Morgunblaðið - 03.11.2004, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Kennarar
Vegna forfalla vantar kennara í almenna
kennslu á miðstigi við Barnaskólann á Eyrar-
bakka og Stokkseyri.
Uppl. gefa Harpa skólastjóri í síma 483 1263
og Böðvar aðstoðarskólastjóri í síma 483 1141.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Félag sjálfstæðismanna
í Langholtshverfi
Aðalfundur
Félags sjálfstæðismanna í Langholtshverfi
verður haldinn fimmtudaginn 4. nóvember
2004 kl. 17.30 í Valhöll, Háaleitisbraut 1.
Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Gestur fundarins verður Guðlaugur Þór Þórð-
arson, alþingismaður og borgarfulltrúi.
Stjórnin.
Framhaldsaðalfundur 2004
Framhaldsaðalfundur Félags fasteignasala
verður haldinn fimmtudaginn 4. nóvember
2004 kl. 17:30 síðdegis í fundarsalnum
„Gullteigi“ á 1. hæð á Grand Hótel Reykjavík.
Fundarefni:
Samþykkt nýrra samþykkta Félags fasteigna-
sala
Samþykkt nýrra siðareglna Félags fasteigna-
sala
Ákvörðun félagsgjalda
Önnur mál
Stjórnin.LISTMUNAUPPBOÐ
Málverk óskast
Óska eftir að kaupa fallegt málverk eftir
einhvern af gömlu meisturunum.
Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Mbl.,
merktar: „Málverk — 16254.“
TIL SÖLU
Lagersala
Í dag og næstu daga
seljum við eikföng með 50% afslætti meðan
birgðir endast. Einnig höfum við nokkrar
Expresso kaffivélar með 50% afslætti. Hand-
færaönglar „MUSTAD“, stærðir 4/0 til 12/0,
„GUMMIMAK“ á hálfvirði. Ýmsar fleiri vörur
eru á boðstólnum á mjög hagstæðu verði, t.d.
herðatré, tré og plast, fjöltengi, Camo vöðlur,
flugustangir, örfáir verkfærakassar á kostnað-
arverði og margt fleira.
Opið er frá kl. 13.00 til 17.00 alla daga nema
föstudaga, en þá lokum við kl. 16.00.
Lítið við og gerið góð kaup.
I. Guðmundsson ehf.,
Skipholti 25, 105 Reykjavík.
TILBOÐ / ÚTBOÐ
Í kvöld kl. 20. Hjálparflokkur í
Garðastræti 38.
Allar konur velkomnar.
HELGAFELL 6004110319 VI
GLITNIR 6004110319 I
I.O.O.F. 9 1851138½ I.O.O.F. 7 1851137½ .I.O.O.F. 18 1851138
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
ÁTTRÆÐUR er í
dag, hinn 3. nóvember,
Sigurður Blöndal,
fyrrv. skógarvörður og
skógræktarstjóri á
Hallormsstað. Sigurð-
ur hefur um langan
aldur sett mikinn svip
á samtíð sína, bæði
innan starfsvettvangs
síns, skógræktar og
ræktunarmála al-
mennt, og sem fjöl-
fróður menningarmað-
ur sem látið hefur víða
að sér kveða.
Sigurður hlaut
mikla ættarfylgju mennta og menn-
ingar úr föðurgarði. Foreldrar
hans, Sigrún og Benedikt Blöndal á
Hallormsstað, höfðu aflað sér
óvenju víðtækrar menntunar og
bjuggu yfir miklum glæsileika og
reisn og áhrif þeirra bárust víða.
Húsmæðraskólann á Hallormsstað,
sem Sigrún Blöndal stofnaði og rak
SIGURÐUR
BLÖNDAL
til æviloka, ber þar
hæst. Þennan arf
ávaxtaði Sigurður,
nam skógfræði í Nor-
egi en hvarf svo heim
og varð skógarvörður
á Hallormsstað og
þátttakandi í mannlífi
og menningu á Fljóts-
dalshéraði og Austur-
landi.
Styrkur Sigurðar
sem fræðara og leið-
beinanda liggur ekki
hvað síst í hinni fersku
upplifun hans á um-
hverfi sínu hvar sem
hann fer. Hann á sér einhverja
barnslega næmi á það að koma
auga á hið nýja og óvænta í um-
hverfinu, þegar augu og hugmynda-
flug annarra hefur sljóvgast.
Hallormsstaður og Sigurður
Blöndal eru svo nátengdir í hugum
fólks að hvor kallar á hinn. Um
nokkurt árabil var Sigurður þó kall-
aður til að gegna stöðu skógrækt-
arstjóra með aðsetur í Reykjavík.
Víst er að það starf gaf margvíslega
möguleika á að hafa áhrif, ýta mál-
um áfram og kynnast innviðum
stjórnkerfisins. Mér er líka kunn-
ugt um að Sigurður var þar í mikl-
um metum þar sem reisn hans, lip-
urð og lagni naut sín vel. Mér segir
þó hugur að þetta tímabil, þar sem
embættisframi hans var mestur,
hafi ekki jafnframt verið það tíma-
bil sem hafi gefið honum mest. Hjá
Goðmundi á Glæsivöllum er ekki
alltaf af setningi slegið. Ég held að
Sigurður hafi kunnað enn betur en
áður að meta Hallormsstað og
mannlíf á Fljótsdalshéraði eftir að
hann hvarf heim á æskuslóðirnar.
Heim kominn, búinn að velta af
sér embættisönnum, hefur Sigurður
átt sér afar frjóan tíma við skriftir
og margvísleg önnur óbrotgjörn
störf í þágu skógræktar og menn-
ingarmála. Er þar nærtækast að
vitna til fjölmargra vandaðra og
læsilegra greina hans í Skógrækt-
arritinu, áður Ársriti Skógræktar-
félags Íslands.
Ég, sem þessi orð skrifa, tel við-
kynningu og vináttu Sigurðar Blön-
dal um áratuga skeið hafa lýst upp
líf mitt á margvíslegan hátt, gefið
nýja og ferska sýn á margt í tilver-
unni og auðgað daga mína. Það
veitir lífsfyllingu að kynnast djúp-
stæðri þekkingu Sigurðar á fjöl-
mörgum málum og þeirri yfirsýn
sem fram kemur í mati hans á
mönnum og málefnum.
Ég flyt Sigurði, Guðrúnu konu
hans og börnum þeirra hugheilar
árnaðaróskir okkar hjóna á áttræð-
isafmæli hans.
Matthías Eggertsson.
FRÉTTIR
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Fréttir
í tölvupósti
KVENFÉLAGIÐ Hringurinn er að
hefja sína árlegu jólakortasölu og
rennur allur ágóði til styrktar veik-
um börnum á Íslandi. Jólakortið
2004 er hannað af myndlistarkon-
unni Marilyn Herdísi Mellk og ber
mynd af tveimur englum og jóla-
stjörnu.
Kortin eru seld í 5 eða 10 stk.
pökkum með hvítum umslögum á kr.
500 eða kr. 1.000 pakkinn. Einnig
eru seld 10 merkispjöld fyrir jóla-
pakka með sömu mynd á kr. 300
pakkinn.
Kortin verða til sölu í verslunum
Lyfjum og heilsu og í veitingasöl-
unni í Barnaspítalanum. Fyrirtæki
og aðrir sem þurfa mikinn fjölda af
kortum geta sent pöntun í tölvupósti
á póstfangið: hringurinn@simnet.is.
Einnig má lesa inn pöntun á sím-
svara félagsins í síma 5514080.
Jólakort Hringsins
STJÓRN Samtaka móðurmáls-
kennara lýsir yfir áhyggjum
vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á
móðurmálskennslu í framhalds-
skólum Í ályktun frá stjórninni
segir að gert sé ráð fyrir að ein-
ingum verði fækkað úr 15 í 12 í
kjarna á bóknámsbrautum fram-
haldsskóla. Þar sem móðurmálið á
í vök að verjast vegna aukinna
áhrifa enskunnar telur stjórnin
heillavænlegra að auka enn frekar
vægi móðurmálsins í námskrá
framhaldsskóla.
Vægi móðurmálsins