Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÖNG umræða var í gær á Alþingi um þingsályktunartillögu þingmanna Samfylkingarinnar um breytingar á stjórnarskránni. Björgvin G. Sigurðsson sagði stjórnarskrárbreytingar sem gerðu landið allt að einu kjördæmi og jöfn- uðu þannig atkvæðisréttinn til fulls vera eitt albrýnasta málið sem menn stæðu frammi fyrir á vettvangi lýð- ræðis og mannréttinda. „Að mínu mati eru það hrein og klár mannrétt- indi að allir Íslendingar hafi jafnan atkvæðisrétt, að atkvæði allra Íslend- inga vegi jafnþungt,“ sagði Björgvin. Hann minnti jafnframt á að Héð- inn Valdimarsson hefði flutt frum- varp þessa efnis árið 1927, þ.e. að landið yrði gert að einu kjördæmi og bæri vott um framsýni hans. „Hið gamla kjörorð Héðins, einn maður, eitt atkvæði á við sem aldrei fyrr.“ Björgvin sagði einnig að lýðræðis- ástandið á Íslandi núna vera ákaflega bágborið, löggjafinn væri fótum troð- inn af framkvæmdavaldinu og því væri brýnt að skoða vel hugmyndir um beina kosningu framkvæmda- valdsins og fullan aðskilnað á milli þessar tveggja valdsviða. Alltaf sömu vandamálin Jóhann Ársælsson sagði endur- skoðun stjórnarskrárinnar vera löngu tímabæra, allir fulltrúar stjórn- málaflokkanna hefðu lengi verið sam- mála um það. Í þingsályktunartil- lögunni kæmi fram afstaða Sam- fylkingarinnar til helstu breytingu sem hún teldi að gera þyrfti á stjórn- arskránni. Jóhann sagði að í umræðum um breytingar á stjórnarskránni og lýð- ræðismál kæmu alltaf upp sömu vandamálin. „Fólkinu í landinu, kjós- endunum, finnst það nefnilega ekki hlutverk þeirra, sem með völdin fara, að setja sér sjálfir reglur til að fara eftir. Það skyldi engan undra í ljósi reynslu síðustu ára hvað það varðar, hvernig menn fara með sín völd.“ Jóhann nefndi hugmyndir um sér- stakt stjórnlagaþing en sagði enga góða hugmynd hafa komið fram um hvernig velja skyldi slíkt þing. „Það er mín skoðun og ég held í einlægni að það gæti vel heppnast að til verði sjálfsprottið stjórnlagaþing þar sem kjósendur en ekki stjórnmálmenn ræða sjálfan grundvöll stjórnskipun- arinnar, þ.e.a.s. stjórnarskrána,“ sagði Jóhann og bætti við að helstu rökin fyrir því væru þau að valdið væri komið frá fólkinu í landinu. „Með almennum kosningum færir fólkið völdin til fulltrúa á Alþingi. Þessir fulltrúar geta á hverjum tíma, eins og nú, farið að nota valdaaðstöðu sína ótæpilega, jafnvel farið að setja reglur um óeðlileg völd sér til handa, taka pólitísk réttindi frá þjóðinni með því að setja lög sem örugglega stríða gegn þjóðarvilja. Um þetta eru sann- arlega dæmi,“ sagði Jóhann. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að þótt hún væri einn flutningsmanna þingsályktunartillögunnar um breyt- ingar á stjórnarskránni hefði hún verið talsmaður þess að sett verði á fót stjórnlagaþing sem fjallaði um breytingar á stjórnarskránni. Marg- ar breytingar á stjórnarskránni væru þess eðlis að þingmenn ættu ekki sjálfir að fjalla um þær heldur aðrir vegna þess að þær snertu iðulega þá sjálfa. Af einstökum atriðum í tillögunni nefndi Jóhanna sérstaklega ákvæði um að tiltekinn hluti þjóðarinnar gæti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu svo og sérstaka rannsóknarnefnd Al- þingis sem gæti tekið á málum sem upp kæmu og rannsakað þau. Hún hefði heimild til þess að rannsaka mál að eigin frumkvæði en ekki eins og nú er að meiri hluti þingsins geti fellt að slík rannsókn fari fram. Jafn atkvæðis- réttur er mannréttindi Morgunblaðið/Þorkell Björgvin G. Sigurðsson vill að atkvæði allra Íslendinga vegi jafnþungt. GESTUR Jónsson, hrl. og lögmaður Skeljungs, segir þá niðurstöðu ranga sem ákvörðun samkeppnis- ráðs er byggð á, að öll olíufélögin hafi að meira eða minna leyti stund- að samráð á markaðinum, skipt hon- um á milli sín og ákveðið verð sam- eiginlega á því tímabili sem var til rannsóknar þ.e. á árunum 1993 til 2001. „Ég tel að það sé horft framhjá mjög veigamiklum vísbendingum um að þetta sé einfaldlega ekki rétt. Það liggja fyrir upplýsingar í gögn- um málsins um að það verða veru- legar breytingar á markaðhlutdeild olíufélaganna á þessum tíma,“ segir Gestur og bendir á að meginlínan í þessum breytingum hafi verið sú að hlutdeild Skeljungs á markaðinum hafi vaxið, hlutur Olíufélagsins hafi farið bæði upp og niður á tímabilinu og minnkað ef á heildina er litið og hlutur Olís hafi einnig sveiflast en í lok tímabilsins verið sambærilegur við það sem hann var í upphafi. „Ég held að einhver skýrasta vísbend- ingin um hvort samkeppni er fyrir hendi á markaði sé sú hvort breyt- ingar verða á markaðshlutdeildinni. Það er alveg ábyggilegt að það gerir það enginn af fúsum og frjálsum vilja að semja við keppninaut sinn um að hann megi hirða kúnnann af sér,“ segir hann. Vildu samkeppnishæft verð við það sem í boði var í Færeyjum Meðal þess sem fram kemur í skýrslu samkeppnisráðs er að olíufé- lögin hafi haft með sér samráð til að hafa áhrif á verðlagningu á skipa- gasolíu í Færeyjum í því skyni að halda uppi verði hér á landi. Félögin hafi sameiginlega ákveðið að gera það að skilyrði fyrir viðskiptum við norska olíufélagið Statoil að það myndi beita sér fyrir því að verð til íslenskra skipa í Færeyjum yrði hækkað. Þessu hafa olíufélögin mót- mælt og í andmælum Olíufélagsins er því haldið fram að íslensku olíufé- lögin hafi verið að kaupa inn olíuna á hærra verði en sem nam útsöluverð- inu í Færeyjum. Gestur Jónsson segir að frá sjón- arhóli olíufélaganna snúist þetta mál um að félögin hafi staðið frammi fyr- ir því, að það verð sem hér stóð til boða var mun hærra en útsöluverð í Færeyjum. „Öll þessi viðleitni sem þarna er lýst var viðleitni af hálfu félaganna til þess að reyna að ná þeirri stöðu að þau gætu keppt við það verð sem var boðið í Færeyjum. Tilgangurinn með þessum viðræðum var eingöngu að ná fram samkeppnishæfu verði til þess að geta boðið hér sama verð og viðskiptavinir félaganna gátu fengið í Færeyjum,“ segir hann. Ósanngjarnt að segja forstjóra Skeljungs hafa slegið tóninn Gestur hefur einnig ýmislegt að athuga við þá staðhæfingu í skýrsl- unni, að Kristinn Björnsson, fyrr- verandi forstjóri Skeljungs, hafi slegið þann tón sem hafi einkennt alla samkeppni á olíumarkaðnum í meira en heilan áratug eftir að hann tók við sem forstjóri. Vísar sam- keppnisráð í þessu sambandi í minn- isblað sem Kristinn tók saman árið 1990. „Þetta minnisblað sem þarna er vísað til er frá árinu 1990, þegar Kristinn Björnsson hefur verið for- stjóri Skeljungs í rúman mánuð,“ segir Gestur. „Hann á þá fund með forstjóra Texaco í Danmörku og forstjóra Ol- ís. Þeir eru að ræða um hugsanlegt samstarf varðandi sölu á eldsneyti á Keflavíkurflugvelli. Hann tekur saman minnisblað af þessu tilefni en það er skrifað 1990 og á þeim tíma eru engin samkeppnislög í gildi. Þau voru sett árið 1993. Þarna eru engin lögbrot á ferðinni. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar er vísað til þess að á þessum tíma hafi verið í gildi reglur sem bönnuðu verðsamráð um smurolíu en minn- isblaðið tekur ekki til neinna við- ræðna um smurolíuviðskipti af einu eða neinu tagi,“ segir hann. Gestur segir einnig að það sé því ekki ein- kennilegt að Kristni finnist það af- skaplega ósanngjarnt að þátttaka hans í lögmætum fundi þar sem rætt var um viðskipti er hann var nýbyrj- aður í sínu starfi, skuli vera tekin inn í skýrslu Samkeppnisstofnunar sem einhverskonar vísbending um að hann sé sá sem hafi slegið tóninn. Gestur Jónsson hrl. segir forsendur ákvörðunar samkeppnisráðs um olíufélögin rangar Breytingar á markaðs- hlutdeild skýr vísbend- ing um samkeppni „AUÐVITAÐ þykir mér eins og öðrum að þarna hafi meira gengið á en ég meira að segja óttaðist að hefði verið. Mér þykir það mjög miður,“ segir Davíð Oddsson utan- ríkisráðherra um meint samráð ol- íufélaganna en tekur fram að hann hafi ekki lesið hina löngu skýrslu Samkeppnisstofnunar heldur lesið útdrætti um málið í fjölmiðlum. Spurður um hinn langa tíma sem rannsóknin hafi tekið segir Davíð að það sé afar þýðingarmik- ið af mál af þessum toga geti gengið hraðar fyrir sig. „Þetta er búið að liggja svona vomandi yfir mönnum lengi og ég man ekki betur en það hafi líka verið þess háttar skýrslur um tryggingafélögin sem hálfpartinn gufuðu upp og hurfu. Of lengi í meðferð Mér finnst þetta vera allt of lengi í meðferð þannig að ann- aðhvort verða þessar stofnanir að rísa undir sínu verkefni eða sleppa því að fara í það. Það er verst að fara af stað og hleypa öllu í bál brand ef menn geta svo ekki lokið því í tíma. Ég tek eftir því að sum- ir talsmenn olíufélaganna, lög- fræðilegir, segja að þetta sé allt saman fyrnt. Ég þekki það ekki og get ekki lagt á það mat. Það væri náttúrlega afskaplega ankannalegt ef málin stæðu þannig,“ segir Dav- íð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra um meint samráð olíufélaganna Morgunblaðið/Kristinn Meira en hann hafði óttast EINAR K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, benti á á þingfundi á Alþingi í gær að vanskil á vörslufé vegna greiðslu- erfiðleika væru mjög ólík öðrum skattalagabrotum og hefðu sjaldnast þau einkenni sem einkenndu skatt- svik. Brotlegir væru því ekki hin- ir dæmigerðu skattsvikarar. „Við höfum illu heilli sett um það þannig regluverk að það hefur leitt til þess að menn fá gríðarlega þunga dóma,“ sagði Einar og benti á að brotlegir ættu sér oft málsbætur umfram þá sem fremdu önnur skattalagabrot og að löggjöfin væri fullhörð við þá sem stæðu í van- skilum á vörslufé. „Skýringarnar eru jafnan þær að forsvarsmenn fyrir- tækja hafa lent í greiðsluerfiðleikum sem oft enda með gjaldþroti,“ sagði Einar varðandi málsbæturnar. Háar fjársektir Hann kynnti frumvarp til laga um breytingu á lögum á staðgreiðslu op- inberra gjalda nr. 45 frá 1987 og lög- um um virðisaukaskatt nr. 50 frá 1988 með áorðnum breytingum. Flutningsmenn lagafrumvarpsins ásamt Einari voru þingmenn úr öll- um stjórnarflokkunum. Einar sagði málið væri mikið réttlætismál því meðal refsinga væri að finna gríðar- lega háar fjársektir og ef þær greidd- ust ekki gætu menn átt von á því að vera sendir í fangelsi þar sem mögu- leiki á reynslulausn væri ekki fyrir hendi. Brotlegir væru oft ungt fólk og aðilar sem stæðu að svokölluðum sprotafyrirtækjum í landinu. Því væri nauðsynlegt að breyta þessari óréttlátu löggjöf að sögn Einars. „Við megum ekki, jafnvel þó að við viljum ná utan um það að koma í veg fyrir það að menn stundi skattsvik, ganga þannig frá löggjöfinni að við hræðum venjulegt fólk frá því að taka í þátt í atvinnurekstri sem í eðli sínu hlýtur alltaf að vera áhættusamur,“ segir Einar. Hann sagði það vera mjög í réttlætisátt og þinginu til sóma ef það auðnaðist að ljúka málinu með skjót- um hætti. „Ég held að það séu allar forsendur til þess að efnahags- og viðskiptanefnd, sem ég legg til að fái þetta mál til umfjöllunar, geti lokið þessu máli á tiltölulega skömmum tíma og við getum gert þetta að lög- um í allra síðasta lagi núna fyrir jól- in.“ Mikið rétt- lætismál og þinginu til sóma Einar K. Guðfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.