Morgunblaðið - 04.10.2004, Page 27
Hún var hjartahlý og yndisleg
kona, glaðlynd og jákvæð, bjartsýnin
uppmáluð. Hún barðist hetjulega og
með aðdáunarverðum styrk fram á
síðustu stundu. Hennar er og verður
sárt saknað. Skarðið í hjarta mínu
verður aldrei fyllt.
Mamma, elsku mamma,
man ég augun þín,
í þeim las ég alla
elskuna til mín.
Mamma, elsku mamma,
man ég þína hönd,
bar hún mig og benti
björt á dýrðarlönd.
Mamma, elsku mamma,
man ég brosið þitt;
gengu hlýir geislar
gegnum hjarta mitt.
Mamma, elsku mamma,
mér í huga skín,
bjarmi þinna bæna,
blessuð versin þín.
Mamma, elsku mamma,
man ég lengst og best,
hjartað blíða, heita –
hjarta, er sakna ég mest.
(Sumarliði Halldórsson.)
Guð gefi þér frið mamma mín og
okkur sem eftir stöndum huggun og
styrk.
Ástarkveðjur.
Magnfríður Ólöf.
Með örfáum orðum langar okkur
að minnast hennar Stínu. Við munum
eftir Stínu frá því að við bjuggum í
sömu blokk á Seljabrautinni. Stína og
Pétur bjuggu á hæðinni fyrir ofan
með stelpurnar sínar Möggu Lóu og
Steinunni.
Stína var einstaklega hlý og góð
kona og það var alltaf gott að tölta
upp á efri hæðina til Stínu og Péturs
og alltaf tóku þau vel á móti okkur.
Þótt sambandið hafi minnkað eftir
að við fluttum úr blokkinni og Stína
og Pétur í Borgarfjörðinn þá var allt-
af notalegt að hitta Stínu. Hún sýndi
alltaf mikinn áhuga á því sem var að
gerast í okkar lífi og ávallt fann mað-
ur fyrir hlýju frá henni.
Elsku Pétur, Magga Lóa, Steinunn
og Elísabet María, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
að styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Dagbjört Jóhanna,
Styrmir Þór og Þorbjörg Inga
Þorsteinsbörn.
Það kom mér ekki að óvart þegar
Guðrún vinkona Stínu hringdi í mig
sunnudagskvöldið 26. september og
sagði mér að Stína væri dáin, samt
var þetta reiðarslag. Ég heimsótti
Stínu á kvennadeildina um miðjan
ágúst, þá var hún mjög lasin. Hún tók
veikindum sínum með æðruleysi, hún
var hvorki reið né bitur og ákvað að
takast á við veikindi sín með jákvæðu
hugarfari.
Ég kynntist Stínu fyrst þegar við
bjuggum á Seljabraut 72 fyrir u.þ.b
20 árum. Það var mikill samgangur á
milli og börnin mín hændust mjög að
Stínu. Hún var alltaf svo blíð og góð.
Þorbjörg, yngri dóttir mín, var um
tíma í pössun hjá Stínu og kallaði
hana alltaf Stínu mömmu.
Þegar Stína og Pétur fluttu úr
bænum upp í Borgarfjörð hittum við
þau mun sjaldnar en héldum alltaf
sambandinu. Við buðum alltaf hvert
öðru í fermingar- og stúdentsveislur.
Stína sagði mér að hún ætti von á
barnabarni í desember og geislaði
hún af gleði og tilhlökkun yfir því en
því miður entist henni ekki aldur til
að verða þeirrar gleði aðnjótandi og
barnabörnin fá ekki að kynnast þess-
ari yndislegu ömmu sem ég veit að
Stína hefði orðið.
Elsku Pétur, dætur og fjölskylda,
við Steini vottum ykkur okkar inni-
legustu samúð og Guð gefi ykkur
styrk í þessari miklu sorg en minn-
ingar um yndislega konu lifir.
Ragna Jóhannsdóttir.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Um hjartað liggur leið...
16 ára gamall kom ég upp í Reyk-
holt og inn í líf ykkar Péturs og fjöl-
skyldu.
Þú tókst mér strax vel og varst
mér sem önnur móðir, gafst af þér
eins og aðeins englar gera.
Þú sást það góða í mér meðan flest-
ir sáu bara ungling frá Reykjavík.
Ég fann og sá, að þú varst andlega
sinnuð, listræn, trúuð og umfram allt
með hjarta úr gulli, sem skein i gegn-
um súrt og sætt.
Guð geymi þig um alla tíð, og varð-
veiti og blessi þá sem eftir standa.
Þinn
Trausti Þór.
Látin er langt um aldur fram
Kristín Stefánsdóttir eftir stutta en
snarpa baráttu við vágest sem svo
margan leggur að velli. Stínu, eins og
hún var ætíð kölluð, kynntist ég er
hún var um 18 ára gömul þegar hún
og Önundur æskufélagi minn og ein-
lægur vinur alla tíð hófu að rugla
saman reitum. Góð vinátta hefur ver-
ið alla tíð með okkur Guðrúnu konu
minni og þeim Stínu og Pétri Önundi
þótt stundum hafi liðið fulllangt milli
endurfunda eins og verða vill í amstri
hversdagsins. Fram í hugann koma
minningar frá góðum samverustund-
um í Vogahverfinu hér á árum áður
og síðar þegar við bjuggum öll um
nokkurt árabil uppi í Seljahverfi. Eft-
ir þann tíma breyttu Önundur og
Stína til og settust að í Reykholti í
Borgarfirði fyrst og síðar fluttust þau
að Kvisti, Kleppjárnsreykjum þar í
næsta nágrenni. Maður minnist
margra ánægjustunda í heimsóknum
þangað upp eftir og gott var líka að fá
ykkur í heimsókn til okkar hér syðra.
Stína var hlý manneskja og gefandi
sem lét sér umhugað um aðra. Góð
nærvera var hennar einkenni í mín-
um huga. Manni leið einhvern veginn
alltaf vel í nærveru Stínu og Önund-
ar, góðar og grandvarar manneskjur
þar á ferð. Sérstaklega er minnis-
stæð síðasta heimsókn þeirra til okk-
ar í Skerjafjörðinn sl. vor – Stína þá
orðin mikið veik en bar sig eins og
hetja. Hafðu þökk Stína fyrir að hafa
gefið mér af þér. Hugur okkar Guð-
rúnar og barna okkar er hjá þér, Ön-
undur minn, og dætrunum myndar-
legu og efnilegu, Möggu Lóu,
Steinunni Lilju og Elísabetu Maríu,
öldnum föður sem nú sér á bak dóttur
sinni og öðrum nákomnum Stínu.
Innilegar samúðarkveðjur sendum
við ykkur öllum.
Leo J.W. Ingason.
Þú ert nú, elsku vinkona, horfin yf-
ir móðuna miklu til austursins eilífa.
Dvelur nú meðal ástvina þinna og
ættingja er hurfu héðan á undan þér.
Við trúum því að þrautir þínar og las-
leiki séu um garð gengin og að þú lifir
lífi þínu þar sem þú ert nú, hress og
glöð.
Þótt við vitum að okkur ber að
fagna lausn frá erfiðum veikindum
fer ekki hjá því að það myndast tóma-
rúm í hugum okkar og ástvina þinna
við þessar aðstæður.
Að okkur sækir söknuður, þrátt
fyrir vitneskjuna um eilíft líf og vitn-
eskjuna um að ekkert líf er án dauða
og enginn dauði án lífs.
Samt sem áður er það nú svo að
þegar þessi vitneskja snertir okkur
sjálf er hún sár og sýnir okkur smæð
okkar gagnvart almættinu.
Aftur á móti er það huggun harmi
gegn, að okkur eru gefin fyrirheit um
endurfundi.
Þú kunnir best við þig innan um
ástvini þína, eiginmann, dætur og
tengdason. Fylgdist vel með lífi
þeirra allra og varst mjög áfram um
að vita hvernig þeim gengi og hvað
þau væru að gera hverju sinni. Barst
ómælda umhyggju fyrir þeim öllum.
Útdeildir af gnægtabrunni ástar og
væntumþykju yfir þau öll og alla
samferðamenn þína.
Þú varst góðviljuð og vingjarnleg
og vildir hvers manns vanda leysa.
Þú varst hógvær kona, hæg, traust
og hlý.
Ég minnist þess og gleymi aldrei
er við hittumst í fyrsta sinn.
Þú komst á móti mér, tókst í hönd
mína og bauðst mig velkominn í stór-
fjölskylduna. Upp frá þeirri stundu
vorum við vinir.
Eg átti eftir að kynnast því að
þessi fundur var ekkert einsdæmi, þú
tókst öllum vel og öllum þótti strax
vænt um þig – strax frá fyrstu
stundu. Það geislaði af þér góðvild og
kærleikur til allra er þú umgekkst.
Það var lærdómsríkt og stórkostlegt
að sjá er þú lást í rúmi þínu og eig-
inmaður þinn og dæturnar sátu
kringum rúmið, hversu mikla ást þau
báru til þín, hvernig herbergið fylltist
af ást og umhyggju. Margar góðar
minningar eigum við Margrét um þig
Stína mín, minningar sem munu
fylgja okkur um ókomna tíð.
Þú félagi, vinur, þín för enduð er
á framandi ströndu að landi þig ber.
Við syngjum og gleðjumst hér saman um
stund,
en seinna við mætumst á annarri grund.
Sá líknandi faðir er lífið gaf þér
hann leiði þig áfram um eilífðar veg.
En minningin lifir oss mönnunum hjá
á meðan að dveljumst við jörðinni á.
Þó leiðir hér skilji og lund okkar sár
þú læknað það getur og þerrað hvert tár.
Þú bæn okkar kenndir við biðjum þig nú
að breyta þeim harmi í eilífa trú.
(E.B.V.)
Í dag er okkur Margréti efst í huga
þakklæti – þakklæti fyrir að fá að
kynnast þér. Þakklæti til þín fyrir all-
ar þær stundir sem við höfum átt
saman. Þakklæti fyrir hvernig þú
tókst mér er ég svo skyndilega kom
inn í þína fjölskyldu.
Við kveðjum þig nú elsku Stína og
biðjum algóðan Guð að leiða þig og
styðja á þeim ókunnu leiðum er þú
hefur nú lagt út á.
Þú varst lifandi, glöð og gjöful. Þú
varst skapandi, auðmjúk og hlý. Þú
fylltir huga okkar allsnægtum og
hjarta okkar kærleika. Þú varst góð
kona, við munum sakna þín.
Við Margrét biðjum algóðan Guð
að styðja og styrkja Önund eigin-
mann þinn, dæturnar þrjár, tengda-
soninn og aldraðan föður þinn.
Minningin um ástkæra eiginkonu,
móður og dóttur lifir í hugum þeirra
og verður þeim leiðarljós um ókomin
ár.
Við Margrét vottum öllum ættingj-
um og vinum þínum okkar dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning þín kæra vin-
kona.
Aðalsteinn V. Júlíusson.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 27
MINNINGAR
Elsku mamma.
Hjartanlega til ham-
ingju með daginn. Í
dag hefðirðu orðið 60
ára. Ég vil þakka þér
kærlega fyrir alla
hjálpina í gegnum þau
34 ár sem ég fékk að vera samferða
þér og allt sem þú gerðir fyrir mig,
s.s. að prjóna lopapeysur sem ég
gaf svo Prince Nassem Hamed og
konunni hans í jólagjöf fyrir fimm
árum og ýmislegt fleira.
Það var nú ósjaldan sem maður
gat hringt í þig og spurt ráða um
hina og þessa kvilla. Þú gast alltaf
hjálpað mér hver sem vandinn var,
svo reyndi maður að hjálpa í stað-
inn eins og maður gat, ná í vörur í
búðina og hitt og þetta. Það var
gaman að sjá hvað þér leið vel í
Skrínunni, það var þinn draumur að
eignast hannyrðaverslun og hann
rættist. Nú eru komnir nýir eig-
endur að búðinni sem eru okkur
ekki ókunnugir.
Því miður gat ég ekki sýnt þér
myndir af Hróarskeldunni eins og
ég talaði um í sms-inu sem ég sendi
þér kvöldið áður en þú lést en það
var nú gott að fá skilaboð frá þér
það kvöld, það var alltaf vaninn hjá
okkur að enda skilaboðin með
kveðju, það var því miður síðasta
kveðjan frá þér. Með þessum orð-
um kveð ég þig að sinni.
Elsku mamma mín, Guð geymi
þig. Við hittumst síðar. Þinn sonur,
Björn Ingi.
Hinn 4. október hefði orðið sex-
tug góðvinkona mín, Steinunn
Björnsdóttir, eða Unna eins og ég
kallaði hana, en hún lést í sumar
langt fyrir aldur fram. Við Unna ól-
STEINUNN GUÐRÚN
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Steinunn GuðrúnBjörnsdóttir
fæddist í Björnskoti
á Skeiðum 4. október
1944. Hún varð bráð-
kvödd 3. júlí síðast-
liðinn og var jarð-
sungin frá Selfoss-
kirkju 10. júlí.
umst upp í Ólafsvalla-
hverfi og urðum vin-
konur mjög ungar.
Mig langaði til að
hugleiða eitt augnablik
hvað það hefði verið
dýrmætt að fá að
gleðjast með þér í dag,
elsku vinkona mín, en
nú er allt svo tómlegt
og breytt. Enn þá spyr
ég; gat það gerst að
hún Unna mín yfirgæfi
þetta líf svona snöggt?
Hún var alltaf svo
dugleg og ósérhlífin og
var alltaf að – bæði
heima og í búðinni sinni. Alltaf
tilbúin að gera það besta fyrir sitt
fólk og dætur sambýlismanns síns,
Guðmundar. Við höfum öll misst
svo yndislega manneskju. Það sem
styður okkur í sorginni eru góðu
minningarnar.
Hún Unna kvartaði aldrei eða
fann það mikið til, að fólkið hennar
grunaði að hún væri með alvarlegan
kransæðasjúkdóm. Það er erfitt að
sætta sig við að svona fór.
Það voru margar góðar stundir
hjá okkur Unnu, sérstaklega þegar
við leigðum saman ungar í Reykja-
vík. Við áttum margt sameiginlegt
og gerðum við margt skemmtilegt
saman með fjölskyldum okkar
hvort heldur var heima eða á ferða-
lögum. Fjaran var leikvöllur stóra
yndislega barnahópsins okkar. Við
vorum mjög stoltar ungar mæður.
Oft var mikið að gera hjá okkur og
við hugleiddum oft hvort ekki væri
alveg hægt að vaka nótt og nótt til
að sauma og vinna, því oft var hægt
að vaka og skemmta sér en því ekki
að prófa þetta? Svona var Unna.
Alltaf að hugsa um að finna tíma til
að vinna meira. Ég man vel eftir
okkar góðu stundum og það hjálpar
mér í sorginni.
Ég vil biðja góðan guð að vaka
yfir öllum hennar aðstandendum og
senda þeim styrk. Elsku vinkona.
Ég þakka þér samfylgdina gegnum
árin.
Þín vinkona,
Svanhildur.
Ástkær sonur okkar, bróðir, ömmubarn og
langömmubarn,
GUNNAR KARL GUNNARSSON,
Bæjarholti 13,
Laugarási, Biskupstungum,
lést af slysförum fimmtudaginn 30. septem-
ber.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Ragnheiður Sigurþórsdóttir, Gunnar Sigurþórsson,
Kristrún Harpa Gunnarsdóttir,
Sigrún Kristín Gunnardóttir,
Kristrún Stefánsdóttir,
Guðrún Karlsdóttir,
Áslaug Bachmannn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, stjúp-
móðir og tengdamóðir,
BJARNDÍS JÓNSDÓTTIR,
Skúlagötu 40b,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 5. október kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsam-
legast bent á líknarfélög.
Kristinn Guðjónsson,
Sigurbjört Gunnarsdóttir, Örn Sigurðsson,
Unnur Gunnarsdóttir,
Jóhannes Gunnarsson, Ásgerður Flosadóttir,
Gunnar Gunnarsson, Þorgerður Þráinsdóttir,
Helga Gunnarsdóttir, Örn Rósinkransson,
Sigrún Kristinsdóttir,
Jóhannes Kristinsson, Þorbjörg Jónsdóttir,
Elín Kristinsdóttir, Magnús Gíslason.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Minningarkort
Minningar- og
styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
.
1
2
7
0
.9
7