Morgunblaðið - 04.10.2004, Side 26
26 MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristín Stefáns-dóttir fæddist í
Reykjavík 22. júní
1953. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans í Kópavogi 26.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar eru Magnfríður
Kristófersdóttir hús-
móðir, f. á Klúku í
Arnarfirði 12.7. 1921,
d. 27.11. 1998, og
Stefán Sigmundsson,
húsasmíðameistari
frá Norðfirði, f. 19.9.
1912. Bræður Krist-
ínar eru: a) Sigmundur Smári, f.
18.4. 1944, kona hans er Kára
Hrönn Vilhjálmsdóttir, f. 20.6.
1947. Börn þeirra eru: Guðlaug
Oddný, Guðný Hrönn og Styrmir
Már og eiga þau fimm barnabörn.
b) Kristófer Valgeir, f. 23.4. 1948,
kona hans er Alda Guðmundsdótt-
ir, f. 20.6. 1950. Börn þeirra eru
Stefán og Gyða og eiga þau þrjú
barnabörn.
Kristín giftist 25. ágúst 1973
Pétri Önundi Andréssyni, kennara
við Kleppjárnsreykjaskóla, f. 10.
janúar 1952. Foreldrar hans voru
hjónin Ólöf Ragnheiður Sölvadótt-
ir húsmóðir, f. 20.12. 1910, d. 7.9.
1980, og Andrés Pétursson renni-
smíðameistari, f. 31.8. 1911, d.
23.2. 2000. Systir Péturs er Mar-
grét Björk, f. 19.4. 1943, fyrri
maður Sveinn Sigurðsson, f. 13.3.
1938, d. 11.4. 1991. Börn þeirra
eru Ólöf Adda, Sigurður Rúnar og
Bjarki Már og á hún þrjú barna-
börn. Sambýlismaður Aðalsteinn
Viðar Júlíusson, f. 4.3. 1944. Dæt-
ur hans eru Anna og
Auðrún.
Dætur Kristínar
og Péturs eru: 1)
Magnfríður Ólöf
nemi, f. 24. október
1976. 2) Steinunn
Lilja leikskólakenn-
ari, f. 20. desember
1978, unnusti Albert
Torfi Ólafsson, f. 3.1.
1979. Sonur hans er
Ásgeir Þór. 3) Elísa-
bet María, nemandi í
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti, f. 28. júlí
1988.
Kristín stundaði nám við lýðhá-
skólann í Hadsten í Danmörku
vorið og sumarið 1971. Starfaði
nokkur ár í heildversluninni
Eddu. Hún lauk sjúkraliðanámi
frá Sjúkraliðaskóla Íslands árið
1981 og vann á kvennadeild Land-
spítalans og við afleysingar í
heimahjúkrun í Borgarfirði um
nokkurt skeið. Einnig starfaði hún
við leikskólann Hnoðraból í Borg-
arfirði og við Reykholtsskóla
starfaði hún frá 1985 til 1993.
Kristín tók virkan þátt í starfi
Kvenfélags Reykdæla og var for-
maður þess um nokkurra ára
skeið. Þá var hún í kór Reykholts-
kirkju og Freyjukórnum í mörg
ár.
Kristín og Pétur keyptu og
fluttust 1993 að Garðyrkjustöð-
inni Kvisti í Reykholtsdal og ráku
hana til ársins 2003.
Útför Kristínar fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður í
Fossvogskirkjugarði.
Daginn sem Kristín kvaddi þennan
heim skörtuðu laufkrónur trjánna í
Kópavogi sínum fegurstu litbrigðum
og þegar sólin sendi síðdegisgeisla
sína yfir hafflötinn sindraði hann all-
ur. Það var sem veröldin skrýddist
sínu fegursta í kveðjuskyni.
Okkur langar með þessum fáu orð-
um að þakka henni Stínu fyrir sam-
fylgdina. Heimilið í Kvisti hefur alltaf
staðið okkur opið og þar hefur Fúsi
fundið það sem hver einstaklingur
getur helst óskað sér; hlýju, öryggi
og sanna vináttu. Þar voru þau Krist-
ín, Pétur og Beta.
Fúsi fór oft í tíma heim í Kvist og
ég á ekki ýkja erfitt með að sjá þá
tíma fyrir mér, þótt ég hafi hvergi
verið nærri.
Pétur og Fúsi sitja saman í nota-
legri stofunni. Fyrst er spjallað og
svo tekið til við lærdóminn. Pétur er
þolinmæðin uppmáluð en Fúsi dálítið
einbeitingarlaus. Kristín sýslar eitt
og annað en lætur lítið fyrir sér fara.
Samt er hún alltaf skammt undan og
hlær sínum dillandi hlátri þegar eitt-
hvað skemmtilegt ber á góma.
Eftir nokkra stund fer Fúsi að gjóa
augunum í átt að eldhúsinu því þaðan
berst indæll ilmur. Athyglin hvarflar
á augabragði frá lærdómnum, X og Y
renna saman í eitt.
Og viti menn!
Á nákvæmlega sama augnabliki og
einbeitingin fýkur út í veður og vind
er eftirlætiskaka nemandans komin á
borðið.
Já, stundirnar í Kvisti voru ekki
bara glíma við námið, heldur líka
veisla fyrir sál og líkama. Kristín velti
því örugglega aldrei fyrir sér hve
stóran þátt hún átti í því að gera þessi
síðdegi að ljúfustu minningum, svo
sjálfsögð var nærvera hennar og um-
hyggja.
Með kæru þakklæti kveðjum við
þig Kristín og óskum þér góðrar ferð-
ar yfir móðuna miklu. Þú kveður
langt um aldur fram en það er hugg-
un að vita að fyrir handan verður tek-
ið á móti þér af sömu ást og hlýju og
þú gafst okkur í þínu lífi. Þar mun
sársaukinn hopa og verðskulduð
hvíldin umvefja þig. Þú munt njóta
fegurðar haustlitanna og sólargeisl-
anna á ný.
Fjölskyldurnar á Sturlu-Reykjum
senda öllum ástvinum Kristínar inni-
legar samúðarkveðjur.
Aldís og Sigfús.
Í hugum okkar systkinanna eru
Stína og Önni ein heild og því er erfitt
að skrifa minningargrein um Stínu
án þess að minnast á þau bæði. Þegar
horft er um öxl hrannast upp minn-
ingar frá Seljabrautinni þar sem allt-
af voru kökur á boðstólum. Það var
mikill samgangur á milli heimilanna
og okkur fannst alltaf gaman að
heimsækja Stínu og Önna eða fá þau í
heimsókn. Þau voru svo barngóð og
gáfu sér alltaf tíma fyrir okkur
krakkana og því var eftirvæntingin
líka sérlega mikil þegar þau voru
beðin að passa okkur. Hin árlegu
jólaboð á Seljabrautinni er okkur líka
sérlega minnisstæð, sem og allar af-
mælisveislurnar. Einnig sumarbú-
staðaferðir í Svignaskarð og önnur
ferðalög þar sem veiðistöngin var oft
ekki langt undan, enda hafði Stína
mjög gaman af því að renna fyrir fisk.
Þegar Andrés afi slasaðist og
þurfti að vera á gjörgæslu kom Stína
frá Reykholti (þar sem þau Önni
bjuggu þá) og heimsótti afa tvisvar á
dag í margar vikur. Þetta er gott
dæmi um hjartahlýju Stínu og lýsir
vel ást hennar á fjölskyldunni og sín-
um nánustu – en hún tók ekki bara
ástfóstri við okkur öll systkinin held-
ur einnig dætur Öddu, þær Andreu
og Sveindísi, sem fengu stundum að
dvelja hjá þeim á Kvisti. Stína gat
verið sérlega hugulsöm í sér og var
alltaf til í að létta undir með sínum
nánustu enda var hún mikill dugnað-
arforkur. Þannig tók hún það t.d. upp
hjá sjálfri sér að baka í frystikistuna
hjá Öddu þegar hún var nýkomin
heim af fæðingardeildinni með And-
reu svo Adda þyrfti ekki að hafa
áhyggjur af því að eiga ekki með
kaffinu fyrir gesti.
Minningarnar um Stínu eru ótal-
margar en það sem stendur samt upp
úr er hjartahlýja hennar, góðvild og
væntumþykja sem hún auðsýndi sín-
um nánustu óspart. Elsku Önundur
og dætur, við eigum svo margar góð-
ar minningar um ykkur og Stínu. Er-
um við þakklát fyrir að hafa mátt
njóta nærveru hennar og vináttu í
gegnum árin. Innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar, Stefáns og annarra
aðstandenda.
Adda, Sigurður og Bjarki.
Mig langar að minnast móður
minnar með örfáum orðum.
KRISTÍN
STEFÁNSDÓTTIR
ríkidæmi. Gaukur var ástríðufullur
fræðimaður á sviði lögfræði og starf-
aði alla ævi að þessu áhugamáli sínu.
Vinum sínum og samferðamönnum
var hann sannur gleðigjafi. Mynd
hans mun lifa skýr í hugum þeirra.
Pétur Stefánsson, form.
Yfirfasteignamatsnefndar.
Horfinn er af sviðinu einstakur
höfðingi og heiðursmaður. Tæp
fimmtíu ár eru síðan ég kynntist
Gauki fyrst og aldrei bar skugga á
vináttu okkar. Ég var aðeins á eftir
Gauki í námi, en kynntist honum
fyrst er ég var á sumrum veiðieft-
irlitsmaður á vatnasvæði Ölfusár/
Hvítár og Þjórsár og bjó í Kálfhaga,
sem var á sinni tíð hjáleiga frá Kald-
aðarnesi, en er nú Kaldaðarnes.
Gaukur bjó alla sína tíð í Kaldaðar-
nesi og var mikill náttúruunnandi.
Við kvæntumst systrum og varð náið
með fjölskyldum okkar. Á ég margar
og dýrmætar minningar um góðar og
glaðværar samverustundir á heimili
þeirra hjóna, sem og annars staðar.
Ég undraðist fljótt hið mikla
innsæi og hina miklu þekkingu
Gauks í lögfræði, löngu áður en hann
tók embættispróf. Las hann þá
gjarnan þykkar bækur utan náms-
efnis, eins og ekkert væri, kannske í
rúmi undir svefn. Mér urðu þegar
ljósir afburðahæfileikar Gauks á
þessu sviði. Í gegnum tíðina leitaði ég
oft í smiðju til hans um lögfræðileg
álitaefni og veitti hann mér margan
stuðninginn. Í störfum sínum gerði
hann það heldur ekki endasleppt,
þótt lítillátur væri, en mér virtist
hann aldrei framagjarn. Fullyrði ég
að enginn lögfræðingur hafi í hans tíð
verið hans jafningi hér á landi að öll-
um öðrum ólöstuðum. Gaukur var af-
kastamikill með afbrigðum og varð
þekktur sem fræðimaður, prófessor,
umboðsmaður Alþingis og dómari í
Evrópulöndum.
Gaukur var mjög sérstæður og
áhrifamikill persónuleiki. Var hann
jafnan yfirvegaður og í jafnvægi.
Hann hafði ríka tilfinningu fyrir þró-
un og skynjaði vel mismun þess að
sýnast og vera. Allt verklag hans ein-
kenndist af myndarskap. Hann var
spaugsamur og ríkur af skopskyni og
brá gjarnan á leik. Hann eygði
kjarna máls með ljóshraða og hafði
djúpa innsýn í umhverfi sitt. Hann
var örlátur mjög og höfðingi í sér,
eins og hann átti ætt til. Hann var
mikill vinur vina sinna. Þá bar Gauk-
ur mikið skynbragð á listir og naut
þeirra ríkulega. Hann bjó yfir ró
heimspekingsins og innsæi inn í lög-
mál og lögmálsleysi tilverunnar. Ég
þakka vináttu hans og veglyndi.
Gaukur átti því láni að fagna, að
eiga mikilhæfa konu, sem var stoð
hans og stytta og sem drjúgan hlut
átti í farsæld hans. Ég votta henni,
Guðrúnu, Jörundi og barnabörnum
samúð mína.
Jón L. Arnalds.
Leiðir okkar hjóna og þeirra
Gauks Jörundssonar og Ingibjargar
Eyþórsdóttur lágu saman árið 1998
þegar þau síðarnefndu stofnuðu sitt
annað heimili í Strassborg. Hafði
Gaukur þá látið til leiðast að gefa
kost á sér til starfa við endurnýjaðan
Mannréttindadómstól Evrópu sem
varð til við samruna mannréttinda-
nefndarinnar og gamla dómstólsins.
Grunar mig að Gaukur hefði frekar
kosið að ljúka starfsævinni á Íslandi
þar sem rætur hans lágu svo djúpt.
En skyldan kallaði, því þörf var á
kjölfestu þegar sigla þurfti mann-
réttindastofnunum Evrópuráðsins í
gegnum öldusjó umbreytinga. Ekki
var það að minnsta kosti vegtyllan
sem Gaukur sóttist eftir. Ekkert var
honum fjær skapi en hirða um met-
orð, hvað þá sviðsljós. Hafði ég
reyndar reynt sem blaðamaður að ná
við hann viðtali þegar hann gegndi
embætti umboðsmanns Alþingis en
án árangurs. Síðar nefndi ég það
einnig við hann hvort ég mætti ekki
taka við hann viðtal fyrir Morgun-
blaðið en hann færðist undan en gaf
þó til kynna að ég gæti reynt aftur
þegar hann yrði sestur í helgan stein.
Ekki grunaði okkur þá að honum
myndi ekki endast til þess aldur.
Ég vil ekki ganga svo langt að
segja að Strassborgarvistin hafi ver-
ið Gauki kvöl nema kannski í mestu
sumarhitum en því er ekki að leyna
hve feginn hann var að geta skroppið
heim öðru hverju í sveitina, jafnvel
yfir langa helgi, þótt það kostaði að
taka þyrfti með sér þykka bunka af
málsskjölum sem kölluðu á yfirlegu.
Ekki fer á milli mála hversu mikils
metinn Gaukur var í Mannréttinda-
dómstólnum sakir afburðareynslu,
skarpskyggni og ósérhlífni. Sýndi
hann háum sem lágum sama lítillætið
og góðlátlegu gamansemina. Er mér
næst að halda að það hafi verið ein-
kunnarorð Gauks, að gömlum ís-
lenskum sið, að láta verkin tala. Sem
fyrsti umboðsmaður Alþingis lyfti
hann grettistaki. Ekki með opinber-
um yfirlýsingum heldur vann hann
sitt starf í kyrrþey af mikilli mála-
fylgju. Jafnframt rötuðu hugtök eins
og „góðir stjórnsýsluhættir“ og
„meðalhóf“ inn í íslenska lögfræði og
má segja að veitti ekki af.
Við hjónin erum þakklát fyrir allar
þær góðu stundir sem við höfum átt
með þeim Gauki og Ingibjörgu und-
anfarin ár. Þeir eru ófáir sunnudag-
arnir sem við Þórdís eyddum í góðu
yfirlæti hjá þeim hjónum í rue
Verdun og þar sem strákarnir okkar,
Hjalti og Kjartan, vanari pizzum og
hamborgurum, þótt skömm sé frá að
segja, fengu að kynnast ekta ís-
lenskri lambasteik. Að máltíð lokinni
var sest til stofu og dreypt á alsnesku
brennivíni úr vínberjahrati, „fyrir
lengra komna“ eins og Gaukur orðaði
það, og skrafað um menn og málefni.
Ég minnist helgarferða til systur
Þórdísar á Ítalíu, suður í Svartaskóg
og til Luneville. Hápunktur slíkrar
ferðar var tvímælalaust þegar Gauk-
ur dró upp úr pússi sínu lista með ný-
stárlegum spakmælum sem báru
spaugsemi hans gott vitni. Örlögin
höguðu því svo til að ferð til Toskana
á þessu ári reyndist aldrei meira en
áformin ein.
Elsku Ingibjörg, við Þórdís vott-
um þér, Guðrúnu og Jörundi okkar
dýpstu samúð.
Páll Þórhallsson.
Það er mér minnisstætt er ég hitti
Gauk Jörundsson fyrst fyrir um tutt-
ugu árum í heimsókn minni til Jör-
undar vinar míns. Ekki grunaði mig
þá hve mikil áhrif Gaukur átti eftir að
hafa á mig.
Gaukur var stórmenni og bar höf-
uð og herðar yfir aðra bæði í eig-
inlegum og óeiginlegum skilningi.
Hann var jafnlyndur og þægilegur í
framkomu og var skammt í glettni.
Hann var þó ekki skaplaus og gat
byrst sig þegar það átti við. Hann
hafði ríka kímnigáfu og gat alltaf séð
spaugilegar hliðar á mönnum og mál-
efnum. Gaukur var höfðingi heim að
sækja og eru ómetanlegar minningar
frá heimsóknum mínum í Kaldaðar-
nesi. Margt kemur upp í hugann.
Lagning og vitjun laxaneta með til-
heyrandi sandmokstri í poka, göngu-
ferðir um eyjuna að tína dún, trjá-
rækt, eggjatínsla uppá sandi,
vetrarferð á skautum og skíðasleða
niður ána, svona mætti lengi telja.
Eftirminnilegast er þó gleði við borð-
hald með fjölskyldunni þar sem óð-
alsbóndinn sat í öndvegi að segja
gamansögur. Fjölskyldan er sam-
hent og skemmtileg og hefur ætíð
reynst mér vel.
Ég naut þeirra forréttinda að fá að
starfa náið með Gauki hjá embætti
umboðsmanns Alþingis. Þar glímdi
hann við margvísleg álitaefni og
fylgdi íslenskum stjórnvöldum í gegn
um miklar breytingar. Honum þótti
mest um vert að líta fram á veg og
bæta stjórnsýslu til framtíðar en
lagði síður áherslu á aðfinnslur og
skammir í garð yfirvalda. Þannig
ávann hann sér traust þeirra og
tryggði öðrum fremur hve vel hefur
gengið að innleiða vandaða stjórn-
sýsluhætti á Íslandi. Þá naut hann
óskoraðs trausts í Mannréttinda-
nefnd Evrópu og síðar sem dómari
hjá Mannréttindadómstóli Evrópu.
Það var mjög lærdómsríkt að heyra
frásagnir hans af málum og hvernig
reglum var þar beitt til að komast að
niðurstöðu. Gaukur virtist beita svip-
uðum aðferðum við úrlausn mála,
hvort sem þau væru lögfræðileg eða
snertu önnur viðfangsefni og náði
alltaf að greina aðalatriði frá auka-
atriðum. Jafnvel flóknustu mál urðu
einföld þegar Gaukur stillti þeim upp
og úrlausn eða val á leið að settu
marki varð oft augljós þegar hann
hafði bent á hana. Þessi eiginleiki
gerði Gauk að ráðhollum manni og
veit ég að auk mín treystu margir á
heilræði hans. En það var eins gott
að leggja vel við hlustir því að um-
fjöllun Gauks var svo einföld og eðli-
leg að maður áttaði sig stundum ekki
á því fyrr en seinna að Gaukur hefði
tekið afstöðu til máls og veitt ráð.
Gaukur ræddi stundum um eftir-
launaárin en hann hafði mörg verk-
efni á prjónunum. Örlögin höguðu
því hins vegar svo að hann greindist
með illvígan sjúkdóm á síðasta ári og
í vor varð ljóst að hverju stefndi. Það
var ljúfsárt að fylgjast með hvernig
fjölskyldan í Kaldaðarnesi nýtti síð-
ustu mánuðina og átti góðar sam-
verustundir, ekki síst að sjá hvernig
barnabörnin, þau Gaukur, Ingibjörg
og Auðbjörg, nutu samvista við afa
sinn. Fjölskyldan á dýrmæta eign
sem er minningin um Gauk Jörunds-
son. Við Anna Dóra og strákarnir
vottum þeim samúð okkar.
Halldór Jónsson.
Mér er harmur í huga. Þrátt fyrir
að vitað væri að hverju stefndi kom
andlátsfrétt Gauks sem reiðarslag.
Gauki kynntist ég fyrir tæpum ald-
arfjórðungi er ég fór að vinna á skrif-
stofu lagadeildar Háskóla Íslands
þar sem hann var prófessor. Hann
hafði þá þegar getið sér orð fyrir að
vera einn sá fremsti, ef ekki fremsti
lögfræðingur landsins og nemendum
fannst mikið til þess koma að sitja
hjá honum í tímum.
Ég hóf síðar að vinna hjá Gauki
skömmu eftir að hann fyrstur manna
var skipaður umboðsmaður Alþingis
í ársbyrjun 1988 og fyrir mig var það
mikið gæfuspor. Þegar nýju embætti
er komið á fót skiptir öllu hvernig
haldið er um taumana í byrjun og þar
var Gaukur sannarlega réttur maður
á réttum stað. Hann lagði sig fram
um að leysa málin farsællega og
þannig að allir aðilar gengju sáttir
frá borði.
Gaukur var ekki maður margra
orða á fundum. Hann lét aðra um
það. Meðan aðrir töluðu þá hugsaði
hann og kom að lokum með lausnina.
Af hans vörum virtust málin einföld
en voru í raun djúphugsuð og vel rök-
studd.
Ekki voru allir sem erindi áttu við
umboðsmann í jafnvægi og stundum
féllu erindi þeirra ekki undir hans
starfssvið. Hann tók þó á móti þeim
sem þess óskuðu og gekk fólk jafnan
sátt af hans fundi jafnvel þótt ekki
væri hægt að sinna erindum þess.
Aldrei fór Gaukur í manngreinarálit
og kom jafnt fram við alla. Þó að eðli
starfs hans sem umboðsmanns væri
alvörugefið var jafnan létt andrúms-
loft á vinnustaðnum og hinn besti
skóli að fylgjast með störfum hans,
bæði hinum lögfræðilegu viðfangs-
efnum og eins samskiptum hans við
fólk.
Ég var svo heppin að fá að fylgja
Gauki á fundi og ráðstefnur erlendis.
Eftir misskemmtileg erindi og ræðu-
höld var gaman að njóta samvista við
Gauk. Hann var skemmtilegur ferða-
félagi og naut vinsælda meðal koll-
ega sinna erlendis. Á heimavelli í
Kaldaðarnesi naut Gaukur sín þó
best og var gestrisni þeirra hjóna
viðbrugðið. Gaukur hafði óvenju
mikla kímnigáfu og kunni ógrynni af
sögum um menn og málefni. Eftir
glæsilegan feril á Íslandi og erlendis
var nú komið að starfslokum. Hann
fékk þó ekki notið aukins frítíma,
meiri nálægðar við fjölskyldu sína,
þess að sinna hugðarefnum og ganga
að störfum á óðalsjörð sinni.
Ég votta Ingibjörgu, Guðrúnu,
Jörundi og barnabörnum Gauks
mína innilegustu samúð. Minning um
einstakan mann mun fylgja mér alla
tíð.
Katrín Jónasdóttir.
GAUKUR
JÖRUNDSSON