að stríða vinum okkar eru minningar sem við munum aldrei gleyma, en hugur okk- ar reikar um margar minningar frá þessum tíma jafnt sem öðrum sem erfitt er að koma orðum að. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Vertu sæll, ástkæri afi. Hittumst fyrir handan. Valgeir, Hlynur Þór, Halldór Páll, Nína og fjölskyldur. HALLDÓR JÓN ÓLAFSSON ✝ Helga Leifsdóttirfæddist í Reykja- vík 3. febrúar 1951. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 20. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru Steinunn Gísladóttir, f. 25. október 1927 og Leif- ur Guðmundsson, f. 4. júlí 1929, d. 28. nóvember 1993. Syst- ur Helgu eru Hulda, f. 1. mars 1949 gift Bjarna Pálssyni, f. 12. júní 1948 og Hafdís, f. 10. apríl 1959 í sambúð með Sigurbirni Sig- urðssyni, f. 6. september 1953. Helga giftist 25. nóvember 1972 Sigurði E. Jónssyni, f. 26. júní 1948, þau slitu samvistir 1989. Sonur Helgu og Sig- urðar er Ingibergur, f. 20. júlí 1973. Ingi- bergur er í sambúð með Írisi Kristjáns- dóttur, f. 20. ágúst 1972. Sonur Ingi- bergs og Stellu Vikt- orsdóttur, f. 30. sept- ember 1973 er Anton Gunnar, f. 17. maí 1996. Börn Írisar eru Kristján, f. 9. ágúst 1992 og Val- gerður, f. 3. desember 1995. Útför Helgu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku systir, mig langar að minn- ast þín með nokkrum orðum. Veik- indi þín og andlát bar svo brátt að og er svo ótímabært að ég er varla búin að átta mig á að þú sért farin. Á undanförnum mánuðum hef ég glaðst í hjarta mínu fyrir þína hönd því það var yndislegt að fylgjast með bata þínum og sjá allar óskirnar þín- ar rætast. Draumar þínir um eigin íbúð, glæsilegt innbú og drossíuna sem þú varst farin að keyra eins og herforingi, rættust allir á árinu. Mik- ið vildi ég að þú hefðir fengið að njóta alls þessa lengur, kæra systir, en ég geymi minninguna um hamingju þína og gleði síðastliðna mánuði. Undanfarna daga hefur fjöldi minninga frá æsku okkar á Skála- heiðinni flogið um huga minn, stóra systir alltaf til í að leika og gera allt fyrir litlu systur. Sumarið 1973 þegar ég bjó hjá ykkur Sigga og prinsinn Beggi leit dagsins ljós var gleðitími í lífi þínu og fjölskyldunnar. Beggi á heiður skilið fyrir að hafa alla tíð ver- ið stoð þín og stytta. Þegar ömmu- strákurinn Anton Gunnar fæddist bættist enn við ríkidæmi þitt og síðan komu Kristján og Valgerður til sög- unnar og þú tókst sem þínum eigin og varst alsæl með hópinn þinn. Þú áttir auðvelt með að ná til barna og börnin í Trönuhjalla þekktu öll hana Helgu og heimsóttu hana oft. Helga átti allt- af nammi og nægan tíma til að spjalla við þau um lífið og tilveruna. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Guð blessi þig og geymi elsku Helga þar til við hittumst næst. Elsku mamma, Beggi, Íris, Stella, Anton Gunnar, Kristján, Vala, Hulda, Bjarni, Sigurbjörn og aðrir ástvinir megi guð gefa okkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín systir Hafdís. Kæra skólasystir. Við áttum yndislega kvöldstund hjá þér í vor í saumaklúbbnum. Mót- tökur voru rausnarlegar að vanda, þú gerðir þó lítið úr þínum hlut en hrós- aðir Ingibergi mikið. Í sumar á 35 ára afmælinu, vorum við svo vissar um að hittast í sauma- klúbbnum í haust, en margt fer á annan veg. Þú talaðir um að við ætt- um að halda afmælismót oftar en á fimm ára fresti, því við værum nú orðnar eldri en sautján. Lífið virtist leika við þig, þú nýflutt í íbúð sem þú varst alsæl með og búin að eignast svo sætan bíl. Þú sýndir okkur mynd- ir af gullmolunum þínum þeim Ingi- bergi og ömmustráknum Antoni, sem þú varst svo stolt og ánægð með. Okkur grunaði ekki að þú værir orðin veik í sumar, því húmorinn þinn var í fínu lagi. Hver óvænti brandarinn af öðrum sem vakti mikinn hlátur eins og þegar kvöldvökurnar og sauma- kvöldin voru á skólanum. Söngurinn og tónlist var þitt líf og yndi, enda sungum við mikið í sumar og skemmtum okkur vel á Þingeyri eins og í öllum hinum afmælisferðunum. Þú varst mikill fjörkálfur og prakkari þegar við vorum á Húsmæðraskólan- um og mörgum þætti erfitt að virða þær skólareglur sem okkur voru settar. Hressilegur hvellur hlátur þinn smitaði marga. Æfingarnar fyr- ir árshátíðina eru flestum minnis- stæðar, þá var líka mikið hlegið sér- staklega á kóræfingunum. Við munum ávallt minnast þess hve vel þú talaðir um allt og alla og varst þakklát fyrir allt þitt samferðafólk. Það sem hjálpar okkur er að vita að nú þarft þú ekki að þjást og við þökk- um allar liðnu samverustundirnar. Við munum ætíð minnast þín með hlýju. Við biðjum Guð að blessa þig og styrkja gullmolana þína Ingiberg og Anton, móður þína og alla að- standendur. Hvíl þú í friði. Kveðja. Skólasystur Húsmæðraskóla Blönduóss 68–69. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Elsku Helga mín. Haustið 1994 kynntist ég þér, þeg- ar ég og Ingibergur þinn byrjuðum saman. Við náðum strax vel saman. Það var ósjaldan sem við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum, hlógum og fífluðumst. Það var allt svo afslappað nálægt þér. Það sem einkenndi þig var einlægni, hreinskilni og glað- lyndi. Helga mín, þú varst einstök manneskja, þú tókst öllu með jafn- aðargeði, nánast sama hvað gekk á. Aldrei heyrði ég þig hallmæla nein- um. Það sem var líka svo áberandi í fari þínu var að þú varst alltaf svo eðlileg og óhrædd við að vera þú sjálf. Mér leið alltaf svo vel í návist þinni. Það sem einkenndi okkar samband var gagnkvæm virðing og væntum- þykja. Við skildum líka húmorinn hjá hvor annarri. Þinn sérstaki húmor var æðislegur, og þinn dásamlegi hlátur. Í maí 1996 fæddist sonarson- ur þinn hann Anton Gunnar. Þú varst svo spennt frá því þú fyrst vissir að þú ættir von á barnabarni, hugsaðir vel um kúluna, alltaf að klappa. Þú varst himinlifandi og geislaðir af gleði við fæðingu gullmolans þíns. Ég mun aldrei gleyma hversu mikla gleði hann veitti þér. Í október 1996 fluttum við til þín ég, Ingibergur og Anton og bjuggum í tæpa 3 mánuði í Trönuhjallanum á meðan við biðum eftir íbúðinni í Lindasmáranum. Á þeim tíma urðu kynni okkar mjög ná- in. Ég var í fæðingarorlofi og var því heima og þú varst heima líka. Ég minnist þess þegar við fengum okkur kaffi og ristað brauð á morgnana. Þú naust þess að gefa gullmolanum þín- um að borða og segja mér frá þínum yngri árum. Prakkarastrikin, böllin, sætu strákarnir, vinkonurnar og stærsta stundin í lífi þínu þegar Ingi- bergur sonur þinn fæddist, þú ljóm- aðir. Þú varst svo stolt af honum og öllum íþróttaafrekunum. Elskaðir að fara á mót og horfa á hann með glampa í augunum. Þú gast talað endalaust um gullmolana þína Ingi- berg og Anton. Þó svo að hagir okkar Ingibergs hafi breyst árið 1999 þegar við slitum samvistum, þá breyttist okkar sam- band aldrei. Alltaf sýndirðu því áhuga sem ég var að gera og virð- ingu. Enda lagðir þú mikla áherslu á að öllum liði vel í þessari tilveru. Allt- af varstu til staðar fyrir mig og Ant- on. Það verður erfitt að sætta sig við að svo er ekki lengur. Anton, hann var þér allt, þú naust þess að fá hann til þín, bara þið tvö að hafa það kósí. Þú lagðir mikla áherslu á að Anton kæmi til þín og þið bara að slaka á og sofa í bólinu hennar ömmu, taka vídeómynd og borða eitthvað gott. Þessar stundir voru ómetanleg- ar fyrir ykkur bæði. Enda var sterk- ur og þykkur strengur á milli ykkar. Þig dreymdi í mörg ár um eigin íbúð með parketi, málaða í fallegum skrautlegum litum, stórt sjónvarp í svefnherbergið, rauðan ísskáp og lít- ið herbergi fyrir Anton. Þig dreymdi um bíl, „svarta bjöllu“. Draumur þinn rættist þegar þú fékkst stóra vinninginn og þú keyptir það sem þig dreymdi um. Sorglegt að þú hafir ekki getað notið þessa alls lengur, eins og þú áttir svo skilið. Ég gæti skrifað svo margt í viðbót en sumt á ég fyrir mig. Þín verður sárt saknað. Ég bið algóðan guð að vernda gullmolana þína, Ingiberg þinn og Anton þinn, eins og þú sagðir alltaf. Það fór ekki fram hjá neinum hversu heitt þú unnir og elskaðir gullmolana í lífi þínu. Ég kveð Helgu hinstu kveðju með þakklæti og virð- ingu. Þín Stella. Hún Helga er dáin. Þessi yndis- lega og hlýja kona sem átti ekkert nema gott um allt og alla að segja. Andlát Helgu bar skjótt að og vissu- lega var enginn undirbúinn fyrir þessi tíðindi. Hugur okkar fer af stað og tínir til minningar um Helgu og stærsta minningin liggur í þeirri hömlulausu ást sem hún bar til Begga og Antons. Aðdáunin skein úr augum hennar þegar hún horfði á Begga sinn, mömmugull eins og hún kallaði hann oft. Og hún var alls ófeimin við að sýna þessa ást og að- dáun. Helga var mikil barnagæla og hafði yndi af því að hafa börn í kring- um sig. Það voru margar helgar sem hún eyddi með Begga, Írisi og krökk- unum og naut þess sem slíkt líf hafði upp á að bjóða. Á hátíðadögum þegar stórfjölskylda Írisar kom saman var Helga iðulega með og fannst henni þá oft nóg um erilinn og kúrði sig niður með Antoni sínum. Helga var alltaf á ferðinni með myndavélina, ýmist að taka myndir eða að biðja aðra að taka myndir af sér og sínum og eru þessar myndir nú dýrgripir fyrir þá sem eft- ir sitja. Það var einkennandi fyrir Helgu að vera jákvæð og sjá það besta í einu og öllu. Ekkert slæmt var til í hennar huga og enginn var illur og væri heimurinn betri ef fleiri hugsuðu eins og hún. Elsku Beggi, Íris, Anton, Kristján og Vala, missir ykkar er mikill og megi orð Helgu Guð sér um sína veita ykkur styrk í sorg ykkar. Brosandi andlit Helgu mun fylgja okkur áfram. Steinunni, móður Helgu, systrum og öðrum aðstandendum vottum við samúð. Sólveig Kristjánsdóttir og Haraldur Eggertsson. Í dag verður kvödd elskuleg frænka mín og vinkona Helga Leifs- dóttir. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún var lífs- glöð og skemmtileg manneskja. Við frænkurnar kynntumst fyrst al- mennilega þegar við vorum ungling- ar, og hún kom norður og var í sveit á Finnastöðum í Eyjafirði. Þar naut hún sín aldeilis í sveitastörfunum og ég var þá næstum viss um að hún yrði bara bóndakona. Á heimili hennar á Skálaheiðinni var alltaf gott að koma, það var á þeim tíma þegar við Helga vorum upp á okkar besta. Ég á marg- ar góðar minningar frá þeim tíma. Það var mikil gleðistund í lífi henn- ar þegar hún eignaðist Ingiberg. Helga var frábær móðir, samvisku- söm og góður uppalandi. Ingibergur var hennar stolt, það fór aldrei á milli mála, hún passaði alltaf upp á það að stráknum sínum liði vel. Það er margt sem kemur upp í hugann, allar afmælisveislurnar sem við hittumst í með krakkana okkar og margar aðr- ar skemmtilegar stundir. Helga átti við langvarandi veikindi að stríða. En á síðasta ári fékk hún himnasendingu eins og hún orðaði það sjálf, fram- tíðin virtist bjartari en máttarvöldin höguðu því á annan veg. Helga mín, ég minnist þín með hlýju og þakklæti. Þar lýsandi stjörnur skína. Og birtan himnesk björt og heið, hún boðar náðina sína en alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Ég votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Jóna Friðfinnsdóttir. Ég á góðar minningar frá æsku minni tengdar Helgu frænku. Þar sem ég bjó á Blönduósi þá var alltaf aðalsportið að fara til Reykja- víkur yfir sumartímann í nokkrar vikur. Þá dvaldist ég til skiptis hjá afa og ömmu í Kópa, Hafdísi frænku eða Helgu frænku. Allt þetta skemmtilega fólk gerði dvöl mína í Reykjavík yfir sumartímann að ógleymanlegum tíma í æskuminning- unum. Við Beggi, sonur Helgu, vorum bestu vinir, eitt ár á milli okkar. Þeg- ar ég dvaldi hjá þeim þá vorum við tvö aðalhetjurnar. Við vorum aðal- fólkið í augum Helgu og hún eyddi miklum tíma með okkur þegar ég var í heimsókn. Ég minnist þess tíma þegar ég fékk að horfa á endalaust af kúreka- myndum hjá þeim, éta svo mikið af lakkrís og súkkulaði að mig svimaði, hoppa í rúminu hennar með Begga þar til við duttum út á gólf vegna hláturs. Ég man þegar bíllinn bilaði í brekkunni rétt við Bræðurna Orms- son. Við Beggi grenjuðum af hlátri því Helga var svo stressuð, svo fór hún auðvitað líka að hlæja. Hvað ann- að er hægt þegar heil röð af bílum er föst á eftir manni á háannatíma í Reykjavík? Helga hló með okkur, fíflaðist með okkur, skemmti sér með okkur og var endalaust góð við okk- ur. Eftir því sem árin liðu þá minnk- aði sambandið, en minningarnar lifa, góðar og ógleymanlegar minningar sem koma mér alltaf til að brosa. Ég bið guð að veita ástvinum Helgu styrk í sorginni. Björk Bjarnadóttir. HELGA LEIFSDÓTTIR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR sjúkraliði, Kvisti, Reykholtsdal, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sunnudaginn 26. september. Fyrir hönd aðstandenda, Pétur Önundur Andrésson, Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, Steinunn Lilja Pétursdóttir, Elísabet María Pétursdóttir, Stefán Sigmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.