24 stundir - 09.04.2008, Síða 30

24 stundir - 09.04.2008, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir Ólíkt Eiði Smára Guð-johnsen fer heldur illaum Thierry Henry á Spáni sam- kvæmt fregn- um. Ganga miklar sögu- sagnir þess efn- is að hann vilji aftur til Lond- on og nafn Chelsea komið upp í því sam- bandi. Það væri aldeilis bensín á þann eld sem glatt logar milli áhangenda Arsenal og Chelsea ef rétt reynist. Björgólfur Guðmunds-son, eigandi West Ham,hefur gefið stjóra liðsins Alan Curbis- hley skipanir þess efnis að skera umtals- vert niður launakostnað. Fór sá kostn- aður talsvert úr böndum í tíð Eggerts Magn- ússonar en heimildir herma að ein meginástæða þess að hann var keyptur út úr félaginu hafi verið æðibunugangur við samninga sem þýðir að margir meðalmenn hjá West Ham eru með þeim launahærri í Eng- landi. Ýmislegt er reynt til aðforðast fallið í bolt-anum. Hjá Real Zara- goza veðja menn á að lausnin felist í að sálfræð- ingateymi dugi til að fylla leik- menn vilja og dug en liðið er í afar slæmri stöðu og þarf nauðsynlega á stigum að halda á lokasprettinum, annars bíður næsta deild fyrir neðan. Fernando Torres hefðigetað endað hjá Arsenalað eigin sögn en þeir ensku gerðu tilboð í hann fyrir einum sjö árum þegar hann var fyrst að blómstra með Atletico de Madrid og spænska unglingalandsliðinu. Blöð í Newcastle greinafrá að Kevin Keeganhafi þegar dregið upp óskalista fyrir næstu leiktíð. Er þar að finna nafn Jermaine Pennant og hann vill gjarna nýta hæfileika John Arne Riise, Scott Brown og Aiden McGeady í framtíð- inni. Man-chester United erbesta félagslið heims án alls vafa í huga Ítalans Marcello Lippi og Cristiano Ronaldo besti knattspyrnumaðurinn á jörð- inni. Engin önnur félagslið komast að hans mati með tærnar þar sem Alex Ferguson og kumpánar hans hafa hæl- ana. Nái lið Roma að gera einhverjar rósir í seinni leiknum gegn Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld fer það kyrfilega í sögubækur enda sýnir öll tölfræði að þeirra leik er í raun lokið í keppninni. Ekki aðeins vann United útileikinn nokkuð sann- færandi 0-2 og ekki aðeins rústuðu leikmenn United Roma 7-1 á Old Trafford fyrir ári heldur hafa Rauðu djöflarnir ekki tapað á heimavelli í Meistaradeildinni í þrjú ár. Þar að auki er árangur Roma gegn enskum liðum ekkert til að hrópa húrra fyrir hin síðari ár. Að sama skapi er róður Schalke mjög þungur gegn Barcelona á útivelli í hinum leik kvöldsins. Börsungar náðu marki úti í fyrri leiknum og jafnvel þó þeir hafi ekki spilað neitt glimrandi um hríð telur mark á úti- velli drjúgt og gæti dugað til að koma liðinu í fjögurra liða úrslitin. Börsungar eru einnig ásamt Manchester eina liðið sem taplaust er enn sem komið er í Meist- aradeildinni. Síðustu leikir átta liða úrslita Meistaradeildarinnar í kvöld Formsatriði fyrir Manchester Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Þetta gerir einfaldlega gæfumun- inn fyrir mjög marga aðila innan íþróttahreyfingarinnar og ekki síst okkur,“ segir Egill Eiðsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsíþróttasam- bands Íslands. Skerpt hefur verið mjög á reglum þeim er gilt hafa um notkun Laugardalshallarinnar en borið hefur á því að íþróttastarf þar hafi fallið niður af og til vegna list- og menningarviðburða sem þar eru haldnir reglulega. Eins og 24 stundir sögðu frá í haust var talsverð óánægja hjá til- teknum íþróttafélögum með þá staðreynd að Laugardalshöllin var þeim oftar en ekki lokuð vegna menningarviðburða og sýninga hvers kyns. Almennur skortur á góðu æfingahúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu jók vandann og vita 24 stundir dæmi þess að þurft hefur að skutla börnum og unglingum vítt og breitt um höfuðborgina til að halda æfingar sem fara áttu fram í Höllinni. Frímann Ari Ferdinandsson hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur segir að hér eftir gildi ákveðnar reglur og að á tilteknum tímum eigi íþrótta- starf forgang á annað. „Nú liggur fyrir hvenær íþróttastarf nýtur for- gangs og hvenær ekki og það er eðlilega mjög jákvætt. Að sama skapi heldur rekstrarfélag Hallar- innar áfram að hafa forgang um helgar og á sumrin eins og verið hefur en árekstrar ættu að heyra sögunni til.“ Laugardalshöllin Fyrir hefur komið að íþróttastarf mætir afgangi þegar aðrir viðburðir fara þar fram. Íþróttastarf fer í forgang  Náðst hefur samkomulag um að íþróttastarf fái að hluta forgang fram yfir list- og menningarviðburði í Laugardalshöllinni Golfstjarnan Annika Sörens- tam er að reyna sitt besta að standa við loforð sitt um að veita hinni nýju drottningu golfsins, Lorenu Ochoa, sam- keppni á árinu. Engu að síður dregur sundur með þeim á peningalistanum þar sem Oc- hoa hefur nælt sér í 64 millj- ónir króna á árinu en sú sænska „aðeins“ 43 milljónir króna. Er Annika þó öllu frískari en á síðasta ári þegar hún vann ekki eitt einasta mót á kvennamótaröðinni. Breikkar bil Eins og sakir standa lítur út fyrir að síðustu liðin til að komast inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar verði Atl- anta Hawks austanmegin og Denver Nuggets vestanmegin. Atlanta líklega á kostnað In- diana sem fyrir leiktíðina var spáð einu af fjórum efstu sæt- um sinnar deildar. Sama gildir reyndar um Chicago sem hangir í ellefta sæti aust- urdeildar en frækileg frammi- staða í úrslitakeppninni fyrir ári hefur ekki skilað sér áfram. Að síðustu Aðeins rúmar tvær vikur eru í fyrsta hnefaleikabardaga árs- ins sem eitthvað kveður að þegar í hringnum í Las Vegas mætast hinn evrópski Joe Cal- zaghe og hinn bandaríski Bernard Hopkins. Báðir eru sigurvissir út í æsar sem kem- ur á óvart í tilfelli Calzaghe sem hefur náð á toppinn með hlédrægni og nokkuð al- mennri kurteisi sem oft fer lít- ið fyrir í aðdraganda slíkra keppna. Sigurviss Ökuþórinn Fernando Alonso sem er sem stendur níundi í keppni ökukmanna í F1 telur mótlætið styrkja sig og al- mennt gera sig betri ökumann en hann var áður. Mótlæti SKEYTIN INN „Það eru blendnar tilfinningar en ég er ánægður með að hafa tek- ið við Fylki enda mikill metnaður þar á bæ, segir Aðalsteinn Eyjólfs- son sem tekur við starfi Guðríðar Guðjónsdóttir sem þjálfari kvennaliðs Fylkis í handbolta. Að- alsteinn gerði þriggja ára samning við liðið og hlakkar til að takast á við nýja hluti en hann hefur verið með annan fótinn hið minnsta hjá Stjörnunni í langan tíma við góð- an orðstír. Nýr þjálfari kvennaliðs Fylkis Aðalsteinn tekur við Mánudagurinn 7. apríl var stór dagur í íslenskri íþróttasögu en þá voru 40 ár síðan Ísland vann fyrst sigur á Dönum í flokka- íþrótt þegar landinn lagði Dani í handbolta 15-10. Var þessu and- artaki fagnað af hálfu handknatt- leikssambandsins í gær. Stór dagur ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Hér eftir á að liggja alveg lj́óst fyr- ir hvenær íþróttirnar hafa forgang og hvenær ekki og árekstrar vegna þessa eiga að heyra sögunni til.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.