Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 29

Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 29
í öllum kimum markaðarins og allir þekktu og litu upp til Ingibjargar. Það urðu vitanlega miklar breyt- ingar á högum hennar, þegar þau Þorsteinn Gíslason, þá forstjóri Coldwater, slitu samvistir á sínum tíma, en Ingibjörgu tókst á skömm- um tíma að ná vopnum sínum og sækja fram á markaðinn og sýna styrk sinn í hvívetna sem aldrei fyrr. Ég votta ástvinum hennar samúð mína og kveð kæran vin. Friðrik Pálsson. Ég hitti Ingibjörgu fyrst sumarið 1962, þegar Þorsteinn var ráðinn forstjóri Coldwaters, en þar var ég starfsmaður. Ég minnist þess eins og það hefði gerst gær, þegar þau komu inn á skrifstofuna í fyrsta skipti. Hann svona hár og mynd- arlegur og ákveðinn í fasi og hún svo falleg, þokkafull og brosmild. Þau hjón tóku mig undir sinn verndarvæng strax frá fyrsta degi. Eftir að þau fluttu í húsið í Dobbs Ferry, smábæ norðan við New York borg, var ég þar tíður helgagestur, oft boðinn í kvöldmat á virkum dög- um og gætti stundum drengjanna. Ingibjörg fór með mig eins og yngri bróður eða elzta son. Ég var talsvert áttavilltur þá dagana, kon- an flutt heim til Íslands með börnin og hálfgerð lausung á mér. Ingi- björg ræddi oft við mig af alvöru og það gat verið sársaukafullt að tala við hana því hún fór eftir máltækinu gamla, „sá er vinur er til vamms segir“, og hún hafði svo sannarlega margt að segja mér. En ábendingar hennar gerðu mér mikið gagn. Hún gat líka sannfært mann á hógværan hátt. Ég hafði eyðilagt bílinn minn um þessar mundir og var að ræða við hana um bílakaup. Ég taldi mig hafa ráð á bíl en hún dró það í efa. Hún hafði ekki fleiri orð um það en tók fram blað og penna og bað mig að skrifa niður mánaðarlaun eftir skatta, draga svo frá leigu, rafmagn og hita, mat og lestarfargjöld og annan fastan kostnað. Niðurstaðan, eftir að ég sannreyndi frádrátt tvisvar, var nálægt núlli. Það var ekki meira rætt um bílakaup. Svo var það nokkrum dögum síðar að Þorsteinn segir mér að hann hafi í hyggju að endurnýja bíla fyrirtæk- isins við verksmiðjuna í Maryland. Myndi ég hafa áhuga á að kaupa einn notuðu bílanna? Þegar hann nefndi verðið, sem var hreinasta út- söluverð, gekk ég að kaupunum á augabragði. Þarna held ég að Ingi- björg hafi séð um verðlagninguna. Svona liðu árin, hún stöðugt vak- andi yfir velferð minni og seinna fjölskyldu minnar, þegar ég kvænt- ist aftur og fór að eignast börn. Að- eins á einu sviði mistókst henni að endurbæta mig. Hún reyndi æ ofan í æ að kenna mér réttan framburð á enskunni, sem hún talaði svo vel, en allt kom fyrir ekki, ég tala ennþá eins og ég hafi stigið hér á land í gær. Eftir að Þorsteinn tók við stjórn Coldwater for hagur félagsins að batna. Hann var góður sölumaður og góður stjórnandi, og áður en langt um leið var félagið orðið leið- andi á markaðnum. Ingibjörg átti stóran þátt í þessarri velgengni fé- lagsins. Hún var andlegur jafningi Þorsteins, vel að sér um málefni iðnaðarins og fljót að setja sig inn í hlutina.Gat hann því rætt við hana um hin ýmsu vandamál og sett fram hugmyndir og fengið hennar álit á þeim. Beztu kostir hennar voru samt já- kvæði persónuleikinn og glögg- skyggni á fólk. Hún ferðaðist jafnan með Þorsteini á ráðstefnur og við- skiptafundi og heillaði alla sem hittu hana. Umboðsmenn félagsins, við- skiptavinir og keppinautar heilluð- ust af henni, góðu skopskyni henn- ar, tilgerðarleysi og þekkingu á iðnaðinum. Það er vitað mál að velgengni fyr- irtækis byggist að talsverðu leyti á persónulegum kynnum og Ingibjörg skapaði mikla viðskiptavild fyrir Coldwater. Ég man eftir að heyra umboðsmenn félagsins hafa orð á því hversu hissa þeir urðu, þegar þeir hittu Ingibjörgu í fyrsta skipti. Í stað þess að hitta venjulega for- stjórafrú, sitjandi afsíðis með hend- ur í skauti og gervibros á vör, hittu þeir konu, sem þeir gátu rætt við- skiptamál við eins og jafningja, konu sem vissi allt um aflabrögð og framleiðslu. Ekki sízt þótti þeim gott að geta fengið álit hennar á hvernig Þorsteinn kynni að bregð- ast við ýmsum málum, sem þeim voru hugleikin. Þorsteinn virti mik- ils álit hennar og tillögur og aldrei heyrði ég hann gera lítið úr þeim. Synirnir uxu úr grasi. Þeir voru báðir góðir námsmenn og Þorsteinn yngri góður íþróttmaður, svo góður að hann var sendur á Ólympíuleik- ana í München 1972. Eftir að þeir fóru að heiman í skóla, leiddist Ingibjörgu heima; að- gerðaleysi átti illa við hana. Hóf hún þá störf á skrifstofu Coldwaters, við allskonar skýrslugerð, sem öðrum leiddist. Þetta var fyrir tilkomu tölvunnar og voru verkefni hennar að mestu að grafa upp tölur úr toll- skýrslum, innflutningsskýrslum, verðlistum og öðru. Allt þetta gerði hún af mestu þolinmæði og án þess nokkurn tíma að kvarta. Ókunnug- an hefði aldrei grunað að þessi kyrrláta og prúða kona, sem þarna sat og færði skýrslur væri sjálf for- stjórafrúin. Svo um miðjan áttunda áratuginn dró ský fyrir sólu á himni Ingi- bjargar þegar Þorsteinn fór fram á skilnað, eftir 32 ára hjónaband. Erf- iðir dagar fóru í hönd fyrir hana. Systkini og frændfólk voru illa fjarri og ekki til stuðnings. Amer- ískir vinir voru í fjarlægum borgum, þar sem þau höfðu áður búið, þau fluttust vestur 1955. Synir hennar og þeirra fjölskyldur bjuggu í Nýja- Englandi og ákvað hún að flytjast til Boston til að vera nær þeim. Reyndist það henni vel, hún var núna nálægt Þorsteini yngra og Ransý konu hans, sem reyndist henni eins og bezta dóttir. Eins og áður var sagt var gat Ingibjörg ekki aðgerðalaus verið og fór hún að vinna á skrifstofu Coldwaters í Boston. Vinnan og tengsl við fiskiðnaðinn og framleið- endur á Íslandi virtust gefa henni aukinn þrótt og yngja hana alla upp. Ég hafði hætt hjá Coldwater áður en þau Þorsteinn skildu. Ég var þar í erfiðri aðstöðu, heimilisvinur og jafnframt undirmaður Þorsteins. Ingibjörgu fannst sem ég hefði staðið meira með Þorsteini en henni og kólnaði þá á millum okkar. Ekki varði það lengi, Ingibjörg var ekki langrækin kona og fyrirgaf mér. Eftir það töluðumst við alltaf við á hátíðis- og merkisdögum og þess í milli til að segja hvort öðru fjöl- skyldufréttir. Hún sagði mér að hún hefði verið að hugsa um að flytjast heim í ell- inni en hætt við, hún átti þá orðið miklu fleiri vini og vandamenn vestra. Síðustu árin, þegar hún var hrjáð af sjúkdómum og þurfti að gangast undir margar og erfiðar aðgerðir lét hún aldrei bugast. Hún kvartaði aldrei, né heldur vorkenndi hún sjálfri sér en sagði manni frá upp- skurðum og aðgerðum á hlutlausan hátt, rétt eins og hún væri að segja manni eitthvað, sem hún hefði séð í bók. Þá var það sem styrkur hennar kom bezt í ljós, þegar líkaminn var hrjáður en andinn með fullri reisn. Ég fór einu sinni með vísu eftir Káinn fyrir hana. Henni fannst vís- an góð og bað mig stundum að fara með hana. Ég held núna að henni hafi þótt vísan lýsa henni sjálfri. Vísan er svona: Á langri æfi lært ég hef Að láta Drottinn ráða meðan ég sef. En þegar ég vaki, þá vil ég ráða Og þá vil ég líka ráða fyrir báða. Ingibjörg var trúuð kona þótt hún væri ekki alltaf að flíka því. Ég er því viss um að nú, þegar hún er sofnuð svefninum langa, að sá guð, sem hún trúði svo á ræður hennar ferð. Ég er þess fullviss að þegar góðar manneskjur deyja, þá lifa þær áfram í hjarta allra þeirra, sem kynntust þeim í lífinu. Ég veit að minningin um Ingibjörgu og öll hennar góðu verk mun dvelja með mér svo lengi sem ég lifi. Geir Magnússon. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 29 MINNINGAR FRÉTTIR Ívar Antonsson er dáinn. Ívar kokkur eða Ívar í kjallaranum eins og hann er kallaður í fjölskyldu minni. Hann var nefnilega kokkur og bjó í kjallaranum á Ægi- síðunni en ég á miðhæðinni. Strax varð mikill samgangur á milli og með okkur tókst vinátta. Það var aldrei logn í kringum Ívar enda maðurinn duglegur og kraftmikill. Þegar yngri dóttir mín fermdist þurfti varla að hafa orð á því: Ívar sá um veitingarnar í veislunni. Það var í hans augum smáræði og svo sjálf- sagður hlutur að vart þurfti að hafa orð á því. Þannig var Ívar. Alltaf boðinn og búinn til að hjálpa. Hann kenndi mér meira að segja að búa til sósu. „Þú gerir svona,“ sagði hann og sýndi með höndunum hvernig maður hellir hráefnunum í pott og svo hrærði hann með hægri hendinni í ímynd- uðum potti. „Hrærir vel og vand- lega,“ bætti hann við. En ég var eink- um í vandræðum með kekkina. Hvað átti ég að gera við þeim? „Kekkina?“ sagði Ívar alveg gáttaður á spurn- ingunni. „Nú, þú sigtar bara sós- una.“ Svona varð allt hið flókna að ein- ÍVAR HAUKUR ANTONSSON ✝ Ívar HaukurAntonsson fædd- ist í Reykjavík 26. nóvember 1956. Hann lést á heimili sínu á Laugarásvegi 1 í Reykjavík 6. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grafarvogs- kirkju 15. septem- ber. földum úrlausnarefn- um hjá Ívari. Hann hafði enga trú á því að ræða hlutina í þaula. Hann var maður að- gerðanna. Framkvæma hlutina en vera ekki með neinar vífilengjur. Eitt sinn áskotnaðist mér folald sem búið var að slátra. Þá var úr vöndu að ráða. Hvað átti ég að gera við fol- aldið? Þá kom Ívar til skjalanna. Bauðst til að úrbeina folaldið og pakka kjötinu inn. Ég vildi endilega launa honum þetta á einhvern hátt. Og ekki stóð á svarinu. Hann var að fara í íslensku- próf í kokkaskólanum og var slakur í málfræði og stafsetningu. Úr varð að við höfðum vinnuskipti; hann úrbein- aði folaldið inni í þvottahúsi og ég kenndi honum málfræði og stafsetn- ingu í staðinn. Ég fékk kjötið inn- pakkað og hann náði prófinu. Eftir að við fluttum úr húsinu við Ægisíðuna urðu fundir okkar stop- ulli, einstaka heimsóknir og að lok- um einungis á förnum vegi. Ívar veiktist fyrir nokkru. Ég hitti hann nokkrum sinnum eftir það. Hann varð að slaka á, lifa hægar og ganga léttar um gleðinnar dyr. „En það er bara svo leiðinlegt,“ bætti hann við. Þetta var Ívar í mínum huga. Hann tók með hugrekki og æðru- leysi því sem að höndum bar. Og lét svo skeika að sköpuðu. Ég sendi aðstandendum hans samúðarkveðjur. Þeir geyma í huga sér minningu um góðan dreng. Eiríkur Brynjólfsson. Elsku afi minn. Þú mundir ekki vilja sjá mig sorg- mæddan, þú varst allt of mikill brandarakarl til þess. Stundum stríddir þú mér og ég þér og það endaði stundum þannig að mamma hrópaði upp yfir sig: „ég veit ekki hvor ykkar er tíu ára, hættið báðir“. Ég held að við höf- um bara verið svolítið líkir. Þú sagðir að ég væri duglegur strákur og góður og sagðir alltaf við mömmu mína að hún ætti að gæta mín sérstaklega. Ég er yngstur þriggja bræðra, alveg eins og þú varst. Eina sögu sagði mamma mín mér af þér, hún var um það þegar þú sást ömmu í fyrsta sinn. Það var sumarið 1944, sama ár og við fengum lýðveldi. Þá var amma mín vinnukona á Munkaþverá í Öng- ulsstaðahreppi. Það var ung- mennafélagsmót og á síðustu stundu tók amma mín þátt í mótinu aðeins fjórtán ára gömul. Alltaf sagðir þú söguna eins og endaðir hana á eftirfarandi hátt: „hún Stína var ekki fyrst í mark, hún var langfyrst“. Þessari ungu stúlku gleymdir þú aldrei og nokkrum árum síðar urðuð þið hjón. Mér finnst þið amma alltaf hafa verið kærustupar og held að þið verðið það áfram þó þið hittist ekki fyrst um sinn. Nokkrum dögum áður en þú veiktist vorum við mamma að tína steina uppi á Grábrók í Borgar- firði, sem við ætluðum að færa þér, en geymum þá hjá okkur í staðinn. STYRMIR GUNNARSSON ✝ Styrmir Gunn-arsson fæddist í Saurbæ í Eyjafirði 4. nóvember 1925. Hann andaðist 12. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 20. ágúst. Gunnar bróðir minn sagði við mig að þegar hann myndi eignast son þá kæmi annar Styrmir Gunnarsson, svona heldur lífið áfram. Elsku afi, ég veit þú vakir yfir mér og bið Guð að vaka yf- ir þér. Ég bið þig, Guð að gæta mín, Og gefa mér þinn frið, Svo öðlast megı́ ég ást til þín Og öðrum veita lið. Ég bið þig, Guð að gæta mín, Og gefa mér þitt ljós, Svo lýsa megı́ég leið til þín Að lífsins smæstu rós. Ég veit þú Guð mín gætir hér Í gleði, sorg og þraut, Og glaður mun ég gefast þér Þá gengin er mín braut. (Ingibjörg R. Magnúsdóttir.) Elsku afi minn, nú ert þú farinn í bili. Ég hélt að dauðinn væri hræðilegur en í dag veit ég að það er ekki. Ég var hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim og veit að þú ert nú hjá Guði. Ég gleymi þér aldrei, elsku besti afi minn. Þinn Baldvin Jónsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar FÉLAGSFUNDUR var haldinn í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði laugardaginn 25. september. Í ályktun segir að félagið ítreki fyrri samþykktir um nauðsyn þess að halda uppi flugsamgöngum milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Verkalýðsfélagið Vaka skorar á nýj- an eiganda innanlandsdeildar Ís- landsflugs að endurskoða ákvörðun sína um að leggja niður flug til Sauð- árkróks. Einnig minnir fundurinn á samþykkt stjórnar frá 10. mars sl. þar sem fram kemur áskorun til stjórnvalda að beita sér fyrir því að áætlunarflug verði ekki lagt af til Sauðárkróks. Með reglulegu flugi og rútuferð- um í tengslum við það hafi tekist að halda uppi þokkalegum almennings- samgöngum við Siglufjörð, sem nú verði mun erfiðari. Vilja flugsam- göngur áfram LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi á gatnamótum Snorrabrautar og Hverfisgötu síðdegis á sunnudag, 26. september, um klukkan 18.10. Ekið var aftan á svartan Nissan- fólksbíl og ók tjónvaldur á brott af vettvangi. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um óhappið eru vinsamleg- ast beðnir um að hafa samband við umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík í síma 444 1130 eða 843 1130. Þá hefur Harpa Karlsdóttir beðið Morgunblaðið að koma því á fram- færi að hugsanlegir sjónarvottar að því er bíll hennar var dældaður gefi sig fram. Atvikið varð föstudags- morguninn 24. september sl. framan við Ránargötu 7a og segir hún bílinn vel dældaðan á vinstri hlið. Bíllinn er vínrauð Mitsubishi Lancer árgerð 2003. Blá málningarför eru í dæld bílsins. Atvikið varð milli kl. 10–11. Segir hún sjónarvott hafa séð á eftir blárri bifreið en náði ekki númerinu. Harpa biður hugsanlega sjónvarvott að hafa samband í síma 659 2778. Lýst eftir vitnum NÁMSKEIÐ í skjalastjórnun í gæðaumhverfi verður haldið mið- vikudaginn 20. og fimmtudaginn 21. október kl. 13–16.30 báða dagana. Námskeiðið er ætlað öllum þeim er áhuga hafa á skjalastjórnun eða eru að vinna að þeim málum. Námskeið- ið er sjálfstætt framhald námskeiðs- ins „Inngangur að skjalastjórnun“ sem haldið er reglulega. Í námskeiðinu verður rætt hvern- ig nota á ISO15489 um skjalastjórn- un og hvernig vinnustaður getur hagnýtt sér staðalinn. Skjalastjórn- un verður sett í samhengi við gæða- stjórnun og talað um nauðsyn þess að fylgja stöðluðum alþjóðlegum vinnubrögðum. Rafræn skjala- stjórnun er sérstakt áhersluatriði í námskeiðinu. Sigmar Þormar, ráðgjafi um skjalastjórnun og þekkingarstjórn- un, leiðbeinir á námskeiðinu sem er öllum opið. Nánari upplýsingar á www.skjalastjornun.is. Námskeið í skjalastjórnun ♦♦♦ ♦♦♦ VIÐ setningu haustráðstefnu Oracle fyrir nokkru afhenti Frosti Bergs- son, stjórnarformaður Opin kerfi Group hf., Krabbameinsfélagi Ís- lands peningagjöf frá Opnum kerf- um Group, að fjárhæð ein milljón króna. Það var Guðrún Agnarsdótt- ir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, sem veitti gjöfinni viðtöku. OKG styrkir Krabbameins- félagið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.