Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 33

Morgunblaðið - 28.09.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 2004 33 DAGBÓK Ídoktorsritgerð sinni frá Gautaborgarháskóla,„Tengslanet og frændsemishyggja. Íslenskstjórnsýsla 1770–1870,“ beinir Einar Hjalta-son sagnfræðingur kastljósinu að þróun rík- isvalds og stefnumiðum danska miðstjórnarvaldsins á Íslandi á síðari hluta 18. aldar og fram til þess að embætti stiftamtmanns var lagt af. Einar segir stefnu miðstjórnarvaldsins í málefnum Íslands á síð- ari hluta 18. aldar hafa einkennst af viðleitni til um- bóta. „Danska miðstjórnarvaldið í Kaupmannahöfn reyndi eftir megni að nútímavæða stjórnsýsluna á Íslandi og steypa hana í sama mót og viðgekkst inn- an alls konungdæmisins,“ segir Einar. „Flestir há- embættismannanna tilheyrðu aftur á móti eða tengdust fámennum hópi íslenskrar jarðeigend- aelítu sem beitti oft á tíðum fyrir sig stjórnsýslunni í því skyni að viðhalda stöðu sinni og embættismenn skirrðust ekki við að misnota aðstöðu sína ef það þjónaði þeirra eigin hagsmunum. Þetta kemur einna skýrast fram við sölu jarða Skálholtsstóls í lok 18. aldar sem og í þeirri atburðarás sem átti sér stað eft- ir afnám einveldisins 1848. Meira en 90% allra jarða Skálholtsstóls höfnuðu í höndum íslensku elítunnar, einkum fjölskyldnanna Finsen og Stephensen.“ Getum við dregið lærdóm af rannsókninni? „Það eru fyrst og fremst þrír þættir sem rann- sóknir fyrri alda geta kennt okkur og eins og dæmin sanna eru þessir þrír þættir enn mjög áberandi í þjóðfélagi nútimans. Í fyrsta lagi nauðsyn þess að hafa sterkt innra eftirlit með starfi embættismanna innan stjórnsýslunnar, í öðru lagi geta rannsóknir á stjórnsýslu fyrri tíma gefið okkur skýr dæmi um nauðsyn þess að draga skýr mörk á milli hagsmuna ríkisins annars vegar og einkahagsmuna viðkom- andi embættismanns hins vegar. Þetta síðarnefnda atriði er svo náskylt þriðja atriðinu sem er að hags- munir fjölskyldu embættismannsins eða tengslanets hans, hafa oft á tíðum afdrifarík áhrif á ákvarð- anatöku.“ Sumir segja að sjálfstæðisbaráttan hafi eingöngu verið tilfærsla valds á milli embættismanna. Er eitt- hvað til í þessu? „Þessi fullyrðing er athyglisverð en ég vil ganga svo langt að fullyrða að sjálfstæðisbarátta Íslend- inga leiddi til þess að valdið hélst í höndum sömu einstaklinga, eða alla vega innan sömu ætta. Það má leiða að því líkur að ef sjálfstæðishreyfing Íslendinga hefði ekki komið til á síðari hluta 19. aldar hefði þró- un stjórnkerfisins orðið önnur og að öllum líkindum leitt til meiri valddreifingar og hugsanlega annarrar samfélagsþróunar. Í þessu sambandi er kannski ekki úr vegi að benda á að valdamesti embætt- ismaður Íslands árið 1803 hét Stephensen að eft- irnafni. Það sama er uppi á teningnum árið 1903, heilli öld síðar.“ Sagnfræði | Rannsókn á íslenskri stjórnsýslu á 18. og 19. öld Embættismenn viðhalda valdinu  Einar Hreinsson er fæddur á Raufarhöfn 1969. Hann lauk BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1993, MA-prófi frá Gautaborg- arháskóla 1997 og dokt- orsprófi frá sama skóla 2003. Síðastliðinn vetur starfaði Einar sem lektor í sagnfræði við háskólann í Karlstad og kenndi við Gautaborgarháskóla og Háskólann í Borås. Hann starfar nú við rannsóknir á pólitískri menningu 19. aldar og sem kennari við MH. Eiginkona Einars er Hrefna Margrét Karls- dóttir og eiga þau einn son. Kennarar í bardagaham NEI, nú er nóg komið af þessum skrípaleik. Er enginn vilji til að leysa þetta kennaraverkfall? Vika á milli funda? Er ekki kominn tími til að kennarar brjóti odd af oflæti sínu og slaki aðeins á yfirgengi- legum kröfum sínum? Er ekki markmiðið með samninga- viðræðum einmitt að semja? Ég legg ekki þann skilning í orðið að annar aðilinn eigi að standa blý- fastur á sínu og hinn aðilinn að láta undan skilyrðislaust. Ég hef verið þeirrar skoðunar að kennarar eigi að hafa sæmileg laun, þeir bera jú ábyrgð á mennt- un barnanna okkar, en ég hef misst alla samúð með þeim í þess- ari baráttu eftir að þeir hafa gengið fram með þvílíku offorsi og frekju sem raun ber vitni. Öll þessi læti bitna ekki einu sinni á þeim sem greiða þeim launin, heldur saklausum börnunum sem mörg hver mega alls ekki við því að missa úr námi. Foreldrar mega heldur ekkert gera til að reyna að redda málum, allt er umsvifalaust stimplað sem verkfallsbrot, hvort heldur er að nálgast skólabækur fyrir börnin eða bara að hafa ofan af fyrir þeim nokkrum saman í hóp. Það lítur út fyrir að kennarar séu komnir í einhvern bardaga- ham og hafi glatað allri umhyggju fyrir skjólstæðingum sínum og vilji valda sem mestu tjóni í ákaf- anum yfir að heimta meiri viðbót í launaumslagið en hinn almenni launþegi er vanur að fá í nýjum samningum. Kennarar, komið nú niður á jörðina aftur og haldið áfram að sinna börnunum okkar og hættið þessum skrípaleik. Þetta er að verða fáránlegt! Móðir. Híbba er týnd í Mosfellsbæ LÆÐUNNAR Híbbu er saknað frá Njarðarholti 8, Mosfellsbæ, síðan sunnudaginn 19. sept. Hún er grá með hvíta rönd á milli augnanna og með rauða ól og blátt merkispjald. Vinsamlegast látið vita af henni í síma 566 6848 eða 697 9774. Kisa fæst gefins 4ra ára fress, dökkgrár og hvítur, fæst gefins. Ljúfur og góður. Þarf að komast á nýtt heimili vegna of- næmis. Upplýsingar í síma 587 3119. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Eftir hverju erum við að bíða? Hádegisverðarfundur um samgöngumálin í Reykjavík þriðjudaginn 28. september 2004 kl. 12.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Framsögumenn: Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kristinn Vilbergsson, framkvæmdastjóri Dreifingarmiðstöðvarinnar og Vörubíls. Fundarstjóri: Jórunn Frímannsdóttir, varaborgarfulltrúi. Allir velkomnir! Léttur hádegisverður á vægu verði. Te ikn in g :Sig u rð u r V alu r Sig u rð sso n Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins Nánari upplýsingar og skráning í síma 466 3090 og á www.upledger.is Næstu námskeið verða sem hér segir: 1.-2. okt. Kynningarnámskeið á Upledger höfuð- beina- og spjaldhryggjarmeðferðinni. 7.-10. okt. CSTII. 28.-30. okt. SERII. 1. nóv. Clinical Symposium dagur opinn öllum. 4.-7. nóv. CSTI byrjendaáfangi (örfá sæti laus). Upledger stofnunin á Íslandi auglýsir: Á SJÖTTU hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15, stendur nú yfir 50 ára afmælissýning Borgarskjala- safns Reykjavíkur, „Á fleygiferð til framtíðar“, en á sýningunni er rak- ið með skjölum, ljósmyndum, text- um, frásögnum, tónlist, kvikmynd- um og munum hvernig Reykjavík breyttist úr sveit í borg. Svanhildur Bogadóttir borg- arskjalavörður segist vera ánægð með sýninguna, hvað varðar fram- setningu og ekki síður vegna mikils og jafns straums gesta sem hefur komið og skoðað sýninguna. „Við erum að rekja þær hröðu breyt- ingar sem urðu á Reykjavík frá því hún var bara lítið sveitaþorp og hvað hún byggðist hratt upp á 20. öldinni,“ segir Svanhildur, en Borg- arskjalasafn varðveitir fjölbreytt skjöl borgarstofnana í gegnum tíð- ina auk einkaskjalasafna borgarbúa frá ýmsum tímum. Safnið er líka þjónustuaðili við borgarbúa, fræði- menn og borgarstofnanir. Þangað getur fólk leitað með fyrirspurnir og fengið afrit af ýmsum gögnum til að fræðast betur um persónulega hagi sem og sögu síns nánasta um- hverfis. „Við rekjum sögu Reykja- víkur frá því hún var sveitaþorp og litlir stígar til að skerða ekki land- búnaðarplássið og atvinnuvegir frekar einhæfir. Síðan rekjum við þróunina þegar fara að koma götur og farartæki og atvinnu- og menn- ingarlíf eflist. Síðan rekjum við hvernig Reykjavík varð að borg og höfuðborg og hvernig það kom fram.“ Í tilefni af afmæli sínu óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir að fá til varðveislu frásagnir fólks á öllum aldri um „Borgina mína“ þar sem fólk er beðið að lýsa því hvern- ig það upplifir Reykjavík, hvernig minningar þess tengjast borginni og jafnvel hvernig það vilji sjá borgina í framtíðinni. Frásagnirnar geta verið handskrifaðar, skrifaðar í tölvu eða teiknaðar. Úr sveitaþorpi í borg Sauðfé á beit í Vogunum. Ekki óalgeng sjón á síðustu öld. Sýningin „Reykjavík – á fleygiferð til framtíðar“ stendur til 31. októ- ber nk. Hún er opin mánudag til föstudaga kl. 12 til 19 og um helgar kl. 13 til 17. Aðgangur er ókeypis. Borgarsaga | Sögusýning í Grófarhúsi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.