Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6. Síðasta sýning Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 16 ára. Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP Frá leikstjóra Silence of the Lambs THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens Sýnd kl. 6 og 8. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA.  DV V.G. DV S.V. Mbl. THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri!Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Þorirðu að velja á milli? Þorirðu að velja á milli? Fór beint á toppinn USA!Fór beint á toppinn USA! Kvikmyndir.is Ó.H.T Rás 2 8. B.i. 16 ára. Síðasta sýning10. B.i. 16 ára. Síðasta sýning Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Virðulegu forsetar heitir tónverk eftirJóhann Jóhannsson fyrir 12 mannalúðrasveit, slagverksleikara og „drone“ hljóðfæri. Verkið er klukkutíma langt og hefst á „há- tíðlegu, hægfara 12 takta stefi sem er leikið á lúðra, en þetta einfalda stef er svo endur- tekið í gegnum allt verkið í mismunandi raddsetningum“ eins og komist var að orði í Morgunblaðinu áður en það var frumflutt í Hallgrímskirkju 31. maí 2003 á Kirkju- listahátíð. „Smátt og smátt er líða tekur á verkið hægist á tempóinu. Þessi einfaldi hægfara „prósess“ leiðir smám saman í ljós nýjar víddir í músíkinni. Þetta ein- falda stef fær smám saman á sig sálmablæ og verður sífellt fal- legra og áhugaverðara eftir því sem á líður og tempóið hægist. Leiðsluástand myndast hjá hlustandanum og skynjunin á tónlistinni breytist.“ Og tónskáldið sjálft lýsti svo að „um miðbik verksins hraðar síðan aftur á tónlistinni þangað til hún er komin aftur á sama tempó og í upphafi. Bygging verks- ins er því bæði symmetrísk og hringlaga. Undir kraum- ar svo allan tímann lagtíðni „drone“ sem samanstendur af orgelpunkti, rafbassa- hljóðum og elektróník ýmiss konar. Áferð þessarar und- irliggjandi „mottu“ breytist smám saman eftir því sem líður á verkið“.    Tónleikarnir í Hallgríms-kirkju þóttu takast með miklum ágætum og verkið – sem Jóhann sagði sjálfur að væri samið undir áhrifum frá hugmyndum Nietzsches um „wiederkehr des ewig Gleichen“, það er, að allt sem gerist í heim- inum sé hluti af röð atburða sem endurtaki sig endalaust. Sagan sé því hringlaga og end- urtaki sig – fékk lofsamlega dóma hjá gagn- rýnanda Morgunblaðsins Bergþóru Jóns- dóttur sem sagði það „einstaklega fagurt verk“ í öllum sínum einfaldleika. Nú er Virðulegir forsetar loksins komið út á plötu á vegum hins virta breska útgáfufyr- irtækis Touch, sem einnig gaf út hina marg- rómuðu plötu Jóhanns Englabörn, sem inni- heldur tónlist úr samefndu leikriti Hávars Sigurjónssonar. Í tilefni af útgáfu plötunnar heldur Jóhann útgáfutónleika í Neskirkju í kvöld þar sem flytjendur verða hinir sömu og tóku þátt í upptöku á plötunni, blásarasveit úr röðum Caput-hópsins undir stjórn Guðna Franzson- ar, auk Skúla Sverrissonar, Matthíasar M.D. Hemstock, Harðar Bragasonar og höfund- arins, Jóhanns Jóhannssonar.    Jóhann er óumdeilanlega einhver fjölhæf-asti nústarfandi tónlistarmaðurinn, hvort sem litið er inn eða út fyrir íslenska landsteina. Hann hefur komið ótrúlega víða við á nær tveggja áratuga löngum ferli sínum. Sín fyrstu tónlistarskref steig hann með framsæknum rokk- og poppsveitum, nægir þar að nefna Daisy Hill Puppy Farm, Ham og Lhooq. Þá hefur hann starfað með ótal öðrum sveitum og leitandi listamönnum og sett áberandi mark sitt á. Hann hefur unnið með Skúla Sverrissyni, Möggu Stínu, Hilmari Jenssyni og kokkað mikið með honum og öllu hinum í Tilraunaeldhúss- genginu. Þá hefur Jóhann unnið mikið með erlendum listamönnum. Samdi tónlistina og útsetti fyrir plötuna Strange Things með breska söngvaranum Marc Almond og hefur samið og unnið með öðrum vel kunnum og framsæknum erlendum listamönnum á borð við Barry Adamson, Pan Sonic og The Hafler Trio. Sem liðsmaður Orgelkvartettsins Apparat hefur hann svo síðustu árin búið til speisuðustu popptónlist sem um getur og sam- fara því sótt æ frekar í sig veðrið sem tónskáld og höfundur og flytj- andi leikhúss- og kvik- myndatónlistar. Platan með tónlistinni úr verk- inu Englabörn hefur vakið heimsathygli og fékk mikið lof erlendra sem innlendra gagnrýnenda, þ.á m. hjá tíma- ritinu The Wire og á vefmiðlunum Pitch- forkmedia, Boomkat, All Music Guide og Musicwire. Þegar ákveðið var að hljóðrita verkið þótti viðeigandi að reyna að endurskapa þann hljómburð sem það naut við frumflutninginn. Var því ákveðið að hljóðrita verkið í Hall- grímskirkju. Og til þess að fanga hljóm kirkj- unnar sem best á plötu fylgir með hinum hefðbundna hljómdiski, DVD-diskur þar sem er að finna 6 rása hringhljómblöndum – 24 bita 5.1 „surround“ blöndun – sem skilar ótrúlegum hljómgæðum fyrir þá sem á annað borð eiga DVD-spilara sem spila DVD-Audio hljómdiska, en þeir eru sérstaklega gerðir til að fullnýta „surround“ hljóðkerfi – eða „heimabíó“ eins og stundum er kallað hér- lendis. Virðulegum forsetum er með því sýndir sá heiður sem þeir eiga skilið. Hátíðlegir og hægfara ’Jóhann er óumdeilanlegaeinhver fjölhæfasti nústarf- andi tónlistarmaðurinn, hvort sem litið er inn eða út fyrir íslenska landsteina.‘ AF LISTUM Skarphéðinn Guðmundsson skarpi@mbl.is Virðulega tónskáldið Jóhann Jóhannsson. Tónleikar Jóhanns Jóhannssonar í Neskirkju byrja klukkan 21:00. BRESKA popp- og rokktímaritið Q birtir í nóvemberhefti sínu athyglisverðan lista yfir fimmtíu „stærstu“ hjjómsveitir heims, fyrr og síðar. Með orðinu „stór“ er átt við plötusölu, tónleikaaðsókn auk allra handa umfangs, veri það fjölmiðla- eða „rokkstæla“-lega séð og byggðu blaðamenn Q niðurstöður m.a. á breskum og bandarískum vinsældalistum og sölutölum ásamt fjölmennustu tónleikum sveitanna (Rolling Stones spiluðu fyrir 500.000 manns árið 1969 í Hyde Park!) Það kemur ekki á óvart að breska sveitin Pink Floyd toppar listann. Tónleikar Floyd eru stórkostlegt sjónarspil og er ekkert til sparað í íburðinum. Plata þeirra, Dark Side of the Moon (1973) sat þá á bandaríska vinsælda- listalistanum í fjórtán ár og The Wall hefur nú selst í 23 milljónum eintaka, þriðja mest selda plata heims. Led Zeppelin ná öðru sætinu en leikvanga- tónleikar þeirra á áttunda áratugnum voru það rosalegasta sem fólk hafði upplifað fram að því („arena“ en stundum er talað um „arena-rock“ þegar rætt er um stærstu rokksveitirnar). Vin- sældir Zeppelin eru stöðugar og hefur Led Zeppelin IV (sú með „Stairway to Heaven“) selst í 22 milljónum eintaka. Rolling Stones hafna í þriðja sæti og er enn gríðarlega vinsæl en 3,4 milljónir manna mættu til að berja sveitina augum á síðasta túr. Engin sveit hefur átt fleiri plötur á topp tíu listum í Bandaríkjunum og Bretlandi en Stones. Það sem helst stingur í augu á listanum er Hootie & The Blowfish (frumburður þeirra er tólfta mest selda plata allra tíma! Sextán millj- ónir eintaka), breski tölvudúettinn Erasure (hafa selt plötur sínar í fjórtán milljónum ein- taka samtals) og Journey (Sá sem getur nefnt eitt lag með Journey fær verðlaun).Listinn yfir tíu stærstu hljómsveitir sögunnar skv. út- reikningum Q er eftirfarandi: 1. Pink Floyd 2. Led Zeppelin 3. Rolling Stones 4. U2. 5. Queen. 6. Dire Straits. 7. Bruce Springsteen & The E Street Band. 8. The Beatles. 9. Bob Marley & The Wailers. 10. Fleetwood Mac. Enginn slær Pink Floyd við í mikilfengleikanum. Pink Floyd „stærst“ Tónlist | Stærstu hljómsveitir í heimi ARTURO Pérez-Reverte er frægur fyrir há- reistar glæpasögur, íburðarmiklar og flúraðar, snúnar og lyklaðar. Hann er spænskur, fæddur í Cartagena og sló í gegn utan heimalandsins með The Fencing Master. Í kjölfarið fylgdu bækur sem voru ekki síður vinsælar, verðlauna- bókin The Flanders Panel, The Club Dumas og The Seville Communion. The Queen of the South kom út á spænsku fyrir tveimur árum og svo á ensku í sumar. Ólíkt öðrum bókum Revertes er aðalsögupersónan kona, Teresa Mendoza, sem brýst úr örbirgð í að verða drottning smyglaranna. Teresa Mendoza er mexíkósk og dregst inn í fíkniefnaheiminn eins og svo títt er með ung- menni á hennar heimaslóðum, í Sinalóa. Hún kemst naumlega undan er sambýlismaður hennar er myrtur, flýr til Marokkó og hefur þar nýtt líf með reynsluna frá Mexíkó í farteskinu. Teresa er klók og útsjónarsöm, ákveðin og skipulögð og ekki líður á löngu að hún er orðin einn umsvifamesti smyglari við Miðjarðarhaf. Enn eru þó óuppgerð mál heima í Sinalóa og eigi má sköpum renna. The Queen of the South er besta bók Pérez- Revertes hingað til, Tersa Mendoxza trúverðugasta persóna hans hingað til og framvindan einkar skemmti- lega snúin, ekki beint sann- færandi á köflum, en eins og Bretinn segir: ekkert er of einkennilegt til að vera satt. Sagan er í raun eins og langt narcocorrido-lag, dregur dám af hetjusöngvum um bófa og ill- virkja sem mjög eru í tísku vestur í Mexíkó nú um stundir. Hún er líka hlaðin vísunum í meist- araverk Alexandre Dumas eldri um Greifann af Monte Cristo, ekki síst eftir að Teresa Mendoza kemst yfir eintak af bókinni þar sem hún situr í fangelsi í fyrsta og eina sinn, hittir þar sinn Faría ábóta og finnur í framhaldinu fjársjóðinn sem breytir lífi hennar. Það kemur reyndar ekki á óvart að Reverte skuli vitna þannig í sér Dum- as, enda snerist The Club Dumas öðrum þræði um handritsbrot úr Skyttunum þrem. Eini galli við bókina er sögumaðurinn, blaða- maður sem segir söguna eins og hann sé að rita ævisögu Teresu. Hlutverk hans er óþarft og hann þvælist í raun bara fyrir, spillir framvind- unni þegar hann skýtur sér inn í. Annars er The Queen of the South hin besta skemmtun, ríku- lega skreytt mannlífsmyndum og þrungin stemningu og lýkur með sannkallaðri flug- eldasýningu. Drottning smyglaranna BÓKMENNTIR Erlendar bækur The Queen of the South, skáldsaga eftir Arturo Pér- ez-Reverte. Picador gefur út 2004. 435 síður innb. The Queen of the South Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.