Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 26

Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg ThorsGíslason fæddist í Reykjavík 15. febr- úar 1924. Hún lést á Winchester Hospital í Boston, Massachus- etts 20. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Thors, alþingismað- ur og forsætisráð- herra, f. 19. jan. 1892, d. 31 des. 1964, og Ingibjörg Indr- iðadóttir Thors, f. 21 ág. 1894, d. 5. ág 1988. Börn Ingibjargar og Ólafs, auk Ingibjargar, voru Thor Jensen, f. 17. sept. 1916, d. 10. febr. 1921, Marta, f. 28. mars 1918, d. 20. des. 1998, Thor, f. 31. mars 1922, d. 9. des. 1992, og Margrét Þorbjörg, f. 16. janúar 1929, d. 5. mars 2003. Ingibjörg giftist 11. nóv. 1944 Þorsteini Gíslasyni, f. 29. mars 1924. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson, alþm., f. 17. ág. 1889, d. 7. 24 og flutti fimm ára að aldri með foreldrum sínum í Garðastræti 41. Hún stundaði nám við Kvennaskól- ann og síðar Húsmæðraskólann í Reykjavík þar til þau Þorsteinn giftu sig og fluttu til Boston. Þar dvöldu þau í fimm ár meðan hann nam verkfræði við MIT- og Har- vard-háskóla. Þau bjuggu á Íslandi næstu árin en fluttu aftur vestur um haf 1955, fyrst til Boston en síðan til St. Louis 1957. Árið 1962 tók Þorsteinn við starfi forstjóra Coldwater Seafood Corporation og flutti fjölskyldan þá til Dobbs Ferry, New York. Ingibjörg var heimavinnandi en hóf störf hjá Coldwater 1968, þegar synirnir voru komnir á legg. Eftir skilnað þeirra Þorsteins 1975 flutti Ingi- björg til Lexington, í útjaðri Bost- on. Hún tók þá við starfi fram- kvæmdastjóra innkaupa á sjávarafurðum hjá Coldwater í Everett, Massachusetts. Eins sinnti hún ýmsum verkefnum varðandi affermingu skipa í Everett og var ávallt reiðubúin að veita íslenskum farmönnum að- stoð sína. Ingibjörg lét af störfum hjá Coldwater árið 2000. Útför Ingibjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. okt. 1970, og Hlín Þor- steinsdóttir, f. 5. des. 1899, d. 9. nóv. 1964. Börn Gísla og Hlínar eru auk Þorsteins Guðrún, f. 17 jún. 1922, og Haraldur, f. 28 sept. 1928, d. 28. jan. 1983. Ingibjörg og Þor- steinn eignuðust syn- ina Þorstein, f. 27. júlí 1947, og Ólaf, f. 29. feb. 1952. Þorsteinn er kvænt- ur Ragnheiði Ár- mannsdóttur, f. 24. júlí 1946. Þau eiga Láru, f. 28. ág. 1974, og Pétur, f. 4. júní 1977. Dóttir Ragnheiðar er Fríða, f. 20. okt. 1962, og hennar sonur Evan Bartlett, f. 29. des. 1992. Ólafur er kvæntur Katherine Airola, f. 24. sept. 1952. Börn þeirra eru Erika Christine, f. 29. júlí 1982, og Stefán Matthías, f. 18 apr. 1984. Ingibjörg fæddist á Grundarstíg Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar von var á Ingibjörgu móð- ursystur heim frá Ameríku. Allar kynslóðir í fjölskyldunni vissu að þá yrði gaman, því hún var vinur okkar allra og bæði stórir og smáir nutu sín nálægt henni. Við systur munum vel þegar hún bjó heima hjá afa og ömmu í Garðastræti 41 á meðan heimsókninni stóð hér á árum áður. Þá var spilaborðið tekið fram og farið að spila bridge. Það var mikið fjör og eina manneskjan sem okkur virtist að spilaði ekki vitlaust að mati afa var Ingibjörg, enda rökföst og mikill reikningshaus. Ingibjörg var sláandi glæsileg. Há, tággrönn og fíngerð, fríð, stutt- klippt, varð snemma hvíthærð sem fór vel við litaraftið og fjólublá aug- un. Fallega vaxin og fallega klædd, svo ekki sé minnst á flottu löngu neglurnar sem við öfunduðum hana allar af. Elegant. En fyrst og fremst var hún skemmtileg. Fyndin og hláturmild, hafði frábæra frásagnargáfu og auga fyrir smáatriðunum sem spegla heildina, hló lágt á meðan hún talaði og ræskti sig létt í miðri setningu eins og margir í fjölskyld- unni. Hún var mjög vel að sér um menn og málefni og ótrúlega minn- ug. Hún var mikill mannþekkjari og áttaði sig strax á höfuðdráttum í eðli og fari hvers og eins. Rakti auð- veldlega ættar- og vinatengsl og hafði einhvern veginn lag á að tengja þá sem um var rætt hverju sinni. Það var gaman að tala við hana og hlusta á hana tala við aðra, jafnvel í síma. Tilsvörin óborganleg. Hún var fljót að átta sig, hafði ein- stakt lag á að greina aðalatriði frá aukaatriðum og setja málin í auð- skiljanlegt og spaugilegt ljós. Þeir þurftu ekki að kemba hærurnar sem hættu sér með moðhausinn of nálægt hennar skörpu hugsun. En hún var hvorki dómhörð né dóm- ínerandi, heldur tók með húmor á hlutunum og var þess vegna ekki óþægileg þótt hún væri eldklár. Hún giftist ung æskuástinni sinni, Þorsteini Gíslasyni, en hann var mikill vinur Thors bróður henn- ar. Þau voru glæsilegt par. Í byrjun búskapar þeirra fóru þau til Banda- ríkjanna, þar sem Þorsteinn nam verkfræði við MIT í Boston. Að námi loknu bjuggu þau hér heima í fáein ár, en héldu svo aftur með synina unga vestur um haf, fyrst til Boston og síðar til Saint Louis. Upp úr 1960 leitaði Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna að nýjum forstjóra Coldwater Seafood Corporation og tók Þorsteinn við því starfi. Þar með hófst áratuga farsælt starf þeirra hjóna fyrir íslenskan sjávar- útveg. Í þessari vinnu stóð Ingi- björg við hlið Þorsteins og tók mik- inn þátt í verkum hans. Eftir að synir þeirra voru uppkomnir réðst hún til starfa hjá fyrirtækinu. Hún var borinn skipuleggjandi og stjórn- andi og hafði næma tilfinningu fyrir fjármálum. Þau Þorsteinn unnu saman eins og einn maður meðan hann var forstjóri fyrirtækisins. Þeir eru ófáir kaupendur og selj- endur íslenskra fiskafurða sem kynntust henni á þeim árum bæði sem samningakonu og glæsilegum gestgjafa þess mikla fjölda sem þau hjónin tóku á móti fyrir Coldwater, en bæði voru þau höfðingjar heim að sækja. Eftir skilnað þeirra Þorsteins 1975 flutti Ingibjörg til Boston og vann áfram hjá Coldwater þar, en Þorsteinn hætti fljótlega störfum hjá fyrirtækinu. Vinátta systranna, Ingibjargar og móður okkar Mörtu, og fjölskyldna þeirra stóð mjög styrkum stoðum. Þetta fólk átti vel skap saman og hafði um nóg að tala fram á rauðar nætur. En yngri kynslóðin hefur líka notið þessarar vináttu alla tíð. Við eigum ótal góðar minningar um hlýju og gestrisni Ingibjargar, Þor- steins og sona þeirra þegar við dvöldum hjá þeim í Dobbs Ferry, meðal annars í öllum „landlegum“ í flugfreyjustarfi hjá Loftleiðum forð- um daga. Heimili þeirra og hugur stóðu okkur alltaf opin. Við þökkum það og allar skemmtilegu minning- arnar sem þau hafa auðgað líf okkar með. Ólöf og Guðrún Pétursdætur. Síminn hringdi. ,,Komdu sæl. Ég heiti Ingibjörg Thors, og ég er frænka þín.“ Þetta var árið 1982 – ég var nýflutt til Boston ásamt fjölskyldu minni. Símtalið varð langt og skemmti- legt. Mér fannst eins og ég væri að tala við manneskju, sem ég hefði þekkt alla ævi – samnefnara móð- urfólks míns. Húmorinn blómstrandi, hláturinn dillandi, sögurnar margar og hnyttnar. Mér fannst eins og ég væri orðin fluga á vegg á fundi hjá vinafélag- inu ,,Hf. Útgerðin hf.“, en þann klúbb skipuðu þrennar systur; Ingi- björg og Marta Thors, Jórunn og Drífa Viðar og Hildur og Helga Kalman. Á klúbbfundum var ekki nostrað við hannyrðir, heldur lék listagyðj- an þar á als oddi. Áhugasviðið spannaði ljóðlist, leiklist, tónlist og myndlist og var mikið fjör á fund- um. Hver fundur hafði ákveðið tema og var skylda að koma með frum- samið efni. Móðir mín á það til enn þann dag í dag, að láta fjúka kvið- linga eftir þær stöllur, og spilar jafnvel undir eigin tónlist, sem sam- in var fyrir einhvern fundinn. Allt sprellandi af lífsgleði. Þrátt fyrir að þrír áratugir skildu okkur Ingibjörgu að, skipti það ekki nokkru máli, hún var sem jafnaldri og besta vinkona, jafnt í gleði og sorg. Mér þótti svo mikið til hennar koma, að alheimsmet mitt í ritlöm- un gat ekki komið í veg fyrir að ég héldi einhvers konar bréflegu sam- bandi við hana í þau tuttugu ár, sem liðin eru síðan ég flutti heim til Ís- lands. Ingibjörg kvaddi þennan heim á afmælisdaginn minn, 20. ágúst. Satt að segja fannst mér það hálf ónær- gætið af henni, og er það í fyrsta sinn, sem ég hef nokkuð upp á hana að klaga. Þó verð ég að geta þess, að ég tel að hún hafi kvatt mig seinna, því ég átti við hana langt og gott símtal nótt eina fyrir skömmu. Hún var kát og hress að vanda. Að símtalinu loknu furðaði ég mig á því, að hafa séð dánartilkynningu í Morgunblaðinu skömmu áður. Í svefnrofunum var ég lengi, lengi að átta mig á því, að samtalið hefði verið mjög þráðlaust samtal, senni- lega hvorki á vegum Símans.is né Og Vodafone. Ég kveð Ingibjörgu, frænku mína, með söknuði og virðingu og votta fjölskyldu hennar innilega samúð. Lovísa Fjeldsted. Ingibjörg var næstyngst fimm barna Ólafs og Ingibjargar Thors. Þau eru nú öll látin. Ég man eftir því þegar fjölskyldan flutti ofan af Grundarstíg í Garðastræti, í ná- grenni okkar á Hólavelli. Það hefur trúlega verið vorið 1929. Það leið ekki á löngu þar til kynni barnanna og unglinganna í hverfinu hófust og lágu spor okkar systkinanna á Hólavelli og nágranna saman á leik- velli, í skólum og innan veggja heimila okkar. Ekki er ofsagt að með okkur hófst bræðralag sem entist ævilangt. Það er margs að minnast úr þeirri langleið um vegi lífsins. Það bar aldrei skugga á vin- áttuna. Trygglyndi Ólafsbarna var þar styrkur þáttur, sem gott er að gleðjast yfir og þakka af heilum hug. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að Ólafur og Ingibjörg voru góðir foreldrar. Ólafur var þeim ekki aðeins vænn og ljúfur faðir, heldur ræddi hann ávallt við börn sín – eftir því sem aldur þeirra INGIBJÖRG THORS GÍSLASON Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KOLBEINN GUÐJÓNSSON, Álfheimum 48, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mið- vikudaginn 29. september kl. 10.30. Kristín Kristinsdóttir, Guðjón Kolbeinsson, Jónína Pálsdóttir, Gunnvör Kolbeinsdóttir, Garðar R. Árnason og barnabörn. Ástkæra frænka mín, SIGRÍÐUR GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Hringbraut 52, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 25. september. Magný Jóhannesdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRETHE FÆRSETH, Smáraflöt 40, Garðabæ, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 12. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Einar A. Færseth, Pétur Færseth, Kristín Færseth, Ómar Færseth, Helen Færseth, Sólrún Færseth, Einar Þ. Færseth, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ÁRNI M. RÖGNVALDSSON kennari frá Dæli í Skíðadal, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtudaginn 23. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 1. október kl. 13.30. Hákon Árnason, Bertha Sigtryggsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Hrafn Bragason, Gerður Árnadóttir, Stefán Ólafsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GAUKUR JÖRUNDSSON, Kaldaðarnesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 4. október kl. 13.30. Ingibjörg Eyþórsdóttir, Guðrún Gauksdóttir, Jörundur Gauksson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSGRÍMUR JÓNSSON, Móabarði 4, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði miðvikudaginn 29. september kl. 13.30. Kristjana Pétursdóttir, Sveinbjörn Ásgrímsson, Sóley Björk Ásgrímsdóttir, Sverrir Kr. Bjarnason, Guðrún Jóna Ásgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.