Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 29
söm að njóta einstakrar alúðar Árna og færni sem lýtalæknis – í óláni mínu. Ég var 21 árs þegar ég kynnt- ist Árna fyrst og kom það ekki til af góðu. Ég lenti í brunaslysi og var í nokkurn tíma ekki hugað líf. Það kom í hlut Knúts Björnssonar lýta- læknis og samstarfsmanns Árna að tjasla mér saman eftir slysið og þakka ég honum að ég lifði af. Það var síðan Árni Björnsson læknir sem framkvæmdi næstu árin ótal aðgerð- ir til að laga ör og strengi og má segja að lýtalækningadeild Land- spítalans hafi verið mitt annað heim- ili á háskólaárunum. Sumarfrí, jólafrí, páskafrí – en eins undarlega og það gæti hljómað, þá eru góðar minningar mér efst í huga frá þess- um tíma. Umhyggja og mannkær- leikur Árna og samstarfsfólks hans á sjúkrahúsinu réði þar mestu. Ég minnist þess ekki að hafa kviðið neitt sérstaklega fyrir aðgerðum, því Árni kenndi mér að takast á við þetta sem verkefni sem þurfti að vinna og því fyrr því betra. Og svo var bara drifið í því. Árni gekk hraustlega til verks og ekkert virtist vefjast fyrir honum. Alltaf gat hann fundið lausnir á því hvað og hvernig mætti betrumbæta og engar aðgerðir virtust vaxa hon- um í augum. Það voru heldur engin vettlingatök hjá Árna þegar sáraum- búðir voru fjarlægðar – og hefði stundum mátt halda að hann væri að gera að hrossi, en Árni var mikill hestamaður – yfirleitt dugði þó að bíta á jaxlinn. Þótt stundum væri hraustlega tekið í, furðaði ég mig oft á því hvernig þessar stóru sterklegu hendur gátu gert aðgerðir sem kröfðust ótrúlegrar nákvæmni. For- ljót nef urðu hin fegurstu í höndum Árna, svo ekki sé minnst á allar að- gerðirnar sem hann gerði á einstak- lingum sem fæðst höfðu með skarð í vör og góm. Ég held ég geti fullyrt að sá sjúklingahópur hafi staðið hjarta hans næst. Þess varð ég áskynja þegar ég naut þeirra sér- réttinda að gera rannsókn með Árna á sálrænum og félagslegum þáttum á þessum hópi og birta með honum grein í erlendu læknatímariti. Það sópaði að Árna Björnssyni. Það fór aldrei á milli mála hver var á ferðinni. Föst skrefin á ganginum, sterk röddin, kröftugt takið á hurð- arhúninum á sjúkrastofunni, glettn- islegt blikið í brúnum augunum, upp- örvandi brosið, hraustlegt klappið á kinnina og hrossahláturinn þegar honum fannst hann hafa sagt eitt- hvað fyndið. Stundum hlassaði hann sér á rúmstokkinn þannig að við lá að sjúklingurinn tækist á loft í rúminu. Snerting vafðist ekki fyrir honum en hann hélt gjarnan þétt um hendi sjúklingsins eða setti hönd sína á öxl viðmælanda síns. Á seinni árum naut ég þess að fá föðurlegt faðmlag þeg- ar ég hitti Árna á förnum vegi hvort sem það var í matvörubúðinni eða á tónleikum í Haukshúsum á Álfta- nesi. Þar hitti ég hann í síðasta sinn í sumar, glettnislega brosið og stríðn- isglampinn í augunum ennþá á sín- um stað. Það er fyrst nú að ég átta mig á því að Árni var kominn yfir átt- rætt þegar ég hitti hann þarna í síð- asta sinn – alltaf sami fjallmyndar- legi maðurinn. Árni Björnsson var ekki aðeins sá læknir sem ég hef metið mest heldur var hann mikill sálfræðingur. Ýmis- legt sem hann sagði mér til uppörv- unar á erfiðum tímum hefur fylgt mér í gegnum lífið. Á tímabili varð mér ofviða að hugsa til þess að lifa með afleiðingum brunaslyss og sagði við Árna að ég gæti aldrei sætt mig við að vera svona. Mér er minnis- stætt svar hans og hefur það oft komið mér í hug í gegnum tíðina á erfiðum tímum: „Þú þarft ekki að sætta þig við það, en þú getur lært að lifa með því.“ Hann kenndi mér líka að ég skyldi aldrei bera saman lífs- reynslu mína við lífsreynslu annarra, því þótt þeirra reynsla virtist kannski léttvæg í samanburði við mína, þá gætu byrðarnar samt sem áður vegið þyngra. Alúð Árna og viðmót var einstakt. Hann hvatti mig til háskólanáms og síðar framhaldsnáms og sýndi ávallt mínum persónulegu högum og líðan ósvikinn áhuga. Mér eru kunnug fleiri slík dæmi um umhyggju Árna við aðra sjúklinga og hjúkrunarfólk sem hann hvatti og studdi með ráð- um og dáð til frekara náms. Ég leyfi mér að fullyrða að Árni Björnsson læknir hafi haft mikil áhrif á líf ótal margra sjúklinga sinna og sam- starfsmanna, en sú virðing er hann naut meðal samstarfsmanna sinna fór ekki framhjá neinum. Megi alúð og viðmót Árna Björns- sonar læknis vera öðrum læknum og umönnunaraðilum til eftirbreytni. Ég sendi Guðnýju eiginkonu Árna, börnum þeirra og fjölskyldum, mína dýpstu samúð. Sigríður Sjöfn Ágústsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 29 MINNINGAR Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSGEIR GUÐMUNDSSON málarameistari, Fannafold 11, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Jóhanna Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Vilhjálmur Ari Arason, Guðmundur Ásgeirsson, Kristbjörg Baldursdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson, Oddný Hildur Sigurþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR SVEINSSON fyrrv. lögregluþjónn, áður til heimilis á Kópavogsbraut 1A, Kópavogi, lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, mánudaginn 1. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Rósa Ingólfsdóttir. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð vegna andláts eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS KRISTINSSONAR, Reynimel 80, Reykjavík. María Tryggvadóttir, Helgi Gunnarsson, Gunnar K. Gunnarsson, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA JÚLÍUSDÓTTIR, Gnoðarvogi 68, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 4. nóvember kl. 13.00. Magnús Finnbogason, Hafliði Magnússon, Svanhildur Agnarsdóttir og barnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn, frændi og vinur, GUÐNI MÁR BALDURSSON, Hólmgarði 45, Reykjavík, er látinn. Ásta Hjartardóttir, Baldur Á. Guðnason, Halldór Rafn Bjarnason, Svanborg Karlsdóttir, Laufey Guðnadóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN BJÖRN GUÐMUNDSSON frá Ísafirði, áður Grandavegi 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur G. Kristjánsson, Svanborg Eyþórsdóttir, Sigurbjörn E. Kristjánsson, Erla Kjartansdóttir, Rolf K.T. Kristjánsson, Ellý A. Kristjánsdóttir, Kristjana J. Kristjánsdóttir, Snorri Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÁSDÍS HILMARSDÓTTIR, Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudag- inn 5. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast Guðnýjar, er bent á Samtök sykursjúkra, Hátúni 10b, 105 Reykjavík, kt. 681174-0609, reikningsnúmer 303 26 33354. Sveinn S. Pálmason, Hilmar M. Gunnarsson, Guðný S. Gunnarsdóttir, Þórður Gunnarsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HJALTA ELÍASSONAR rafvirkjameistara, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og deildar 11E á Landspítalanum við Hring- braut. Guðný Málfríður Pálsdóttir, Páll Hjaltason, Sigríður Björg Sigurjónsdóttir, Pjetur G. Hjaltason, Ella Þórhallsdóttir, Sigurður Elías Hjaltason, Ingrid Nesbitt, Eiríkur Hjaltason, Elín Sigríður Jónsdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR JÓNSSONAR, Hólmgarði 60, Reykjavík. Laufey Júlíusdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.