24 stundir


24 stundir - 09.04.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 09.04.2008, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Við höfum haldið sumarnám- skeið hér í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum síðustu ár og boð- ið krökkum að læra sirkuslistir. Sænski sirkusinn Circus Cirkör heldur námskeið þar fyrir krakka sem vilja kynnast sirkuslistinni,“ segir Sólveig sem hefur haft veg og vanda af námskeiðinu. „Við erum mest úti við enda aðstaða hér í Lækjarbotnum afar góð. Náttúran er hér allt um kring og fyrir sirkusnámskeiðið setjum við út alls kyns leiktæki og sirkustól til notkunar. Þar á með- al stóra rólu, stórt trampólín, einhjól og allt annað sem til þarf, keilur, klifurgræjur, bolta og slá til að hanga í.“ Sólveig segir börnin fá að prófa margt af því sem raunverulega fer fram í sirkus. „Þau læra alveg hreint ótrúlega mikið. Þau halda boltum og keil- um á lofti, hjóla á einhjóli, æfa sig í fimleikum og brellum. Í lok námskeiðsins höldum við sýn- ingu. Eldri börnin skemmta við Alþingishúsið 17. júní en þau yngri halda sýningu fyrir foreldra sína sem margir hverjir verða hissa á því hversu mikilli færni börnin hafa náð.“ Sjálfstraust barna vex Sólveig segir árangurinn af námskeiðinu afar góðan, kennsl- an sé mannleg og einstaklings- miðuð, börnin læri á sínum eigin hraða og taki þau skref sem þau sjálf eru tilbúin að taka. „Börn- unum þykja sirkuslistamennirnir heillandi og þau bera fyrir þeim virðingu og leggja sig fram um að læra listirnar. Við hér sjáum krakka sem koma á námskeiðið taka stakkaskiptum, sjálfstraust þeirra vex og einbeitingin er mik- il, og það er góð áhersla á sam- vinnu og börnin eflast í sam- skiptum við önnur börn. Auðvitað gerir það svo alla upp- lifunina enn yndislegri að þau eru úti í náttúrunni að æfa sig og eru hjá okkur í fæði og borða hollt, lífrænt fæði sem gerir þeim gott.“ 24stundir/Sverrir Sænskir sirkuslistamenn kenna börnum listir í sumar Heimur sirkussins heillandi fyrir börn ➤ Cirkus Cirkör er nútímasirk-ushópur sem var stofnaður í Stokkhólmi fyrir tíu árum. ➤ Leiðarljós hópsins og inn-blástur hefur frá upphafi ver- ið að breyta heiminum með list, leik og menntun. CIRCUS CIRKÖR„Heimur sirkussins þykir börnum heillandi og þau dást að því listafólki sem kemur hingað úr sænska sirkusnum Circus Cirkör að kenna þeim brögð og brellur,“ segir Sólveig Þorbergsdóttir, Waldorf- leikskólanum í Lækj- arbotnum. Börnin eru úti við Ýmis leiktæki verða sett upp í sumar að Lækjarbotnum. Upprennandi sirkuslistamenn Börnin læra ótrúlega margt á stuttum tíma. KYNNING Gleraugnaverslunin Plusminus Optic við Suðurlandsbraut er með sérstaka sportgleraugnadeild en Friðleifur Hallgrímsson hjá Plus- minus segir að gleraugun henti sérstaklega vel fyrir börn. „Rec Specs eru öryggisgleraugu fyrir börn sem þurfa að nota gleraugu í íþróttum og annarri hreyfingu. Gleraugun eru til í nokkrum litum, það er hægt að vera með styrk í þeim og þau eru með teygju svo þau haldist á barninu. Þess utan eru þau óbrjótanleg þannig að þau þola töluvert hnjask. Bæði um- gjörðin og glerið er óbrjótanlegt enda gleraugun sérstaklega hönn- uð til að vera með í íþróttum,“ seg- ir Friðleifur og bætir við að oft detti gleraugu af börnum í ein- hverjum hasar. „Það er ansi hart að vera í íþróttum og sjá ekki hvað er að gerast og geta því ekki verið á toppnum út af svona hlutum. Það skiptir því máli að börnin sjái vel, séu vel varin og að gleraugun séu föst á sínum stað, sama hvað á gengur. Við erum með tíu vöru- merki í alls konar sportgleraugum í sportgleraugnadeildinni og til dæmis ekta jöklagleraugu fyrir börn en þau eru fáanleg með eða án styrks. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð vegna sportgler- augnanna fyrir börnin enda hald- ast þau á réttum stað, sem sparar foreldrum óþarfa gleraugnakaup.“ svanhvit@24stundir.is Sportgleraugu fyrir börn í íþróttum Haldast vel á og eru óbrjótanleg Haldast á sínum stað Sportgleraugu henta vel fyrir börn í íþróttum. Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið mikið úrval af barnabílstólum         Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Rósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber hjálpa til við að varðveita rakann í húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremið inniheldur einungis hrein náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar lækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig við um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16, Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni, Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi og Heilsuhornið Akureyri. dreifing: Brúðarblað Auglýsingasímar: Katrín Laufey 510 3727 kata@24stundir.is Kolbrún Dröfn 510 3722 kolla@24stundir.is Það verður fjölbreytt og skemmtilegt efni í brúðarblaði 24 stunda 11. apríl Hafðu samband og fáðu gott pláss fyrir auglýsinguna þína

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.