24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir
Í nýju lagafrumvarpi viðskipta-
ráðherra um sölu fasteigna, fyrir-
tækja og skipa er gert ráð fyrir nýrri
kærunefnd sem vistuð skuli hjá
Neytendastofu. Sá sem kvartar til
kærunefndar skal greiða kærugjald
sem ráðherra ákveður í reglugerð.
Gjaldið endurgreiðist ef fallist er í
heild eða að hluta á kröfur þess
sem ber fram kvörtunina.
Þá er í frumvarpinu lagt til að
eftirlitsgjald vegna starfsemi eftir-
litsnefndar fasteignasala verði
lækkað úr 100 þúsundum króna í
80 þúsund krónur.
Einnig eru lagðar til breytingar á
fyrirkomulagi náms og prófa til
löggiltra fasteignasala. Lagt er til að
háskólar sjái um námið og próf-
nefnd verði lögð niður en starfi til
bráðabirgða til ársins 2013. Verði
frumvarpið óbreytt að lögum er
gert ráð fyrir að kostnaður vegna
þess verði óverulegur og muni
rúmast innan útgjaldaramma við-
skiptaráðuneytisins. ibs
Lagafrumvarp um sölu fasteigna
Ný kærunefnd
Undirbúningur að opnun Melrakkaseturs Íslands
sem staðsett verður í Súðavík er nú í fullum gangi.
„Við erum þegar farin að safna sögulegum gögn-
um,“ segir Ester Rut Unnsteinsdóttir, forstöðumaður
safnsins, en nú þegar hefur verið sett af stað verkefnið
Gamlir refir sem snýst um að safna bæði sögum, upp-
lýsingum og hlutum frá gömlum refaskyttum. „Við er-
um að safna tækjum, vopnum og gildrum, fötum og
öðru sem sýnir aðbúnað þeirra þegar þeir lágu úti,“
segir hún.
Þá stendur til að opna heimasíðu um refinn nú í vor.
„Við erum að velta fyrir okkur leið til að setja upp vef-
myndavél í grenjum þannig að fólk geti séð inn í gren-
in bæði á safninu og líka í tölvunni heima,“ segir Ester.
Hún segir einnig unnið að söfnun upplýsinga um
dýrið sjálft, líffræði þess og háttalag. Þá er unnið að
viðgerðum á Eyrardalsbænum í Súðavík þar sem safn-
ið kemur til með að hafa aðsetur sitt en húsið er 120
ára gamalt. „Svo vorum við að setja af stað samkeppni
um merki safnsins og er öllum frjálst að taka þátt í
henni,“ segir hún.
Stefnt er að því að opna safnið árið 2010 en í sumar
verður þó boðið upp á leiðsögn fyrir ferðamenn á refa-
slóðum þar sem fólk getur séð refi í sínu náttúrulega
umhverfi. fifa@24stundir.is
Opnun Melrakkaseturs Íslands undirbúin af kappi
Vilja sjónvarpa úr tófugreni
Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur
í Þórshöfn
Níu báru vitni í réttarhöldum í
Færeyjum í gær í máli Íslendings
sem sakaður er um aðild að smygli
tuga kílóa af fíkniefnum með segl-
skútu í Pólstjörnumálinu. Hann er
ákærður fyrir stórfelld fíkniefna-
brot, en játar aðeins að hluta. Flest-
ir þeirra sem báru vitni hér í Þórs-
höfn í gær eru Færeyingar, en þó
kom í vitnastúku Guðbjarni
Traustason, kallaður Baddi, einn
höfuðpauranna í málinu.
„Þetta var mjög erfiður dagur, sá
erfiðasti hingað til,“ segir Íris Inga
Svavarsdóttir, móðir unga manns-
ins, en hún og amma hans eru nú
komnar til Færeyja í þriðja sinn til
að styðja son og dótturson. Nú
fylgdust þær með réttarhöldunum,
en í hin skiptin hafa þær fengið að
heimsækja hann í einangrun í
fangelsinu í Þórshöfn, þar sem
hann sat í 170 daga.
Móðirin óttast um son sinn, en
segir að hann hafi sýnt furðu mik-
inn styrk í réttarsalnum. „Við vit-
um ekki hvort hann fær áfall
seinna. Í dag sá hann framan í vini
og kærustu í fyrsta sinn, eftir langa
einveru þar sem hann hafði enda-
lausan tíma til að velta sér upp úr
sektarkennd og því sem hefði átt að
vera öðruvísi,“ segir Íris Inga.
Hún segir soninn ekki hafa feng-
ið sálfræðiaðstoð hingað til, en til-
boð um hana hafi komið núna.
Þegar mæðgurnar heimsóttu pilt-
inn í fangelsið í Þórshöfn, var lög-
regla og íslenskur túlkur viðstadd-
ur, en Íris Inga segir færeysku
lögregluna hafa verið þeim innan
handar og gert þeim lífið eins bæri-
legt og erfiðar aðstæður leyfðu.
Maðurinn hefur setið í einangr-
un frá því málið komst upp í fyrra-
haust, en yfirheyrslur voru aðeins í
fyrstu og þeim lauk í október.
Hefur fengið nægan dóm
Móðir mannsins vonar að hann
fái að afplána á Íslandi, en finnst
hann hafa fengið nægan dóm í
Færeyjum. „Þessi einagnrun í Fær-
eyjum hefur verið okkur öllum
mjög þungbær. Færeyska fangelsið
er ekki ætlað fyrir venjulega afplán-
un og þar er ekkert hægt að gera,
enda eru Færeyingar sem þar lenda
sendir til Danmerkur eftir átján
mánuði. Sonur minn kemur von-
andi fljótt heim.“
Áætlað er að dómur verði kveð-
inn upp á föstudag. Saksóknari vill
vísa manninum burt frá Færeyjum
en móðir hans vonar að af því verði
ekki.
Þungur dagur
í Þórshöfn
Móðir Pólstjörnumannsins fylgist með réttarhaldi í Færeyjum
Í haldi í hálft ár Réttarhöld í máli ungs Ís-
lendings sem sakaður er um aðild að Pól-
stjörnumálinu hófust loks í Færeyjum í gær.
➤ Skv. dönskum lögum fjallarkviðdómur um mál geti dóm-
ar numið 4 árum eða meira.
➤ Þyngsti dómur í Pólstjörnu-málinu er níu og hálft ár, en
sex hafa hlotið dóm á Íslandi.
SEX DÓMAR FALLNIR
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, FÍH, hvetur félagsmenn sína
til að sækja ekki um störf í Noregi,
Danmörku og Svíþjóð á meðan
þarlendir hjúkrunarfræðingar
standa í kjarabaráttu. „Kjaravið-
ræður þeirra eru á sama tíma og
okkar og það er mikilvægt að við
stöndum saman því við berjumst
fyrir því sama, það er að hjúkr-
unarfræðingar fái menntun sína og
reynslu metna að verðleikum,“
segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, for-
maður Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga.
Félag danskra hjúkrunarfræð-
inga hefur tilkynnt viðsemjendum
sínum að gripið verði til aðgerða í
ljósi þess að ekki hafi náðst saman
um nýja samninga. Þá hefur félag
sænskra hjúkrunarfræðinga sent
frá sér verkfallsviðvörun. Félag
norskra hjúkrunarfræðinga hefur
frest til 30. apríl til að ná sam-
komulagi við viðsemjendur sína.
Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga á nú í viðræðum við samn-
inganefnd ríkisins vegna komandi
kjarasamninga. Komið hefur fram
skýr vilji beggja að ljúka samning-
um áður en gildandi samningar
renna út 30. apríl næstkomandi, að
því er segir í fréttatilkynningu frá
félaginu.
Í henni segir Elsa að fundað hafi
verið fjórum sinnum og að hjúkr-
unarfræðingar hafi komið
áherslum sínum og markmiðum á
framfæri. „Við leggjum megin-
áherslu á hækkun grunnlauna og
teljum verðmat á okkar störfum
allt of lágt. Aðstæður í efnahagslíf-
inu eru ekki hagstæðar til kjara-
samningagerðar og því mikilvægt
að vanda sérstaklega til samning-
anna. Við vitum líka að væntingar
hjúkrunarfræðinga eru miklar og
teljum fullvíst að þeir muni standa
þétt saman ef samningar nást ekki
fljótlega og grípa þarf til aðgerða.“
ibs
Stefnir í hart hjá hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum
FÍH styður kjarabaráttuna
Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum
• Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars)
Allt fyrir skólann
undir 1 þaki
Sérlega snyrtilegt 130 fm iðnaðarhúsnæði á
þessum eftirsótta stað. Innkeyrsluhurð og
góður salur innaf. Sér inngangur í skrifstofu /
stódíóíbúð sem skiptist í alrými með eldhúsi,
lítið herbergi og baðherbergi með sturtu.
Allar nánari upplýsingar gefur Ásmundur
Skeggjason lögg.
fasteignasali S: 895 3000.
Hentugt t.d. fyrir litla heild-
verslun eða léttan iðnað.
Laust strax.
Hamraborg - Til sölu
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali, Ásmundur Skeggjason, lögg. fasteignasali
Sími: 533 6050 www.hofdi.is