24 stundir - 05.04.2008, Page 1

24 stundir - 05.04.2008, Page 1
„Ég vona að menn hafi í heiðri nýja málsháttinn: Batnandi höfundi er best að lifa,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. „Ég er þeirrar skoð- unar að menn verði að læra af mistökum sínum í stað þess að endurtaka þau. Ég er líka þeirrar skoðunar að peningar skipti ekki öllu í lífinu þann- ig að ég sé ekki mjög mikið eftir þeim peningum sem ýmsir hafa verið að reyta af mér.“ Lærði af mistökum „Batnandi höfundi er best að lifa“ »38 24stundirlaugardagur5. apríl 200865. tölublað 4. árgangur Ketill Larsen hefur lengi leikið trúða og jólasveina en inn við beinið er hann góðhjartaður og mjúkur mað- ur sem sér það góða í flestum hlut- um. Meira að segja gallar geta verið gagnlegir. Gagnlegir gallar 24SPURNINGAR»28 Gissur Sigurðsson fréttamaður hefur oft upplifað skemmtilegt aprílgabb eins og aðrir viðmælendur blaðsins sem deila reynslu sinni með lesendum. Fáir vilja hins vegar viðurkenna að hafa verið gabbaðir. Gott aprílgabb SPJALLIл47 70% munur á kaffibaununum NEYTENDAVAKTIN »4 Karlmaður hætti við að ræna matvöruverslun í tékkneska bænum Cesky Tesin eftir að afgreiðslukonan bauð honum að þiggja kaffi og kökusneið. Ræninginn var með grímu og beindi byssu að konunni sem áleit hann þrátt fyrir allt vera „almennilegan, ungan mann“. „Ég spurði hvað hann væri að gera og við lentum á spjalli. Enginn annar var í búðinni svo hann róaðist eitthvað við það. Að lokum baðst hann af- sökunar á athæfinu og fór.“ Lögregla leitar nú mannsins. aí Bauð bófa í kaffi og köku GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 74,00 -1,38  GBP 147,68 -1,42  DKK 15,61 -0,92  JPY 0,73 -1,03  EUR 116,47 -0,91  GENGISVÍSITALA 149,69 -1,09  ÚRVALSVÍSITALA 5.302,39 0,89  0 0 -4 -2 -2 VEÐRIÐ Í DAG »2 Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Ef konur vildu hámarka vits- munaþroska barna sinna ættu þær að borða fisk oftar en tvisvar í viku meðan á meðgöngu stendur,“ segir dr. Emily Oken, prófessor í læknisfræði við Harvardháskóla, en hún ásamt öðrum hefur nýlok- ið rannsókn á áhrifum fiskáts kvenna á meðgöngu á vitsmuna- þroska barna við þriggja ára aldur. Sýndu börn þeirra kvenna sem borðuðu fisk oftar en tvisvar í viku á meðgöngu meiri vitsmuna- þroska en önnur börn. Dr. Oken óttast að vegna mik- illar umræðu um kvikasilfur í sjávarfangi á undanförnum árum forðist margar konur að borða fisk. „Það þarf að hvetja konur til að kynna sér hvaða fisk má borða,“ segir Oken og leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að óléttar konur borði sjávarfang. Ekki vegna greindari mæðra Rannsóknin byggir á gögnum um 341 mæðgur og mæðgin. Voru mæðurnar spurðar um lífsstíl og bakgrunn auk þess sem lögð voru fyrir þær ýmis próf. Þannig tókst að útiloka ýmsar aðrar skýringar, t.d. þá tilgátu að meiri vitsmuna- þroski sumra barnanna væri til- kominn vegna þess að mæður þeirra væru almennt meðvitaðri um heilsuna eða greindari. Omega 3-fitusýrur skýringin Ekki er vitað með vissu hvað það er í fiskinum sem eykur vits- munaþroska barnanna en rann- sakendur telja sennilegast að skýr- ingarinnar sé að leita í omega 3-fitusýrunum. Geir Friðgeirsson, barnalæknir á Domus Medica, telur það líklegt. „Omega 3-fitusýrur eru horn- steinar í uppbyggingu miðtauga- kerfisins í fóstrum,“ segir hann. Fiskur gerir börnin greindari  Börn kvenna sem borða fisk oftar en tvisvar í viku á meðgöngu sýna meiri vits- munaþroska skv. nýrri rannsókn ➤ Mælt er með því að óléttarkonur forðist fisk sem inni- heldur mikið kvikasilfur, þar sem tengsl fundust á milli kvikasilfurmagns í hári mæðranna og minni vits- munaþroska barnanna. ➤ Lítið kvikasilfur er t.d. í þorskiog laxi en talsvert í túnfiski og stórlúðu. ➤ Rannsóknin birtist í AmericanJournal of Epidemiology og má nálgast á vefnum: aje.ox- fordjournals.org. FISKUR OG KVIKASILFUR Starfsmenn Tryggingastofnunar telja að mikið sé um tryggingasvik. Almenningur er á sama máli. Norrænu ríkin vinna nú saman að því að meta umfang svikanna. Vin- sælt er að þykjast vera einstætt foreldri. Hundraða milljóna svik »8 Slökkviliðsstjóri hefur víðtækar heimildir til knýja fram úrbætur þar sem eldhætta er í húsum. Úti- gangsmenn skapa eldhættu. Heim- ilt er að setja öryggisvakt við hús á kostnað eiganda eða beita dagsektum. Úrræði til gegn brunagildrum »2 »14 24stundir/RAX Engin fasteignasala í heimi selur fleiri fasteignir en RE/MAX Dorothea E. Jóhannsdóttir Sölufulltrúi 898 3326 dorothea@remax.is Bergsteinn Gunnarsson Löggiltur Fasteigna fyrirtækja og skipasali Ertu að spá í að selja? Frítt söluverðmat FRAMÚRSKARANDI SÖLUFULLTRÚAR FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.