Morgunblaðið - 04.10.2004, Page 4
4 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða glæsilega helgarferð til
Vínarborgar í 3 nætur þann 19. nóvember
í beinu flugi frá Íslandi á hreint ótrúlegum
kjörum. Kynnstu þessari höfuðborg lista
og menningar um leið og þú nýtur topp-
þjónustu fararstjóra Heimsferða sem
kynna þér borgina og lystisemdir hennar.
Frábær hótel í boði.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.990
Flug og skattar.
Verð kr. 39.990
Flug, hótel, skattar, hótel Ananas,
4 stjörnur, 3 nætur.
Verð kr. 43.890
Flug, hótel, skattar, hótel Renaissance,
5 stjörnur, 3 nætur.
Glæsileg ferð til
Vínarborgar
frá kr. 29.990
MEIRA en 25 milljónir króna komu inn í söfnun Rauða kross Ís-
lands (RKÍ) síðastliðinn laugardag og í símasöfnun vegna stríðs-
hrjáðra barna. Á þriðja þúsund sjálfboðaliða lögðu hönd á plóg-
inn. Verja á söfnunarfénu til hjálpar stríðshrjáðum börnum.
Gengið var í hús um allt land á laugardag undir kjörorðinu
Göngum til góðs. Þá var safnað í verslunarmiðstöðvum og á öðr-
um fjölförnum stöðum.
Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands,
var mjög ánægð með árangur söfnunarinnar. „Þetta gekk mjög
vel, hátt á þriðja þúsund manns gekk í hús auk fjölda barna sem
fylgdi foreldrum sínum eða forráðamönnum. Eins mönnuðu sjálf-
boðaliðar 80 söfnunarstöðvar Rauða kross-deildanna hringinn í
kringum landið. Með samstilltu átaki margra gekk þetta frábær-
lega. Það var einnig mjög ánægjulegt að finna hve fólk var tilbúið
og jákvætt. Það gaf eftir efnum og ástæðum. Það er mjög ánægju-
legt að finna svo mikinn velvilja og stuðning við starf Rauða
krossins.“
Sigrún segir að þeim hjá Rauða krossinum sýnist að minnst 25
milljónir króna hafi safnast. Þessi upphæð geti hækkað því áfram
verður haldið símasöfnun. Með því að hringja í síma 907 2020 eru
gefnar 1.000 krónur í söfnunina. Eins er hægt að leggja framlög
inn á sparisjóðsreikning söfnunarinnar í SPRON númer 1151-26-
12. „Það voru mjög margir sem ekki voru heima á laugardaginn
þannig að í ljósi þess er þetta frábær niðurstaða,“ sagði Sigrún.
Stærsta einstaka framlagið var ein milljón króna og barst frá Ís-
lendingi sem búsettur er í Bandaríkjunum.
Söfnunarfénu verður varið til hjálpar stríðshrjáðum börnum.
Það mun aðallega fara til tveggja verkefna, annars vegar í Afr-
íkuríkinu Sierra Leone og hins vegar í Palestínu.
Í Sierra Leone er stutt við fjórar miðstöðvar víðsvegar um land-
ið. Þar er börnum, sem hafa orðið illa úti í stríðsátökum sem staðið
hafa í ellefu ár, hjálpað að aðlagast samfélaginu á ný. Í undirbún-
ingi er að opna fimmtu miðstöðina. Um 150 börn njóta þjónustu
hverrar miðstöðvar á ári. Rauði kross Íslands mun vinna að þessu
verkefni ásamt Rauða krossinum í Sierra Leone og fleiri lands-
félögum. Sigrún sagði að verkefnið hefði gengið vel og skilað góð-
um árangri. Sagðist hún reikna með að söfnunarféð, sem nú safn-
aðist, myndi nægja til að styrkja þetta starf næstu þrjú árin.
Þá hefur Rauði kross Íslands unnið ásamt palestínska Rauða
hálfmánanum og danska Rauða krossinum að verkefni í Palestínu.
Þar verður stutt við um 1.200 stríðshrjáð palestínsk börn í gegnum
skólana og í sumarstarfi. Söfnunarféð gerir kleift að hefja þess
konar starf í borginni Qalqilya á vesturbakkanum. Rauði kross Ís-
lands hefur tekið þátt í sambærilegu verkefni í bænum Tubas.
Söfnun RKÍ gekk vonum framar
Ljósmynd/Þórir Guðmundsson
Söfnunarfé Rauða krossins verður meðal annars varið til
hjálpar stríðshrjáðum börnum í Sierra Leone.
SKURÐAÐGERÐUM á Landspít-
ala – háskólasjúkrahúsi fjölgaði um
2,6% á fyrstu átta mánuðum þessa
árs og skilar sú fjölgun sér beint í
fækkun á biðlistum, að því er fram
kemur í stjórnunarupplýsingum á
vefsíðu spítalans.
Í september 2003 biðu 3.686 ein-
staklingar eftir skurðaðgerð á spít-
alanum en nú bíða 2.637 sem er
fækkun um 28,5%. Mest hefur fækk-
að á biðlistum eftir almennum skurð-
aðgerðum eða úr 788 í fyrra í 271 nú.
Lengsta biðin hefur verið eftir að-
gerð vegna vélindabakflæðis og
þindarslits, en biðin hefur frá í fyrra
styst úr 20 mánuðum í 6. Svipaður
fjöldi bíður eftir aðgerð á augasteini
nú og í fyrra en vegna fjölgunar að-
gerða hefur meðalbiðin styst úr tæp-
um 15 mánuðum í rúma 10. Í sept-
ember í fyrra biðu 639 einstaklingar
eftir gerviliðaaðgerð en nú bíða 462
sem er fækkun um tæp 28%. Með-
albiðin eftir gerviliðaaðgerð á hné
hefur styst úr tæpum 11 mánuðum í
rúma 7. Eftir gerviliðaaðgerð á
mjöðm hefur meðalbiðin styst úr
tæpum 6 mánuðum í rúma 4. Eftir
hjartaþræðingu bíða nú 157 einstak-
lingar sem samsvarar um 2 mánaða
biðtíma en í september í fyrra biðu
153 eftir hjartaþræðingu. Eftir
kransæðavíkkun bíða nú 8 einstak-
lingar sem samsvarar um hálfs mán-
aðar bið en í fyrra biðu 6 eftir krans-
æðavíkkun.
Á legudeildum bíða nú um 100
manns eftir að komast í vistun ann-
ars staðar hjá hinu opinbera.
Skurðaðgerðum fjölgar á Landspítalanum
Skilar sér í 28%
fækkun á biðlistum
ERFITT var fyrir Sigurjón Jón-
asson, bónda á Lokinhömrum í Arn-
arfirði, að horfa á eftir fénu sínu
þegar því var smalað saman í hinsta
sinn um helgina. Sigurjón er síðasti
ábúandinn í Lokinhamradal og hefur
nú endanlega hætt búskap, eftir að
hafa flutt á dvalarheimilið Tjörn á
Þingeyri fyrir fáum árum en dvalið á
Lokinhömrum yfir sumartímann.
„Ætli sé nokkuð hægt að tala um
búskap úr þessu,“ segir Sigurjón í
samtali við Morgunblaðið. Hann ætl-
ar að halda eftir sex eða sjö kindum
„til að halda við sálinni,“ eins og
hann orðar það. Um 60 kindur fóru
til slátrunar en þegar mest lét voru
270 kindur á Lokinhömrum.
„Fyrir mér hefur þetta verið allt
lífið. Mér þótti vænt um kindurnar
og hef haft mikið yndi af því að vera í
kringum þær. Ég kvíði nú vorinu að
vera ekki vel hress og fá ekki að taka
á móti nýjum lömbum. Þetta er svo
skemmtilegur tími þegar skepn-
urnar eru að bera,“ segir Sigurjón,
sem búið hefur á Lokinhömrum alla
sína ævi. Rúmlega þrítugur að aldri
tók hann við búinu árið 1957, þegar
faðir hans lést, og bjó á bænum með
móður sinni. Við fráfall hennar bjó
hann lengi einn á bænum og hafði til
margra ára aðeins einn nágranna í
Lokinhamradal, Sigríði Ragn-
arsdóttur á Hrafnabjörgum.
Hvort hann eigi eftir að koma aft-
ur að Lokinhömrum, segist Sigurjón
eiga erfitt með að svara. Það verði
heilsan næsta sumar að leiða í ljós.
Hugurinn verði hins vegar áfram á
staðnum. Hann fékk góða aðstoð við
smölunina um helgina en í gegnum
árin hefur hann haft hjá sér marga
vinnumenn, sem ávallt hafa verið
reiðubúnir að veita hjálparhönd við
sauðburð eða smölun og leita um leið
í kyrrð sveitarinnar. Sökum hand-
leggsbrots, sem Sigurjón hlaut í
byltu á dögunum, gat hann lítið beitt
sér. Vildi hann koma á framfæri
innilegum þökkum til þessa fólks og
allra þeirra sem aðstoðað hafa hann
við búskapinn á seinni árum. „Hjálp-
in hefur verið mér ómetanleg.“
Heimildarmynd
sýnd í Þýskalandi
Sigurður Grímsson kvikmynda-
gerðarmaður hefur gert heimild-
armynd um Sigurjón, Síðasti bónd-
inn í dalnum, sem var frumsýnd
fyrir tveimur árum. Myndin verður
sýnd í Þýskalandi í desember nk.
Morgunblaðið/RAX
Andrés Jónasson, Hjörleifur Högnason og Sigurjón Jónasson á Lokinhömrum, lengst t.h. á myndinni, horfa til
fjalla í Arnarfirði í síðustu smöluninni, sem fram fór um helgina með aðstoð vina og ættingja Sigurjóns.
Skilur nokkrar kindur eftir
„til að halda við sálinni“
HREPPSNEFND Súðavíkurhrepps
hefur samþykkt tillögu fræðslu- og
tómstundanefndar þess efnis að
nemendum grunnskólans verði boð-
in viðvera í grunnskólanum meðan á
verkfalli grunnskólakennara stend-
ur. Verkfallsstjórn grunnskólakenn-
ara og Skólastjórafélags Íslands
hefur lagst gegn hugmyndinni.
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri
Súðavíkurhrepps, segir að reynt
verði eins og kostur er að forðast að
fara inn á það svið sem KÍ telji vera
verkfallsbrot.
Telja húsnæðið
eiga að
vera lokað
SVAVA Pétursdóttir, formaður
verkfallsstjórnar kennara, segir
ljóst að kennarar verði að aðhafast
eitthvað vegna ákvörðunar
Súðavíkurhrepps. „Við erum með
þetta mál í skoðun. Þetta gengur
þvert á þá túlkun sem hefur verið í
fyrri verkföllum að skólahúsnæði
eigi yfirhöfuð að vera lokað,“ segir
Svava.
Aðspurð segir hún þá ákvörðun
að ekki eigi að nota skólastofurnar
ekki breyta miklu. „Þarna er komið
inn á vinnutímann og íþróttahús er
auðvitað kennslurými.“
Frjáls viðvera
barna
í Súðavíkurskóla
KENNARAR, sem koma til starfa í
þeim fimm skólum sem fengu und-
anþágu, fá greidd hefðbundin
vinnulaun, en ekki tímakaup eins
og kennarar óttuðust að myndi end-
urtaka sig frá síðasta verkfalli.
Sigurður Óli Kolbeinsson,
fulltrúi sveitarfélaganna í und-
anþágunefnd, segir engan ágrein-
ing hafa verið um þetta. Aldrei hafi
staðið annað til en að kennarar
fengju greitt eins og um dagleg
störf væri að ræða og þeir ekki í
verkfalli. Kennarar séu að fara til
sinna hefðbundnu starfa en ekki í
einhverjar tímabundnar reddingar.
Skólarnir sem fengu undanþágu
voru Safamýrarskóli, Öskjuhlíð-
arskóli, Kleppjárnsreykjaskóli,
Brúarskóli og athvarf í Vest-
mannaeyjum.
Verkfallsbætur
greiddar
GRUNNSKÓLAKENNARAR hafa
nú fengið greiddar verkfallsbætur
fyrir tímabilið 20. september til og
með 3. október, alls 14 daga. Fullar
bætur fyrir þennan tíma eru 42 þús-
und krónur, en bætur eftir skatt, að
frádregnum persónuafslætti, eru
rúmar 38 þúsund krónur en tæpar
26 þúsund kr. hjá þeim kennurum
sem hafa kosið að nýta ekki skatt-
kortin sín, að því er segir á vef KÍ.
Fá greidd hefð-
bundin vinnulaun
FLÓTTAMAÐUR, sem fór um borð
í Norrænu í Björgvin en komst ekki
í land á Íslandi þar sem hann var
með falsað vegabréf, stökk í sjóinn
við Hjaltlandseyjar þegar ferjan
var á leið til Noregs á ný. Maðurinn
náðist úr sjónum og var fluttur á
sjúkrahús á Hjaltlandseyjum en
reyndist ekki alvarlega slasaður.
Norska blaðið Bergens Tidende
hefur eftir Kaare Durhuus, blaða-
fulltrúa Smyril Line, að maðurinn,
sem er á fertugsaldri, hafi verið
handtekinn við komuna til Íslands
og fluttur aftur um borð í Norrænu
þar sem hann var settur í gæslu.
Átti að flytja manninn aftur til
Björgvinjar þar sem hann kom upp-
haflega um borð.
Durhuus segir að þegar einn úr
áhöfninni, sem átti að gæta manns-
ins, færði honum mat, hafi fanginn
ráðist á hann og tekist að sleppa út
úr klefanum. Hann náði í björg-
unarvesti og hótaði að stökkva fyr-
ir borð ef skipinu yrði ekki snúið
aftur til Hjaltlandseyja en Norræna
var þá um 3 sjómílur frá eyjunum.
Stökk í sjóinn
af Norrænu
OLÍUFÉLAGIÐ Esso og Olís hækk-
uðu lítrann af bensíni um tvær
krónur í gær en dísilolía, flotaolía
og flotadísilolía, hækkuðu um 2,50
krónur. Skýringin á þessum hækk-
unum er veruleg hækkun heims-
markaðsverðs á olíu að und-
anförnu, segir á vef Esso.
Sjálfsafgreiðsluverð á bensíni hjá
Olís er frá 106,80 kr. upp í 109,10
kr. og dísilolíulítrinn frá 52,40 kr. í
53 kr. Sjálfsafgreiðsluverð á bens-
íni hjá Esso er allt frá 103,90 kr.
upp í 109,10 kr. og dísilolía frá
49,90 kr. lítrinn upp í 53 kr.
Bensínlítri hækk-
ar um tvær kr.