Morgunblaðið - 04.10.2004, Page 6
6 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
EKKI er hægt að sjá á tölum
Hagstofu Íslands að niðurhal og
ólögleg dreifing á höfundarvörðu
efni hafi augljós áhrif á sölu hér
á landi. Þetta er mat Ragnars
Karlssonar fjölmiðlafræðings og
sérfræðings hjá Hagstofunni.
Á síðustu fimm árum hefur út-
leiga á myndböndum heldur
minnkað og aðsókn að kvik-
myndahúsum var minni í fyrra en
hún var árið 2002. Þá seljast mun
færri erlendir geisladiskar en
fyrir fimm árum. Á hinn bóginn
hefur sala á innlendum geisla-
diskum stóraukist og hið sama
má segja um sölu á DVD-diskum
sem hefur aldrei verið meiri en í
fyrra.
Í tengslum við aðgerðir rík-
islögreglustjóra gegn meintu
ólöglegu niðurhali um Netið hafa
rétthafar myndefnis og tónlistar
haldið því fram að þeir verði af
hundruðum milljóna vegna ólög-
legs niðurhals og dreifingar á
Netinu.
Ragnar segir að erfitt sé að
lesa nokkuð slíkt út úr þeim töl-
um sem Hagstofan býr yfir.
Ragnar bendir á að niðurhal í
stórum stíl sé fremur nýlegt fyr-
irbæri og of snemmt að segja til
um áhrifin af því. Ragnar segir
að erfitt sé að fullyrða nokkuð
um ástæður fyrir minni aðsókn
að kvikmyndahúsum. Hún sveifl-
ist til milli ára og nokkrar ofur-
vinsælar myndir geti haft mikil
áhrif á aðsóknartölur. Í rauninni
gildi hið sama um aðsókn að leik-
húsum, hún sé meiri þegar vinsæl
leikrit séu á fjölunum en minni
þegar fá slík séu í boði. Munurinn
í aðsókn geti hlaupið á tugum
þúsunda. Sveiflna í aðsókn gæti
auðvitað meira á litlum mörk-
uðum líkt og á Íslandi.
Aukin sala á
DVD-diskum
Spurður um minnkandi útleigu
myndbanda bendir Ragnar að
sala á DVD-diskum hafi aukist
mjög á síðustu árum. Minnkandi
útleiga þurfi því ekki endilega að
tengjast niðurhali um Netið held-
ur geti einnig verið til marks um
eðlilegar breytingar á mark-
aðnum, sem sést ekki síst á því
að sölumyndbandamarkaðurinn
hefur verið að sækja í sig veðrið
á síðustu árum eftir að hafa verið
tiltölulega vanþróaður, segir
Ragnar.
Ekki augljós
áhrif á sölu
Ólöglegt niðurhal og
dreifing á höfundarvörðu efni
RÍFLEGA 100 tengipunktar, svipaðir þeim
sem nethópurinn Ásgarður starfrækti áður en
ríkislögreglustjóri réðst til atlögu á þriðjudag,
eru reknir hér á landi um þessar mundir. Þetta
er mat Hreins Becks, talsmanns Deilis, sem
rekur fjóra tengipunkta. Um sextíu séu reknir
fyrir opnum tjöldum en hann gerir ráð fyrir því
að allt að jafnmargir séu neðanjarðar og ein-
göngu notaðir af lokuðum hópum. Erlendis
skipti þeir þúsundum.
Hreinn tekur skýrt fram að Deilir tengist
ekki rannsókn ríkislögreglustjóra. Tengipunkt-
um Deilis var engu að síður lokað þegar rík-
islögreglustjóri hóf aðgerðir en þeir verða opn-
aðir aftur fljótlega. Hreinn bætir við að
notendur Deilis séu ekki krafðir endurgjalds og
útgjöld félagsins séu greidd af aðstandendum
þess.
Hreinn segir málflutning rétthafa með ólík-
indum og þar sé mikið af rangfærslum. Þá reyni
lögregla að finna glufur á höfundarréttarlögun-
um til að finna meintum brotum stað. Fullyrð-
ingar um tap rétthafa séu úr lausu lofti gripnar
og byggist ekki á staðreyndum.
Hreinn telur að niðurhal á efni á Netinu frá
útlöndum sé ekki ólöglegt, jafnvel þó að efnið
hafi verið sett þar með ólöglegum hætti til að
byrja með. Með því að gera slíkt efni aðgengi-
legt með skráarskiptiforritum sé heldur ekki
verið að fremja lögbrot. Það teljist ekki dreifing
að gera efni aðgengilegt, dreifing hljóti að fela í
sér að viðkomandi sendi efnið til viðtakenda en
með skráarskiptum sé ekki um slíkt að ræða.
Þau rök lögreglu að tilvist efnis í skráarskipti-
forritum teljist ólögleg birting séu útúrsnúning-
ur.
Hreinn harmar aðgerðir lögreglu og telur
kæru samtaka rétthafa spilla fyrir málstað
þeirra. Hægt hefði verið að ná sáttum milli not-
enda skráarskiptiforrita og rétthafa. Ein hug-
myndin í þeim efnum væri að leggja gjöld á
tölvutengingar sem myndu ganga til rétthafa.
Svipuð gjöld hefðu þegar verið lögð á óskrifaða
geisladiska, raunar þau hæstu sem um geti í
heiminum.
Rúmlega 10.000 notendur
Lögregluaðgerðir verði eingöngu til þess að
þeir sem nota skráarskiptiforrit gæti þess að
starfsemin verði ekki lengur fyrir opnum tjöld-
um.
Hreinn segir að Deilir styðji ekki ólöglega
dreifingu heldur vilji stuðla að frjálsum sam-
skiptum á Netinu. Hann bendir á að á vef Deilis
sé hægt að tilkynna misnotkun, m.a. dreifingu á
ólöglegu efni. Engin slík tilkynning hafi nokk-
urn tíma borist, hvorki frá notendum né rétt-
höfum.
Að sögn Hreins er Deilir stærsta og virkasta
spjallrás landsins. Í heild séu notendur rúmlega
10.000 og um 3.500 manns séu tengdir hverju
sinni og því sé um að ræða eitt fjölsóttasta vef-
svæði Íslands. Flestir notendanna tengist tengi-
punktum Deilis.
Til að gerast notandi að tengipunktunum
þurfa menn að ráða yfir ákveðnu magni af efni
til að skiptast á við aðra. Þar er jafnframt boðið
upp á ókeypis niðurhal á skráarskiptiforritum
og tæknilega aðstoð.
Aðspurður hvernig efni notendurnir skiptist
á segir Hreinn að hann geti ekki móti vitað það.
Eina eftirlitið hjá Deili sé sjálfvirk sía sem vins-
ar út klámefni og annað slíkt. Hugsanlega skipt-
ist menn á fjölskyldumyndum, ókeypis hugbún-
aði og fleiru. Þegar hann er spurður hvort leiða
megi líkur að því að megnið sé höfundarvarið
efni svarar hann því til að hann myndi aldrei
halda slíku fram að órannsökuðu máli.
Notendur skráarskiptaforrita á Íslandi skipta þúsundum
Ríflega 100 tengi-
punktar eru á ÍslandiBJARKI Magnússon, einn þeirra sem var hand-tekinn í aðgerðum ríkislögreglustjóra gegnnethópnum Ásgarði á þriðjudag, segist ekkiskilja hvers vegna þessi hópur hafi verið tek-
inn út úr. Mun meiri skráaskipting fari t.a.m.
fram í gegnum Deili og þúsundir manna um
allt land stundi þessa iðju.
Spurður um hvort hann hafi stundað skráa-
skipti með, og veitt öðrum aðgang að, höfund-
arréttarvörðu efni með ólögmætum hætti seg-
ist Bjarki ekki vilja svara því.
Hann segir starfsemi Ásgarðs sambærilega
við starfsemi Deilis, munurinn sé sá að Deilir
sé öllum opinn en Ásgarður hafi verið lokað
samfélag um 100 manna. „Við erum í rauninni
bara litlu karlarnir. Deilir er mörg þúsund
sinnum stærra batterí hvort sem það er mælt í
gagnamagni eða notendafjölda,“ segir hann.
Bjarki segir að Ásgarður hafi verið settur á
laggirnar til að gefa félagsmönnum kost á að
senda stórar skrár sín á milli. Boðið hafi verið
upp á skráaskiptiforrit en það hafi verið hverj-
um og einum í sjálfsvald sett hvort hann notaði
það í lögmætum eða ólögmætum tilgangi.
Eins og fram hefur komið hjá lögreglu var
stórtækasti notandinn með um 2.500 gígabæt
af efni en samtals telur lögregla að hún hafi
lagt hald á um 11.000 gígabæt, megnið ólög-
mætt efni. Bjarki segist ekkert geta sagt um
þetta annað en að sumir hafi verið með lítið
efni til að skiptast á og aðrir mikið.
„Við erum í
rauninni bara
litlu karlarnir“
Í BRÉFI sem deildarstjóri sjúkra-
flutninga á Sjúkrahúsi Akraness hef-
ur sent 16 ábyrgðar- og hagsmuna-
aðilum fjarskipta- og öryggismála í
landinu tilkynnir Gísli Björnsson að
sjúkraflutningaþjónustan á Akranesi
hafi hætt notkun Tetra fjarskipta-
búnaðarins þar sem fjarskiptaskil-
yrði hafa stórversnað á svæðinu
norðan Hvalfjarðar að undanförnu.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Gísli að sjúkrahúsið, björgunarsveit-
ir, lögregla og slökkvilið gætu ekki
haft samband sín á milli á sama tíma,
þar sem ekki lengur væri hægt að
stóla á að boð gætu borist á milli
margra aðila.
„Við höfum fjárfest í dýrum útbún-
aði til þess að geta notast við þetta
samskiptakerfi en það er nánast ekk-
ert samband hægt að hafa á milli að-
ila í gegnum Tetra-kerfið norðan
megin við Hvalfjarðargöngin. Það er
útbúnaður í Hvalfjarðargöngunum
sem aðilar á höfuðborgarsvæðinu
geta notað en við heyrum ekkert í
þeim sendi hér á Akranesi og í ná-
grenni,“ sagði Gísli og bætir því við
að góð fyrirheit hafi verið gefin af
hálfu Tetra Island um að komið yrði
upp sendum á Akranesi og nágrenni,
en engar efndir orðið.
„Við viljum fá skýr svör um fram-
tíð kerfisins. Það er ekki hægt að ná
til neyðarlínunnar í gegnum Tetra og
einu samskiptin sem björgunaraðilar
norðan Hvalfjarðar geta notað eru
GSM eða NMT símar. Að allra mati
er um að ræða ófullnægjandi miðl-
unartæki upplýsinga á ögurstundum
sem ná aðeins til tveggja aðila í senn.
Við sem störfum að sjúkraflutningum
erum uggandi yfir ástandinu þar sem
svæðið sem við þurfum að sinna er
stórt með fjölmennum vinnustöðum á
Grundartanga, auk þess eru Hval-
fjarðargöngin sérstakt áhættusvæði.
Ef ekki finnst viðunandi lausn með
Tetra kerfinu á næstunni er ekki um
annað að ræða en hefja vinnu við upp-
setningu á öðrum fjarskiptakerfum
fyrir björgunaraðila, s.s. VHF með
endurvarpa á Akrafjalli,“ sagði Gísli
Björnsson við Morgunblaðið.
Ófremdarástand í fjarskiptamálum björgunaraðila
Telja Tetra-kerfið ónot-
hæft norðan við Hvalfjörð
Slökkvilið, sjúkralið og lögregla sem nota Tetra-kerfið segja það ónothæft norðan Hvalfjarðar.
Akranesi. Morgunblaðið.
NEYSLUVARNINGUR sem Ís-
lendingar kaupa erlendis og hyggjast
flytja inn án þess að greiða lögboðin
gjöld af fer ekki framhjá tollvörðum í
Leifsstöð vegna náinna samskipta við
erlend tollayfirvöld, þegar ferðamenn
fá endurgreiddan virðisaukaskatt er-
lendis.
Í blaðinu á miðvikudag var sagt frá
því að brögð séu að því að ferðamenn í
Leifsstöð reyni að smygla varningi í
gegnum græna hliðið en lenda í mjög
háum sektum þegar upp um þá
kemst. Öllum varningi yfir 24 þúsund
krónum þarf reglum samkvæmt að
framvísa í rauða tollhliðinu og segir
sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
brýnt að fólk fari að þessum reglum.
Þegar ferðamenn kaupa vörur í
„Tax Free“ verslunum erlendis og fá
endurgreiddan virðisaukaskattinn, fá
íslensk tollyfirvöld strax sendar allar
upplýsingar um viðskiptin. Þegar
ferðamaðurinn kemur heim vita toll-
verðir því hvort viðkomandi hefur
keypt tollskyldan varning og geta því
upplýst brotin samstundis ef viðkom-
andi segist ekki vera með neitt toll-
skylt.
Fá upplýs-
ingar um
tollskyldan
varning