Morgunblaðið - 04.10.2004, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÓGLEYMANLEG
SAGA UM VINÁTTU
GYÐINGADRENGS VIÐ
ARABAKAUPMANNINN
IBRAHIM
ÚTGEFANDI SÖGUNNAR AF PÍ KYNNIR:
HERRAIBRAHIMOGBLÓMKÓRANSINS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
EFTIR
ERIC-EMMANUELSCHMITT
KENNARAR RÆÐA LAUN
Saminganefndir grunnskólakenn-
ara og sveitarfélaganna hefja í
fyrsta sinn viðræður í dag um launa-
mál síðan verkfallið hófst fyrir um
hálfum mánuði. Fundur hefur verið
boðaður klukkan 13, en í gær náðu
deilendur samkomulagi í viðræðum
sínum um vinnutíma kennara. Þær
viðræður stóðu yfir í þrjá klukku-
tíma, en á laugardag var fundað
sleitulaust.
Mikið af tófu á Suðurlandi
Óhemju mikið hefur verið af tófu á
Suðurlandi að sögn Sigurjóns Páls-
sonar, bónda og smiðs undir Austur-
Eyjafjöllum. Hann segist ekki muna
eftir annarri eins tófugengd. Jón
Þormar Pálsson, bóndi á Böðmóðs-
stöðum, hefur sömuleiðis orðið var
við tófuna og er myrkur í máli varð-
andi hana og segir að það þurfi að
segja tófunni stríð á hendur.
Kæfisvefn og reykingar
Samkvæmt nýrri alþjóðlegri
rannsókn auka reykingar, bæði
beinar og óbeinar, líkurnar á að fólk
hrjóti meira og fái einkenni kæfi-
svefns. Rannsókninni var að hluta til
stjórnað hér á landi í samráði við
sænska lækna og náði hún til 15.500
manna. Þórarinn Gíslason, prófessor
í lungnasjúkdómum og einn af
stjórnendum rannsóknarinnar, segir
hana sýna með óyggjandi hætti
tengsl milli reykinga og kæfisvefns.
Slíkt hafi ekki tekist áður.
Áfall fyrir ETA
ETA, basknesku hryðjuverka-
samtökunum, var greitt þungt högg
í gær er franskir og spænskir lög-
reglumenn handtóku um 20 liðs-
menn þeirra í Baskahéruðunum í
Frakklandi. Meðal þeirra voru leið-
togi samtakanna og unnusta hans,
sem hefur verið mikilvirk í morð-
sveitum þeirra.
Spenna á ný
Kosningabaráttan í Bandaríkj-
unum er aftur orðin spennandi. Með
frammistöðu sinni í kappræðunum
við George W. Bush hefur John
Kerry tekist að vinna upp forskot
forsetans og aðeins betur. Tvennar
kappræður milli þeirra eru eftir og
geta þær hugsanlega ráðið því hvor
fer með sigur af hólmi 2. nóvember.
Blóðbað á Gaza
Blóðbaðið á Gaza heldur áfram og
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr-
aels, segir, að herförinni þar verði
haldið áfram. Þrír Ísraelar hafa fall-
ið en að minnsta kosti 65 Palestínu-
menn. Hafa þeir skorað á erlend ríki
að koma fólki á Gaza til hjálpar.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
IN MEMORIAM?, heimildarmynd
Ómars Ragnarssonar, vann til verð-
launa á Ecofilm-hátíðinni á Ítalíu.
Myndin fjallar um Vatnajökul, svæð-
ið norðan hans og Kárahnjúka-
virkjun. Ecofilm-hátíðin var nú hald-
in í fimmta sinn í Pont Canavese,
sem er fjögur þúsund manna bær
skammt norðan við Torino. Hófst
hún 26. september og lauk á laug-
ardag.
Að sögn Ómars bárust meira en
hundrað myndir til hátíðarinnar. Þar
af voru fimmtán valdar til sýningar á
stóru tjaldi. Meðal annarra sem
sendu inn myndir voru stórar sjón-
varpsstöðvar á borð við hið breska
BBC, ZDF í Þýskalandi og RAI á
Ítalíu.
Mynd Ómars, In Memoriam?, var
valin upphafsmynd hátíðarinnar og
síðan önnur tveggja kvikmynda sem
unnu til verðlauna. Hlaut hún sér-
stök verðlaun dómnefndar. Hin
verðlaunamyndin var framleidd af
BBC og fjallar um flóðin í Níl. Hlaut
hún verðlaun fyrir kvikmyndatöku,
tækni og leikstjórn. Auk þess áhorf-
endaverðlaun, annars vegar barna
og unglinga og hins vegar fullorð-
inna.
Myndin enn í vinnslu
Myndin In Memoriam? er stytt út-
gáfa af mynd Ómars, Á meðan land
byggist, sem var sýnd í Sjónvarpinu í
fyrra. Var sú mynd m.a. tilnefnd til
Edduverðlauna, sem besta heimild-
armyndin, og til Menningarverð-
launa DV í flokki kvikmynda ársins.
„Þetta er helmingi styttri útgáfa,
bara 52 mínútur í staðinn fyrir 103
mínútur,“ sagði Ómar. Hann sagðist
hafa haft skamman tíma til að útbúa
þessa styttu útgáfu. Auk þess að
klippa myndina þurfti að þýða text-
ann og tala inn á ítölsku. Ómar
kveðst ætla sér að laga myndina enn
frekar. En skyldu þessi verðlaun
greiða fyrir sýningu myndarinnar
erlendis? „Kona sem var í forsvari
fyrir hópnum frá BBC, sem kom
þarna vegna sinnar myndar, vildi fá
eintak til skoðunar. Ég ætla mér að
vinna meira í myndinni áður en af
því verður,“ sagði Ómar. Þessi út-
gáfa myndarinnar var útbúin fyrir
myndbandaútgáfuna Bergvík sem
hefur myndir Ómars til sölu. En
hvað hefur gerð myndarinnar staðið
lengi?
„Í raun er ég búinn að verja mörg-
um árum í þessa mynd. Það var þó
ekki fyrr en árið 2002 að ég byrjaði
upp á eigin spýtur. Þetta hefur allt
verið unnið í hjáverkum og frítíma
frá daglegum störfum. Ég hélt að ég
væri búinn að taka þessa mynd í vor.
Vonaði það heitt og innilega svo ég
gæti snúið mér að öðru. Svo gerðist
svo margt í sumar að ég skipti um
skoðun. Þar eru atriði sem ég verð
að bæta inn. Þau eru þess eðlis að ef
ég tek þau ekki með þá verða þau
hreinlega ekki skráð.“
Ómar segist stefna að því að halda
áfram kvikmyndagerð. Við gerð
þessarar myndar naut hann aðstoðar
Páls Steingrímssonar í Kvik, sem
lánaði aðstöðu, og eins komu honum
til hjálpar þeir Friðþjófur Helgason
og Steingrímur Erlendsson. Hann
segist ekki vita hvernig framhaldið
verður. „Í raun og veru er fyrir
löngu búið að afgreiða mig út af
borðinu fjárhagslega hvað varðar
kvikmyndagerð. Ég á hvorki pen-
inga né tíma, en ég reyni að klóra
eitthvað í bakkann.“
Færðu hvergi styrki?
„Varla. Þeir nema nokkkrum
hundruðum þúsunda króna frá óháð-
um einstaklingum og umhverf-
isráðuneyti. Það er bara dropi í haf-
ið. Ég ætla samt ekki að hætta, en
þetta gengur grátlega hægt.“
Mynd Ómars Ragnarssonar
fréttamanns verðlaunuð
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ómar Ragnarsson hlaut um helgina verðlaun fyrir kvikmynd sína In Mem-
oriam? sem fjallar um Vatnajökul, svæðið norðan hans og Kárahnjúka-
virkjun. Fyrr á árinu gaf Ómar út bók um virkjunina.
UMBOÐSMAÐUR barna fékk 1.076
erindi í fyrra, eða álíka mikið og á
árinu 2002. Þar af voru 837 munnleg
erindi og 239 skrifleg. Kemur þetta
fram í skýrslu umboðsmanns fyrir
árið 2003. Þar kemur einnig fram að
munnlegum erindum fækki nokkuð
milli ára, en á hinn bóginn fjölgi
skriflegum erindum. Af þeim 239
skriflegum erindum sem umboðs-
maður fékk árið 2003, voru 43 frá
börnum og fjölgaði þeim um 48% frá
2002.
Umboðsmaður barna fagnar því
að börn skuli í auknum mæli leita til
embættisins til að fá ráð og leiðbein-
ingar varðandi ýmislegt sem snertir
þeirra daglega líf. Mörg erindanna
séu þó ákaflega dapurleg og sýni
mikla vanlíðan hjá mörgu ungu fólki,
sem á erfitt með að ná eyrum hinna
fullorðnu, jafnvel sinna nánustu,
þegar erfiðleikar af ýmsum toga
steðja að. Lýsir umboðsmaður
áhyggjum af þessu í skýrslunni.
Flest erindi vörðuðu
fjölskylduna
Flest þeirra 239 erinda sem um-
boðsmaður fékk í fyrra vörðuðu fjöl-
skylduna í samfélaginu, eða 43 er-
indi. Þá fjölluðu á þriðja tug erinda
um barnavernd og heilbrigðismál,
menntun og skólamál, og tómstund-
ir, menningu og önnur tilboð, sam-
kvæmt flokkun umboðsmanns.
Yfir 1.000 mál til umboðsmanns barna
Segir mörg erind-
anna dapurleg
TILRAUN var gerð til þess að
ræna verslun í austurborginni um
fimmleytið í gær, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni í
Reykjavík. Karlmaður kom inn í
verslunina og vildi nálgast þar
fjármuni en honum tókst ekki ætl-
unarverk sitt og fór tómhentur úr
versluninni.
Nánari lýsingu á atvikinu var
ekki að fá hjá lögreglu í gær, m.a.
um það hvort um fleiri en einn
væri að ræða.
Enginn meiddist í ránstilraun-
inni. Lögregla rannsakar nú mál-
ið og hefur í athugun vísbend-
ingar.
Misheppnuð ráns-
tilraun í verslun
ÁFENGI og tóbak voru meðal ým-
issa ólöglegra vara sem lögregla
ásamt starfsmönnum tollgæsl-
unnar í Reykjavík gerði upptæk í
húsleit í söluturninum Draumnum
við Rauðarárstíg í fyrrakvöld. Að
sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfir-
lögregluþjóns í Reykjavík, fund-
ust engin fíkniefni við leit lög-
reglu en samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins fundust ólögleg
lyf.
Teknar voru skýrslur af hlut-
aðeigandi aðilum vegna málsins,
þar á meðal eiganda söluturnsins.
Geir Jón segir að mikið ónæði
hafi verið af fólki sem sótt hefur
verslunina í gegnum tíðina og
lögregla hafi fylgst með staðnum.
„Þessi aðgerð fór í gang að lok-
inni athugun okkar,“ segir Geir.
Hann segir að auk hins ólöglega
varnings hafi fundist matvæli í
versluninni sem heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur hafi gert athuga-
semdir við. Hafi verslunin verið
innsigluð.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík er málið í
rannsókn og er unnið að skýrslu-
gerð.
Aðspurð hvort eigandi sölu-
turnsins komi til með að verða
sviptur rekstrarleyfi segir lög-
regla það verða metið þegar öll
kurl verða komin til grafar og
skýrslugerð og rannsókn málsins
lýkur með formlegum hætti.
Hald lagt á
ólöglegan varn-
ing í söluturni
FOKKER-flugvél Landhelgisgæsl-
unnar, TF-SYN, kom til landsins
um kl. 18.00 á laugardagskvöld.
Hlutur í nefhjóli flugvélarinnar bil-
aði í lendingu í Færeyjum síðastlið-
inn föstudag og tafðist heimkoma
hennar af þeim sökum.
TF-SYN komin
í loftið á ný
TALSVERÐ uppsveifla er um þess-
ar mundir meðal iðnfyrirtækja, að því
er könnun Samtaka iðnaðarins leiðir í
ljós. Könnuð var staða og horfur hjá
93 iðnfyrirtækjum í níu undirgrein-
um iðnaðar. Útlit er fyrir að heldur
dragi úr uppsveiflunni á næsta ári og
að raunaukning veltu í iðnaði verði þá
4% í stað 15% aukningar í ár. Fjár-
festingar aukast um 36% á þessu ári
en útlit er fyrir að þær dragist saman
um 21% á næsta ári.
Fyrirtækin sem tóku þátt í könn-
uninni áætla að rekstrarhagnaður,
fyrir skatta og fjármagnsliði, aukist
um 24% á þessu ári miðað við árið í
fyrra. Hjá fyrirtækjunum starfa um
7.400 starfsmenn og áætla þau að
bæta við 130 starfsmönnum til ára-
móta, sem er 2% aukning.
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar hefur mest veltuaukning orð-
ið í mannvirkjagerð og hátæknigrein-
um iðnaðar. Framkvæmdir við
stóriðju og aukin fjárfesting í hús-
næði eru taldar skýra þróunina í jarð-
vinnustarfsemi og byggingum. Þá
hefur náðst góður árangur í útrás
heilsu- og hátækniiðnaðar á erlenda
markaði. Velta hefur einnig aukist í
upplýsingatækniiðnaði ásamt efna-
iðnaði, endurvinnslu, pappírs- og
prentiðnaði. Heldur minni vöxtur
hefur verið í matvæla- og drykkjar-
vöruiðnaði, plastvöruframleiðslu,
veiðarfæragerð og málm- og skipa-
smíðaiðnaði. Skýringin á því er sögð
vera erfið samkeppnisstaða vegna
hás raungengis krónunnar.
Uppsveifla í iðnaði á þessu ári
Í dag
Sigmund 8 Minningar 22/29
Viðskipti 11 Dagbók 30/32
Vesturland 11/12 Leikhús 33
Erlent 14 Fólk 34/37
Daglegt líf 15 Bíó 34/37
Umræðan 16/19 Ljósvakar 38
Bréf 19 Veður 39
Forystugrein 20 Staksteinar 39
* * *