Morgunblaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gaukur Jörunds-son fæddist í
Reykjavík 24. sept-
ember 1934. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
22. september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðrún Helga Dalm-
ansdóttir, húsfreyja,
f. 7. september 1892,
d. 24. júlí 1968, og
Jörundur Brynjólfs-
son, alþingismaður
og bóndi í Kaldaðar-
nesi, f. 21. febrúar
1884, d. 3. desember 1979. For-
eldrar Guðrúnar voru Dalmann
Ármannsson, bóndi, síðast í Hítar-
neskoti í Kolbeinsstaðahreppi, f.
14. ágúst 1865, d. 3. janúar 1922,
og Steinunn Stefánsdóttir, hús-
freyja, f. 24. júlí 1855, d. 19. októ-
ber 1942. Foreldrar Jörundar voru
Brynjólfur Jónsson, bóndi, síðast á
Starmýri í Geithellnahreppi, f. 23.
nóvember 1844, d. 6. desember
1913, og Guðleif Guðmundsdóttir,
húsfreyja, f. 26. ágúst 1852, d. 2.
september 1948.
Hálfsystkini Gauks samfeðra
eru Haukur, f. 11. maí 1913, d. 26.
Skálholti og Kaldaðarnesi. Hann
varð stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1954 og lauk embættis-
prófi í lögfræði frá Háskóla Ís-
lands 1959. Hann stundaði fram-
haldsnám í Osló, Kaupmannahöfn
og Berlín 1959–62. Hann lauk
doktorsprófi frá Háskóla Íslands
1970. Gaukur var fulltrúi hjá yf-
irborgardómaranum í Reykjavík
frá 1962–1968 og settur hæstarétt-
arritari 1967. Hann var lektor við
lagadeild Háskóla Íslands 1967–
1969 og skipaður prófessor til
1992. Hann var settur hæstarétt-
ardómari 1983 og 1987. Gaukur
var kjörinn af Alþingi umboðs-
maður Alþingis 1988–1998. Hann
átti sæti í Mannréttindanefnd Evr-
ópu frá 1974–1999 og kjörinn dóm-
ari við Mannréttindadómstól Evr-
ópu frá 1998. Gaukur hefur gegnt
ýmsum félags- og trúnaðarstörf-
um. Hann var formaður gerðar-
dóms Verkfræðingafélags Íslands
1974–1988, í yfirfasteignamats-
nefnd 1969–1987, í prófnefnd fast-
eignasala 1968–1987 og formaður
höfundarréttarnefndar 1973–
1987. Hann var varaformaður
jarðanefndar Árnessýslu 1980–
1987 og formaður Veiðifélags Ár-
nesinga frá 1985. Hann var kjör-
inn félagi í Vísindafélagi Íslend-
inga. Gaukur var bóndi í
Kaldaðarnesi.
Útför Gauks fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
febrúar 2002, Guðrún,
f. 21. desember 1916,
d. 20. október 1998,
Guðleif, f. 21. desem-
ber 1916, d. 27. febr-
úar 2000, Þórður, f.
19. febrúar 1922, Auð-
ur, f. 16. júní 1923, og
Unnur, f. 9. apríl 1929.
Hinn 21. febrúar
1958 kvæntist Gaukur
Ingibjörgu Eyþórs-
dóttur, húsmóður, f. í
Selvogi 14. maí 1936.
Foreldrar Ingibjargar
voru Bergljót Guð-
mundsdóttir, húsmóð-
ir, f. 18. apríl 1906, d. 19. júní 1980,
og Eyþór Þórðarson, bóndi, f. 20.
mars 1898, d. 6. október 1988.
Börn Gauks og Ingibjargar eru: 1)
Guðrún, dósent við Háskólann í
Reykjavík, f. 30. október 1963.
Dóttir hennar er Ingibjörg Þor-
steinsdóttir, f. 20. júlí 1988. 2) Jör-
undur, lögmaður, f. 24. janúar
1966, unnusta hans er Anna Guð-
mundsdóttir framkvæmdastjóri, f.
13. mars 1967. Dóttir þeirra er
Auðbjörg, f. 1. ágúst 1993. Sonur
Jörundar er Gaukur, f. 12. apríl
1988.
Gaukur Jörundsson ólst upp í
Frændi okkar Gaukur Jörundsson
lést í Reykjavík 22. september, eftir
erfiðan sjúkdóm, 2 dögum fyrir 70
ára afmælisdaginn.
Gaukur fæddist í Lækjargötu 6a í
Reykjavík og er hann fyrsta ung-
barnið, sem ég man eftir og fannst
eftirminnilegt að fá að horfa á svo lít-
ið barn baðað í bala í eldhúsinu. Móð-
ir hans Guðrún Dalmannsdóttir var
þá matráðskona í Reykjavík. Síðar
bjuggu þau á Fjólugötu 1 og svo á
Grundarstíg 11.
Faðir hans var Jörundur Brynj-
ólfsson, kennari, bóndi og alþingis-
maður, sem rak búskap í Skálholti.
Þau settust síðan að í Skálholti og
þar átti Gaukur sína bernsku á þess-
um þekkta menningarstað. Þar var
rekið stórbú með 30 kýr í fjósi, sem
allar voru handmjólkaðar, fjölda
kinda og marga hesta.
Það var því alltaf fjölmenni í Skál-
holti, því það þurfti margar hendur
til að sinna öllum búverkum á svo
stóru heimili.
Það var líka gestkvæmt á sumrin á
svo þjóðfrægum stað. Gamla kirkjan
var ósköp venjuleg, frekar lítil báru-
járnsklædd sveitakirkja, en þangað
kom ferðafólk að skoða kirkjuna og
þær sögulegu minjar, sem hún hafði
að geyma. Það þurfti því ávallt að
vera einhver til taks að ganga með
gestum og sýna og segja frá. Sitt
hvorum megin við innganginn í kirkj-
una voru biskupalegsteinar og inni í
kirkjunni voru nokkrir slíkir undir
kirkjugólfinu, sem var samsett af
hlerum er þurfti að lyfta, svo hægt
væri að sýna þá. Einnig var altarið á
hlera, sem þurfti að lyfta, því þar
undir var einn legsteinninn. Erlendir
kennimenn komu í pílagrímsför að
Skálholti til að skoða þessar minjar
og ekki síður minnisvarðann um Jón
Arason og syni hans.
Jörundur áttu gott bókasafn, enda
var hann bókasafnari og var því nóg
að lesa, þótt lesið væri við lampaljós
(olíulampa), því ekkert var rafmagn-
ið.
Ef fara þurfti um sveitir t.d. yfir á
Skeiðin, þurfti að sundríða Hvítá.
Stundum var fólkið ferjað í báti og
hestarnir þá hafðir í taumi og látnir
fylgja bátnum.
Biskupstungan liggur frá Skálholti
og myndast þar sem Brúará og Hvítá
renna saman.
Þar er Þorlákshver meðal annars
og í honum var bakað hverabrauð.
Vorið, sem Gaukur fermdist fluttu
þau að Kaldaðarnesi í Flóa og hefur
hann átt þar heima síðan. Oft var far-
ið í heimsóknir, þótt það væri dags-
ferð að komast að Skálholti og líka
alllangur afleggjarinn frá Eyrar-
bakkaveginum að Kaldaðarnesi. En
margar vetrarferðirnar eru okkur
ógleymanlegar í baráttu við veðuröfl-
in til að komast á áfangastað og halda
upp á áramótin í sameiningu fleiri
fjölskyldna. Báðir þessir staðir voru
erfiðir fyrir skólagöngu og var fjöl-
skyldan því með vetursetu í Reykja-
vík þar sem Jörundur þurfti líka að
vera vegna þingstarfa.
Gaukur kynntist ungur Ingibjörgu
Eyþórsdóttur, sem varð hans trausti
og góði lífsförunautur. Hún fylgdi
honum í hans framhaldsnámi í Ósló,
Kaupmannahöfn og Berlín og alls
staðar gat hún fengið vinnu við sitt
hæfi, enda hafði hún góða menntun
úr Kvennaskólanum í Reykjavík.
Þau eignuðust 2 börn, Guðrúnu, sem
nú hefur nýlega varið doktorsritgerð
sína í Lundi í Svíþjóð, tæpum hálfum
mánuði fyrir andlát Gauks, svo hann
gat glaðst yfir þeim góða árangri
hennar í lögfræðinni; og Jörund, sem
einnig er lögfræðingur.
Ingibjörg annaðist tengdaforeldra
sína af stakri natni, en þau bjuggu í
sambýli. Guðrún lést 1968 eftir löng
og erfið veikindi, en Jörundur lést
1979, þá orðinn 95 ára.
Sem barn og unglingur var Gauk-
ur af meðalstærð, en óx í það að
verða stór maður í orðsins fyllstu
merkingu, því hann vann sér alls
staðar vináttu og mikið traust allra
sinna samstarfsmanna í hvaða landi
og hvaða starfsemi, sem hann var.
Allir báru mikið traust til hans fyrir
réttsýni hans og margir af fyrrum
nemendum hans úr Háskólanum
hafa spurt um hann og borið lof á
hann sem kennara og sýnt honum
mikla virðingu.
Það verða aðrir til þess að skrifa
um öll hans mikilvægu störf, sem
hann innti af hendi og huga á lífsleið-
inni, svo ég ætla ekki að rekja það
nánar, en þetta er sá grunnur og það
veganesti, sem hann fékk í byrjun.
Faðir hans var ættaður frá Horna-
firði og móðir hans af Mýrum, fædd í
Mýrasýslu og uppalin í Hnappadals-
sýslu.
Dalmann Ármannsson, móðurafi
Gauks, tók við búi föður síns að Fífl-
holtum á Mýrum og hann og Stein-
unn Stefánsdóttir byrjuðu sinn bú-
skap þar og þar fæddust systkinin
Guðrún, Ármann Dalmannsson, sem
var þekktur maður á Akureyri og
Jón Dalmannsson, gullsmiður í
Reykjavík. Þau fluttust yfir ána Hít-
ará og voru þá komin í Hnappadals-
sýslu og bjuggu þar í Hítarneskoti.
Þau tóku líka fósturson Helga Árna-
son, sem ólst upp hjá þeim og eftir lát
Dalmanns fluttu mæðgurnar til
Reykjavíkur með Helga og Baldur
Stefánsson, sem var frændi og fóst-
ursonur.
Fyrir hönd okkar frændsystkina
Gauks vil ég þakka honum alla sam-
fylgd og vináttu og votta Ingibjörgu,
Guðrúnu, Jörundi og barnabörnun-
um okkar dýpstu samúð.
Dóra Jónsdóttir.
Stórt skarð hefur verið höggvið í
raðir fjölskyldunnar við fráfall Gauks
Jörundssonar, mágs míns.
Gaukur var sérlega bóngóður.
Gott að leita til hans. Hann kunni að
hlusta og á hann var hlustað. Hann
var úrræðagóður og ráðhollur. Gauk-
ur hafði næmt skopskyn og var alveg
bráðfyndinn.
Hann var barngóður. Þess nutu
börnin mín er þau dvöldu í æsku hjá
Ingibjörgu og Gauki í Kaldaðarnesi.
Þar kynntust þau sveitinni með öllu
tilheyrandi og bjuggu við gott atlæti
og öryggi.
Gaukur var höfðingi heim að sækja
enda heimilið gestkvæmt.
Hann var heimakær og undi sér
best heima í sveitinni í Kaldaðarnesi,
Flóa.
Hann var vinnusamur með af-
brigðum.
Hann var dýravinur og drengur
góður.
Lífsförunautur Gauks, Ingibjörg,
stóð við hlið hans alla tíð og saman
fetuðu þau lífsgönguna.
Ég þakka Gauki góða samfylgd.
Sigríður Eyþórsdóttir.
Kveðja frá
lagadeild Háskóla Íslands
Á einungis fjórum mánuðum hafa
þrír fyrrverandi prófessorar við laga-
deild Háskóla Íslands lotið í lægra
haldi fyrir skæðum sjúkdómi. Fyrst
Arnljótur Björnsson, þá Gunnar G.
Schram og nú síðast Gaukur Jör-
undsson.
Dr. Gaukur Jörundsson gegndi
starfi prófessors við lagadeild í tæp-
an aldarfjórðung. Um það leyti sem
hann tók við því starfi hlaut hann
doktorsnafnbót frá deildinni fyrir
tímamótaritgerð sína um eignarnám.
Það lá því beint við að aðalkennslu-
grein hans væri eignaréttur. Þó lét
hann til sín taka á fleiri sviðum. Með-
al þeirra var höfundaréttur og stönd-
um við, sem fengist höfum við
kennslu og rannsóknir í þeirri grein, í
þakkarskuld við Gauk fyrir framlag
hans til hennar. Samt var það aðeins
lítið brot af því sem hann lagði ís-
lenskri lögfræði til á starfsferli sín-
um. Á vegum lagadeildar gegndi
hann starfi deildarforseta um fjög-
urra ára skeið.
Ógerlegt er að telja upp öll þau
trúnaðarstörf sem honum voru falin
á öðrum vettvangi. Eitt þeirra var
embætti umboðsmanns Alþingis sem
hann gegndi fyrstur manna með
þeim ágætum að aldrei verður full-
þakkað. Einnig má nefna setu hans í
Mannréttindanefnd og síðar í Mann-
réttindadómstóli Evrópu, þar sem
hann naut einstakrar virðingar sök-
um lagaþekkingar sinnar og mann-
kosta.
Njáli Þorgeirssyni er svo lýst í
Njálu: „Hann var lögmaður svo mik-
ill að engi var hans jafningi, vitur og
forspár, heilráður og góðgjarn og
varð allt að ráði það er hann réð
mönnum, hógvær og drenglyndur,
langsýnn og langminnigur. Hann
leysti hvers manns vandræði er á
hans fund kom.“ Þessi lýsing gæti
allt eins átt við Gauk því að hann
hafði allt það til að bera, sem prýða
má sunnlenskan höfðingja, ekki að-
eins í lund, heldur og á velli. Þannig
taldi hann að engin þeirra virðing-
arstaða, sem honum hlotnuðust að
verðleikum á heilladrjúgri starfsævi,
jafnaðist á við þá að vera óðalsbóndi í
Kaldaðarnesi.
Okkur nemendum Gauks verður
hann jafnan minnisstæður. Skiptir
þar ekki síst máli sú leiftrandi kímni-
gáfa, sem hann bjó yfir, þótt hann
færi vel með hana. Fleyg er sagan úr
fimmtugsafmæli hans þegar einn af
sveitungum hans mærði hann með
þeim orðum að hann væri mestur
lagamaður á Íslandi og þótt víðar
væri leitað. Sló þögn á gesti við þessi
orð, en í hópi þeirra voru margir af
fremstu lögfræðingum landsins. Af-
mælisbarnið kom hins vegar ræðu-
manni til bjargar með því að segja
stundarhátt: „Oft má satt kyrrt
liggja!“
Á þessum tímamótum vil ég, fyrir
hönd lagadeildar og starfsfólks henn-
ar, færa Gauki þakkir fyrir sam-
fylgdina. Jafnframt þökkum við Þór-
hildur honum fyrir áratugalanga
vináttu og sendum Ingibjörgu og
fjölskyldu þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Eiríkur Tómasson.
Kveðja frá
Hæstarétti Íslands
Starfsvettvangur Gauks Jörunds-
sonar var fyrst og fremst Háskóli Ís-
lands, embætti umboðsmanns Al-
þingis og mannréttindastofnanir
Evrópuráðsins í Strassborg í Frakk-
landi. Spor hans lágu þó víðar og
naut Hæstiréttur Íslands starfs-
krafta hans um tíma. Þannig var
hann settur hæstaréttarritari í ellefu
mánuði á árinu 1967 og settur dómari
við réttinn í tvígang, hið fyrra sinn í
sex mánuði á árinu 1983 og hið síðara
í sjö og hálfan mánuð 1987. Þá sat
hann sem varadómari í einstökum
málum þar að auki.
Gaukur hafði sannarlega þá kosti
til að bera, sem góðum dómara eru
nauðsynlegir. Það var gæfa fyrir
Hæstarétt að fá hann til starfa og
fyrir það skal þakkað við leiðarlok.
Hann var eftirsóttur til allra verka og
á hann hlóðust ábyrgðarstörf, sem
engan þarf að undra þegar óvenju-
legir mannkostir og atgervi hans er
haft í huga. Þekking hans á lögvís-
indum var djúp og framlag hans til
þeirra slíkt að fáir hafa gert jafn vel
eða betur.
Það var hins vegar ekki aðeins svo
að Gaukur nyti virðingar allra fyrir
störf sín, heldur var hann einnig vin-
sæll og vinamargur. Í vinahópi var
hann hrókur alls fagnaðar þar sem
rík kímnigáfan naut sín vel. Hans er
sárt saknað og með Gauki er genginn
einstakur maður.
Af djúpri virðingu og einlægri vin-
áttu kveðja starfsmenn Hæstaréttar
Íslands Gauk Jörundsson. Fjöl-
skyldu hans vottum við samúð, en
honum sjálfum biðjum við blessunar
á eilífðarbrautinni.
Gunnlaugur Claessen,
varaforseti Hæstaréttar.
Gaukur Jörundsson var umboðs-
maður Alþingis í áratug – frá 1988 til
1998. Við sem vorum vestnorrænir
starfsbræður hans urðum þeirrar
ánægju aðnjótandi á þeim árum sem
hann gegndi embætti umboðsmanns
að eiga við hann náið og mikilsvert
samstarf sem leiddi til varanlegrar
vináttu.
Yfirgripsmikil þekking Gauks á
lögum og rétti, lögspeki hans og
dómgreind var víðkunn. Í okkar aug-
um var hann hinn dæmigerði íslenski
lagamaður sem við þekktum frá sög-
unni – lögsögumaður. Í nánu sam-
starfi okkar um árabil nutum við
góðs af hyggjuviti hans, innsæi og
mannþekkingu. Glaðlyndi hans og
markviss tilsvör gerðu það einnig að
verkum að unun var að umgangast
hann.
Umboðsmannalögin og þær rétt-
arreglur sem móta störf okkar eru
mjög áþekk. Í starfi okkar stöndum
við andspænis mörgum sömu vanda-
málunum. Á fundum okkar gátum við
borið saman reynslu okkar og skipst
á skoðunum. Vegna sinnar faglegu
yfirsýnar og alhliða bakgrunns
ásamt hlýju viðmóti og glettni varð
Gaukur sjálfkrafa miðpunktur í þeim
samræðum. Hann var góður ráðgjafi,
líka fyrir starfsbræður sína.
Í þau mörgu skipti sem fundirnir
voru haldnir á Íslandi fór Gaukur
með okkur um landið og sýndi okkur
ýmsa staði, meðal annars Þingvelli,
Snæfellsjökul, Höfn og Akureyri.
Það var oft farið á heimili hans í
Kaldaðarnesi og við fundum vel
hversu sá staður var honum kær.
Gegnum samstarf okkar Gauks
kynntumst við Ingibjörgu líka vel. Í
dag leitar hugur okkar til hennar.
Umboðsmaður Alþingis er lög-
fræðilegur trúnaðarmaður þjóð-
þingsins. Hann skal vera sjálfstæður
í störfum sínum og óháður bæði þjóð-
þingi og stjórnvöldum og leitast við
að tryggja það að þegnarnir séu ekki
órétti beittir af stjórnvöldum. Með
myndugleik sínum og sjálfstæði
stuðlaði Gaukur að því í starfi sínu að
gera að veruleika hið forna norræna
orðtak að með lögum skal land
byggja en með ólögum eyða.
Hans Gammeltoft-Hansen,
Folketingets ombudsmand,
Arne Fliflet,
Stortingets ombudsmann.
Kveðja frá
Dómarafélagi Íslands
Gaukur Jörundsson var lærifaðir
margra dómara þessa lands í laga-
deild Háskóla Íslands, og hafði sem
slíkur mótandi áhrif á skilning okkar
á tengslum laga og þjóðlífs, tilkomu
laganna og notkun þeirra við lausn
ágreiningsefna. Hann var skemmti-
legur kennari. Einstakt skopskyn
hans gæddi oft þurrt námsefnið lífi
og kætti viðstadda þar sem hann var
fundarstjóri. Þegar Gaukur hvarf frá
háskólanum og axlaði það mikilvæga
verkefni að móta starf Umboðs-
manns Alþingis hélt hann í vissum
skilningi áfram hlutverki fræðarans
með því að leggja grundvöll að góð-
um stjórnsýsluháttum. Forsenda
þessa var afburða lagaþekking hans,
dómgreind og sjálfstæði. Gaukur hóf
farsælan og fjölbreyttan starfsferil
sinn sem dómarafulltrúi. Síðar sat
hann oft sem varadómari í einstökum
málum í Hæstarétti og var einnig í
tvígang settur um tiltekinn tíma. Þar
mátti sjá áhrif hans. Síðast en ekki
síst setti hann mark sitt á þróun rétt-
arins og réttaröryggis, ekki aðeins
hér á landi heldur á alþjóðavettvangi,
með störfum sínum í Mannréttinda-
nefnd Evrópu, vinnu við endurritun
mannréttindakafla stjórnarskrárinn-
ar, og síðar sem dómari við Mann-
réttindadómstól Evrópu. Áhrif hans
voru mikil, ekki aðeins vegna afburða
lagaþekkingar heldur vegna þess
hvernig hann beitti henni með rök-
festu og af mannskilningi og víðsýni.
Við kveðjum Gauk Jörundsson,
mikilhæfan lögfræðing, kennara,
fræðimann, dómara, óðalsbónda og
vin, með söknuði og virðingu og vott-
um eiginkonu hans, Ingibjörgu Ey-
þórsdóttur, börnum og barnabörnum
samúð.
Hjördís Hákonardóttir,
formaður
Dómarafélags Íslands.
Dr. Gaukur Jörundsson, dómari
Íslands við Mannréttindadómstól
Evrópu, lést eftir erfið veikindi hinn
22. september sl., tveimur dögum
fyrir sjötugsafmæli sitt. Lauk þar
harðri glímu hans við grimman og
óvæginn andstæðing sem á endanum
hafði betur. Með Gauki er genginn sá
úr hópi íslenskra lögfræðinga, sem
með framlagi sínu til lögvísindanna
átti hvað drýgstan þátt í að þróa þá
lögfræðilegu umgjörð, sem um sam-
félag okkar lykur og gerir Ísland í
dag að öflugu réttarríki.
Starfsævi Gauks má skipta í þrjú
skeið eða tímabil, þótt skörun hafi
GAUKUR
JÖRUNDSSON