Morgunblaðið - 04.10.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 2004 33
CHICAGO
Á LAUGARDAGINN!
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
e. Edward. Albee
Fö 8/10 kl 20, Su 10/10 kl 20
Fi 14/10 kl 20, Fö 15/10 kl 20
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Aðalæfing mi 6/10 kl 20 - kr. 1.000
Frumsýning fö 8/10 kl 20 - UPPSELT
2. sýn su 10/10 kl 20 - Gul kort
3. sýn fi 14/10 kl 20 - Rauð kort
4. sýn fö 15/10 kl 20 - Græn kort
5. sýn su 24/10 kl 20 - Blá kort
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14
Su 24/10 kl 14, Su 31/10 kl 14
SÍÐASTA SÖLUVIKA - ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR:
ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500)
MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR - VERTU MEÐ Í VETUR
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin
og bestu búningarnir.
Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20
Lau 23/10 kl 20, Fö 29/10 kl 20
Aðeins örfáar sýningar í haust
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20
Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20
Aðeins þessar sýningar
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Fi 7/10 kl 20
Fö 8/10 kl 20
Lau 9/10 kl 20
Su 10/10 kl 20
Örfáar aukasýningar
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
SVIK e. Harold Pinter
3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 örfá sæti laus
4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT
5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 UPPSELT
6. sýn. sun. 24/10 kl. 20 nokkur sæti laus
Það er erfitt að
muna lygina
SVIK
Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20
Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20
ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Rakarinn morðóði
Óperutryllir eftir Stephen Sondheim
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Vakin er athygli á því að atriði í sýningunni eru alls ekki við hæfi barna.
☎ 552 3000Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
MIÐNÆTURSÝNINGAR
• Laugard 23/10 kl. 23
• Laugard 30/10 kl. 23
eftir LEE HALL
Fös . 8 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Fös . 15 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 16 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
„Sexý sýn ing og s júk legur söngur !
Bu l land i k ra f tu r f rá upphaf i t i l
enda . Hár ið er orkuspreng ja . “
-Brynh i ldur Guð jónsdót t i r le ikkona-
ÞAÐ vakti mikla eftirvæntingu
þegar Magnús Geir Þórðarson
kynnti snemma hausts að fyrsta
verk leikársins hjá Leikfélagi Ak-
ureyrar (í samvinnu við fleiri aðlia)
væri leikritið Svik eftir Harold
Pinter. Höfundinn er nánast óþarft
að kynna, þar fer eitt fremsta leik-
skáld Breta sem skrifað hefur á
fjórða tug leikrita auk prósaverka,
kvikmyndahandrita og ljóða. Það
síðastnefnda er án efa mikilvægt
fyrir leikritun Pinters því þekkt er
sú aðferð hans að fara sparlega
með orð, að brýna og fága tungu-
málið, spila á margræðni orða og
merkingarmöguleika og draga
fram vægi þagnarinnar og undir-
textans.
Þessi höfundareinkenni eru ef til
vill hvergi eins greinileg og í Svik-
um enda koma þau fram strax í
titlinum. Enska sögnin „to betray“
getur merkt að svíkja, sýna/fela,
segja frá og koma upp um – og all-
ar þessar merkingar eru stöðugt að
verki í leiktextanum. Af þessu ein-
falda dæmi má ímynda sér vanda
þýðandans því líklega er fátt jafn
erfitt og að þýða texta sem á yf-
irborðinu er tær og einfaldur en
felur í raun í sér flókinn vef marg-
ræðni og merkingarauka. Gunnar
Þorsteinsson er þekktur sem af-
bragðsþýðandi sjónvarpsefnis og
hann leysir þetta verkefni með
sóma; íslenski textinn er eðlilegur,
tilgerðarlaus og tær og í heild virð-
ist mér þýðingin skila þeirri marg-
ræðni sem nauðsynleg er.
Þegar unnið er með texta af
þessu tagi ræður úrvinnsla leik-
stjórans og túlkun leikara úrslitum
um það hvernig til tekst. Auðvitað
má segja að þetta gildi um flestar
leiksýningar, en ég vil þó halda því
fram að þegar textinn er eins spar-
samur og hér um ræðir sé meira
lagt á herðar listamannanna en
ella. Skemmst er frá því að segja
að uppsetning Eddu Heiðrúnar
Backman, sem hér þreytir frum-
raun sína í leikstjórn, er glæsilegur
sigur fyrir hana og þá listamenn
sem með henni vinna. Flestir sem
hafa snefil af innsýn í íslenskt leik-
húslíf vita að Edda Heiðrún er
listamaður af guðs náð sem mætir
hverju viðfangsefni með virðingu
og ástríðu og slær hvergi af kröf-
unum. Þeirri staðreynd að hún hafi
á hápunkti leikferils síns verið
neydd til þess að skipta um vett-
vang í listsköpun sinni snýr hún
upp í listrænan sigur sem eftir
verður tekið.
Að mínu mati er það aðallega
tvennt sem ræður úrslitum um
gæði þessarar sýningar. Annars
vegar er frábær leikur þeirra Felix
Bergssonar, Jóhönnu Vigdísar Arn-
ardóttur og Ingvars E. Sigurðs-
sonar sem hvert og eitt leggja sál
sína í túlkunina um leið og þau
leika af nauðsynlegri hófstillingu.
Hins vegar er auðsætt að leikstjór-
inn hefur hugað að hverju einasta
smáatriði í leik og umgjörð, hvort
sem um er að ræða örfína snert-
ingu tveggja handa eða augnatillit,
eða t.d. hvernig tónlistin tengir at-
riði verksins um leið og hún mynd-
ar viðeigandi grunn fyrir þær til-
finningar sem miðlað er beint og
óbeint á sviðinu. Kontrabassaleikur
Gunnars Hrafnssonar var frábær
liður í heild uppsetningarinnar og
jók henni dýpt.
Þótt margflókin svik séu að-
alþema leikritsins er ýmislegt
fleira á seyði hér en framhjáhald.
Það er ekki aðeins verið að fjalla
um ástina og hjónabandið heldur
ekki síður um vináttuna, sam-
keppnina, listina, tímann og minn-
ið, svo nokkuð sé nefnt. Í hverjum
hinna níu þátta verksins er áhorf-
endum gefin innsýn í samband
hinna þriggja aðalpersóna, Ró-
berts, eiginkonu hans Emmu og
vinar þeirra Jerrys, á ákveðnum
vendipunktum í lífi þeirra. Fyrsti
þáttur sýnir fund Emmu og Jerrys
tveimur árum eftir að þau hafa slit-
ið ástarsambandi sínu og í næstu
þáttum er atburðarásin rakin aftur
á bak í tíma þar til við sjáum upp-
haf sambandsins í lokaþættinum.
Þessi óvenjulega aðferð er áhrifa-
rík því áhorfandinn „veit meira“ en
persónurnar um framvindu mála.
„Að vita eða vita ekki“ er
kannski hinn rauði þráður leikflétt-
unnar. Þannig er það t.a.m. aldrei
alveg á hreinu hvenær Róbert fær
vitneskju um samband konu sinnar
og Jerrys. Hann gæti jafnvel hafa
grunað að þau myndu fella hugi á
undan þeim sjálfum! Ingvar E. Sig-
urðsson á stórleik í hlutverki Ró-
berts, persónusköpun hans er heil-
steypt og sterk frá upphafi til
enda. Hann sýnir okkur karakter
sem ber heitar tilfinningar bæði til
konu sinnar og vinar síns Jerrys,
án þess þó að hann beri þær bein-
línis á torg. Hann sýnir okkur
stoltan en særðan mann sem mætir
svikunum af hörku og háði í sam-
skiptum sínum bæði við Emmu og
Jerry, án þess þó að ganga of
langt. Jafnvel má segja að hann
leiki sér að þeim báðum sem köttur
að mús og sá leikur náði hápunkti í
atriðinu þar sem þeir Jerry eru að
matast saman á veitingahúsi, en
um leið sjáum við þarna gleggst í
kviku Róberts. Felix veitti Ingvari
verðugan mótleik í þessu atriði
sem og öðrum. Þarna var hann á
verði gagnvart beinskeyttu og tví-
ræðu tali Róberts en gat þó
ómögulega áttað sig á aðstæðum til
fulls. Jerry er í túlkun Felix í
grunninn dálítið kokhraustur og
góður með sig, enda maður með
„allt sitt á hreinu“ – eða hvað? Fel-
ix sýndi okkur vel togstreituna í
persónu Jerrys, af einhverjum
ástæðum finnur hann aldrei tíma
til að fara í „skvass“ með Róberti,
sem sífellt skorar á hann að takast
á við sig í þessum líkamlega leik.
Áskorun Róberts er sem leiðarstef
í verkinu og gefur færi á skemmti-
legum túlkunarmöguleikum.
Leikur Jóhönnu Vigdísar ein-
kenndist af sömu hófstillingu og
margræðni og hjá samleikurum
hennar og hún túlkaði afar vel ótta
þess sem hefur einhverju að leyna
og veit ekki hversu mikið hefur
þegar afhjúpast. Með þögn og hár-
fínum svipbrigðum og nákvæmri
líkamsbeitingu sagði Jóhanna Vig-
dís oft meira en orð fá lýst – og
reyndar má segja það sama um
þau öll þrjú. Skúli Gautason á
stutta en skemmtilega innkomu í
verkið sem þjónn á ítölsku veit-
ingahúsi og skopleg útfærsla á per-
sónunni er nauðsynlegt mótvægi
við spennu þeirrar senu sem áður
er lýst.
Jón Axel Björnsson myndlist-
armaður þreytir hér frumraun sína
á sviði leikmyndagerðar og gerir
það með glans. Grunnhugmynd
leikmyndarinnar virðist taka mið af
sparsemi og tærleika textans, leik-
munir eru fáir og jafnvel gagnsæir.
Á tjöld í baksviði er varpað mynd-
skyggnum sem gefa til kynna stað-
setningu sem og bakgrunn per-
sóna. Búningar Filippíu I.
Elísdóttur eru fágaðir og flottir og
undirstrika líka stétt og stöðu per-
sóna en um leið má skilja alla
þessa yfirborðsfágun sem ívið írón-
íska athugasemd við það sem undir
kraumar.
Ætlunin mun vera að setja þessa
sýningu upp í Borgarleikhúsinu
eftir að sýningum fyrir norðan lýk-
ur og víst er að ég ætla að sjá
hana aftur. Það er ekki oft sem
manni gefst færi á að njóta ósvik-
innar listrænnar upplifunar af
þessum gæðaflokki. Missið ekki af
þessari glæsilegu sýningu.
Ósvikin listræn upplifun
LEIKLIST
Sögn ehf., Leikfélag Akureyrar,
Leikhópurinn Á senunni og Leik-
félag Reykjavíkur
Höfundur: Harold Pinter. Íslensk þýðing:
Gunnar Þorsteinsson. Leikstjóri: Edda
Heiðrún Backman. Leikarar: Felix Bergs-
son, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Ingvar
E. Sigurðsson og Skúli Gautason. Leik-
mynd: Jón Axel Björnsson. Búningar: Fil-
ippía Ingibjörg Elísdóttir. Tónlist: Gunnar
Hrafnsson.
Akureyri 1. október.
SVIK
Soffía Auður Birgisdóttir
Felix Bergsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir (á myndinni) og Ingvar E. Sig-
urðsson eiga frábæran leik í Svikum, segir í leikdómi.