Morgunblaðið - 04.10.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 04.10.2004, Síða 30
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Beini © LE LOMBARD ÞESSI DAGUR ER BÚINN AÐ VERA HREINT YNDISLEGUR HVERNIG VAR ÞINN DAGUR? GRETTIR, KOMDU HINGAÐ! ÞÚ ÆTTIR AÐ SPYRJA HANN HVERNIG DAGURINN HANS VAR RÆÐA? HUNDABÝLIÐ, BALDURSBRÁ, HEFUR BEÐIÐ ÞIG AÐ HALDA RÆÐU ÞAR Á 17. JÚNÍ ÞEIR SEGJA AÐ YNGRI HUNDARNIR SÉU ÆSTIR Í AÐ HITTA EINHVERN EINS OG ÞIG, ÞAR SEM ÞÚ VARST EINU SINNI YFIRHUNDUR ÞAÐ ER SKILJANLEGT HÉRNA SJÁUM VIÐ ÖRT VAXANDI BORG MEÐ NÝJUM BYGGINGUM OG STERKUM EFNAHAG ÞAÐ ER MIKIÐ UM AÐ VERA Í ÞESSARI LIFANDI BORG. HÉRNA KEMUR BÓNDI SEM ÆTLAR AÐ SELJA AFURÐIR Á MARKAÐNUM EN ÞVÍ MIÐUR HEFUR VERIÐ TEKIN ÁKVÖRÐUN UM ÞAÐ AÐ BYGGJA VIRKJUN FYRIR OFAN ÞESSA VAXANDI BORG ÉG ER AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÞÚ ERT ALVEG ÓSTJÓRNLEGA FEITUR!! FITUBOLLA! FEITUR FEITUR FEITUR ÞÚ VERÐUR AÐ RÍFA ÞIG UPP ÚR ÞESSU, ANNARS FER ILLA ALLT Í LAGI HELGA. EF ÞÚ SÉRÐ VIÐSKIPTAVIN SEM ER FREKAR KRINGLÓTTUR OG... FEITUR HANN ER STÓRSKRÍTINN ÞANNIG AÐ EKKI LÁTA HANN... BÍÐA VIÐ DYRNAR Dagbók Í dag er mánudagur 4. október, 278. dagur ársins 2004 Mega menn troðahverju sem er inn um lúguna hjá saklausu fólki? Vík- verji spyr vegna þess að undanfarna daga hefur DV verið troðið inn um bréfalúguna á heimili hans. Víkverji vill vernda fjölskyldu sína og kærir sig því ekki um þessa send- ingu. Venjulegt fólk er algjörlega varnarlaust en er það líka alveg réttlaust gagnvart þessum ófögnuði? x x x Kennarar sem Víkverji þekkirfurða sig á því hvernig Baugs- blöðin skrifa um þá og verkfallið. Víkverji segir það ekkert undrunar- efni. Auðvaldið hefur aldrei verið hrifið af verkföllum. Og auðvaldið er alltaf samt við sig. x x x Í síðustu viku var sagt frá því hér íblaðinu að kynbundinn launamun- ur væri mikill í kennarastéttinni. Víkverji furðar sig á því að þetta skuli ekki fara hærra. Er ekki kjörið að taka þetta mál fyrir nú þegar stéttin er farin í verkfall og krefst þess að kjörin séu tek- in til endurskoðunar? Af hverju sætta konur sig við að dagvinnu- laun karlanna séu 6,9% hærri en laun þeirra fyrir sama starf? Og munurinn er miklu meiri þegar heildarlaunin eru skoðuð eða heil 14,9%. Og enginn getur skýrt þetta! Eiríkur Jóns- son, formaður Kenn- arasambandsins, segir ástæðurnar „óljósar“. Og hann upplýsir að það sé ekki verið að ræða þetta neitt sérstaklega í kjara- samningunum! Heil stétt fólks, 4.500 manns, er í verkfalli og formaðurinn telur enga sérstaka ástæðu til að taka fyrir kynbundinn launamun hjá því fólki sem hann er í forsvari fyrir! Hann segir í viðtali við Morgun- blaðið að menn hafi ekki „krufið þetta til mergjar“. Er það ekki tíma- bært? Ef ekki nú, hvenær á þá að taka á þessu máli? Ætlar formað- urinn að beita sér fyrir því? Hvers vegna fá karlar hærri dag- vinnulaun og hvers vegna fá þeir mun meiri yfirvinnu en konurnar? Það er spurningin. Og hvers vegna láta konurnar þetta yfir sig ganga? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Laugavegur | Nokkrar ungar stúlkur, sem allar stunda nám við framhalds- deild Listdansskóla Íslands, vöktu athygli vegfarenda er þær dönsuðu niður Laugaveginn á laugardaginn. Stúlkurnar vildu með þessu uppátæki færa dansinn meira til almennings og vekja athygli á modern-dansi en þær eru nemendur á modernbraut skólans. Stúlkurnar koma næst fram á Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar. Morgunblaðið/Golli Dansað í rigningunni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En Guð, sem veitir þolgæðið og huggunina, gefi yður að vera samhuga að vilja Krists Jesú, til þess að þér allir saman einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists. (Róm. 15, 5.-7.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.