24 stundir - 09.04.2008, Page 1

24 stundir - 09.04.2008, Page 1
24stundirmiðvikudagur9. apríl 200872. tölublað 4. árgangur Bílaverkstæði Smurstöð Verslun Vissir þú að... vélarslitvörn frá Liqui Moly kemur í vegfyrir að vélin bræðir úr sér ef hún verður olíulaus. Það styttist í golfvertíðina og vall- arstjórar eru nokkuð sammála um að golfvellirnir komi vel undan vetri. Stærstu vellirnir verða opnaðir í byrjun maí ef veðrið verður ágætt þangað til. Koma vel undan vetri GOLF»28 Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, seg- ir að börn geti oft gert meira heldur en fullorðnir halda. Þau skilji líka ýmislegt og eigi heimt- ingu á því að á þau sé hlustað. Börnin eru klár BÖRN»22 180% verðmunur á tannkreminu NEYTENDAVAKTIN »4 Séra Ivan Larsen er einn með- lima Regnbogans, danskra samtaka sem beita sér fyrir því að samkynhneigðir fái úthlut- aðan sérskika í Assistens- kirkjugarðinum í Kaup- mannahöfn. Vilja þeir að í ná- grenni Jónasar Hallgríms- sonar og H.C. Andersen og fleiri rísi minnismerki skreytt regnbogafánanum, þar sem 36 duftker rúmist. Njóti reit- urinn vinsælda sér Larsen fyr- ir sér að stækka hann til að rúma 48 ker. aij Hinsta hvíla fyrir hýra GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 71,94 -0,17  GBP 141,68 -1,19  DKK 15,15 -0,22  JPY 0,70 -0,26  EUR 113,03 -0,20  GENGISVÍSITALA 145,12 -0,31  ÚRVALSVÍSITALA 5.428,86 0,67  »14 2 1 -2 -1 -1 VEÐRIÐ Í DAG »2 „Þetta var mjög erfiður dagur, sá erfiðasti hingað til,“ sagði Íris Inga Svavarsdóttir, móðir unga manns- ins sem sætt hefur 170 daga ein- angrun í Færeyjum vegna svokall- aðs Pólstjörnumáls. Réttarhöld hófust í gær og eru móðir manns- ins og amma komnar til Færeyja til að styðja son sinn og dótturson. Þungur dagur í Þórshöfn »6 Baugur Group hefur fært helstu eignir sínar yfir í systurfélögin Styrk og Stoðir. Þar inni í eru fjöl- miðlafyrirtæki, tækni- og fjár- málafyrirtæki. Sömu einstaklingar eiga öll félögin að mestu. Fjár- magn og skuldir færðust til en Baugur gefur umfang- ið ekki upp. Eignatilfærsla en sömu eigendur »12 „Allt sem við gerum byggir á mannlegu eðli, þannig að mögu- leikinn á mistökum er innbyggður,“ segir Matthew Melis, öryggis- sérfræðingur hjá NASA. Hann er hér á landi í boði Háskólans í Reykjavík og ræðir m.a. við starfs- menn Alcoa á Reyð- arfirði um öryggismál. NASA kennir Alcoa öryggi »16 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Tollar á ófylltu pasta með eggja- innihaldi eru 8 krónur á kíló. Engir tollar eru á ófylltu pasta sem ekki inniheldur egg, að sögn Guð- mundar Marteinssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Bónus, sem kveðst ekki viss um skýringuna. „Það eina sem mér dettur í hug er að egg eru framleidd á Íslandi en ekki hveiti,“ segir Guðmundur. Pasta er meðal þeirra vöruteg- unda sem utanríkisráðherra vill ekki tollmúra á. „Við getum ekki látið eins og rödd neytenda sé ekki til. Að mínu viti er ekki réttlæt- anlegt að halda uppi tollmúrum á pasta, kjúklingum og svínakjöti til þess að halda uppi verði á lamba- kjöti,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á ársfundi Útflutnings- ráðs Íslands á mánudag. Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu, kveðst ekki vita hvers vegna hafi verið samið um tolla á pasta á sínum tíma. Viðræður standa nú yfir við Evr- ópusambandið um gagnkvæmar lækkanir á landbúnaðarvörum, annars vegar mikið unnum vörum sem bera magntolla, eins og til dæmis pasta og tilbúnum pitsum, og hins vegar minna unnum vörum sem bera bæði verðtolla og magntolla. Vonast er til að niður- staða fáist síðari hluta árs. Ólafur leggur áherslu á að Ísland hafi ekki haft neinn gagnkvæman markaðsaðgang að ESB þegar samið var um núverandi tolla. ,,Núverandi sjávar- og landbúnaðarráðherra er harður á því að ekki eigi að semja einhliða um lækkun tolla og það er það sem við erum að gera. Við ætl- um náttúrlega ekki að fara að veita einhliða markaðsaðgang hjá okkur nema fá eitthvað á móti.“ Egg eða ekki?  Tollar eru á eggjapasta og háir tollar á kjötfyllingum en engir toll- ar á ófylltu eggjalausu pasta  Utanríkisráðherra vill tollalaust pasta ➤ Magntollur á ósoðnu pastameð eggjainnihaldi sem ekki er fyllt eða unnið á annan hátt er 8 krónur á kílóið. ➤ Tollur á fylltu pasta með kjöt-innihaldi, sem að magni til er meira en 20 prósent miðað við þyngd fyllingarinnar, er 142 krónur. PASTATOLLAR Eigandi sumarhúss í Þingvallaþjóðgarði stendur nú í miklum framkvæmdum, þar sem berg á vatnsbakkanum hefur m.a. verið sprengt. Færst hefur í vöxt að sumarhúsaeigendur í þjóðgarðinum rífi gömul sumarhús og reisi ný og jafnvel stærri hús fyrir tugi milljóna. Þetta er þvert á stefnu Þingvallanefndar sem vill kaupa upp sumarhús í þjóðgarðinum og rífa. „Stefna Þingvallanefndar er skýr, en til þess að framfylgja henni skortir nefndina fjármagn til að nýta forkaupsrétt sinn,“ segir Sigurður Oddsson þjóðgarðsvörður. Rask í Þingvallaþjóðgarði „Þingvallanefnd skortir fjármagn til að nýta forkaupsrétt sinn“ »4

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.