Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KOSIÐ Í BANDARÍKJUNUM Bandaríkjamenn gengu að kjör- borðinu í gær og kusu sér forseta fyrir næstu fjögur árin. Metþátttaka var í kosningunum og virtist allt stefna í að kjörsókn yrði 60% eða jafnvel meiri. Var ljóst að mjög mjótt yrði á munum milli demókrat- ans Johns Kerrys, öldungadeild- arþingmanns frá Massachusetts, og sitjandi forseta, repúblikanans George W. Bush. Biðraðir voru við marga kjörstaði en spennan var sér- staklega mikil í Ohio, Flórída og Pennsylvanyu, þar sem talið var að úrslitin gætu ráðist. Gos í Grímsvötnum Vísindamenn fóru í annað eftirlits- flug yfir gosstöðvarnar síðdegis í gær með flugvél Flugmálastjórnar. Að sögn þeirra náðu þeir að átta sig betur á gosstöðvunum í seinni flug- ferðinni. Þeir segja aðalgosopið hafa sést vel og verið um kílómetra á breidd. Síðdegis í gær gengu yfir tímabil þar sem sprengjuvirkni var mjög mikil og öskufall sömuleiðis. Skeiðarárhlaup Hlaupið í Skeiðará er þegar orðið mun stærra en hlaupið sem kom í ána í febrúar árið 1999. Ekki er ljóst hvort hlaupið hefur náð hámarki. Síðdegis í gær var rennsli Skeiðarár komið í tæplega 2.900 rúmmetra á sekúndu, en í hámarksrennsli í ánni í febrúar 1999 fór í 1.800 rúmmetra. Stórsamningar Íslandsflugs Íslandsflug hefur gert samninga um leigu á tveimur flugvélum með áhöfn, viðhaldi og tryggingum fyrir samtals þrjá milljarða króna. Eru hinir nýju samningar með þeim stærstu sem félagið hefur gert. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl edda.is Best of Grim eftir Hallgrím Helgason Hinn heillandi hugarheimur Grims; teikningar, myndasögur, skissur, málverk – loksins á einni bók, á íslensku og ensku. 5. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 20. – 26. okt. Handbækur Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Viðskipti 13 Bréf 24 Erlent 14 Minningar 25/29 Höfuðborgin 16 Dagbók 32/34 Suðurnes 16 Menning 35/36 Akureyri 17 Fólk 38/41 Landið 17 Bíó 38/41 Listir 18 Ljósvakamiðlar 42 Umræðan 20/24 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * *                                   ! " #          $         %&' ( )***                         REYKJAVÍKURBORG greiðir um næstu mánaðamót rúmlega 600 millj- ónir króna í eftir á greidd laun til 4.200–4.300 starfsmanna sinna vegna nýs launakerfis sem tekið hefur verið í notkun. Kerfið átti að taka gildi fyrir tveimur árum. Meðalgreiðsla á hvern starfsmann er um 140 þúsund krón- ur. Kjarasamningurinn, sem gerður var í ársbyrjun 2001, kvað á um að nýtt starfsmatskerfi ætti að taka gildi 1. desember 2002. Vinna við starfs- matið reyndist hins vegar umfangs- meiri og tímafrekari en reiknað var með og því er það fyrst nú sem þessi hluti kjarasamningsins kemur til framkvæmda. 4.200–4.300 fá einhverja hækkun Starfsmatið nær til félagsmanna í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborg- ar, Eflingu og Kjarafélagi Tækni- fræðingafélags Íslands sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið með nýju starfsmats- kerfi er að greiða sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf hjá öllum stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar. Starfsmatið nær til um 400 starfs- heita og um 4.500 starfsmanna Reykjavíkurborgar sem gegna þeim. Að sögn Birgis Björns Sigurjónsson- ar, forstöðumanns kjaraþróunar- deildar Reykjavíkurborgar, fá 4.200– 4.300 núverandi og fyrrverandi starfsmenn borgarinnar einhverja hækkun út úr starfsmatinu. Um 200 starfsheiti af þessum 400 tóku ein- hverjum launaleiðréttingum 1. nóv- ember að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá samningsaðilum. Þar segir jafnframt að tekist hafi að ljúka vinnu við starfsmatið með mikilli og góðri samvinnu samningsaðila. Áður hafi hæfnislaun vegna virkrar þátt- töku í símenntunaráætlun stofnunar verið tekin upp 1. mars sl. en sam- kvæmt kjarasamningum átti að greiða þau frá 1. desember 2002. Birgir Björn sagði að upphaflega hefði verið ætlunin að greiða þær leið- réttingar sem miðast við 1. desember 2002 nú um mánaðamótin, en þegar á reyndi hefði bókhaldið ekki ráðið við það. Því hefðu laun sem byggðust á starfsmati aðeins verið greidd fyrir einn mánuð. Leiðrétting aftur í tím- ann yrði greidd 1. desember nk. Birgir Björn sagði að ef starfs- menn teldu niðurstöðu starfsmatsins ekki rétta ættu þeir að snúa sér til síns trúnaðarmanns eða forstöðu- manns, en jafnframt væri gert ráð fyrir að starfsmenn gætu áfrýjað nið- urstöðu starfsmatsnefndar til sér- stakrar áfrýjunarnefndar. Yfir 4.200 starfsmenn Reykjavíkurborgar hækka í launum um mánaðamótin með nýju launakerfi Greiða um 600 millj- ónir vegna starfsmats „EDDUKVÆÐIN eru gjöful upp- spretta fyrir tónskáld og við erum heppnir að hafa fengið þennan sam- norræna arf. Þennan arf varðveitum við með því að taka hann upp úr kössunum og endur- skapa. Það reyndum við að gera í þessu verki Fjórða söng Guðrúnar,“ sagði Haukur Tómasson þegar hann tók við tón- listarverð- launum Norð- urlandaráðs í ráðhúsi Stokkhólms í gærkvöldi. Að sögn dómnefndar þótti Fjórði söngur Guðrúnar vera „gífurlegt verk, þar sem lostafullir taktar taka við af hljómfögrum og tilfinningaþrungnum aríum og þar sem heildaráhrifin minna á Íslendingasögurnar“. Verð- launin voru afhent við hátíðlega athöfn þar sem einnig voru veitt Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs sem féllu umhverfissamtökunum Coalition Clean Baltic frá Svíþjóð í skaut. Einnig voru finnska rithöfund- inum Kari Kotakainen afhent bók- menntaverðlaun ráðsins. Leiknir voru tveir þættir úr verki Hauks, Löngum skugga, við athöfn- ina. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs afhent Hauki Tómassyni Eddukvæð- in gjöful uppspretta Haukur Tómasson tók við verðlaunum sínum. MÖRG hundruð manns komu sam- an í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í gærkvöldi í tilefni bandarísku forsetakosninganna en sendiráð Bandaríkjanna stóð þar fyrir kosningavöku. Haldnar voru pallborðsumræður um kosninga- baráttuna og fylgst var með kosn- ingasjónvarpi frá Bandaríkjunum. Gátu gestir gætt sér á amerískum veitingum um leið og þeir skegg- ræddu stöðuna. Eftir því sem leið á kvöldið fór spennan að magnast en menn voru þó viðbúnir því að kosningavakan stæði langt fram á nótt. Sendiráðið hugðist síðan standa fyrir pallborðsumræðum um úrslit kosninganna í Norræna húsinu í morgunsárið í dag, áttu þær að hefjast kl. 8. Morgunblaðið/Kristinn Mörg hundruð manns á kosningavöku HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úrskurðað fimmtán ára pilt í síbrotagæslu að kröfu lögreglunn- ar í Reykjavík sem lögð var fram í fyrradag. Pilturinn, sem hefur ítrekað komið við sögu auðgunar- brota að undanförnu, mun sitja í gæsluvarðhaldi fram til 13. desem- ber. Í fylgd unglings á stolnum bíl Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar, aðstoðaryfirlögreglu- þjóns í Reykjavík, braust pilturinn um nýliðna helgi m.a. inn í íbúðar- hús í Mosfellsbæ og í raftækja- verslun við Lágmúla þaðan sem stolið var átta skjávörpum. Í inn- brotinu í Lágmúla var hann ásamt 16 ára pilti á stolinni bifreið. Þeir reyndu að komast undan lögreglu en eftirförinni lauk þegar bifreið- inni var ekið inn í garð í Smá- íbúðahverfinu í Fossvogi. Að sögn Ómars Smára leikur grunur á að þriðji aðili hafi fengið þá til að brjótast inn í fyrirtækið gegn greiðslu. Ætlunin var að nota pen- ingana til greiðslu fíkniefnaskulda. Ómar Smári segir það ekki óal- gengt að grunur vakni um að menn séu fengnir til innbrota. Það sem sé sérstakt í þessu máli sé fyrst og fremst hve pilturinn, sem dæmdur var í síbrotagæslu, er ungur. Fimmtán ára pilt- ur í síbrotagæslu Grunur um að hann og 16 ára félagi hans hafi verið fengnir til innbrota MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk verði haldin fimmtudaginn 25. nóvember og föstudaginn 26. nóv- ember. Þetta var ákveðið með fyr- irvara um að skólahald í grunnskól- unum verði með eðlilegum hætti á næstu vikum en ákvörðunin var tekin í samráði við Námsmats- stofnun sem sér um framkvæmd prófanna. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um neinar breytingar á samræmd- um prófum í 10. bekk í íslensku, ensku, dönsku, samfélagsgreinum, náttúrufræði og stærðfræði en þau á að halda dagana 2. til 10. maí í vor. Samræmd próf í lok nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.