24 stundir


24 stundir - 09.04.2008, Qupperneq 13

24 stundir - 09.04.2008, Qupperneq 13
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 13 ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is a Það er nánast glæpur að nýta sér ólympíukyndilinn á þennan hátt. Hann er eign alþjóðlegu ólympíu- nefndarinnar og ekki kínverskur kyndill. Gunilla Lindberg, nefndarmaður í alþjóðlegu ólympíunefndinni Kínversk stjórnvöld segja að ekk- ert geti stöðvað ferð ólympíu- kyndilsins um heiminn. Eldurinn er nú kominn til San Francisco, einu borgar Norður-Ameríku þar sem hann mun hafa viðkomu. Hlaupið verður með eldinn um borgina á morgun og verður ör- yggisgæsla mikil þar sem búist er við miklum mótmælum líkt og raunin varð í Lundúnum og Par- ís. Sjö mótmælendur voru hand- teknir á mánudaginn eftir að þeir hengdu upp borða með skila- boðum um frjálst Tíbet á víra Golden Gate-brúarinnar, helsta kennileitis San Francisco-borgar. Á leið sinni yfir Atlantshaf hafði flugvélin með ólympíukyndlinum viðkomu á Flugstöð Leifs Eiríks- sonar þar sem var fyllt á flugvél- ina. Kveikt var á eldinum í Grikklandi í síðasta mánuði, en til stendur að hann ferðist um tuttugu lönd áður en farið verður með hann á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Peking þann 8. ágúst. atlii@24stundir.is Ferð ólymp- íukyndilsins ekki stöðvuð NordicPhotos/AFP Mannréttindabrotum mótmælt Þrír menn hengdu borða með mótmælum gegn kínverskum stjórnvöldum á víra Golden Gate-brúarinnar í San Francisco á mánudaginn. Hlaupið verður með ólympíueldinn um borgina á morgun. Mikil öryggisgæsla verður þar sem búist er við miklum mótmælum. Í útrýmingarhættu Indverskar antilópur hvíla sig í búri sínu í dýragarði í Nýju-Delí á Indlandi. Indverskar antilópur eru í mikilli útrýmingarhættu. Enn er mikið um ólöglegar veiðar, auk þess að þeim stafar hætta af innrækt. Hrein borg Risasígaretta er nú á miðju Trafalgartorgi í Lundúnum. Þetta er liður í herferð til að minna reykingamenn á að kasta ekki sígarettum frá sér á götum úti. Stúlkubarn Þriggja vikna stúlka sem fæddist með fjögur augu, tvö nef og tvo munna, hvílir í vöggu sinni í indverska bænum Noida. Margir álíta hana vera guðdómlega. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu flugsætunum í helgarferðir til Barcelona 17. og 24. apríl. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frá- bært mannlíf og óendanlega fjöl- breytni í menningu, afþreyingu og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Vor í Barcelona 17. eða 24. apríl frá aðeins kr. 22.990 Helgarferðir - Frábær sértilboð Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 22.990 Netverð á mann, flugsæti báðar leiðir með sköttum, sértilboð, 17. apríl. Brottför 24. apríl kr. 4.000 aukalega. Verð kr. 49.990 - flug og gisting **** Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur með morgunverði á Hotel NH Numancia ****, 17.-21. apríl. Brottför 24. apríl kr. 10.000 aukalega (ath. 3 nátta ferð).

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.