Morgunblaðið - 03.11.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Árni Björnssonlæknir fæddist í
Reykjavík 14. júní
1923. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut aðfara-
nótt sunnudagsins
24. október síðastlið-
ins. Foreldrar hans
voru Kristín Jens-
dóttir verkakona, f.
á Torfastöðum í
Fljótshlíð, Rang.
11.7. 1892, d. 13.10.
1983, og Björn Árna-
son stýrimaður, f. í
Víðinesi í Mosfells-
sveit 11.5. 1893, d. 8.2. 1925. Systir
Árna var Birna Björnsdóttir Löv-
dal sjúkraliði, f. 29.5. 1925, d.
25.11. 1980, hún var gift Ingiberg
(Inga) Lövdal, f. 8.9. 1921, d. 5.9.
2000.
Hinn 25.8. 1945 kvæntist Árni
Guðnýju Theódórsdóttur Bjarnar,
f. 9.4. 1922. Foreldrar hennar voru
Vilborg Vilhjálmsdóttir, f. 21.10.
1889, d. 21.9. 1923, og Theódór
Vilhjálmsson Bjarnar verslunar-
maður, f. 9.11. 1892, d. 7.2. 1926.
Árni og Guðný eignuðust sex börn.
Þau eru: 1) Vilborg Sigríður söng-
kona, f. 7.1. 1946, maki Ari Jó-
hannesson læknir, f. 26.7. 1947.
Þau eru skilin. Börn þeirra eru Jó-
hannes og Árni Gautur. 2) Kristín
hjúkrunarfræðingur, f. 21.11.
1948, maki Ásgeir Þór Ólafsson
tæknifræðingur, f. 10.5. 1947.
Börn þeirra eru Árni Ólafur, Ása
Guðný og Þóra Kristín. 3) Björn
deild í Skotlandi og Uppsölum í
Svíþjóð. Hann var yfirlæknir á
Landspítalanum frá árinu 1983 til
1994. Árni stundaði ýmsar vísinda-
rannsóknir, í samstarfi við inn-
lenda og erlenda aðila, einkum er
tengdust faraldursfræði og erfð-
um vara- og gómskarða. Árni var
virkur í félagsmálum lækna og var
m.a. formaður Læknafélagsins
Eir, Læknafélags Reykjavíkur, Fé-
lags lýtalækna, Læknaráðs Land-
spítalans og forseti norræna lýta-
læknafélagsins. Einnig sat hann í
mörgum nefndum um heilbrigðis-
mál og félagsmál á vegum
heilbrigðisyfirvalda, læknasam-
takanna og ríkisspítalanna. Eftir
að Árni lauk störfum var hann
m.a. formaður öldungadeildar LÍ
1994–1997 og formaður Hollvina-
félags læknadeildar HÍ 1996–1999.
Árni hlaut fjölmargar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín sem læknir.
Má þar nefna að hann varð heið-
ursfélagi Félags íslenskra lýta-
lækna 1993, Læknafélags Reykja-
víkur 1999 og Skurðlæknafélags
Íslands 2001. Að auki var Árni
sæmdur Riddarakrossi Hinnar ís-
lensku fálkaorðu 1993. Árni skrif-
aði fjölmargar greinar um læknis-
fræði í erlend og innlend fræði-
tímarit. Að auki var Árni mjög
virkur í umræðunni um heilbrigð-
ismál og önnur þjóðmál, en hann
skrifaði reglulega um hin ýmsu
málefni í tímarit og dagblöð. Árni
var einnig mikill áhugamaður um
bókmenntir, listir, íslenska nátt-
úru og hestamennsku, en hann var
um tíma í hrossarækt austur í Flóa
og síðar í Ölfusi ásamt fjölskyldu
sinni og vinum.
Útför Árna fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Theódór, tónlistar-
maður og skólastjóri,
f. 25.9. 1950, maki Sig-
urlín Einarsdóttir
Scheving flugfreyja, f.
27.5. 1950. Börn
þeirra eru Þóranna
Dögg og Árni. 4) Ein-
ar Sveinn skólastjóri,
f. 12.8. 1952, maki
Margrét Þorvarðar-
dóttir kennari og
myndlistarmaður, f.
14.5. 1953. Börn
þeirra eru Gyða og
Guðný. 5) Árni af-
greiðslumaður, f.
1.12. 1956. 6) Vilhjálmur Jens,
heimspekingur og forstöðumaður,
f. 23.6. 1964, maki Hanna Birna
Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi og
aðstoðarframkvæmdastjóri, f.
12.10. 1966. Börn þeirra eru Að-
alheiður og Theódóra Guðný. Árni
átti þrjú langafabörn: Telmu Jó-
hannesdóttur, Ara Jóhannesson og
Kristínu Örnu Árnadóttur.
Árni lauk stúdentsprófi frá MR
1943 og kandídatsprófi í læknis-
fræði frá Háskóla Íslands 1951.
Eftir framhaldsnám og störf í Sví-
þjóð hlaut hann sérfræðiviður-
kenningu í almennum handlækn-
ingum 1959 og síðar í lýtalækn-
ingum 1976, fyrstur Íslendinga
með lýtalækningar sem sérgrein.
Árni starfaði lengst af á Landspít-
alanum við Hringbraut en einnig
starfaði hann á Centrallasarettet í
Södertälje, St. Görans Sjukhuset í
Stokkhólmi og á lýtalækninga-
„Gerið bara ekki eitthvað úr mér
sem ég ekki var,“ sagði tengdafaðir
minn þegar við ræddum þá alvarlegu
stöðu sem upp var komin í veikind-
um hans og þá staðreynd að líklega
fengju ungar dætur okkar Vilhjálms
ekki tækifæri til að kynnast afa sín-
um, nema í gegnum góðar minningar
okkar sem eldri erum. Þessi ósk
Árna segir ýmislegt um þennan
vandaða og merka mann, sem alltaf
skoðaði veruleikann og viðfangsefni
hans af heiðarleika og raunsæi og
vildi öðru fremur að hans yrði
minnst fyrir verk sín og viðhorf til
lífsins.
Árni Björnsson var einstakur
maður í svo mörgum skilningi þess
orðs. Hann hafði sterkan persónu-
leika, sterka og mikla nærveru og
ákveðnar skoðanir á flestu því sem
mannlegt er. Vegna þessa hafði Árni
mikil áhrif á þá sem honum kynntust
og þannig var því einnig farið um
mig. Ég var tuttugu og tveggja ára
þegar ég varð hluti af þeim sam-
stillta hópi sem stórfjölskylda Árna
og Guðnýjar er. Ég man vel þegar
Vilhjálmur kynnti mig fyrst fyrir
verðandi tengdaforeldrum mínum í
Blátúninu og í minningunni gáfu
þessi fyrstu kynni mér strax góða
mynd af hjónunum, sem síðan hafa
kennt mér svo margt með reynslu
sinni, visku og heilbrigðri lífsskoðun.
Geislandi af gleði, einlægni og hlýju
bauð Guðný mig velkomna. Viðbrögð
Árna voru varkárari, augnaráðið al-
varlegra, en handtakið alveg jafn
þétt, traust og innilegt. Frá þeim
degi hef ég notið þeirrar gæfu að
eiga þau Guðnýju og Árna að og á
þau samskipti hefur aldrei nokkur
skuggi fallið. Þau hafa verið okkur
allt í senn, góðir foreldrar, tengda-
foreldrar, amma og afi – en ekki síðri
hafa þau verið sem félagar okkar,
vinir og fyrirmyndir.
Árni sagði mér eitt sinn að hann
vildi helst hafa að leiðarljósi í sínu lífi
þá speki Hávamála, þar sem segir;
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þegar horft er til baka yfir þann
farveg sem Árni Björnsson kaus lífi
sínu má ljóst vera að honum varð að
ósk sinni. Hann skipti máli í lífi ann-
arra og gat sér góðan orðstír. Þetta á
við hvort sem litið er til læknisins,
vísindamannsins, hugsjónamannsins
eða fjölskyldumannsins Árna
Björnssonar. Hann vann öll sín verk
af trúmennsku, eldmóði og ein-
stökum vilja til að láta gott af sér
leiða. Hann var maður stórra hug-
sjóna og stórra tilfinninga, bar mikla
virðingu fyrir náttúrunni, manninum
og lífinu og leyfði því að hreyfa við
sér um leið og hann hreyfði við eigin
samtíð og samferðamönnum. Þess
vegna var Árni maður sem munaði
um og þess vegna verður svo erfitt
að venjast veruleikanum án hans.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
í lífi þessa góða manns þakka ég
samfylgdina og allt það sem Árni
Björnsson var mér og fjölskyldu
minni.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Ég var á brauðfótum er ég hitti
tengdaföður minn og fjölskyldu hans
fyrst fyrir alvöru en þá um nokkurt
skeið höfðum við Kristín verið í nán-
um vinskap. Ekki var mikill kvíði eft-
ir fyrstu kynni við hann því viðmótið
var ljúft, glatt, hlýtt og innilegt. Í yf-
ir þessi þrjátíu ár sem kynni við
hann hafa staðið hefur hvergi borið
skugga á. Bóngóður var hann og
snjall til að leysa vanda sem upp
kom.
Áhugamálin voru ævistarfið, fjöl-
skyldan, hestar og útilíf og voru
stunduð ferðalög í leik og starfi bæði
innan lands og utan ásamt útreiðum.
Aðdáunarvert var að fylgjast með
áhuga hans í hrossastússinu og bú-
skapnum bæði í Austurkoti og Auðs-
holtshjáleigu þar sem mörgum
stundum var varið í vina hópi. Ekki
var hann neinn sérstakur smiður eða
vélamaður en flest annað lék í hönd-
um hans.
Hann var alltaf mikill bóndi,
fannst illa farið með land ef í það var
plantað skógi, hann vildi láta hross
ganga þar á beit eða að landið væri
ræktað til heyja fyrir hesta og annan
búsmala.
Skoðanir hafði hann á flest öllum
málum í samfélaginu, ófáir pistlar í
dagblöðum og tímaritum um hin
margvíslegu málefni líðandi stundar,
sem yfirleitt vöktu mikla athygli.
Mest fyrir hina drengilegu fram-
setningu þar sem sanngirni, um-
burðarlyndi, kímni og djúpur skiln-
ingur á málefninu kom svo skýrt
fram. Hann hafði ákveðnar skoðanir
á vísindastarfi samtímans, í hans
huga var ekki verjandi að vísindi
yrðu vettvangur viðskipta þar sem
grunnur rannsókna voru lífsýni, að
nota lífsýni sem verslunarvöru sam-
rýmdist ekki siðferðisvitund hans.
Mikil veikindi átti hann við að
glíma fyrir fjórum árum en stóð þau
öll af sér. Eftirminnileg verður Skot-
landsferðin sem farin var árinu
seinna þar sem farið var m.a. í úttekt
á Skoska vatninu. Þar var okkur sagt
að það hægði á öldrun. Hann saknaði
þess nokkuð er ljóst var að búið var
að rífa sjúkrahúsið í nágrenni Ed-
inborgar þar sem hann stundaði nám
og störf við lýtalækningar fyrr á ár-
um. Dvölin þar var honum mikils
virði. Þar urðu til fleygar setningar
eins og þegar lærimeistari hans vildi
fá álit á nefi sem var til lagfæringar.
„It’s different“ sagði hann og varð
þetta ódauðlegt meðal samstarfs-
manna og vina og oft vitnað til þess
síðar.
Hann hafði orð og hugtök yfir alla
hluti, setti fram á skýran hátt um-
ræðuefnið svo allir skildu. Í seinni tíð
skrifaði hann ljóð og hugleiðingar
um daglegt líf sitt og samferða-
manna sem enn kom á óvart fyrir
einfaldleikann og túlkunina á lífinu
og þeirri stöðu sem hann var í.
Ég vil þakka samferðina síðustu
áratugi, er betri maður eftir þau
kynni.
Ég votta tengdamóður minni og
börnum þeirra og öðrum ættingjum
mína dýpstu samúð.
Ásgeir Þór Ólafsson.
Nú er hann afi farinn á annað stig
hinnar óendanlegu hringrásar lífs-
ins. Þrátt fyrir það lifir hann áfram í
þeim sem hlotnaðist sá heiður að
kynnast honum. Við systkinin vorum
þar á meðal. Það er erfitt að lýsa
þeim áhrifum sem hann hafði á okk-
ur, en þau voru mikil og munu fylgja
okkur alla ævi.
Að okkar mati var afi Árni ekkert
minna en stórmenni, ekki bara í
þeim skilningi að hann hafi verið
hávaxinn og vörpulegur á velli held-
ur ekki síst hvernig hann lifði lífi
sínu. Það tæki margar síður Mogg-
ans að rita um það allt en við viljum
minnast á þrennt sem hann átti stór-
an þátt í að kynna fyrir okkur og á
vonandi eftir að fylgja okkur í gegn-
um lífið. Afi var heill í gegn, allt sem
hann tók sér fyrir hendur gerði hann
af fullum heilindum. Hann afi okkar
var umburðarlyndur og víðsýnn.
Hann tók öllum eins og þeir voru og
bar virðingu fyrir skoðunum ann-
arra. Bakgrunnur hans var ansi fjöl-
breyttur; hann var sveitastrákur,
hann var heimsborgari, hann var
námsmaður, hann var fátækur og
hann var ríkur. Hann vann sem
læknir á Eskifirði og í Afríku. Allt
þetta gerði honum kleift að skilja
betur og virða fjölbreytileika og
breyskleika mannsins.
Við söknum hans sárt en vitum
reyndar eins og hann sagði sjálfur að
það eina sem er öruggt í þessu lífi er
að við munum öll deyja. Þó okkar
söknuður sé mikill þá er söknuður
ömmu sárastur, en þeirra samband
var einstakt. Ástina á milli þeirra var
jafn auðveldlega hægt að finna eins
og ilminn af nýútsprunginni rós.
Elsku amma, hugsanir okkar eru hjá
þér.
Það er haust, þá fella trén laufin. Þitt tré er bú-
ið að fella sitt síðasta lauf.
Samt mun tréð þitt lifa áfram. Það mun lifa í
mörgum öðrum trjám. Það mun lifa í okkar
trjám því okkar tré eru kvistar af kvisti frá þér.
Tréð þitt er fagurt og kvist mikið, það bar
falleg lauf.
Þó svo það sé fest niður með rótum þá hefur
það komið víða við.
Það hefur nært mörg önnur tré og styrkt.
Við vonum að okkar tré verði jafn falleg og þitt.
Okkar tré eru rétt að byrja að blómstra. Þú
hefur hjálpað þeim að blómstra. Takk fyrir það.
Árni Ólafur, Ása Guðný,
Þóra Kristín.
Árni Björnsson var tengdafaðir
minn um árabil og áhrifavaldur í lífi
mínu á margan hátt. Hann var fáum
öðrum líkur. Skapferli hans og svip-
mikið útlit ollu því að nærvera hans
var aldrei hlutlaus, ávallt örvandi og
oftast skemmtileg. Stórbrotin lundin
speglaðist iðulega í svip hans, eink-
um augnaráðinu, sem gat á stundum
orðið hvasst sem byssustingur, en þó
stafaði miklu oftar frá því glettni og
hlýju, sem laðaði menn fölskvalaust
til sín. Framan af ferli sínum var
hann einkum þekktur sem afburða-
skurðlæknir og brautryðjandi í lýta-
lækningum. Á seinni árum gerðist
hann gagnrýninn pistlahöfundur svo
að eftirtekt vakti. Sumir pistlarnir
voru með því heimspekilega ívafi,
sem löngum einkenndi hugsun hans,
aðrir voru beinskeytt, tæpitungulaus
ádeila. Oftar en ekki beindi hann
gagnrýni sinni að læknastéttinni og
var þá sem skurðhnífurinn væri nú
notaður til þess að stinga á þeim kýl-
um, sem vaxa stundum á þeirri stétt.
Eins og að líkum lætur hlaut hann
ekki einróma þakklæti allra fyrir
skrifin og ætlaðist raunar ekki til
þess.
Árni var hestamaður af lífi og sál
meðan heilsan leyfði, og leiddi mig
reyndar inn í töfraheim hesta-
mennskunnar. Ótalmargar minning-
ar geymi ég frá þeim tíma. Ein er frá
sumardegi í Austurkoti, sem var
hlutaeign fjölskyldunnar um tíma.
Nýkeyptan fola úr Skagafirði átti að
prófa. Nokkur grunur lék á því að sá
tvístjörnótti væri ekki allur þar sem
hann var séður. Ég þóttist þurfa að
sanna mig á þessum vettvangi og
bauðst til þess að prófa trippið.
Nokkrum stungum síðar er ég
skreiddist á fætur úr forinni skellihló
Árni og þakkaði mér kærlega fyrir
skemmtunina. Minnisstæðust frá
þessum árum eru þó hestaferðalög-
in. Hér naut sagna- og kvæðamað-
urinn sín til fulls, ekki síst ef ferðast
var um Njáluslóðir. Heilu kvæðin
voru þulin í áningarstöðum, Íslend-
ingasögur tengdar nútímanum yfir
glasi í náttstað. Árni gerði miklar
kröfur til reiðhesta sinna eins og
hann gerði reyndar til samstarfs-
fólks síns. Mestar kröfur gerði hann
þó til sjálfs sín, enda skilaði hann
feiknadrjúgu ævistarfi.
Mér var Árni Björnsson ógleym-
anlegur leiðbeinandi og félagi og
eins skilningsríkur og hægt var að
ætlast til þegar atvikin höguðu því
þannig að tengdaböndin rofnuðu. Jó-
hannesi, Árna Gauti og langafabörn-
unum var hann ástríkur afi og
langafi. Að leiðarlokum þakka ég
samfylgdina, votta Lóló og allri fjöl-
skyldunni samúð mína og kveð ljóða-
vininn og hestamanninn með tönku,
sem ég laumaði í hnakktösku hans
skömmu áður en hann lagði á hinsta
vaðið.
Ljóðhesti riðið
lyftingin, taktföst mýktin.
Allt hefur einn hljóm
þokki hans, hamingja þín
og þessi bjarti morgunn.
Ari Jóhannesson.
Það slær þögn á, Árni dó í nótt.
Minningarnar streyma fram hver af
annarri. Minningar um góðan dreng
sem auðgaði líf okkar með návist
sinni. Fjölskyldutengslin voru sterk,
því að frændrækni Árna var einstök.
Það var ekki skyldurækni heldur ást
og alúð fyrir þeim sem nálægt stóðu,
það var svo mikið að gefa, hlýjan og
einlægnin ótakmörkuð.
Við bjuggum í Vestmannaeyjum
og því var oft leitað til ættingja og
vina þegar á meginlandið var komið.
Það var aldrei í kot vísað í Stigahlíð-
inni hjá Árna og Lóló. Seinna meir
þegar við fluttum til Reykjavíkur
varð sameiginlegur áhugi á hestum
og hestamennsku ekki síst til þess að
fjórar fjölskyldur keyptu jörðina
Austurkot í Sandvíkurhreppi og
hófu þar hrossabúskap. Að þessum
rekstri stóðu Þorvarður Árnason,
Lúðvík Jónsson, Árni Björnsson og
undirritaður. Þetta var ógleyman-
legur tími, margt þurfti að kljást við,
en það sem stendur upp úr er tími
vináttu, glens og gamans. Árni átti
ekki minnstan þátt í því. Þrátt fyrir
virðuleikann var stutt í æringjann.
Hann gleymdi sér æði oft og var áð-
ur en hann vissi kominn í hörku
slagsmál við trippin, hafði snarað sér
á einhverja ótemjuna eða það var
fundið upp á að skjótast í hestaferð
þegar komið var undir miðnætti. Það
var fátt eins gaman og láta hrossin
taka á, sýna hvað í þeim bjó. Auðvit-
að hljóp kapp í mannskapinn og þeg-
ar einhverjum blöskraði reiðlagið
var haft á orði að þetta væri hálfgerð
„Fljótshlíðarreið“. (Sjálfsagt vegna
þess að Fljótshlíðingar voru svo vel
ríðandi og kunnu að láta hrossin
skyrpa úr hófum.)
Elsku frændi, við þökkum þér
samfylgdina og allar frábæru minn-
ingarnar. Þau ár sem við nutum nær-
veru þinnar eru ómetanleg.
Elsku Lóló, Vilborg, Kristín,
Björn, Einar Sveinn, Árni, Vilhjálm-
ur og fjölskyldur, Guð veri með ykk-
ur og veiti ykkur styrk.
Eyvindur Hreggviðsson
og fjölskylda.
Árni Björnsson, minn kæri mágur,
er látinn og á að baki langan og
strangan vinnudag en giftudrjúgan
fyrir svo ótal marga sem þurftu á
læknishjálp hans að halda.
Það eru nærri sex áratugir síðan
ég kynntist honum en þá höfðu hann
og systir mín ákveðið að ganga sam-
an æviveginn. Þá var hann sjálfur að
ganga menntaveginn en hugur hans
beindist fljótt inn á læknisfræði-
brautina. Fljótt komu börnin til sög-
unnar og urðu þau sex.
Oft þurfti fjölskyldan að skipta um
dvalarstað, bæði hér á landi og er-
lendis, á þessum langa námsferli og
ávallt mátti treysta á bakhjarlinn,
konu hans Guðnýju, í öllum hans
ráðagerðum. En áfram miðaði að
settu marki og lauk hann sérgrein
sinni í lýtalækningum í Svíþjóð á
sjötta áratugnum.
Árni hafði mjög þægilega nærveru
og fannst mér ómetanlegt að geta
leitað til hans ef eitthvað bjátaði á og
geta margir tekið undir það að gott
var að vita af honum, „þá var hann
þar“.
En margt var sér til gamans gert
utan læknisstarfanna, áhugamálin
voru svo ótal mörg. Hann var sannur
hestamaður og lestrarhestur var
hann bæði á bundið og óbundið mál.
Árni var mjög vel ritfær og viðraði
oft skoðanir sínar opinberlega um
ýmis þjóðmál og talaði þá enga tæpi-
tungu. Þau hjónin voru miklir tón-
listarunnendur og sóttu ótal tónlist-
arviðburði.
Já margs er að minnast á langri
vegferð og þegar ég hugsa um Árna
hefur sveimað í huga mér vísa sem
við sungum oft saman á fögrum sum-
arkvöldum eftir Hannes Hafstein við
lag Jóns Laxdal:
Oft um ljúfar, ljósar sumarnætur
læðist kvæði fram í skáldsins önd.
ÁRNI
BJÖRNSSON