Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 28

Morgunblaðið - 28.09.2004, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ingibjörg lét af störfum hjá Coldwater í júní 2000. Þegar ís- lensku farskipin komu til Everett eftir það mætti hún ætíð til að fagna komu þeirra. Síðast í maí á þessu ári. Ingibjörg var til staðar til hins síðasta. Framkoma hennar og tryggð var einstök. Ingibjörg var í eðli sínu hlédræg en í hópi vina og samstarfsmanna var henni létt um að láta skoðanir sínar í ljósi. Ef því var að skipta gat hún verið föst fyrir. En ætíð var Ingibjörg málefnaleg, skorinorð og hreinskiptin í samskiptum við aðra. Orðheld og með afbrigðum ráðholl. Mannkostir Ingibjargar komu vel fram í störfum hennar og afstöðu til samferðamanna. Fyrir það er þakk- að. Samstarfsmenn kveðja Ingi- björgu með þakklæti og virðingu Stjórnendur hjá Icelandic USA þakka fyrir heilladrjúgt framlag í þágu fyrirtækisins og áratuga far- sælt samstarf. Aðstandendum eru sendar inni- legar samúðarkveðjur. Magnús Gústafsson. Í dag er kvödd Ingibjörg Thors. Athafnakona sem átti sinn starfs- vettvang mestan hluta ævi sinnar á erlendri grund. Mun hún vera með- al fyrstu íslenskra kvenna sem var virkur þátttakandi í að leggja grunninn að uppbyggingu stórfyr- irtækis í eigu Íslendinga erlendis – Coldwater Seafood Corp., dóttur- fyrirtæki SH í Bandaríkjunum. Þegar Ingibjörg hóf feril sinn í þessum efnum fyrir rúmlega 40 ár- um var það ekki ofarlega á vin- sældalista sumra áhrifamanna á Ís- landi að íslenskir athafnamenn fengju að fylgja eftir framleiðslu- vörum sínum út á markaðina. Byggja upp sölufyrirtæki og fisk- iðnaðarverksmiðjur. Hámarka hagnaðinn af veiðum og vinnslu. Öllum til góða. Hraðfrystihúsamenn á Íslandi tóku samt þá djörfu ákvörðun að fjárfesta erlendis. Sækja fram. Þeir réðu til starfa í hinum ný- stofnuðu fyrirtækjum sínum erlend- is stórhuga menn. Hinn fyrsti í Bandaríkjunum var Jón Gunnars- son verkfræðingur er lét af störfum árið 1962 eftir tæplega 20 ára þrot- lausa baráttu. Í stað hans var Þor- steinn Gíslason verkfræðingur, eig- inmaður Ingibjargar, ráðinn forstjóri Coldwater. Á þessum tíma átti fyrirtækið í ákveðnum erfiðleik- um. Orsaka þeirra mátti bæði rekja til aðstæðna á Íslandi sem og rekstrarumhverfis vestra. Þorsteinn bretti upp ermarnar og tók til óspilltra mála með öflugum stuðningi Ingibjargar. Engum duld- ist að með þeim var jafnræði. Með þeim til starfa komu m.a. Othar Hansson, Guðni Gunnarsson og Jerry Clark. Árið 1968 tók ný fisk- iðnaðarverksmiðja til starfa í Cam- bridge, Maryland, ein fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar í Bandaríkjunum á sínum tíma. Fyr- irtækið óx hratt og vel. Síðan komu verksmiðja og frysti- geymslur í Everett, Boston. Sölu- kerfið, umboðsmannakerfið var eflt. Coldwater var orðið leiðandi fyr- irtæki á fiskmarkaði Bandaríkj- anna. Atvikin höguðu því þannig að í upphafi árs 1961 var sá sem þessi minningarorð ritar ráðinn til Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Starfssvið hans var m.a. að starfa sérstaklega fyrir formann og stjórn, annast kynningar-, skipulags- og fé- lagsmál. Áhersla var lögð á víðtæka þekkingu á markaðs- og sölumálum. Á þessum árum markar fyrirtækið þá stefnu að leggja skuli sérstaka áherslu á bandaríska markaðinn. Reyndist það heillastefna. Eðli málsins samkvæmt urðu samskipt- in, þegar í upphafi, mikil við for- ráðamenn Coldwater fyrir vestan. Ferðir þangað voru tíðar. Ætíð tóku Ingibjörg og Þorsteinn vel á móti mér. Sem var og háttur þeirra gagnvart öðrum. Með mér og Ingi- björgu og Þorsteini tókust þegar í upphafi góð kynni sem leiddu til órjúfanlegrar vináttu. Fyrir það er þakkað. Aldrei kom ég að tómum kofun- um þar sem Ingibjörg var. Ætíð var hún reiðubúin að upplýsa mann um það er máli skipti. Hún þekkti vel til mála á Íslandi þótt í fjarlægð væri. Pólitísk var hún með afbrigðum, mikil sjálfstæðiskona, enda ekki langt að sækja það. Að verðleikum dáði hún föður sinn, Ólaf Thors. Einn mesta stjórnmálaskörung Ís- lendinga á sínum tíma. Þegar land- helgisdeilurnar geisuðu á árunum 1970–1976 var Ingibjörg sterkur liðsmaður með sín góðu tengsl við sölu- og umboðsmenn Coldwater. Þeir skiptu tugum og hundruðum víðs vegar um Bandaríkin. Frystihúsamenn báru mikla virð- ingu fyrir Ingibjörgu sem og aðrir sem henni kynntust. Vönduð og góð kona er gengin. Ingibjörg Thors er kvödd með þakklæti og virðingu. Við Ragnheiður sendum ástvinum og ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur H. Garðarsson. Þrátt fyrir að fráfall Ingibjargar hafi ekki komið á óvart hefur það komið miklu róti á hugsanir mínar og endurminningar því sl. 40 ár eða svo var hún mér allt í senn; sam- starfsmaður, ráðgjafi, vinur, kenn- ari og einskonar „stóra systir“. Þeg- ar ég réðst til Coldwater Seafood um miðjan áttunda áratuginn tók Ingibjörg mig undir sinn verndar- væng og leiðbeindi mér um hvernig bregðast skyldi við hinum ýmsu verkefnum sem mér voru falin. Það kom sér vel að hún var ekki einasta nákunnug allri starfsemi fyrirtæk- isins heldur hafði hún einnig haft hönd í bagga með stefnumótun þess. Á þessum árum hafði Coldwater skapað sér forystuhlutverk í fisk- iðnaði Bandaríkjanna og ekki var neinn vafi á því að sú staða hafði náðst vegna starfa þeirra Þorsteins og Ingibjargar. Hún var í lykilhlut- verki gagnvart starfsfólki, umboðs- mönnum, viðskiptavinum og birgj- um fyrirtækisins; þátttakandi í hinum fjölmörgu kaupstefnum sem haldnar voru í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu, þar sem sam- ankomnir voru helstu forystumenn í iðnaðinum. Í þeim hópi bar mikið á Ingibjörgu, enda var hún fögur og tignarleg, og kannski sérstaklega af því að á þeim tímum var ekki mikið um að konur væru í forsvari stórra fyrirtækja. Eftir að þau Þorsteinn og Ingi- björg skildu flutti hún til Boston og starfaði áfram hjá Coldwater í verk- smiðju og frystigeymslu fyrirtæk- isins í Boston. Þar sá hún m.a. um innkaup á hráefni fyrir verksmiðj- urnar. Í því starfi var hún sérstak- lega lagin því hún ávann sér traust allra sem hún átti viðskipti við. Það er sérstaklega þýðingarmikið í slík- um viðskiptum, því ekki er um að ræða skriflega samninga, heldur eru það loforðin ein sem gilda. Á þessum árum sá Ingibjörg m.a. um innkaup á hráefni frá Suður-Am- eríku. Ekki er því að neita, að sum- um þessara seljenda fannst það meira en lítið óvenjulegt að eiga við konu um slík viðskipti en þeir kom- ust fljótt að raun um að það var eins gott að halda sig við gefin loforð, ef þeir vildu halda áfram viðskiptum við Coldwater. Enn eru nokkrir fisksalar þar niður frá sem sitja eft- ir með sárt ennið, því Ingibjörg taldi þá ekki hafa efnt loforð sín og neitaði því að eiga við þá viðskipti. Eftir að við Ellý fluttum til Bost- on jókst samgangur okkar við Ingi- björgu mikið. Hún hafði alltaf sýnt fjölskyldu okkar mikla ástúð og hafði áhuga á að fylgjast með fram- gangi sona okkar, sem nú voru allir fluttir að heiman. Nú voru komnar litlar stúlkur í spilið og var Ingi- björg áhugasöm um framgang þeirra. Ingibjörg kom oft til okkar á sunnudögum og við hlökkuðum mik- ið til þeirra heimsókna, því þegar hún kom komumst við einhvern veginn í betra og beinna samband við ættjörðina; þá voru rifjaðar upp frásagnir af frændum og kunningj- um, lífs eða liðnum. Ingibjörg var tengiliður okkar við heimahagana eftir að foreldrar okkar voru allir. Þegar við fluttum okkur um set fyrir tveimur árum þá var ekki hægt að halda áfram þessum heim- sóknum, en í staðinn var haldið uppi næsta stöðugu símasambandi þar til yfir lauk. Blessuð sé minning þessarar merku og góðu konu. Othar Hansson. Fyrir rúmum 34 árum átti ég því láni að fagna að kynnast Ingibjörgu Thors Gíslason, er ég tók sæti í stjórn Coldwater Seafood Corpora- tion, en Þorsteinn Gíslason, eigin- maður hennar, hafði þá gegnt starfi forstjóra félagsins frá 1962. Ingi- björg tók af lífi og sál virkan þátt í starfi eiginmanns síns og var ótrú- lega vel heima í öllu því sem viðkom rekstri félagsins og yfirleitt öllu því, sem að fiskviðskiptum sneri. Það var skemmtileg lífsreynsla fyrir ungan mann að kynnast allri þeirri miklu uppbyggingu sem þar hafði átt sér stað. Þorsteinn hafði þá ný- verið staðið fyrir byggingu nýrrar og glæsilegrar verksmiðju í Cam- bridge í Maryland. Þegar þessi verksmiðja var tekin í notkun árið 1968 var hún talin sú fullkomnasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Hver nýjungin tók við af annarri í framleiðslu alls kyns fiskrétta og óhætt er að fullyrða að á þeim árum bæri Coldwater ægishjálm yfir keppinauta sína á markaðnum og gilti einu hvort um var að ræða framleiðsluvörur verksmiðjunnar eða flakapakkningar frá frystihús- unum á Íslandi. Í öllu því starfi sem lá til grundvallar þessum mikla ár- angri var ljóst, að Ingibjörg átti þar drjúgan hlut að máli. Auk þess sem hún fór gjarnan með manni sínum í sölu- og viðskiptaferðir um Banda- ríkin fylgdi hún honum jafnan á að- alfundi SH, sem haldnir voru á Ís- landi vor hvert. Hún ávann sér virðingu og velvild þeirra fjölmörgu aðila, sem samskipti áttu við félagið, hvort heldur sem um var að ræða frystihúsamenn á Íslandi, umboðs- menn félagsins eða bandaríska kaupendur. Ingibjörg var glæsileg kona, gædd miklum persónutöfrum, ein- staklega skemmtileg og ræðin og vel að sér um menn og málefni, og vinur var hún vina sinna. Hún var hnyttin í tilsvörum eins og hún mun hafa átt kyn til og ávallt var stutt í gamansemina. Áttum við Anna margar ánægjulegar samverustund- ir með Ingibjörgu, sem seint munu okkur úr minni falla. Þau Þorsteinn og Ingibjörg skildu árið 1976 og fluttist hún þá til Boston og hóf störf í bækistöðvum Coldwater í Everett og annaðist m.a. blokkarinnkaup fyrir verk- smiðjur félagsins. Starfaði hún hjá félaginu um margra ára skeið með- an heilsa hennar leyfði. Hún hafði um árabil átt við vanheilsu að stríða. Veikindum sínum tók hún með miklu æðruleysi. Á því sumri sem senn er liðið hrakaði heilsu hennar mjög og varð hún að lokum undan að láta og lést hún hinn 20. ágúst eftir stutta en erfiða bana- legu. Hún verður lögð til hinstu hvílu við hlið foreldra sinna í kirkjugarð- inum við Suðurgötu, Hólavalla- kirkjugarði, skammt frá æskuheim- ili hennar. Við Anna vottum sonum hennar, Þorsteini og Ólafi, fjölskyldum þeirra svo og öðrum aðstandendum innilega samúð. Jón Ingvarsson. Mikið er rætt um stöðu íslenskra kvenna þessa dagana og um nauð- syn þess að þær nái jafnvægi á móti körlum. Þessi umræða sprettur ekki að nauðsynjalausu, en þó er merki- legt að hugsa til þeirra kvenna sem náð hafa lengst í jafnræði við karla, en virðast aldrei hafa leitt hugann að kynjamisrétti eða því hvort það skipti máli hvort kona gegnir starfi eða karl. Ingibjörg Thors var ein þeirra. Hún tók þátt í fisksölu Coldwater í Bandaríkjunum sem jafningi Þorsteins, eiginmanns síns, um langt árabil á meðan þeirra sambúð stóð, og hélt síðan áfram starfi þar sem einn af máttarstólp- um þess félags, langt fram yfir venjulegan starfslokaaldur. Ingibjörg var ekki aðeins frábær sölumaður fyrir íslenskan fisk og allt sem íslenskt var. Hún var sjálf- kjörinn talsmaður Íslands og Ís- lendinga, hvar sem hún fór, en jafn- framt harður gagnrýnandi landa sinna, þegar henni þótti þeir ekki standa sig sem skyldi. Það voru for- réttindi að fá að ganga með henni um sýningarsali Boston Seafood Show og láta hana kynna sig fyrir öllum, sem skiptu máli í fiskverslun í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Forréttindi, en um leið frábær skemmtun, þar sem Ingibjörg hafði einstakt lag á að laða að sér vini og kunningja, sem voru opnir og skemmtilegir eins og hún. Frá henni stafaði mikil hlýja og hjálp- semi var henni í blóð borin. Henni leiddust málalengingar og gerði góðlátlega gys að þeim, sem ekki gátu komið sér beint að efninu. Hún hafði þennan skemmtilega hár- fína húmor, þar sem oft er erfitt að greina á milli hóls eða hallmælis. Þá tókst henni best upp þegar hún lenti í orðræðum við oflátunga og gat þá brugðið fyrir sig að kynda ei- lítið undir og draga þá æ lengra út á hið hála svell sjálfshóls þangað til erfitt varð fyrir þá að fóta sig. Þessi fallega grannvaxna nútíma- kona var valkyrja, sem sannaði óaf- vitandi fyrir samstarfsmönnum sín- um, að mismunur kynjanna í viðskiptum er hjóm eitt. Ég efast reyndar um að hún hafi nokkurn tímann leitt hugann að því, hvort það skipti nokkru máli. Það sópaði að henni hvar sem hún fór og þó var hún yfirlætislaus og fáguð í fram- komu. Hún bjó yfir mikilli reynslu og þekkingu sem hún miðlaði til sam- ferðamanna sinna á skýran og greinargóðan hátt. Hún hafði tekið þátt í uppbyggingu markaðar fyrir fiskafurðir í Bandaríkjunum í ára- tugi, hún átti vini og samstarfsmenn INGIBJÖRG THORS GÍSLASON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is S. 555 4477 • 555 4424 Erfisdrykkjur Verð frá kr. 1.150 Elskulegur sambýlismaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, GUNNAR BALDURSSON, Vallarási 5, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 21. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. september kl. 10.30. Kristín Þorvaldsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Haukur Oddsson, Guðmundur Gunnarsson, Ragnheiður Axelsdóttir, Arna María Gunnarsdóttir, Edda Hrönn Gunnarsdóttir, Baldur Haraldsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Laufey Þóra Ólafsdóttir, Geir Arnar Geirsson og barnabörn. Kæru vinir og ættingjar Okkar hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát bróður, frænda okkar og mágs, HAUKS JÓNSSONAR, Rauðalæk 61, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum hans og starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Erla Jónsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Bjarni Guðmundsson, Manassa Quarni, Hallur Guðmundsson, Jóna Helgadóttir, Snorri Guðmundsson, Bryndís Kristinsdóttir, Inga Lísa Middleton, Michael Rose, Þórarinn Gíslason og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.