24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 24
Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Borgin er nokkuð einsleit þegar skoðaðar eru afbrotatölur, og að miðborginni frátalinni virðist íbúafjöldi skýra nokkurn veginn fjölda afbrota í hverju hverfi. Enda er varla hægt að tala um hverfi borgarinnar sem sjálfstæðar ein- ingar, segir Rannveig Þórisdóttir, félagsfræðingur hjá lögreglustjór- anum á höfuðborgarsvæðinu. „Mikið af þjónustunni er stað- sett í fáum skipulögðum kjörnum, en restin er íbúahverfi sem ekki eru sjálfbær. Í öðrum löndum, þar sem hverfin eru oft sjálfbærar einingar, verður gjarnan meiri munur á af- brotatölum á milli hverfa.“ Miðborgin sker sig úr Eins og áður sker miðborgin sig nokkuð úr hvað þetta varðar, sem þarf kannski ekki að koma á óvart, þar sem nánast öll hópamyndun og mestallt skemmtanahald fer þar fram. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, segir Rannveig. „Það er gíf- urlegur fjöldi sem rennur í gegnum miðbæinn, og við sjáum t.d. að mikið er þar um skemmdarverk sem hafa ekki endilega alltaf með skemmtanahald að gera.“ Hún bendir á að í miðborginni sé meira um eignir sem ekki til- heyra tilteknum einstaklingum, heldur eru í eigu borgar og ríkis, en mjög þekkt sé innan afbrotafræð- innar að fólki finnist brot lítilvæg- ari þegar óljóst er gegn hverjum sé brotið. „Þolendur eignaspjalla eru oft skólar, strætóskýli, skilti og annað sem enginn einn á. Einnig er oft verið að krota á hús meðan bíl- arnir virðast alveg látnir í friði.“ Rannveig vísar til tilraunar sem gerð var í Danmörku, þar sem arkítektúr var breytt þannig að íbúum sem höfðu sameiginlegan inngang fækkaði. Við það hafi verulega dregið úr eignaspjöllum, enda leit fólk þá frekar á inngang- inn sem eign sem það átti stóran hlut í. Tengsl óþrifnaðar við afbrot Mikið hefur verið rætt og skrifað um óþrifnað og niðurníðslu í mið- bænum, og hafa sumir viljað meina að niðurdrabbað umhverfið ali af sér afbrotahneigð. Rannveig segir ákveðna kenningaskóla innan afbrotafræðinnar halda því fram, en ekkert sé einhlítt í þeim efnum. „Ég held að það eitt að halda umhverfinu hreinu breyti ekki öllu; það þarf að koma eitthvað meira til. En svo virðist sem t.d. samfara hreinsunarátaki í Helsinki hafi afbrotum fækkað.“ Í þeim hlutum höfuðborgar- svæðisins þar sem flest afbrot eru framin (líka ef miðað er við íbúa- fjölda) – Breiðholtinu og miðborg- inni – býr einnig hæst hlutfall fólks sem þiggur félagslega og fjárhags- lega aðstoð, eins og bent var á í Einsleitt höfuð- borgarsvæði  Fólksfjöldi skýrir tíðni afbrota að mestu leyti  Miðbærinn sker sig úr eins og áður  Fátækt, ör búsetuskipti og afbrot fylgjast að ➤ Svo virðist sem ofbeldi á höf-uðborgarsvæðinu sé að aukast aftur, eftir að hafa minnkað frá árinu 2000. ➤ Eignaspjöllum fækkaði á milliára, en 2007 voru tilkynnt 2.115 eignaspjöll samanborið við 2.307 árið 2006. ➤ Þá hafði þó áberandi fjölguneignaspjalla orðið, en þau voru 1.425 árið 2005. ÞRÓUNIN 24 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir Til sölu er: Glæsileg 109 fm. íbúð með sérinngangi á besta stað í 101 Kópa- vogi – allt í göngufæri: Heilsugæsla, bankar, læknastofur, verslanir, Gerðasafn, Salurinn, Kópavogskirkja, strætis- vagnastöð, og vegir til allra átta. Komið er inn í góða flísalagða forstofu með stórum fataskápum úr eik – falleg útidyrahurð m/gleri. Úr forstofu er gengið inn í opið hol í miðjunni. Baðherbergi er beint á móti, allt flísalagt í hólf og gólf, innrétting úr eik, sturta m/glerveggjum, w.c. vaskur, góð loftræsting. Á vinstri hönd er mjög stórt, bjart og opið stofu/borðstofurými með eldhúsi, gluggar eftir endilöngu, hvítar gluggakistur. Falleg og rúmgóð Eldhúsinnrétting úr eik með eldunareyju, flottur viftu- háfur yfir, ARISTON eldunarplata og bakaraofn. Dökkgráar borðplötur, gert ráð fyrir uppþvottavél og háum ísskáp. Mosaikflísar á milli skápa. 2 stór og góð herbergi með glæsilegum skápum, eikarparket á gólfum, gluggar. Þvottaherbergi flísalagt, vinnuborð, vaskur, flottar snúrur, góð vifta. Mjög fín geymsla flísalögð, með viftu. Sjónvarpstengi og internet tengingar um alla íbúðina. Eikar innihurðir. Í sameign er sérgeymsla (4,8 fm) ásamt ruslageymslum. Allt nýtt í íbúð, einnig rafmagn og pípulagnir, nýmálað. Húsið var áður Bókasafn Kópa- vogs en var tekið í gegn og útbúnar 6 íbúðir á síðasta ári. Sérstaklega góð eign á frábærum stað með nægum bílastæðum og bílastæðahúsi, aðgengi beint af götu. Verð 24,8 millj. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Falleg íbúð í Fannborg, Kópavogi til sölu Afbrot á höfuðborgarsvæðinu árið 2007 HAFNARFJÖRÐUR 12,3 9,6 590 1 145 77 250 177 MOSFELLSBÆR, KJALARNES OG KJÓS 4,5 2,8 170 0 77 17 59 17 GRAFARHOLT OG ÚLFARSFELL 3 0,9 56 0 16 11 27 2 GRAFARVOGUR 9,5 8,5 520 1 146 43 250 80 LAUGARDALUR 10 8,4 517 5 210 58 160 84 MIÐBORG 4,2 21,2 1298 15 249 334 341 359 SELTJARNARNES 2,3 1,4 86 0 30 12 33 11 VESTURBÆR 8,3 5,8 354 0 115 40 144 55 ÁLFTANES 1,2 0,4 25 0 3 3 16 3 HLÍÐAR 5,7 6,7 411 7 126 48 128 102 KÓPAVOGUR 14,4 9,8 602 3 228 68 207 96 BREIÐHOLT 10,8 10,2 625 2 182 85 226 130 ÁRBÆR 4,4 4,3 261 0 122 24 80 35 HÁALEITI 7,1 7,7 470 6 125 62 153 124 GARÐABÆR 5 2,2 135 0 42 9 41 43 % 9,9 % 9,999 ALLS Skýringar Heildarfjöldi Rán Innbrot Ofbeldis- brot Eigna- spjöll Fíkniefna- brot Fjöldi brota í hverfi Hlutfall íbúa af heildarfjölda Hlutfall brota af heildarfjölda 40 1816 891 2115 1258 = 6120 Um bráðabirgðartölur er að ræða. Heimild: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Grafík: 24stundir/Einar Elí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.