24 stundir - 05.04.2008, Side 24

24 stundir - 05.04.2008, Side 24
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Borgin er nokkuð einsleit þegar skoðaðar eru afbrotatölur, og að miðborginni frátalinni virðist íbúafjöldi skýra nokkurn veginn fjölda afbrota í hverju hverfi. Enda er varla hægt að tala um hverfi borgarinnar sem sjálfstæðar ein- ingar, segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá lögreglustjór- anum á höfuðborgarsvæðinu. „Mikið af þjónustunni er stað- sett í fáum skipulögðum kjörnum, en restin er íbúahverfi sem ekki eru sjálfbær. Í öðrum löndum, þar sem hverfin eru oft sjálfbærar einingar, verður gjarnan meiri munur á af- brotatölum á milli hverfa.“ Miðborgin sker sig úr Eins og áður sker miðborgin sig nokkuð úr hvað þetta varðar, sem þarf kannski ekki að koma á óvart, þar sem nánast öll hópamyndun og mestallt skemmtanahald fer þar fram. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, segir Rannveig. „Það er gíf- urlegur fjöldi sem rennur í gegnum miðbæinn, og við sjáum t.d. að mikið er þar um skemmdarverk sem hafa ekki endilega alltaf með skemmtanahald að gera.“ Hún bendir á að í miðborginni sé meira um eignir sem ekki til- heyra tilteknum einstaklingum, heldur eru í eigu borgar og ríkis, en mjög þekkt sé innan afbrotafræð- innar að fólki finnist brot lítilvæg- ari þegar óljóst er gegn hverjum sé brotið. „Þolendur eignaspjalla eru oft skólar, strætóskýli, skilti og annað sem enginn einn á. Einnig er oft verið að krota á hús meðan bíl- arnir virðast alveg látnir í friði.“ Rannveig vísar til tilraunar sem gerð var í Danmörku, þar sem arkítektúr var breytt þannig að íbúum sem höfðu sameiginlegan inngang fækkaði. Við það hafi verulega dregið úr eignaspjöllum, enda leit fólk þá frekar á inngang- inn sem eign sem það átti stóran hlut í. Tengsl óþrifnaðar við afbrot Mikið hefur verið rætt og skrifað um óþrifnað og niðurníðslu í mið- bænum, og hafa sumir viljað meina að niðurdrabbað umhverfið ali af sér afbrotahneigð. Rannveig segir ákveðna kenningaskóla innan afbrotafræðinnar halda því fram, en ekkert sé einhlítt í þeim efnum. „Ég held að það eitt að halda umhverfinu hreinu breyti ekki öllu; það þarf að koma eitthvað meira til. En svo virðist sem t.d. samfara hreinsunarátaki í Helsinki hafi afbrotum fækkað.“ Í þeim hlutum höfuðborgar- svæðisins þar sem flest afbrot eru framin (líka ef miðað er við íbúa- fjölda) – Breiðholtinu og miðborg- inni – býr einnig hæst hlutfall fólks sem þiggur félagslega og fjárhags- lega aðstoð, eins og bent var á í Einsleitt höfuð- borgarsvæði  Fólksfjöldi skýrir tíðni afbrota að mestu leyti  Miðbærinn sker sig úr eins og áður  Fátækt, ör búsetuskipti og afbrot fylgjast að ➤ Svo virðist sem ofbeldi á höf-uðborgarsvæðinu sé að aukast aftur, eftir að hafa minnkað frá árinu 2000. ➤ Eignaspjöllum fækkaði á milliára, en 2007 voru tilkynnt 2.115 eignaspjöll samanborið við 2.307 árið 2006. ➤ Þá hafði þó áberandi fjölguneignaspjalla orðið, en þau voru 1.425 árið 2005. ÞRÓUNIN 24 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Til sölu er: Glæsileg 109 fm. íbúð með sérinngangi á besta stað í 101 Kópa- vogi – allt í göngufæri: Heilsugæsla, bankar, læknastofur, verslanir, Gerðasafn, Salurinn, Kópavogskirkja, strætis- vagnastöð, og vegir til allra átta. Komið er inn í góða flísalagða forstofu með stórum fataskápum úr eik – falleg útidyrahurð m/gleri. Úr forstofu er gengið inn í opið hol í miðjunni. Baðherbergi er beint á móti, allt flísalagt í hólf og gólf, innrétting úr eik, sturta m/glerveggjum, w.c. vaskur, góð loftræsting. Á vinstri hönd er mjög stórt, bjart og opið stofu/borðstofurými með eldhúsi, gluggar eftir endilöngu, hvítar gluggakistur. Falleg og rúmgóð Eldhúsinnrétting úr eik með eldunareyju, flottur viftu- háfur yfir, ARISTON eldunarplata og bakaraofn. Dökkgráar borðplötur, gert ráð fyrir uppþvottavél og háum ísskáp. Mosaikflísar á milli skápa. 2 stór og góð herbergi með glæsilegum skápum, eikarparket á gólfum, gluggar. Þvottaherbergi flísalagt, vinnuborð, vaskur, flottar snúrur, góð vifta. Mjög fín geymsla flísalögð, með viftu. Sjónvarpstengi og internet tengingar um alla íbúðina. Eikar innihurðir. Í sameign er sérgeymsla (4,8 fm) ásamt ruslageymslum. Allt nýtt í íbúð, einnig rafmagn og pípulagnir, nýmálað. Húsið var áður Bókasafn Kópa- vogs en var tekið í gegn og útbúnar 6 íbúðir á síðasta ári. Sérstaklega góð eign á frábærum stað með nægum bílastæðum og bílastæðahúsi, aðgengi beint af götu. Verð 24,8 millj. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Falleg íbúð í Fannborg, Kópavogi til sölu Afbrot á höfuðborgarsvæðinu árið 2007 HAFNARFJÖRÐUR 12,3 9,6 590 1 145 77 250 177 MOSFELLSBÆR, KJALARNES OG KJÓS 4,5 2,8 170 0 77 17 59 17 GRAFARHOLT OG ÚLFARSFELL 3 0,9 56 0 16 11 27 2 GRAFARVOGUR 9,5 8,5 520 1 146 43 250 80 LAUGARDALUR 10 8,4 517 5 210 58 160 84 MIÐBORG 4,2 21,2 1298 15 249 334 341 359 SELTJARNARNES 2,3 1,4 86 0 30 12 33 11 VESTURBÆR 8,3 5,8 354 0 115 40 144 55 ÁLFTANES 1,2 0,4 25 0 3 3 16 3 HLÍÐAR 5,7 6,7 411 7 126 48 128 102 KÓPAVOGUR 14,4 9,8 602 3 228 68 207 96 BREIÐHOLT 10,8 10,2 625 2 182 85 226 130 ÁRBÆR 4,4 4,3 261 0 122 24 80 35 HÁALEITI 7,1 7,7 470 6 125 62 153 124 GARÐABÆR 5 2,2 135 0 42 9 41 43 % 9,9 % 9,999 ALLS Skýringar Heildarfjöldi Rán Innbrot Ofbeldis- brot Eigna- spjöll Fíkniefna- brot Fjöldi brota í hverfi Hlutfall íbúa af heildarfjölda Hlutfall brota af heildarfjölda 40 1816 891 2115 1258 = 6120 Um bráðabirgðartölur er að ræða. Heimild: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Grafík: 24stundir/Einar Elí

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.