Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSKA kvikmyndin Nói albinói eftir Dag Kára Pétursson er í 50. sæti yfir vin- sælustu leigumyndböndin í Bandaríkj- unum um þessar mundir. Myndin hefur verið sýnd í völdum kvik- myndahúsum í Bandaríkjunum á árinu og að sögn Þóris Snæs Sig- urjónssonar, annars framleiðanda mynd- arinnar fyrir Zik Zak, hefur gengið ágætlega, af erlendri mynd að vera. Umsagnir þarlendra fjölmiðla um myndina hafa almennt verið já- kvæðar og virðist sú jákvæða umræða nú vera að skila sér í mikilli forvitni fyrir myndinni á leigumyndbandi, en hún kom á leigurnar fyrir nokkrum vikum. Þórir Snær segir þessa velgengni mynd- arinnar á myndbandaleigunum ekki skila þeim miklu í aðra hönd, því löngu sé búið að ganga frá söluréttinum á myndinni, til bandaríska sölu- og dreifingarfyrirtæk- isins Palm Pictures. „Það þarf ansi mikið að gerast til að við förum að sjá eitthvað skila sér inn.“ En Þórir Snær segist þó vonast til að þessi áhugi á myndinni eigi eftir að skila sér í því að eftir nafni Dags Kára og Zik Zak verði frekar tekið í framtíðinni og að auðveldara verði að fjármagna og koma á framfæri næstu myndum. „Vonandi skilar þetta einhverju fyrir næstu mynd Dags Kára sem við erum einmitt að fjármagna núna.“ Þar á Þórir Snær við myndina The Good Heart, sem Zik Zak mun framleiða, og Dagur Kári hyggst gera á ensku í New York-borg. Myndbandalistinn í Bandaríkjunum Nói albinói í 50. sæti ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri nýtur ekki fulls trausts Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík eftir framkomna skýrslu samkeppnisráðs um verðsamráð olíufélaganna. Var það niðurstaða samráðsfundar trúnaðar- manna flokksins í gærkvöldi sem m.a. þing- menn, borgarfulltrúar, nefndarmenn og stjórn- armenn Reykjavíkurfélaganna sátu. Þórólfur mætti á fundinn til að útskýra sína sýn á málið. „Við getum ekki sagt fortakslaust að traust ríki enda væri það óábyrgt eftir skýrslu sam- keppnisráðs,“ segir Svandís Svavarsdóttir, for- maður VG í Reykjavík. „Þetta mál er engan veginn til lykta leitt. Það var algjör einhugur um það á fundinum og fullum stuðningi lýst yfir við sjónarmið Árna Þórs Sigurðssonar í Ríkis- útvarpinu í gærmorgun.“ Svandís segir að borgarfulltrúar R-listans muni hittast í dag þar sem greint verður frá af- stöðu VG til málsins. Jafnframt muni hún hitta formenn Reykjavíkurfélaga Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í hádeginu. Í fram- haldinu verður haldinn almennur félagsfundur vinstri grænna í Reykjavík þar sem farið verður yfir þetta mál til að fá skýra afstöðu fé- lagsmanna. Borgarfulltrúar R-listans hittust fyrir fund borgarstjórnar í gær og ræddu m.a. stöðu Þór- ólfs Árnasonar borgarstjóra eftir framkomna skýrslu samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna. Anna Kristinsdóttir, borgar- fulltrúi og formaður R-listans, sagði eftir fund- inn að meirihluta borgarstjórnar bæri fullt traust til starfa Þórólfs. „Við teljum að ekkert hafi komið nýtt fram í málinu eins og er.“ Þórólfur Árnason sagði það ekki hafa komið upp í huga sinn að segja af sér embætti vegna skýrslu samkeppnisráðs. Reykjavíkurlistinn hefði ráðið hann til starfa og staða hans væri óbreytt. Hann hefði ekki áhyggjur af pólitískri framtíð sinni og það réðist seinna hvort hann leiddi Reykjavíkurlistann í næstu kosningum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þórólfur Árnason borgarstjóri býr sig undir að halda á fund borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur eftir að hafa svarað spurningum fréttamanna. Borgarstjóri nýtur ekki fulls trausts VG  Reykjavíkurborg/11 ÍSLANDSFLUG hefur gert samninga um leigu á tveimur flugvélum með áhöfn, við- haldi og tryggingum fyrir samtals þrjá millj- arða króna. Að sögn Garðars Forberg, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Íslandsflugs, eru hinir nýju samningar með þeim stærstu sem félagið hefur gert og jafn- framt til lengri tíma en almennt gerist á þeim markaði sem félagið starfar á. „Við erum að fara inn á nýtt svið hjá Ís- landsflugi því við erum að bæta við breið- þotu, Airbus 310-farþegavél,“ segir Garðar. „Til þessa höfum við einungis verið með minni flugvélar í farþegafluginu og þetta er því mikil breyting fyrir félagið. Engu að síð- ur fluttum við að jafnaði um 110 þúsund far- þega í hverjum mánuði á nýliðnu sumri, sem er auðvitað met hjá félaginu.“ Hann segir að þessi Airbus 310-flugvél frá Íslandsflugi verði á samningi hjá Corsair í Frakklandi í vetur. Næsta sumar muni hún hins vegar fljúga frá Dublin á Írlandi og næsta vetur aftur frá Frakklandi. Vélin verði með tveim farrýmum og samtals 254 sætum. „Svo erum við einnig að bæta við Airbus 300-600 fraktflugvél sem fer til nýs flug- félags, Etihad, í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Samningurinn um þá flugvél er til ársins 2007, sem er frekar langur samn- ingstími á þessum markaði. Þessir tveir samningar eru samtals upp á þrjá milljarða króna, annars vegar í tæp þrjú ár og hins vegar í u.þ.b. eitt og hálft ár,“ segir Garðar. Um næstu áramót verða flugfélögin Ís- landsflug og Air Atlanta Icelandic sameinuð undir móðurfélaginu Avion Group. Ómar Benediktsson, forstjóri Íslandsflugs, verður forstjóri hins sameinaða félags. Íslandsflug gerir samn- inga upp á þrjá milljarða SKEIÐARÁRHLAUPIÐ virðist hafa náð há- marki í gær miðað við niðurstöðu rennslismæl- ingar vatnamælingamanna við Skeiðará í gær- kvöldi. Samkvæmt fyrstu úrvinnslu þeirra var rennslið í gærkvöldi um 2.600 rúmmetrar á sek- úndu (m3/s) og hafði minnkað frá því í gærdag, að sögn Gunnars Sigurðssonar, verkfræðings á vatnamælingasviði Orkustofnunar. Efnagreining hlaupvatnsins sýndi að vatn frá gosstöðinni í Grímsvötnum var komið fram í Skeiðará um 12 klukkustundum eftir upphaf gossins. Þá könnuðu vatnamælingamenn stöðu mála í Gígju og Núpsvötnum í gær. Rennsli þeirra reyndist ekki tiltakanlega mikið, en nið- urstöður leiðnimælinga bentu til þess að talsvert hátt hlutfall hlaupvatns væri í báðum ánum. Hlaupið í Skeiðará er þegar orðið mun stærra en hlaupið sem kom í ána í febrúar árið 1999. Síð- degis í gær var rennsli Skeiðarár komið í tæp- lega 2.900 m3/s, en hámarksrennsli í ánni í febr- úar 1999 fór í 1.800 m3/s. Það hlaup kom í kjölfar goss í Grímsvötnum í desember 1998 en nú fór að gjósa eftir að vötnin hlupu. Til samanburðar má geta þess að hámarksrennsli í stóra hlaupinu sem kom í kjölfar gossins í Gjálp árið 1996 var 45.000 m3/s. Síðdegis í gær var vatnshæð á sjálfvirkum mæli í Skeiðará komin upp í 2,80 metra, en fyrir hlaup var mælirinn í u.þ.b. 0,60 metra hæð. Gunnar sagði í gærdag að leiðni í ánni hefði aukist jafnt og þétt. Hann sagði að vatn flæddi undir mestalla brúna yfir Skeiðará. Dálítið væri um jaka í ánni en ekki mikið. Árni Snorrason, vatnamælingamaður hjá Orkustofnun, fór í eftirlitsflug Flugmálastjórnar síðdegis í gær ásamt fleiri vísindamönnum. Hann sagði vatnsmagnið í hlaupinu hafa aukist stig af stigi og álíka hratt og árið 1999. Það gæti einnig minnkað hratt aftur. Í fyrstu mælingum nú hefði rennslið verið 600 rúmmetrar á sek- úndu, um 1.500 rúmmetrar á mánudag og tæpir 3.000 rúmmetrar á sekúndu síðdegis í gær. Morgunblaðið/RAX Vatnamælingamennirnir og jarðfræðingarnir Bjarni Kristinsson og Snorri Zóphoníasson voru að störfum við Skeiðará í gær og mældu stærð hlaupsins. Heldur dró úr rennsli með kvöldinu. Rennslismælingar sýna að Skeiðarárhlaupið nú er mun stærra en 1999 Hlaupið hefur líklega náð hámarki ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.