Morgunblaðið - 04.10.2004, Page 21

Morgunblaðið - 04.10.2004, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 21 M iklar umræður hafa verið undanfarnar vikur um Sunda- braut annars vegar og mislæg gatna- mót á Miklubraut og Kringlumýr- arbraut eða aðrar lausnir á þeim gatnamótum hins vegar. Það verð- ur að viðurkennast að sú vink- ilbeygja, sem fulltrúar R-listans tóku í málefnum gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar, hefur komið verulega á óvart og sett þessi mál í uppnám og annað samhengi en áður var. Í ljósi sögunnar er rétt að rifja upp að það skipulagsklúður, sem varð í upphafi stjórnartíðar R- listans hjá Reykjavík- urborg, þegar mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar voru tekin út af að- alskipulagi, olli töfum á hönnun og verkferli mislægra gatnamóta á þessum umferð- arþyngstu gatnamót- um höfuðborgarsvæð- isins. Þegar R-listinn setti mislægu gatna- mótin síðan aftur inn á aðalskipulag fór undirbúningsvinna í gang, sem hefur verið unnið að um nokkra hríð. Í sam- gönguáætlun var gert ráð fyrir framkvæmdum á Miklubraut og Hringbraut. Þar á meðal þessum gatnamótum. Var það í samræmi við aðalskipulag borgarinnar. Samkvæmt því var undirbúningur kominn í gang þegar mislæg gatnamót eru aftur slegin út af borðinu. Nú með þeim rökum að Sundabraut skuli sett í forgang. Það er auðvitað óábyrgt af fulltrú- um R-listans að stilla þessum tveimur framkvæmdum upp á móti hvor annarri. Það er kominn tími til að stíga til jarðar í þessu mikilvæga máli og leggja meginlínurnar. Reykvíkingar geta ekki beðið árum saman með úrlausn mála á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Enn er töluverð vinna eftir við undirbún- ing mislægra gatnamóta, sem ger- ir það að verkum að lok fram- kvæmda verða aldrei fyrr en um árið 2008–2009. Því legg ég áherslu á að ráðist verði í lausn sem felst í útvíkkun gatnamót- anna, en með henni eru gatnamót- in víkkuð og akreinum og um- ferðarljósum bætt við strax næsta vor. Sú framkvæmd mun bæta umferðarflæði um gatnamótin til muna. Líklegt verður að telja að ekki þurfi umhverfismat fyrir þá framkvæmd, þar sem einungis er um að ræða breytingu á núverandi gatnamótum. Því verður mögulegt að hefjast handa jafn fljótt og raun ber vitni. Undirbúningsvinnu fyrir mislæg gatna- mót verður haldið áfram með það fyrir augum að ná sátt um nýja lausn og ráðast í gerð þeirra þegar undirbúningsvinnu er lokið og borgaryf- irvöld hafa náð átt- um. Í millitíðinni verður vinna við Sundabraut sett af stað, alla leið upp á Kjalarnes. Með þeirri Sundabraut sparast kostnaður við að byggja upp Vesturlandsveg um Kollafjörð þegar lokið hefur verið við tvöföldun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ. Með þessari nálgun fá þeir 80 þúsund bílar, sem fara um gatna- mót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar, strax viðunandi úr- lausn þar til unnt verður að ráðast í framkvæmdir við mislæg gatnamót. Ef ekki verður gripið til þessara aðgerða verður bið þeirra sem um gatnamótin fara eftir lausn allt til ársins 2009. Það er óviðunandi fyrir þá sem aka um götur Reykjavíkur. Það er mikið umhugsunarefni að sveitarfélögin geti stöðvað mik- ilvægar framkvæmdir við þjóðvegi sem ríkið kostar og Vegagerðin ber alla ábyrgð á. Það bendir allt til þess að kominn sé tími til að breyta lögum svo tryggja megi eðlilega framvindu án aðkomu þeirra sveitarstjórna sem sveiflast eftir óstöðugum vindi. Mislæg gatnamót og Sundabraut Sturla Böðvarsson skrifar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Höfundur er samgönguráðherra. ’Það er kominn tímitil að stíga til jarðar í þessu mikilvæga máli og leggja meginlín- urnar.‘ Sturla Böðvarsson samgönguráðherra leggur áherslu á að ráðist verði í út- víkkun gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar strax næsta vor sem hann segir að muni bæta umferðarflæði gatnamótanna til muna. skot blaðamanns]: Það eina sem við þurfum að óttast er óttinn sjálfur. Við erum því orðasmiðir fyrst og fremst. Forsetar kunna nýjum hugmyndum ekki vel, þær geta ruggað bátnum. En þeir kunna að meta það þegar hægt er að klæða gamlan sannleik í nýjan búning.“ Humes tekur undir að sérhver forseti vilji láta falla einhver ummæli sem þeirra verður minnst fyrir síðar. Hann nefnir Bill Clinton í þessu samhengi, segir að því miður fyrir hann verði hans aðeins minnst fyrir orðin „ég átti ekki kynmök við þessa konu, Monicu Lewinsky“. „Það er dæmi um eitthvað sem menn vilja ekki láta minnast sín fyrir,“ segir Humes, sem er sjálfur repúblikani. Humes bætir því við að ræðuritari forseta sé sömuleiðis þýðandi. Ræðuritarinn sé auðvitað ekki að þýða úr einu tungumáli, t.d. spænsku, í annað. En hann þurfi hins vegar að geta komið tungutakinu sem embættismenn í stjórnkerfinu gjarnan noti í skýrslur sínar í skiljanlegt form. „Við verðum að fá orðin til að hljóma vel,“ segir hann. Miklu skipti hversu mikinn áhuga forsetarnir sjálfir sýni orð- unum, sem þeir eigi að flytja. „Ef þeir taka orðin og velta þeim fyrir sér verða þeir eins og feður sem ættleiða börn: þeir umbreytast í feður barnanna. Það sama á við um ræðurnar sem við skrifum, ef forset- inn gerir þau raunverulega að sínum orðum þá verða þau þeirra.“ Churchill eftirminnilegastur Humes er sérlega fróður um Churchill og hefur skrifað nokkrar bækur um hann, eins og áður er get- ið. Hann segir að þrátt fyrir að hann hafi unnið fyrir fimm forseta Bandaríkjanna verði Churchill alltaf átrúnaðargoð hans. „Ég hitti hann einu sinni, þegar ég var átján ára gamall, en ég var þá námsmaður í London,“ segir Humes og umbreytist nú skyndilega í Churchill, breytir ekki aðeins rödd sinni heldur fram- komu þannig að unun er með að fylgjast. Mætti helst halda að Churchill væri sjálfur mættur á vettvang. „Ungi maður, þú átt að læra sagnfræði. Lestu sagnfræði því þar er öll leyndarmál stjórnkænsk- unnar að finna,“ segir Humes með rödd Churchills og látbragði en þessi orð sagði Churchill við hinn unga námsmann og Humes man dagsetninguna vel, þetta var 29. maí 1953 þegar Churchill var forsætis- ráðherra Bretlands í annað sinn. „Ég hef hitt alla þessa forseta en að hitta Churchill var eins og að hitta guð sjálfan. Hann var svo stórmerkilegur, hann var nefnilega orðinn hluti af sögunni þegar hann var enn á lífi.“ Humes segir að Sir Martin Gilbert hafi talið fyrr- greind ummæli Churchills svo merkileg að hann geti þeirra í bók sinni um Churchill, Churchill: A Life. Þar sé sagt frá því að hinn sjötíu og átta ára gamli Churchill hafi látið þessi orð falla er hann hitti hinn átján ára gamla James C. Humes, námsmann í London. „Og síðan kemur fram í tilvísun að náms- maður þessi hafi síðar orðið ræðuritari hjá nokkrum forsetum Bandaríkjanna. Ég er mjög stoltur af því að hafa ratað inn í söguna með þessum hætti,“ sagði James C. Humes. hann sextugan að aldri; hann umbreyttist í aðra per- sónu um leið og ljósmyndari var mættur á svæðið.“ Humes er spurður um persónuleika annarra for- seta sem hann starfaði fyrir. Hann endurtekur að hann hafi kynnst Nixon best, fyrst starfað hjá honum er hann var varaforseti Eisenhowers og síðan þegar Nixon sjálfur var orðinn forseti. En hann hafi þó einnig kynnst Gerald Ford nokkuð vel. Ford hafi ætíð komið nákvæmlega til dyra eins og hann var klæddur. „Ég aðstoðaði Ford við að skrifa endurminningar sínar og ég stakk upp á titlinum, sem kemur úr biblí- unni, Tíma sátta [e. A Time to Heal]. Ég sagði við hann, herra forseti, þú settir smyrsl á sárin sem plöguðu bandarískt þjóðlíf eftir Watergate og þú læknaðir sjúkan efnahag. Hvers vegna kall- arðu ekki bókina þína Tíma sátta? Ford var alveg eins og hann kemur fyrir op- inberlega, hreinskiptinn og hógvær; en hann hafði ekki sömu vitsmunalegu forvitnina og Nixon hafði,“ segir Humes um Gerald Ford, sem var forseti 1974– 1976. Hume bætir því við að hann hafi hringt til Fords í sumar, þegar hann átti 91 árs afmæli. Heilsu hans hraki hins vegar hratt um þessar mundir. Humes skrifaði nokkrar ræður fyrir George Bush eldri þegar hann var forseti en þá sem sérlegur verktaki, ekki sem starfsmaður með aðsetur í Hvíta húsinu. „Þetta er starf fyrir unga menn,“ segir Hum- es en nokkuð er nú um liðið síðan hann var virkur sem ræðuritari. Humes hafði hins vegar fyrst unnið fyrir Bush þegar hann sóttist eftir útnefningu Repúblik- anaflokksins vegna forsetakosninganna 1980. Kynnt- ist hann Bush ágætlega þá en Bush náði hins vegar ekki settu marki, tapaði fyrir Ronald Reagan, sem síðan var kjörinn forseti. „Reagan var án efa sá sem flutti ræðurnar mínar allra best,“ segir Humes um Reagan sem gerði Bush að varaforseta sínum eftir rimmu þeirra 1980. „En ég hafði sennilega minnst samskipti við Reagan. Þegar þú áttir með honum fundi þá gat verið erfitt að kynnast honum í raun og veru, hann sagði kannski við þig hversu ánægður hann væri að hitta þig en hann hleypti fólki samt ekki að sér.“ Ræðusmiðir eru snyrtifræðingar fyrst og fremst Humes segir fólk gjarnan standa í þeirri meiningu að ræðuritarar forseta Bandaríkjanna séu miklir andans menn, sem leggi ráðamanninum orð í munn. „Og ræðuritarar vilja gjarnan að fólk haldi þetta,“ segir hann. „En það er réttara að kalla okkur snyrti- fræðinga. Það sem ég á við er þetta: John Kennedy hefði getað sagt löndum sínum að sýna ætíð þjóð- rækni. En Ted Sorensen skrifaði í staðinn þessi orð: Spyrjið ekki hvað land ykkar getur gert fyrir ykkur, spyrjið fremur hvað þið getið gert fyrir land ykkar. Hugsunin er sú sama, hún er bara orðuð af meiri mælsku. Roosevelt hefði sömuleiðis getað sagt við landa sína að þeir ættu að varast að fara á taugum. En Sam Rosenman skrifaði fyrir hann þau fleygu orð [og hér bregður Humes sér í gervi Roosevelts: inn- t hafa sam- átti ekki umes í utan- ýr mað- n þátt í h hafi krifað ð koma m. ður man en lét s vegar ar alltaf o var m na og Humes gum sín- u; þeir stir for- ækja, nginn getur heim- tli að el ég um í Hvíta nnt held maður og örgu g vann fyrst r forseti ra of ó að sem mið fram nn var. tur, sjarm- nn eins sér Morgunblaðið/Kristinn mes. ar eru hugsjúkir“ da- r hann david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.