24 stundir - 09.04.2008, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir
Skaga verða væntanlega opnaðir
viku til tveimur síðar en það og
þannig verður þetta nokkuð á pari
við það sem var á síðasta ári. Fyrir
utan hefðbundið viðhald og slíkt
eru engar meiriháttar áætlanir um
breytingar ef frá er talin uppbygg-
ingin sem hafin er á Korpúlfsstöð-
um en sá völlur á að stækka tölu-
vert á næstu árum.“
Um 500 einstaklingar eru á bið-
lista GR en lítið virðist ganga á
þann lista og hefur svo verið um
árabil. Garðar telur mjög ólíklegt
að hægt verði að bæta fleirum við
þá 2750 einstaklinga sem nú eru
meðlimir. Árgjald GR þetta árið er
68 þúsund krónur.
Óvíst hjá Oddi
Vallarstjórinn Tryggvi Ölver
Gunnarsson sem sér um Urriðavöll
hjá golfklúbbnum Oddi segir stöðu
vallarins svipaða og fyrir ári en
Urriðavöllur liggur talsvert hærra
en flestir aðrir nálægt höfuðborg-
inni. „Það er erfitt að spá nokkuð
fyrir um það hvenær við opnum
þessa vertíðina því kuldakast næstu
daga og vikur setur mikið strik í
reikninginn og opnunardagur
frestast sem því nemur ef það kem-
ur. Annars sýnist mér staðan á okk-
ar velli almennt vera góð og alls
ekki síðri en á sama tíma fyrir ári
síðan. Fullt er í klúbbinn og ár-
gjaldið 76 þúsund krónur þetta ár-
ið.“
Bjartsýni hjá GKG
Ólafur Einar Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Golfklúbbs Garða-
bæjar og Kópavogs, vill ógjarna
nefna opnunardag að svo stöddu.
„Næstu tvær vikur ráða öllu um
framhaldið og þá meina ég hvenær
við opnum formlega en það kæmi
mér ekki á óvart miðað við stöðuna
að opnunin yrði seinna en til dæm-
is á síðasta ári. Þá byrjaði ballið
strax í fyrstu viku maí en á þessari
stundu er næsta ómögulegt að
meta ástand vallarins og jafnvel þó
hann líti ágætlega út þá ræður öllu
hvernig viðrar næstu tvær til þrjár
vikur. Ég tel betri kost að bíða ef
völlurinn er tæpur og því ákveðum
við ekki opnunardag fyrr en líða
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Flestir þeir er 24 stundir hafa tekið
hús á undanfarna daga eru sam-
mála um að golfvellirnir líti nokk-
uð vel út þrátt fyrir harðari vetur
en verið hefur víðast um nokkurra
ára skeið.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum eru stærstu golfvellir suð-
vestanlands í ágætu ásigkomulagi
miðað við árstíð. Stöku vellir eru
orðnir betri og þá sérstaklega þeir
sem liggja lágt við sjávarmál.
Allnokkrir klúbbar hafa þegar
skipulagt mót sumarsins og hefjast
þau fyrstu þann 1. maí þó stöku
innanfélagsmót hefjist fyrir þann
tíma. Dæmi um það er í Sandgerði
þar sem tvö mót eru skipulögð
strax í þessum mánuði.
Þó er það svo að tíðin næstu
tvær til þrjár vikur hefur verulega
mikið um það að segja hvenær vell-
irnir almennt verða góðir en ekki
aðeins nægilega góðir. Um þetta
eru þeir sammála sem reka stóru
klúbbana á höfuðborgarsvæðinu
en þar treysti enginn sér til að fast-
setja opnunardag en þær ákvarð-
anir verða teknar síðari hluta mán-
aðarins.
Misjafnt hjá GR
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur
umsjón með þremur golfvöllum
nú þegar rekstur Garðavallar á
Akranesi er undir þeirra stjórn.
Garðar Eyland, framkvæmdastjóri
klúbbsins, segir Korpúlfsstaðavöll
opnaðan fyrst. „Staðan er góð á öll-
um okkar völlum eins og staðan er
nú. Við gerum ráð fyrir svipuðum
opnunartíma og fyrir ári. Þannig
ætlum við að reyna að opna Korp-
una strax í byrjun maí en ef tíðin
verður slæm í millitíðinni þá frest-
um við því þegar þar að kemur.
Grafarholtið og Garðavöllur uppi á
tekur á þennan mánuð. Annars er
völlurinn okkar að mestu óbreytt-
ur frá fyrra ári enda stækkuðum
við mikið þá og tókum nýjan völl í
notkun. Einhverjar lagfæringar
hafa verið gerðar og verða áfram en
ekkert stórvægilegt ef frá er talið
æfingasvæðið okkar sem hefur al-
veg verið tekið í gegn.“
Meðlimafjöldi GKG er 1550 og
ólíkt öðrum klúbbum nálægt höf-
uðborginni er enn pláss fyrir
áhugasama.
Rysjótt tíð í vetur, bæði góð og slæm
Vellir vel
undan vetri
Almennt þykir þeim er til
þekkja golfvellir landsins
koma vel undan vetri.
Næstu þrjár vikur ráða
öllu um hvenær þeir
verða formlega opnaðir.
Margir kylfingar líta á 1. maí
sem merkan dag enda hefur skap-
ast hefð fyrir að þá séu haldin
fyrstu stóru mót sumarsins. Þar er
árlegt golfmót að Strandavelli við
Hellu hvað vinsælast en sá völlur
er í uppáhaldi hjá mörgum en það
er nú haldið í samvinnu við Hole-
in-One-golfverslunina. Samkvæmt
síðustu upplýsingum er að heita
uppselt í það mót þó að enn séu
þrjár vikur til stefnu. Fimm önnur
mót eru haldin þann sama dag en
þau eru flest lokuð ef frá er talið
opið mót í Vestmannaeyjum.
Spenntir kylfingar
Fyrstu mótin
vinsæl
Enn virðast nokkrir áhugakylf-
ingar ekki hafa gert sér grein fyrir
að nýjar reglur um golfkylfur
tóku gildi í Evrópu um áramótin.
Þær breytingar hafa meðal ann-
ars það í för með sér að margir af
vinsælli dræverum síðustu ára
eru í raun orðnir ólöglegir og
hver sá er slíka kylfu notar á mót-
um, hversu lítilvæg sem þau eru,
á á hættu að vera dæmdur úr leik.
Er listinn langur yfir þær kylfur
sem nú falla undir að vera ólög-
legar og má finna þann lista allan
á heimasíðu Golfsambandsins og
þar má einnig finna aðrar þær
reglur er breyttust um áramótin.
Um áramótin tóku gildi nýjar
reglur í Evrópu hvað golfkylfur
varðar en með þeim breytingum
urðu margar kylfur sem vinsælar
hafa verið ólöglegar.
Eru kylfurnar
löglegar?
Golfbakterían er sterk og fólk
lætur talsvert yfir sig ganga áður
en hún er gefin upp á bátinn. Það
gildir sérstaklega um golfferðir
erlendis en samkvæmt upplýs-
ingum 24 stunda eru margar slík-
ar ferðir uppseldar vel fram á
sumar þrátt fyrir hækkanir og
gengisfall.
Helst er það næsta vertíð í haust
og vetur sem veldur skipuleggj-
endum og ferðaskrifstofum heila-
brotum. Miðað við gengi dagsins
er trúlegt að ferðir þá verði um 30
prósentum dýrari en síðasta
haust og mjög á reiki hvort
áhugamenn hafa efni á slíku í
sama mæli og verið hefur und-
anfarin ár. Sýna tölur og kann-
anir að um það bil 80 prósent
kylfinga hér fara í golfferð
minnst einu sinni á ári.
Golfferðirnar
seljast enn
Vífilsstaðavöllur Þar leika þeir alhörðustu allan ársins hring en óvíst er hvenær hann
opnar formlega. Verður það ákveðið eftir viku eða tvær.
Grafaholtsvöllur Hann er óðum að koma til. Gæla forsvarsmenn GR við að hann
opni eigi síðar en um miðjan maí.
Urriðavöllur Þar unir gæsin sér vel enda liggur völlurinn hæst af þeim er hér er fjallað
um. Sjá má í bakgrunni að enn eimir eftir af snjó í Heiðmörk
Hvaleyrarvöllur Þar var ótrúlegur fjöldi kylfinga að leik um
helgina enda jafnan fyrstur leikhæfur vegna legu sinnar við sjó.
24stundir/Kristinn
„Gengislækkunin hefur hitt
okkur nokkuð illa fyrir enda er
meirihluti okkar vara að koma í
hús um þessar mundir og það er
nokkuð almenn hækkun þess
vegna,“ segir Sveinn Snorri Sverr-
isson, verslunarstjóri Nevada Bob.
Þar á bæ hefur verð á golf-
vörum hækkað nokkuð að und-
anförnu vegna falls krónunnar en
engu að síður hefur verð á ódýr-
ustu byrjendasettum bæði fyrir
krakka og fullorðna ekki hækkað í
samræmi við það. „Hugmyndin
var að reyna að bjóða barna- og
unglingasettin á lægra verði nú en
í fyrra en það gekk ekki upp í
þetta skipti. Byrjendasett fyrir
börnin kosta frá 17.900 og upp úr
en full sett fyrir fullorðna frá
svona 25 þúsundum og alveg upp
í hundrað þúsund krónur.“
Engin kreppa
Sveinn segir aðalsölutímabilið
enn ekki hafið en sýnist ljóst að
miðað við sölutölur fyrri ára sé
ekki minni sala nú en áður þó
viðskiptavinir þurfi að dýfa putt-
um dýpra í pyngjuna nú en áður.
„Ekki ennþá allavega, en það er
annað sem hafa verður í huga og
það er að vörur erlendis hækka
líka og þeir sem á annað borð
ætla að endurnýja eða kaupa nýtt
greiða það líka dýrara verði víðast
erlendis.“
Stutt í vertíð
Áður fyrr var sölutími golfvara
bundinn við vor og sölutoppa um
jól en nú er tímabilið mun dreifð-
ara. Það helgast af tíðum ferðum
íslenskra kylfinga til útlanda yfir
vetrarmánuðina. „Þannig að salan
almennt er nokkuð jöfn og góð
þó vissulega komi kippur á vorin
og hann er skammt undan nú. Þó
stöku kylfingar leggi vart niður
kylfu á veturna vaknar meirihluti
þeirra ekki fyrr en hlýna fer og
vellirnir eru orðnir góðir. Það
gerist í byrjun maí og þess vegna
er mikilvægt að vera kominn með
nýjustu vörur ársins á þeim
tíma.“
Gengisfall krónunnar hefur áhrif á kylfinga sem aðra
Talsverð hækkun á golfvörum fyrir sumarið
Atvinnukylfingurinn
Birgir Leifur Nevada
Bob er einn stuðnings-
aðila hans á evrópsku
mótaröðinni.
VORIÐGOLF
lifsstill@24stundir.is a
Um 500 einstaklingar eru á biðlista hjá golf-
klúbbi Reykjavíkur en lítið virðist ganga á
þann lista ár frá ári. Enn er hins vegar laust hjá
golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs.