24 stundir - 09.04.2008, Page 26

24 stundir - 09.04.2008, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@24stundir.is Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Reglur um útsölu og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði hafa tekið gildi en í þeim er skýrar kveð- ið á um hvernig megi auglýsa út- sölur en verið hefur hingað til. Í reglunum er meðal annars fjallað um hugtök á borð við verðvernd, villur í auglýsingum og takmarkað magn. Þannig er óheimilt að aug- lýsa takmarkað magn vöru nema tilgreint sé hversu mikið magn standi neytendum til boða. Ekki útsala endalaust Þá eru seljendum enn fremur sett ákveðin tímamörk. „Þegar bú- ið er að selja vöru eða þjónustu á lækkuðu verði í sex vikur þá teljum við það venjulegt verð. Það er ekki hægt að hafa eitthvað á tilboði endalaust og vísa stöðugt í eitthvert fyrra verð. Jafnframt gerum við kröfu um að varan hafi verið seld á því verði sem er auglýst sem fyrra verð,“ segir Þórunn Anna Árna- dóttir, sviðsstjóri neytendaréttar- sviðs Neytendastofu. Seljandi verð- ur því að geta sannað að vara hafi verið seld á fyrra verði. Rýmingarsölu sett mörk Þórunn Anna bendir einnig á að í reglunum séu nýmæli um rým- ingarsölu. „Við viljum að það sé tengt við það þegar verslunin hætt- ir eða hún hættir að selja ákveðinn vöruflokk,“ segir Þórunn Anna og bendir á að það eigi ekki ekki við um árstíðarbundnar vörur. „Það er hægt að hafa rýmingarsölu á jóla- skrauti í janúar þó að verslunin muni selja það aftur í nóvember á næsta ári.“ Skýrt fyrir alla Drög að nýju reglunum voru fyrst sett á blað í desember og unnu Þórunn og félagar að þeim í janúar og febrúar þegar útsölur stóðu sem hæst. „Hugsunin hjá okkur var í rauninni sú að á þeim tíma fáum við mest af ábendingum varðandi útsölur bæði frá neytendum og samkeppnisaðilum,“ segir hún. „Við viljum náttúrlega að það sé skýrt bæði fyrir verslunareigendur og neytandann hvernig þetta eigi að vera. Aftur á móti viljum við ekki heldur setja einhverjar óeðli- legar hömlur þannig að það verði erfitt að vera með útsölu eða til- boð,“ segir Þórunn Anna Árna- dóttir, sviðsstjóri hjá Neytenda- stofu, að lokum. Hægt er að nálgast nýju reglurn- ar í heild sinni á vef Neytendastofu www.neytendastofa.is. Skýrari reglur Nýjar reglur um út- sölur eru skýrari jafnt fyrir neyt- endur sem seljendur en fyrri reglur. Nýjar reglur um útsölur hafa tekið gildi Reglur um útsölur gerðar skýrari Skýrar er kveðið á um auglýsingar á útsölum í nýjum reglum en áður. Ekki er hægt að auglýsa útsölu í ótakmarkaðan tíma eða vísa í fyrra verð án þess að varan hafi ver- ið seld á því verði. ➤ Reglurnar taka til útsölu eðaannarrar sölu svo sem til- boða, afsláttar og annarra aðferða sem fela í sér að venjulegt verð á vöru eða þjónustu er lækkað í tiltekinn tíma. ➤ Brjóti seljendur gegn regl-unum getur Neytendastofa beitt viðurlögum og jafnvel sektum ef ástæða er til. REGLUR UM ÚTSÖLUR Verðhækkanir hafa dunið á landsmönnum að undanförnu. Í sumum tilvikum virðast kaup- menn hafa hækkað vörur sem keyptar voru fyrir gengislækkun krónunnar samkvæmt frétt á vef- síðu Neytendasamtakanna. „Neyt- endur hafa haft samband og bent á að í mörgum tilfellum sé um að ræða vörur sem legið hafa í versl- unum frá því fyrir páska og voru því keyptar fyrir gengislækkun krónunnar. Dæmi eru um að selj- endur hafi kroppað gamla verð- miðann af fyrir framan viðskipta- vinina og síðan selt vöruna á nýju og hærra verði,“ segir í fréttinni. Ekki hafa þó allir nýtt gengisfall krónunnar til að hækka verðið. Þannig hefur húsgagnaverslunin IKEA lýst því yfir að allar vörur sem finna má í vörulista ársins 2008 muni ekki hækka í verði. Sömu sögu er að segja af Ellos- pöntunarlistanum en aðstandend- ur hans hafa lýst yfir að þeir muni ekki hækka verð á vörum í vor- og sumarlista sínum. Hækkanir á verði Nú fer hver að verða síðastur að taka nagladekkin undan bílnum enda má ekki nota keðjur eða neglda hjólbarða frá 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Áður en sumardekkjunum er skellt undir bílinn ættu menn þó að at- huga ástand þeirra og kaupa ný ef þess er þörf. Veggrip hjólbarða minnkar við slit og öryggi þeirra að sama skapi. Tími naglanna senn á enda Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Ég myndi segja að þetta sé svona nútímaævintýri," segir Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson, annar af tveimur leikstjórum nýs leikverks sem Stúd- entaleikhúsið frumsýnir í kvöld. »Meira í Morgunblaðinu Drottinn í blokkinni Það er meira í Mogganum í dag Greinargóðan lista yfir fimm- tán helstu tón- listarhátíðir ársins 2008 er að finna í Reykjavík, Reykjavík í dag. Sumarið er innan seilingar og fullt af rokki og róli fylgir með. » Meira í Morgunblaðinu Hvar skal rokka? reykjavíkreykjavík Paris Hilton vill ólm eignast erfingja en vinkona hennar, Ni- cole Richie, segir hana herma eftir sér í einu og öllu. Kærasti Hilton er Benji, tvíburabróðir Joels, sem er unnusti Richie. » Meira í Morgunblaðinu Paris hermikráka Miðvikudagur 9. apríl 2008

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.