Morgunblaðið - 03.11.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 23
ÞETTA er í fyrsta skiptið á æv-
inni sem ég sé til eldgoss og mér
fannst það alveg stórfenglegt.
Það var mjög spennandi að horfa
á gosmökkinn út um gluggann í
gærkvöldi,“ sagði Mike Bell, yf-
irmaður gangagerðar við Kára-
hnjúka. „Ég held að gosið hafi
ekki valdið neinni skelfingu með-
al útlendinganna hér. Það er eng-
inn í hættu og við höfum getað
haldið áfram að vinna eins og áð-
ur. Ég held að hugmynd mín um
eldgos hafi ekki verið svo fjarri
raunverulegu gosi. Ég hef farið
til Vestmannaeyja og séð um-
merki eftir gosið þar og það var
geysilega áhrifamikið.“
Öryggisfulltrúi á Kára-
hnjúkasvæðinu, Þorgrímur St.
Árnason, sagði gosið engin áhrif
hafa á starfsemina en allir yfir-
menn og verktakar hefðu verið
látnir vita um stöðu mála. „Það
er ekkert öskufall hjá okkur
vegna suðaustanáttar og því
berst askan líklega vestur fyrir
Kverkjöll, Sprengisand og Gæsa-
vatnaleið,“ sagði Þorgrímur. Er-
lendir starfsmenn virkjunarinnar
hafa tekið málinu með ró, enda
fylgja gosinu engar jarðhrær-
ingar. „Það er meiri hristingur
þegar verið er að sprengja hér í
námunum og mökkurinn þaðan
er ekki ósvipaður gosmekk-
inum.“
„Stórfeng-
leg sjón“
„ÞESSAR eldglæringar stóðu yf-
ir í um hálfa klukkustund yfir
Fellaheiðinni og voru mjög tign-
arlegar. Á stundum voru bloss-
arnir slíkir að það sló bjarma yfir
Hérað,“ sagði Magnús Krist-
jánsson, flugradíómaður á Egils-
staðaflugvelli, en hann sá miklar
eldglæringar í gosmekkinum frá
eldstöðvunum í Grímsvötnum í
fyrrinótt.
„Þetta byrjaði rétt fyrir fjögur
[um nóttina], um klukkan 3.50, og
annaðhvort hafa eldingarnar
hætt um hálfri stundu seinna eða
mökkurinn verið orðinn það
þykkur að ekkert sást,“ sagði
Magnús við Morgunblaðið.
„Ég hafði disk úti á svölum í
alla nótt en það féll engin aska á
hann og það eru heldur engin
merki að sjá hér utandyra um
gosösku frá Grímsvötnum. Jörð
er alhvít og ætti að vera auðvelt
að sjá ef og þegar aska fellur til
jarðar.“
„Tignar-
legar eld-
glæringar“
„ÞETTA var mjög tignarlegt,“
sagði Ragnar Axelsson, ljós-
myndari Morgunblaðsins, sem
flaug yfir Grímsvatnagosið í gær-
morgun ásamt Ómari Ragn-
arssyni, fréttamanni Sjónvarps-
ins. Þá var alskýjað yfir
Vatnajökli og svartaþoka niðri á
Skeiðarársandi, svo skyggni var
ekki upp á það besta. Engu að
síður sást niður í gíginn við og
við þegar greiddist úr skýjum.
„Við sáum aðeins niður í
Grímsvötn, rétt við gíginn, þar
var allt þakið ösku og það var
eins og að horfa niður í svarta-
myrkur,“ sagði Ragnar. Þeir
flugu yfir skýjum í um 2.800
metra hæð en mökkurinn reis
töluvert hærra. „Þegar við flug-
um meðfram því sem við héldum
að væri miðja gossins komu
sprengibólstrar upp úr skýjunum
hér og þar,“ sagði Ragnar. Hann
hefur flogið yfir fjölda eldgosa,
þar á meðal Grímsvatnagosið
1998. Að sögn Ragnars þótti hon-
um eldgosið í gærmorgun vera
svipað og 1998, þó ef til vill held-
ur meira.
Sáu niður
í gíginn
goss er rakinn til Skeiðarárhlaups og er talið að það veki alþjóðlega athygli
Ljósmynd/Kristján Þór Kristjánsson
rar ruddust upp úr gígnum í Grímsvötnum þegar þessi mynd var tekin laust eftir hádegið í gær. Þá hafði birt til yfir jöklinum og sást vel til gossins.
ð og vísindaleg nýjung
rhorni Grímsvatnaöskjunnar, um 4 km beint vestur af Svíahnúk vestri.
eftirlitsflug yfir gosstöðvarnar
gmálastjórnar. Morgunblaðið
stöðinni í Skógarhlíð.
rstöðumaður Norræna eld-
a fluginu hafi menn áttað sig bet-
verið betra en fyrr um morg-
l og verið um kílómetri á breidd.
ill var í austurjaðri öskjunnar,
ni hefur orðið. Við getum ekki
eldgos eða gufusprenging. Sveifl-
“ segir Freysteinn, en síðdegis í
m sprengjuvirkni var mikil og
klukkustundarhlé og virkni
steins. Hann segir að við þessar
era á ferð um jökulinn, líkt og
jeppamenn hafi gert í gær. Upp komi sprengingar sem stígi
hátt til lofts, síðan missi gosmekkirnir máttinn og gjóskan geti
flætt með jökulborðinu í allar áttir.
Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu
Íslands, segir að gosmökkurinn hafi tekið miklum breytingum
frá því að fyrst sást til hans í fyrrinótt. Í fyrstu hafi hann náð
upp í 13 kílómetra hæð, farið niður í 8 kílómetra í gærmorgun
en síðdegis í gær náð fyrri hæðum. Mökkurinn virðist hafa
breyst mjög greinilega í takt við gosóróann.
Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir dökk-
an gosmökkinn hafa teygt sig eins langt til norðurs og augað
eygði og Freysteinn tekur undir það. Öskugeirinn hafi legið
milli Kverkfjalla og Kistufells og jökullinn þakinn ösku.
Fregnast hafi borist af miklu öskufalli allt norður í Möðrudal.
Hvort hámarki eldgossins í Grímsvötnum hafi verið náð í
gær segir Magnús Tumi ógjörning að segja til um. Algengast sé
að gosin séu kröftugust fyrsta sólarhringinn, mikil orka fari þá í
að komast í gegnum allt að 200 metra þykka íshelluna. „Það er
mjög erfitt að segja til um framhaldið, við verðum bara að bíða
og sjá,“ segir Magnús Tumi.
Jökullinn stórhættulegur
Þau telja allar líkur á að mesta bráðnunin í jöklinum sé búin.
Gosið sé alveg komið í gegn og gígurinn vel afmarkaður. Einhver
ís muni hrynja inn í þá geil sem þegar hafi bráðnað en litlar líkur
séu á aukinni bráðnun.
Að gefnu tilefni í gær gaf almannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra út viðvörun þar sem varað var við umferð um jökulinn.
Hann sé sprunginn og stórhættulegur yfirferðar. Sömuleiðis geti
verið hættulegt að vera í gosmekkinum.
el í seinna eftirlitsflugi vísindamanna í gær – varað við ferðalögum um Vatnajökul
í austurjaðri öskjunnar
- (C :
! %( $ %% -# %
8* !