24 stundir - 09.04.2008, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Svanhvít Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
„Það hvernig við lítum á börn hef-
ur áhrif á hvernig við umgöngumst
þau, hvað við kennum þeim og
hvernig umhverfi við búum þeim,“
segir Jóhanna Einarsdóttir, pró-
fessor við Kennaraháskóla Íslands.
„Ýmis viðhorf til barna hafa verið
ríkjandi gegnum tíðina, til dæmis
sú sýn að börn séu góð og saklaus
og með því að láta þau afskiptalaus
verði þau að manni. Hins vegar að
þau séu í eðli sínu slæm og því
þurfi að aga þau og temja til að ná
úr þeim óþekktinni. Sú sýn að
börn þroskist eftir fyrirfram
ákveðnum líffræðilegum stigum
hefur verið ríkjandi um nokkuð
langt skeið. Ef gengið er út frá því
þýðir ekkert að leita eftir við-
horfum barna eða tala við þau um
ákveðna hluti þegar þau eru fimm
ára því þá hafi þau takmarkað vit á
hlutunum. Í dag er viðurkennt að
börn séu fær um miklu meira en
áður hefur verið haldið og að þau
hafi rétt á því að það sé hlustað á
þau.“
Réttur barna
Jóhanna mun fjalla um sýn fólks
á börn á ráðstefnunni Rödd barns-
ins sem haldin verður í Borgarleik-
húsinu 18. apríl sem Reykjavík-
urborg heldur í samstarfi við
Rannsóknarstofu í mennt-
unarfræðum ungra barna við
Kennaraháskóla Íslands. Þar verð-
ur fjallað um leiðir til að hlusta á
raddir leikskólabarna og hvernig
tryggja megi að þau hafi áhrif á
viðfangsefni sín og umhverfi. Jó-
hanna segir að ráðstefnan sé haldin
í kjölfarið á þeim hugmyndum
sem meðal annars koma fram í
barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna. „Þar kemur fram að börn
eigi rétt á því að hlustað sé á þau
og að þau eigi að hafa eitthvað um
líf sitt að segja. Við þurfum að
hlusta á börn og taka mark á því
sem þau segja svo hægt sé að miða
leikskólastarf við þarfir, þroska og
áhuga hvers einstaklings. Því ef við
trúum því að börn geti ýmislegt og
hafi rétt á að taka ákvarðanir um
líf sitt þá þarf að byggja skólastarf á
því. Hver og einn einstaklingur er
ekki með einhverja eina sýn á börn
heldur getur eitthvað annað átt við
líka. Þetta er ekki svo klippt og
skorið að einungis eitt viðhorf sé
ráðandi. Allt starf með börnum
byggir á einhverri hugmyndafræði
og sýn á börn, hvort sem það er
meðvitað eða ómeðvitað. Oftar en
ekki er það ómeðvitað hvaða sýn
fólk hefur á börn. Með því að
skrifa undir barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna erum við búin að
gangast undir að það sé réttur
barna að njóta umhyggju og
verndar fullorðinna og að mark sé
tekið á skoðunum þeirra.“
24stundir/Golli
Hvernig má tryggja að börn hafi áhrif á umhverfi sitt?
Börn hafa rétt á að
hlustað sé á þau
➤ Sue Dockett, prófessor viðMurray School of Education,
fjallar um þátttöku ungra
barna í rannsóknum.
➤ Anne Trine Kjörholt, prófess-or við Háskólann í Þránd-
heimi, fjallar um rétt barna til
þátttöku í umönnun og
menntun sinni.
➤ Anna Magnea Hreinsdóttir,leikskólafulltrúi í Garðabæ,
fjallar um mat barna á leik-
skólastarfi.
➤ Kristín Dýrfjörð, lektor viðHáskólann á Akureyri, fjallar
um aðferðir til að gefa rödd-
um barna vægi í leikskóla-
starfinu.
RÁÐSTEFNAN
Sýn fólks á börn ákvarðar
hvernig komið er fram
við þau og hvað þeim er
kennt, að sögn Jóhönnu
Einarsdóttur prófessors
sem segir að undanfarna
áratugi hafi viðhorf til
barna verið misjafnt.
Jóhanna Einarsdóttir: „Börn
hafa rétt á því að hlustað sé á
þau og að þau hafi eitthvað um
líf sitt að segja.“
Tónagull er námskeið þar sem
foreldrar koma saman með börn
sín í þeim tilgangi að læra aðferðir
til að vinna með tónlistarþroska
barna sinna undir faglegri leiðsögn.
Námskeiðið er byggt á hug-
myndafræði þróaðri af Helgu Rut
Guðmundsdóttur, lektor við Kenn-
araháskóla Íslands.
Barnalög í djassútgáfum
Helga Rut kynntist hugmynda-
fræðinni fyrst í Bandaríkjunum og
fór upp úr því að þróa sína eigin að-
ferð. „Á námskeiðinu er tónlist not-
uð sem samskiptatæki í mótvægi
við þá hugsun að tónlist sé spiluð
fyrir börn sem óvirka meðtakendur.
Farið er í leiki og börnunum leyft
að spila á hljóðfæri en í efnisvali
notast ég t.d. við íslensku barnagæl-
urnar og húsganga. Stundum spila
ég líka léttar djassútgáfur af barna-
lögum sem allir hafa gaman af,“ segir
Helga Rut.
Virk frá unga aldri
Helga Rut fór með dóttur sína
nokkurra mánaða gamla á námskeið
og segir að helst hafi komið sér á
óvart hvað barnið hafði gaman af.
Strax í kringum fjögurra mánaða
aldurinn heyri börnin þegar verið sé
að syngja nafnið þeirra og séu því
mun meiri þátttakendur en fólk geri
sér almennt grein fyrir. Kennt er einu
sinni í viku í 45 mínútur í senn og
eru námskeiðin þrískipt eftir aldri.
Allir þátttakendur fá bók og geisla-
disk með efni námskeiðsins til þess
að geta líka notið þess heima við.
maria@24stundir.is
Barnalög í léttri djassútgáfu á Tónagulli
Tónlistarnámskeið fyrir börn
Börnin Spila á
hljóðfæri, dansa
og syngja.
KYNNING
F i r ð i . H a f n a r f i r ð i . 2 . h æ ð . s í m i 5 5 4 . 1 2 0 0
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við