Morgunblaðið - 04.10.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 04.10.2004, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 23 MINNINGAR verið á milli þeirra allra. Á hinu fyrsta sinnti hann kennslu við laga- deild Háskóla Íslands og þar lagði hann sem prófessor grundvöllinn að því skipulagi náms í fjármunarétti við deildina sem enn er við lýði í öll- um aðalatriðum. Árið 1970 varði hann doktorsritgerð sína „Um eign- arnám“, þar sem hann setti fram kenningar um það, hverjar skorður eignarréttarákvæði íslensku stjórn- arskrárinnar setur handhöfum lög- gjafarvaldsins við meðferð og beit- ingu valds síns, þegar kemur að setningu lagareglna, sem skert geta eignarréttindi manna. Er óhætt að segja að niðurstöður ritgerðar Gauks hafi mjög mótað verklag Alþingis við lagasetningu á þeim sviðum sem efni ritgerðarinnar tekur til, sem er bæði flókið og umfangsmikið, og ekki síður afstöðu íslenskra dómstóla við beit- ingu þeirra réttarreglna sem þar eiga hlut að máli. Þá sendi hann frá sér á síðari hluta þessa tímabils, auk fjölmargra annarra rita sem ekki verða hér talin, handrit að gagn- merkri kennslubók í eignarétti (1982–1983) sem enn er lögð til grundvallar við kennslu í lagadeild. Um bæði þessi rit, doktorsritgerðina og kennsluritið, má segja að þótt nokkuð langur tími sé liðinn frá samningu þeirra og tímans tönn nagi í þau eins og allt annað, hefur lög- fræðilegt gildi þeirra í öllum grund- vallaratriðum lítið breyst. Gaukur tók sæti í Mannréttinda- nefnd Evrópu árið 1974 og sinnti því verkefni með kennslu við lagadeild- ina og síðan meðfram störfum sínum sem umboðsmaður Alþingis, en til þess embættis var hann kjörinn fyrstur manna árið 1988. Með því hófst annað tímabil starfsævi hans. Engin voru stjórnsýslulögin, þegar til embættis umboðsmanns Alþingis var stofnað, og var því í mikið verk- efni ráðist við að móta störf og starfs- hætti embættisins, en það fórst Gauki vel úr hendi eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur og helgaði starfskrafta sína. Gaukur naut í emb- ætti umboðsmanns Alþingis virðing- ar og trausts meðal samborgaranna og er það ekki síst að þakka þeim trausta grundvelli sem hann lagði að stofnun og rekstri embættisins með sinni miklu lagaþekkingu, eðlislægri sanngirni og virðingu fyrir mannrétt- indum, en jafnframt skilningi á þeirri sérstöðu, sem hin fámenna íslenska stjórnsýsla býr við. Naut hann þann- ig trausts þeirra sem erindi báru upp við embættið og af hálfu þeirra stjórnvalda sem hann hafði afskipti af. Árið 1998 var Gaukur kjörinn dómari við Mannréttindadómstólinn í Strassborg og gegndi hann því starfi til dauðadags. Hann naut trausts og virðingar samdómenda sinna og þeirra sem samskipti áttu við dómstólinn, hvort heldur voru fulltrúar ríkja eða einstaklingar. Þótt alltaf sé erfitt að meta framlag ein- stakra manna í fjölskipuðum dómi, eru fyrir því heimildir að Gaukur hafi verið afar áhrifamikill í þeirra hópi vegna óumdeildrar þekkingar sinnar og umfangsmikillar reynslu, þótt hann hafi eigi að síður gengið þar fram af sömu hógværð og lítillæti og endranær. Áhrifa dóma Mannrétt- indadómstólsins sér ekki bara stað í umbótum á íslenskri löggjöf, heldur einnig í löggjöf annarra þeirra þjóða, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, og má merkja fingrafar Gauks í þeim umbótum. Hér heima hafði innsýn Gauks í mannréttindareglur líka sín áhrif. Í þessu sem öðru fór Gaukur ekki fram með hávaða en í starfi sínu sem umboðsmaður Alþingis var hann vakandi yfir því að starfshættir stjórnvalda og löggjöf væri færð til samræmis við þessar reglur. Við sem unnum með honum fundum glöggt hvernig reynsla hans af því að sinna gæslu mannréttinda á vettvangi Evr- ópuráðsins mótaði viðbrögð hans og áherslur í starfi umboðsmanns. Strax á fyrsta ári sem umboðsmaður setti hann fram ábendingar um ákvæði í íslenskum lögum sem veittu ófull- nægjandi mannréttindavernd og hvatti til endurskoðunar mannrétt- indaákvæða íslensku stjórnarskrár- innar. Hann átti líka sinn þátt í því að leggja fyrstu hönd að þeim texta sem síðar var lagður til grundvallar end- urskoðun stjórnarskrárinnar 1995. Í lögfræðilegri rökræðu var Gauk- ur Jörundsson öðrum mönnum snjallari og orðum hans fylgdi svo mikill þungi og sannfæringarkraftur að maður hafði það stundum á tilfinn- ingunni, eftir að hafa heyrt hann mæla, að orð hans væru lög, enda var sjaldnast um skoðanir hans deilt. Naut hann í þeim efnum mikillar sér- stöðu meðal íslenskra lögfræðinga. Gaukur var líka öðrum mönnum fim- ari við ritun lögfræðilegs texta, hvort heldur var við samningu álita, dóma eða fræðirita. Hann byggði texta sinn upp á mjög rökfræðilegan hátt, var bæði agaður og hnitmiðaður og forðaðist málalengingar í lengstu lög, og hann hafði einstakan metnað til þess að allar bestu eigindir íslenskr- ar tungu fengju notið sín í textanum. Það voru mikil forréttindi sérhverj- um þeim sem með honum vann að fá tækifæri til að læra af honum í samn- ingu texta og tileinka sér vinnubrögð hans að öðru leyti. Vinna að lögfræði- legum verkefnum var í hans huga ekki bara verk sem þurfti að ljúka heldur miklu fremur ástríða, ögrun og áskorun um að gera eins vel og unnt var. „Það sakar ekki að bíða til morguns með að láta þetta fara“ voru orð sem heyrðust stundum frá hon- um. Hann vildi líta enn einu sinni yfir málið til að vera sannfærður um að það sem frá honum færi væri gert eins vel og kostur væri. Allir þessir eiginleikar Gauks gerðu það að verk- um að hann var eftirsóttur til margra annarra verka og starfa en þeirra sem að ofan eru talin, svo sem við samningu lagafrumvarpa, lögfræði- legra álitsgerða og til setu í gerðar- dómum. Þótt Gaukur Jörundsson hafi í kennslu virst nokkuð fjarlægur nem- endum, var hann eigi að síður af- burða kennari og honum var einstak- lega lagið það, sem er aðalsmerki sérhvers góðs kennara, að gera flókna hluti einfalda. Hann fylgdi engri einni aðferð við kennsluna um- fram aðrar en kennslan einkenndist þó m.a. af tvennu, annars vegar því að fara stundum yfir gríðarlega mik- ið efni á stuttum tíma og setja við- fangsefnið í víðtækt lögfræðilegt samhengi og hins vegar því að sökkva sér djúpt ofan í þrengra efni og brjóta til mergjar alla þá fleti á viðkomandi efni sem hugsanlega gátu komið upp. Í hvorum tveggja þessum aðstæðum geta lögfræðingar lent í störfum sínum og því hafði þessi kennsluaðferð Gauks mikið uppeldislegt gildi. Hann tók hlutverk sitt sem háskólakennari alvarlega og starfaði á þeim vettvangi undir þeim einkunnarorðum að styðja við bakið á nemendum sínum og ýta þeim áfram til góðra verka. Yfir fyrirlestr- um hans var alvörublær, en þeir voru eigi að síður alltaf skemmtilegir, bæði vegna þess hve þekkingin sem hann miðlaði var mikil og vegna þess hve snilldarlega hann gat brugðist við óvæntum fyrirspurnum og at- hugasemdum nemenda utan úr sal. Fræg er sagan af því þegar einn nemenda Gauks, sem var að búa sig undir prófraun í eignarétti, bað hann um að gefa sér og öðrum nemendum einhvers konar vísbendingu um hvað leggja bæri áherslu á í próflestrinum. „Það get ég eðli málsins samkvæmt ekki gert,“ sagði Gaukur, „en hafið þið engar áhyggjur, þetta verður með hefðbundnum hætti.“ Aðalverk- efnið á prófi nokkrum dögum síðar var síðan um hefð. Gaukur Jörundsson var allra manna mestur að vallarsýn og yfir- bragð hans bar það með sér að þar fór maður sem mikil reisn var yfir. Hann var hlýr í viðkynningu, hjálp- samur og greiðvikinn, og um andlit hans lék milt og góðlegt bros sem fékk samferðamenn hans til að álykta réttilega að þar gengi góður maður. Hann var eigi að síður dulur á eigin hag og skoðanir og flíkaði til- finningum sínum lítt, hann var ekki maður fjölmennis og fjölmiðla og forðaðist sviðsljósið eftir fremsta megni, en naut sín þeim mun betur á góðri stundu í þrengri hópi vina og samverkamanna. Best naut hann sín á heimaslóðum og var höfðingi heim að sækja. En þar var hann ekki einn. Við hlið hans var Ingibjörg kona hans. Hvort sem það var á heimili þeirra í Reykjavík, Kaldaðarnesi eða Strassborg var hverjum gesti tekið fagnandi. Við eigum margar minn- ingar frá þeim samverustundum og ekki síður frá þeim ferðalögum sem við áttum kost á að fylgja þeim. Gaukur var lítillátur maður og hóg- værð var honum í blóð borin, hana taldi hann dyggð. Kímnigáfa Gauks var leiftrandi, frásagnir og tilsvör voru glettin og hann gat á stundum verið smástríðinn gagnvart þeim sem herðar höfðu og bak til að bera slíkt, þótt aldrei bryti hann meðalhófið í þeim efnum frekar en öðrum. Sam- kvæmur var hann sjálfum sér og sannfæringu sinni trúr í hverju sem var og gilti þá einu hver í hlut átti. Drjúgan hluta starfsævi sinnar var Gaukur Jörundsson erlendis. Hann var heimsmaður í bestu og jákvæð- ustu merkingu þess orðs, þekkti vel háttu og siðu erlendra þjóða og samdi sig að þeim, hann naut trausts og virðingar á alþjóðlegum vettvangi og þar undi hann hag sínum ágæt- lega. Dýpst stóðu þó rætur hans í menningu íslenskra sveita. Hann var óðalsbóndi í Kaldaðarnesi. Heima- hagarnir voru honum kærastir af öllu og hann var í raun aldrei í rónni fyrr en þangað var komið. Varpaði hann þar af sér skikkju embættismannsins og dómarans, íklæddist búningi sveitamannsins og gekk til allra þeirra verka sem búskapur í sveit út- heimtir. Má því með miklum sanni um hann segja að römm hafi verið taugin sú er þann rekka dró föður- túna til. Við, sem þessar línur ritum, vorum allir nemendur Gauks í lagadeild Há- skóla Íslands og urðum síðar þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna náið með honum að ýmsum verkefnum, ýmist saman eða hver í sínu lagi. Þessa nut- um við þegar við síðar komum að þeim störfum sem Gaukur hafði áður sinnt. Við erum honum þakklátir fyr- ir þá samfylgd, þann lærdóm sem af henni mátti draga og þá vináttu sem hann sýndi okkur í hvívetna. Við eig- um því auðvelt með að taka undir með finnskum samdómara Gauks við Mannréttindadómstólinn í Strass- borg sem lét þau orð falla við einn okkar sl. vor að ekki einasta væri dr. Gaukur Jörundsson stór, hann væri fyrst og fremst stórmenni. Þau orð viljum við gera að okkar, um leið og við sendum fjölskyldu hans samúðar- kveðjur og þökkum liðnar ánægju- stundir í hennar ranni. Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson, Þorgeir Örlygsson. Gaukur Jörundsson lauk lagaprófi frá Háskólanum vorið 1959 og sigldi eftir það til framhaldsnáms í eigna- rétti og stjórnskipunarrétti. Námið stundaði hann í Osló, Kaupmanna- höfn og Berlín og birtust greinar eft- ir hann um viðfangsefnin í Úlfljóti, tímariti laganema. Eftir heimkom- una og til 1968 var hann fulltrúi yf- irborgardómarans í Reykjavík, en jafnframt hélt hann áfram rannsókn- um í fræðum sínum og samdi mikið rit, Um eignarnám, sem hann varði til doktorsnafnbótar 1970. Bókin er rúmlega 400 bls. Efni hennar er leit að markalínu milli þeirra eignaskerð- inga, sem heimilar eru án bóta, t.d. skattheimtu, og þeirra, sem leiða til bótaskyldu. Farið er yfir kenningar fræðimanna og réttarreglur. Glímt er við hugtakið vísiregla, en sé það talið hafa þýðingu eykur það svigrúm til að taka tillit til breyttra sam- félagshátta og nýrra viðhorfa með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi. Ritið lofar meistara sinn en var jafn- framt hvatning fyrir lögfræðinga til að sinna fræðilegum viðfangsefnum. Sú hvatning varð ekki jafnáhrifarík og hefði þurft að vera. Það var þó Gauki til ánægju, að Guðrún dóttir hans og nokkrir aðrir ungir fræði- menn hafa nýlega lokið doktorsprófi og sent frá sér umfangsmikil fræði- rit. Samning bókar hans krafðist mikillar atorku og þolinmæði. Eftir 1968 var aðalvinnustaður Gauks í lagadeild Háskólans í tvo áratugi. Mikill tími fór einnig til starfa í mannréttindanefnd Evrópu. Í hana var Gaukur kosinn 1974 og eftir það var hann tengdur mannrétt- indastörfum Evrópuráðsins til ævi- loka. Mannréttindanefndin hafði að- setur í Strassborg. Voru kærur vegna brota á mannréttindasáttmála Evrópu lagðar fyrir nefndina sem aflaði gagna og sagði álit sitt. Á árinu 1998 var mannréttindanefndin sam- einuð mannréttindadómstólnum. Gaukur varð dómari af Íslands hálfu og bjó því síðustu ár sín í Frakklandi með eiginkonu sinni Ingibjörgu Ey- þórsdóttur. Enn er ógetið þeirra starfa Gauks, sem mestu skiptu. Lög um umboðs- mann Alþingis voru sett 1987. Til- gangurinn var að treysta stöðu al- mennings gagnvart yfirvöldum. Þessi skipan mála var nýmæli hér á landi og var vandaverk að finna mann, sem væri vandanum vaxinn, starfaði vel og af réttsýni og nyti trausts alls almennings. Umboðs- maður er kosinn af Alþingi og forset- ar þingsins undir forystu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar undirbjuggu kjörið vandlega. Beindist athyglin fljótlega að Gauki og hlaut hann kosningu. Starfinu gegndi hann frá 1988 til 1998 og mótaði starfshætti umboðsmanns á afar farsælan hátt. Störf Gauks og persónuleiki skip- uðu honum fremstum í sveit jafn- aldra hans í lögfræðingastétt lands- ins. Hann var traustur maður og vitur. Hann var höfðingi heim að sækja, ekki margorður að jafnaði en glaður og smáglettinn. Heimili þeirra Ingi- bjargar einkenndist um árabil af samskiptum þriggja kynslóða, því að Jörundur Brynjólfsson, faðir Gauks, átti þar skjól í hárri elli. Heimilið mótaðist af rausn og velvild, hvort sem var í Reykjavík, Kaldaðarnesi eða Strassborg. Við vottum Ingibjörgu, börnum þeirra Gauks Guðrúnu og Jörundi og barnabörnum djúpa samúð. Ragnhildur Helgadóttir, Þór Vilhjálmsson. Gaukur Jörundsson kom fyrst að Kaldaðarnesi um fermingaraldur. Árið 1948 fékk faðir hans, Jörundur Brynjólfsson alþingismaður, Kaldað- arnesið í skiptum fyrir umbætur og húseignir sínar í Skálholti. Kaldaðar- nes var þá í sárum vegna umsvifa enska og ameríska setuliðsins þar á stríðsárunum. Skilyrði fylgdu þess- um kaupum að Jörundur tæki að sér að hreinsa upp eftir hernámsliðið, og við það stóðu þeir feðgar. Ég man Gauk við nám í Miðskól- anum á Selfossi en þaðan tók hann landspróf 1950. Hann hvarf svo úr sveitinni til frekara náms, fyrst við Menntaskólann í Reykjavík og síðan við lögfræðideild Háskóla Íslands þar sem hann lauk glæsilegu prófi. Framan af námsárum sínum vann Gaukur öll sumur við bú foreldra sinna, Jörundar og eiginkonu hans, Guðrúnar Dalmannsdóttur. Síðan tóku við dómarastörf í Reykjavík og þriggja ára framhaldsnám í háskóla- borgum ytra. Og þar af leiðandi dokt- orspróf frá Háskóla Íslands. Nú hefði mátt ætlað að Gaukur væri horfinn sveit sinni, enda kominn til kennslustarfa við Háskóla Íslands. En svo varð ekki. Sumarið 1970 barst mér, þá nýkomnum til oddvitastarfs í Sandvíkurhreppi, tilkynning frá Hagstofu Íslands þar sem Gaukur Jörundsson prófessor tilkynnti sig og fjölskyldu sína til heimilis að Kald- aðarnesi. Hvernig mátti slíkt ske, þegar atvinna mannsins var í Reykjavík? Jú, Kaldaðarnes var gert ættaróðal með kaupum þeirra Guð- rúnar og Jörundar 1948 og nú ákváðu þau hjón að færa óðalsréttinn til einkasonar síns. Honum bar þá að búsetja sig á jörðinni. Þó þau Gaukur og Ingibjörg héldu um sinn heimili sitt í Reykjavík voru þau á heimleið. Á fimmtugsafmæli sínu sem Gaukur hélt í húsi sínu að Gautlandi í Reykjavík lýsti hann því yfir við sveitunga sína að næst héldi hann þeim afmælisveislu að Kaldað- arnesi. Við það var staðið haustið l994 er Gaukur varð sextugur. Ný bygging var þá risin við Kálfhaga- húsið, teiknuð snilldarlega af dr. Magga Jónssyni arkitekt. Þá hafði Gaukur Jörundsson selt allt sitt í Reykjavík og var alkominn heim. Þau Gaukur og Ingibjörg bjuggu aldrei hefðbundnu búi í Kaldaðar- nesi. Jörundur lét búskapinn árið 1963 í hendur heiðurshjónanna Ey- þórs Einarssonar frá Laugum í Hrepp og Guðborgar Aðalsteinsdótt- ur. Þau brugðu búi sínu árið 1983 og var þá ekkert eftir af búsmala í Kald- aðarnesi nema hross Gauks og Ingi- bjargar. En jörðin var eftir sem áður vel nytjuð og nú vil ég nefna tvennt sem Gaukur dreif upp: Æðarvarp stundaði hann sem komst upp í að gefa góðan arð og var mikið yndis- verk þeirra hjóna. Þá var Gaukur mikill veiðimaður að náttúru og stundaði – vann upp – drjúga laxveiði á jörðinni. Sagði hann mér að þar hefði þurft bæði útsjónarsemi og raunsæi, færa laxalátrin til eftir því sem álar breyttu sér og honum var gefin sú snilligáfa að sjá allt slíkt út. Ætla mætti að einhver gjá hefði myndast milli svo fjöllærðs manns og sveitunga hans sem lifðu við venju- legt búhokur. En því fór víðs fjarri. Þau hjón voru góð heim að sækja og gáfu sér alltaf tíma til að ræða við sveitunga sína. Það er ekki á margra vitorði að Gaukur var til hins síðasta lögfræðilegur ráðunautur nágranna sinna. Þó hér verði ekki frekar skýrt frá, veit ég að stundum munaði það öllu að menn hófu málarekstur sinn við ráðleggingar í stofum Gauks í Kaldaðarnesi. Gaukur kallaði ekki eftir áhrifa- stöðum í sveit sinni né héraði, en tók vel við þeirri ábyrgð er honum barst að höndum. Við gerð vatnsveitu í Sandvíkurhreppi fannst okkur sem við færðumst mikið í fang. Báðum við Gauk að koma inn í vatnsveitunefnd, þó ekki væri nema varamaður. Lét hann til leiðast, en síðar sá ég í ævi- skrám að hann taldi fram: Varamað- ur í Vatnsveitunefnd Sandvíkur- hrepps frá 1976. Þar kom fram hin sérstæða og lúnkna gamansemi hans. Hann sagði mér að hann hefði viljað láta sjást hve hátt hann hefði komist í sveitarmálefnum Sandvíkur- hrepps. Meiri alvara var þó þegar sýslung- ar hans báðu hann að taka að sér for- mennsku í Veiðifélagi Árnesinga, en því vandasama starfi gegndi hann frá 1985 til dauðadags. Hann stýrði þeim félagsskap við mikla virðingu flestra félagsmanna og er þar nú skarð fyrir skildi. Gaukur Jörundsson var mikill vinnuþjarkur og bjó greinilega við verðuga velþóknun lögfræðistéttar- innar. Mér sagði hann að á árum sín- um sem umboðsmaður Alþingis hefði hann notið þess að taka álitamálin heim með sér til frekari úrvinnslu í kyrrð og friði. Þótt nýtt starf hjá Mannréttindadómstóli Evrópu dæmdi hann til nokkurra ára útlegð- ar var hann fegnastur þeim fríum sem honum gáfust heima í Kaldaðar- nesi. „Hér vil ég una ævi minnar daga“ gat hann þá sagt eins og skáld- ið Jónas lagði Gunnari á Hlíðarenda í munn. Og hann hlakkaði til þeirra ára er hann sæti loks alfarið heima í Kaldaðarnesi við hugðarefni er hann gat sjálfur valið. Þótt máttarvöldin gæfu ekki Gauki Jörundssyni grið frekar en Gunnari Hámundarsyni er hér sem fyrr brugðið birtu yfir sveitina heima og ættaróðalið. Og fyrir hönd okkar sveitunganna vil ég nú þakka sam- verustundirnar sem við nutum sam- an. Blessuð sé minning Gauks Jör- undssonar. Páll Lýðsson. Það eru meira en fimmtíu ár liðin síðan skólabróðir minn kallaði til mín í frímínútum og sagði: „Komdu, ég þarf að sýna þér svolítið.“ Ég gekk með honum inn í stofuna við enda gangsins. Þar sátu tveir drengir á aftasta bekk í horninu. Annar var að hjálpa hinum við að leysa stærð- fræðidæmi. Það var röddin, sem hafði vakið athygli. Hún var há og hvell og áköf. Samt var hljómurinn fallegur. Svo stóðu þeir upp og gengu út úr stofunni. Útlit leiðbeinandans vakti ekki síður athygli en röddin. Hann var upp undir tveggja metra hár og eftir því mjór. Ég vissi ekki þá, að hér var á ferð Gaukur Jör- undsson og ekki heldur, að þessi drengur ætti fljótlega eftir að verða annar tveggja minna góðu vina til æviloka. Það er fjöldi ára liðinn síðan ég sá sýningu ljósmynda, sem hét Fjöl- skylda þjóðanna. Mér eru sérstak- lega í minni tvær myndir. Önnur af SJÁ SÍÐU 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.