Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 15
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Jón Snædal, sérfræð-ingur í öldrunar-sjúkdómum, og
Anna Birna Jensdóttir,
hjúkrunarforstjóri á
hjúkrunarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík, flytja
fræðsluerindi á fræðslu-
fundi Vinafélags heim-
ilisfólks á Ljósheimum
fimmtudaginn 4. nóv-
ember að Austurvegi 56, á
Selfossi, 3. hæð kl. 20. Jón
mun fjalla um helstu öldr-
unarsjúkdóma og einkenni
þeirra, athugunarefni og
viðbrögð aðstandenda.
Anna Birna fjallar um
starfsemina á Sóltúni.
Megintilgangur félags-
ins er að efla tómstunda-
og afþreyingarstarf fyrir
heimilisfólkið og auka
möguleika þess á meiri til-
breytingu. Þá leggur fé-
lagið áherslu á bættar að-
stæður, aðbúnað og
hagsmuni eldra fólks á
Suðurlandi sem þarf á
hjúkrunarþjónustu að
halda.
Vinafélag
Nú er alvaran tekin við hjá grunnskólabörnumlandsins. Starfið í skólanum hafið aftur eftirlangt hlé, og stendur að minnsta kosti út vik-
una. Börnin notuðu verkfallið á ýmsan hátt. Þessar
stúlkur voru útivið í Kópavogi, á hjólunum, og nutu
haustblíðunnar. Báðar að sjálfsögðu með hjólahjálma.
Morgunblaðið/Sverrir
Hjólað í Kópavogi
Sigurjón V. Jónssoní Skollagróf í Ár-nessýslu þykir
með skemmtilegri hag-
yrðingum. Hann orti á
leið á Landsmót hagyrð-
inga í sumar:
Nunnurnar á Kirkjubæjarklaustri
þær urðu að hætta öllu dufli,
enga máttu hafa þrá,
en laumuðust til að lyfta upp
kufli
í lautum svona til og frá.
Svo orti hann um nýju
Þjórsárbrúna, sem er
bogabrú:
Er sú gamla engri lík
ætti helst að frið’ana
eflaust sú nýja ágæt sem slík
en eitthvað er bogið við’ana.
Á Hvolsvelli orti hann:
Um Íslandssögu erum fróð
eflast viskuþrepin
nálgumst við nú Njáluslóð
nú verður einhver drepinn
Í efra og neðra var
yrkisefnið í þessari vísu
Sigurjóns:
Er ég dey og frið ég finn
og fer um stað að dreyma
ætla að vona að andskotinn
ekki verði heima.
Íslandssaga
pebl@mbl.is
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Ráðinn æskulýðsfulltrúi | Bæjarráð
Hveragerðis hefur samþykkt að leggja til
að Pétur Ingvarsson íþróttakennari og
körfuknattleiksþjálfari verði ráðinn í starf
íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Hveragerð-
isbæjar. Hann er íþróttakennari við Grunn-
skóla Hveragerðis og þjálfar körfuboltalið
bæjarins.
Tólf sóttu um starfið þegar það var aug-
lýst. Bæjarráð taldi Pétur hæfastan. Til-
laga bæjarráðs fer til ákvörðunar í bæj-
arstjórn á næsta fundi.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Vegi verði haldið við | Sveitarstjórn
Rangárþings eystra hefur samþykkt að
skora á Vegagerð ríkisins að viðhalda veg-
arkaflanum frá Hallgeirsey að Krossi í
Austur-Landeyjum. Fram kemur í sam-
þykktinni að vegurinn er mikilvægur meðal
annars vegna uppbyggingar ferðaþjónustu
á svæðinu. Löng hefð hafi skapast fyrir
notkun hans og það hljóti að teljast óeðli-
legt að einangra einn bæ frá öðrum í sveit-
inni.
Tillagan var flutt af fulltrúum Framsókn-
arflokksins og samþykkt af sveitarstjórn.
Akureyri | Lokið er fram-
kvæmdum við gerð tveggja
sparkvalla á Akureyri, við
Brekkuskóla og Oddeyrarskóla,
en þeir eru gerðir í samvinnu
KSÍ og Akureyrarbæjar. Vell-
irnir hafa mikið aðdráttarafl og
þar má gjarnan sjá unga menn
og konur hlaupa á eftir bolta.
KSÍ stendur fyrir gerð slíkra
valla á skólalóðum vítt og breitt
um landið, alls um 40 sparkvalla
á næstu tveimur árum en til-
gangurinn er að auka útbreiðslu
íþróttarinnar og áhuga unga
fólksins á henni. Segja má að
með gerð sparkvallanna séu
tvær flugur slegnar í einu höggi,
unnið að uppbyggingu unglinga-
starfsins og ákveðnu forvarn-
arstarfi í leiðinni.
Morgunblaðið/Kristján
Brunað upp kantinn
Hamagangur
Súðavík | Bensínorka ehf. hefur tekið
við rekstri bensínstöðvar Skeljungs í
Súðavík og hyggst opna þar sjálfsaf-
greiðslustöð undir merkjum Orkunnar.
Formleg opnun er ráðgerð um næstu
helgi en haft er eftir Gunnari Skaptasyni
framkvæmdastjóra Bensínorkunnar á vef
Bæjarins besta á Ísafirði að jafnvel verði
hægt að hefja afgreiðslu á ódýru bensíni
þar í dag.
Gunnar segir við bb.is að ákvörðunin
um að hefja rekstur í Súðavík sé svar við
þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðar
að veita félaginu ekki lóð þar. Eins og
fram hefur komið mun Atlantsolía fá lóð-
ina sem til úthlutunar er á Ísafirði.
„Eins og allir vita sóttum við um lóð á
Ísafirði en fengum ekki. Við vildum ekki
gefast upp og gripum því til þessa ráðs.
Með því að opna í Súðavík viljum við
með táknrænum hætti segja neytendum
að við erum á leið vestur og munum á
endanum opna stöð á Ísafirði þó að það
verði ekki að þessu sinni. Við gefumst
ekki upp í því að bjóða fólki ódýrt bensín
þrátt fyrir að bæjarfulltrúar hafi lagt
stein í götu okkar,“ segir Gunnar við
bb.is.
Orkan opnar
bensínstöð
í Súðavík
VIÐSKIPTAVINUM Símans á Djúpa-
vogi og í Búðardal býðst nú aðgangur að
ADSL-þjónustu fyrirtækisins. Undirbún-
ingur að uppsetningu er hafinn á nokkr-
um öðrum stöðum með innan við 500
íbúa, meðal annars á Suðureyri, Flateyri
og Flúðum.
Síminn stefnir að því að geta ADSL-
vætt 95% heimila, eftir að gagnvirku
sjónvarpi hefur verið hrundið af stokk-
unum, segir í fréttatilkynningu frá fyr-
irtækinu. Landsbyggðin mun njóta góðs
af en í fyrsta áfanga við dreifingu staf-
ræns sjónvarps yfir ADSL verða staðir
eins og Bolungarvík, Patreksfjörður, Fá-
skrúðsfjörður, Stykkishólmur, Ólafsvík,
Ólafsfjörður, Grundarfjörður, Vopnafjörð-
ur, Hvammstangi og Djúpivogur.
ADSL á
Djúpavogi og
í Búðardal
♦♦♦
Ávallt stysta hringleið | Sveitarstjórn
Djúpavogshrepps tekur í bókun heilshugar
undir með sveitarstjórn Breiðdalshrepps
um að þjóðvegur nr. 1 skuli ávallt vera
stysta mögulega hringleið um landið og tel-
ur að umtals-
verð lenging
Hringvegar
stangist veru-
lega á við þau
viðmið sem yf-
irstjórn sam-
göngumála hafa
sett sér til þessa.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps minnir
einnig á fyrri ályktanir og tekur undir með
sveitarstjórn Breiðdalshrepps að hafnar
verði athuganir á jarðgangakostum undir
Berufjarðarskarð og Breiðdalsheiði til Hér-
aðs ekki síst með þjóðhagslega hagkvæmni í
huga. Sveitarstjórnin telur einnig (þvert á
ályktun Austurbyggðar) að velferð og hags-
munir vegfarenda séu best fólgnir í því til
framtíðar að þeir sjálfir fái að velja þá leið
sem þeir telji hagkvæmast að fara hverju
sinni.