Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ENGLABÖRN, leikrit Hávars Sig- urjónssonar, sem frumsýnt var í lok september af Mammutteatret á Plan B leiksviðinu í Huset í Kaup- mannahöfn hefur fengið góða dóma í dönskum dagblöðum. Þá er leik- endum og leikstjóra einnig hrósað fyrir frammistöðuna í þessum „vel sviðsetta fjölskylduharmleik“. Leikstjóri sýningarinnar er Bente Kongsbøl og leikarar eru Jonatan Spang, Mille Hoffmeyer Lehfeldt, Olaf Johannessen,Tina Gylling Mortensen, Joen Bille og Helle Merete Sørensen. Í leikdómi, sem birtist í Jyllands- Posten 15. október sl., stiklar gagn- rýnandinn Henrik Lyden á stóru í efni leikritsins, sem fjallar um sifjaspell, ofbeldi og mannlega nið- urlægingu, og segir, að verkið minni um margt á þær fjöl- skyldumyndir, sem danska leik- skáldið Jess Ørnsbo hefur dregið upp, ömurlegar og gráglettnar í senn. Lyden segir, að það sé ekki fagur veruleiki, sem birtist áhorfendum í „Englabörnum“, og með það í huga hafi tekist vel til hjá leikmynda- hönnuðinum Birgitte Mellentin er hún ákvað að stílfæra umgjörðina, sem einkennist af svörtum og hvít- um flötum. Í henni hrærast síðan persónurnar í litsterkum merkja- klæðnaði. „Áhorfendur voru margir ungt fólk og það leyndi sér ekki, að sag- an, þetta fjölskylduvíti, fékk á það. Þá ekki síður sá dapurlegi sann- leikur, að misnotkun og ofbeldi ganga í arf, frá kynslóð til kyn- slóðar,“ sagði Lyden meðal annars. Óhugnanlega kunnuglegur Í Politiken 10. október segir Monna Dithmer, að með „Engla- börnum“ hafi Hávar haslað sér völl í íslensku leikhúsi og nú sé verið að taka verkið til sýninga annars stað- ar í Evrópu. Eins og Lyden hrósar hún leikendum og þá ekki síður leikstjóranum. Dithmer segir, að með „Engla- börnum“ hafi Mammutteatret hitt í mark, beint í sjálfa sálarkvikuna. „Það á við um innilokunarkenndina, þessa kæfandi tilfinningu, sem vex í skugga skammar og sifjaspella, og enginn kemst undan. Þá verður harmleikurinn allt að því óhugn- anlega kunnuglegur, svo ekki sé sagt óhugnanlega hversdagslegur,“ segir Dithmer í leikdómi sínum. Leiklist | Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson fá góða dóma í Danmörku „Beint í sjálfa sálarkvikuna“ Jonatan Spang, Joen Bille og Mille Hoffmeyer Lehfeldt í Englabörnum. FÉLAGAR úr Kammersveit Reykja- víkur héldu bráðskemmtilega og fjöl- sótta tónleika á sunnudagskvöld í virðulegum fyrrum lestrarsal Lands- bókasafnsins undir yfirskriftinni Haustkyrrðin í lífi og náttúru. Sveinbjörn Sveinbjörnsson kvað fyrstur landsmanna hafa glímt við virta kammergrein píanótríósins, og er vitað um a.m.k. tvö slík verk, talin samin einhvern tíma fyrir 1912. Fjórþætt Tríó hans í e-moll er myndarleg smíð bæði að vöxtum (20 mín.) og fagmennsku, þó varla þyki Mendelssohnskt yfirbragðið frumlegt fyrir sinn tíma. Það er engu að síður áheyrilegt verk, er stendur vel fyr- ir sínu meðal norrænna nágranna. Spilað var af elsku og samúð, jafnvel þótt flygillinn ætti til að bera strengina ofurliði í þetta litlum sal. Eina auðþekkta íslenzka inn- slagið var að finna í lokaþætti, þar sem þjóðlagsbrot úr Bjartri meyju og hreinni svifu þokkafullt yfir vötnum. Hafi bókasalurinn verið í það smæsta fyrir meðalstóran flygil, var hann aftur á móti sem sniðinn fyrir stroksamleik, eins og berlega kom fram í seinni tveim atriðum kvöldsins fyrir strengjakvartett. Var- iazioni pastorali Op. 8 eftir Jón Leifs er æsku- verk frá 3. áratug; níu stutt tilbrigði um stef úr Strengjatríói Beethovens Op. 8. Skondið var að heyra snúðug „innskot“ Jóns í Beethoven með sínu gjörólíka nefi, er smám saman sóttu í sig veðr- ið. Kom frumlegur og nærri súrrealískur húmorinn manni satt að segja á óvart, þó að kunnuglegri áhrifum frá tónmáli Bartóks brygði einnig fyrir í meitlaðri túlkun kvartettsins. Hinn mikli kammermúsíkalski svanasöngur Franz Schuberts, Strengjakvintettinn í C-dúr Op. 163 frá 1828 með 2 sellóum, var síðastur á dagskrá. Verkið uppgötvaðist ótrú- lega seint; gott ef ekki Pablo Casals og félagar hafi fyrstir komið því í þann örugga sess sem það verð- skuldar. Schubert féll sorglega vel að rómantísku klissjunni um hið dæmi- gerða vanmetna tónskáld; næsta ókunnur utan góðvinahópsins meðan uppi var. Er átakanlegt að lesa bréf hans til forleggjaranna þar sem hann falbýður (árangurslaust!) nærri 50 mín. snilldarverkið „sehr billig“. Skemmst er frá að segja að leikur fimmmenninganna úr Kammersveit- inni var sópandi glæsilegur, innlif- aður fram í fingurgóma og í beinu rótarsambandi við alþýðlegan und- irtóninn er gerir kvintettinn að einu hjartnæmasta strengjaverki 19. ald- ar. Leifskur Beethoven TÓNLIST Þjóðmenningarhúsið Sveinbjörn Sveinbjörnsson: Píanótríó í e†. Jón Leifs: Variazioni pastorali*. Schu- bert: Strengjakvintett í C, op. 163*†. Kammersveit Reykjavíkur (Rut Ingólfs- dóttir & Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlur, Þórunn Ósk Marínósdóttir víóla, Sigurður Bjarki Gunnarsson* & Hrafnkell Orri Eg- ilsson† selló og Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanó. Sunnudaginn 31. október kl. 20. Kammertónleikar Rut Ingólfsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson NÚVERANDI Nóbelsverðlauna- hafi, Shirin Ebadi, hefur farið í mál við bandaríska ríkið fyrir að koma í veg fyrir útgáfu á ævisögu hennar þar í landi. Ástæðan er sú að Ebadi er írönsk, en lög kveða á um að bandarískir út- gefendur megi ekki gefa út bæk- ur höfunda í Ír- an, Kúbu og Súdan, nema að verk- unum hafi þegar verið lokið án allrar þátttöku Bandaríkjamanna. Stangast á við stjórnarskrá? Málaferlið sækir Ebadi á þeim grundvelli að það stangist á við stjórnarskrána að setja hömlur á útgáfu bóka eftir höfunda þeirra landa sem Bandaríkin hafa sett við- skiptabann á. Hún sagði ennfremur að með banninu hættu Bandaríkja- menn á að glata mikilvægu tæki- færi til að læra meira um landið hennar og fólkið þar sem og að auka skilning milli þjóðanna tveggja. Ebadi hlaut friðarverðlaun Nób- els í fyrra og var fyrsta múslimska konan og fyrsti Íraninn til að hljóta þau. Nóbelsverð- launahafi í mál við banda- ríska ríkið Shirin Ebadi SEMPEROPER í Dresden mun setja músíkleikhús Hafliða Hall- grímssonar, Örsögur, á svið síðar í þessum mánuði. Sýningar verða sex og er frumflutningur 20. nóvember, en síðan eru sýningar annan hvern dag, sú síðasta 30. nóvember. Leik- stjóri verður Herr Lutje og munu sýningar fara fram á minna sviði hússins. Semperoper er eitt frægasta óperuhús í Þýskalandi. Þar starfaði m.a. Richard Wagner á sínum tíma og margar af óperum Richards Strauss voru frumfluttar þar. Örsögur eru byggðar á stuttum sögum eftir rússneska rithöfundinn og absúrdistann Daniil Kharms, sem var uppi frá 1905–1942. Hann stofn- aði hin frægu samtök rithöfunda OBERIU, eða Samtök um sanna list. Örsögur voru fyrst fluttar á Listahátíð í Thurso nyrst í Skotlandi og sviðsetti Hafliði þær sjálfur og bjó til leiktjöld. „Ég hef lofað sjálfum mér því að gera aldrei slíkt og þvílíkt aftur,“ segir hann. Örsögur hafa einnig verið fluttar á Írlandi, Íslandi, Skotlandi og Grikk- landi. Viröld fláa á óperuþingi Hafliði er með fleiri járn í eldinum um þessar mundir en ópera hans, Viröld fláa, hefur verið valin af The International Theatre Institute í Berlín til þátttöku í alþjóðlegu óperuþingi í München, sem fram fer þriðja hvert ár. Á þinginu verða kynntar fimmtán óperur, sem valdar voru úr hópi fimmtíu ópera hvaðan- æva úr heiminum. „Taldi þriggja manna nefnd, sem stóð fyrir end- anlegu vali á verkum til þátttöku, að Viröld fláa væri ein af frumlegustu óperum sem frumfluttar hefðu verið í óperuheiminum á þessu ári,“ segir Hafliði. Viröld fláa var pöntuð af Theater Lübeck, en þar var hún frumflutt í janúar sl., og Netzzeit í Vínarborg, en þar verður óperan frumflutt í end- urbættri útgáfu 30. mars á næsta ári. Hafliði mun taka þátt í óperu- þinginu sem fram fer frá 18.–22. des- ember. „Þessu þingi er ætlað að kynna frammámönnum í óperuheim- inum nýjar og óvenjulegar óperur, sem þykja skara fram úr,“ segir hann. Í lok þingsins verða bestu óper- unni, samkvæmt vali þriggja manna nefndar, veitt verðlaun sem kennd eru við Wolf Ebermann. Tónlist | Örsögur Hafliða á svið í Semperoper í Dresden Á slóðum Wagners Hafliði Hallgrímsson: Gott gengi verkanna Örsögur og Viröld fláa. LEIKFÉLAG Sauðárkróks sinnir börnum betur en flest önnur leikfélög með því að setja upp barnaleikrit á hverju hausti auk þess að setja upp fyrir fullorðna á Sæluviku að vori. Nú hefur félagið fengið Jón Stefán Krist- jánsson til þess að setja upp Ávaxta- körfuna en verkið var frumsýnt af at- vinnuleikhópi fyrir nokkrum árum. Það er skemmst frá því að segja að sýningin á Sauðárkróki tekur hinni upprunalegu langt fram. Hún er skýr, þétt, einföld í sniðum, vel leikin og skemmtileg tónlistin er afar vel sungin auk þess sem umgjörðin er falleg og lífleg. Búningarnir eru lit- ríkir og förðunin í stíl og leikmyndin er þrír körfuveggir, fléttaðir úr striga. Lýsingin er falleg og fumlaus. Það er einstakur heildarbragur á þessari uppfærslu Jóns Stefáns því leikstjórinn veldur verki sínu mjög vel eins og reyndar er raunin um aðr- ar sýningar hans sem undirrituð hef- ur séð. Hér er markvisst unnið með það í huga að halda athygli barnanna sem sátu mestan partinn sem negld á frumsýningunni en það gerðu áhorf- endur ekki í Gamla bíói um árið. Leikið er framarlega á sviðinu, talað til barnanna, hópatriði og dansar við söngvana eru mjög skýr og skemmti- leg og aldrei farið offari í ærslum en húmorinn skilar sér vel ásamt öðrum boðskap. Persónur verksins eru nokkrir ávextir í körfu sem í byrjun leggja lítið jarðarber í einelti með því að koma fram við það sem Öskubusku en þegar gulrót lendir mitt á meðal þeirra er hún tekin fyrir í staðinn. Söguþráðurinn er skýr og vel saminn; hann snýst líka um að ananasinn ætl- ar að krýna sjálfan sig sem konung og heimtar að allir snúist í kringum hann. Boðskapurinn er um hópáhrif og sjálfstæði, um hroka og lítillæti en að allir séu góðir í raun og veru. Þetta sígilda efni skilaði sér ekki nógu vel í frumuppfærslunni þar sem hún sner- ist of mikið um leikarana og frægu söngvarana sem tóku þátt en hér er allt annað upp á teningnum. Jón Stef- án hefur sem betur fer ákveðið að sleppa lokaatriðinu þar sem gras- kersdrottningu var ekið inn á sviðið í miklum ljóma. Atriðið var nefnilega algerlega á skjön við boðskap og nið- urstöðu verksins. Þess í stað syngja jarðarberið og gulrótin lokasönginn hér og hinir taka undir sem hópur. Félaginu helst vel á góðum leik- urum og gaman að sjá sama fólkið blómstra í hverri sýningu. Guð- brandur J. Guðbrandsson var fynd- inn sem heimski töffarinn Immi an- anas. Sigurlaug Vordís Eysteins- dóttir var mjög lífleg og fyndin sem sjálfsánægða og ósjálfstæða eplið Anna. Kristján Örn Kristjánsson var yndislegur grallari sem Poddi pera og samleikur hans og Rakelar Rögn- valdsdóttur sem Pöllu peru var til fyrirmyndar. Íris Baldvinsdóttir lék Geddu gulrót og gerði það jafn vel og fyrstu hlutverkin hennar tvö sem hún lék í fyrra. Sem Eva appelsína var Þórunn Elva Sveinsdóttir geislandi sterk á sviðinu og bananarnir tveir, Stefán Jökull Jónsson og Þórður Karl Gunnarsson, voru fyndnir og sam- hentir. Þá er ónefnd stjarna sýning- arinnar, Dagbjört Elva Jóhann- esdóttir, sem lék Mæju jarðarber. Það er ekki síst að þakka útgeislun hennar, afslöppuðum leik og afar fal- legum söng að sýningin náði svo vel til barnanna. Leikstjórinn má vera stoltur af svo góðum hópi og anda sem skilaði sér í hvert horn en heppn- ust eru þau að fá leikstjóra sem vand- ar svo vel til verka. Allir á Ávaxta- körfuna! LEIKLIST Leikfélag Sauðárkróks Höfundur: Kristlaug María Sigurðardóttir. Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson. Hönnun leikmyndar: Jón Stefán Krist- jánsson og Sigurður Halldórsson. Hönn- un lýsingar: Guðbjartur Ægir Ásbjörns- son. Búningar: Dagbjört Elva Jóhannesdóttir og fleiri. Förðun: Sylvía Dögg Gunnarsdóttir og Regína Gunn- arsdóttir. Undirleikur: Rögnvaldur Val- bergsson. Frumsýning í Bifröst 31. október. Ávaxtakarfan Hrund Ólafsdóttir Sjá einnig menningar- umfjöllun á bls. 35–41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.